Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 19 nóv. 1966 — Bó'imennfir Erl. Jónst on Framhald af bls. 17 ingu þessara kviölinga, enda jþótt þeir í einu og öllu heyri til iíðnwn tíma, þar sem héir er um mikils til óbreyttan þrjátíu ára gamlan kveðskap að ræða eða þaðan af eldri. Inngangssálm- Mrinn var þó ekki ortur fyrr en 6íðari heimsstyrjöldín var dunin yfir.“ Með þessum orðum gerir Skáldið nógu skýra grein fyrir því, hvers vegna það lætur þessi kvæði nú loks koma fyrir ai- mennings sjónir. Um hitt verst skáldið allra frétta, hvers vegna þau hafa orðið „útundan“ í þrjá- tíu ár. Var ská'ldið sjálft ekki svo ánægt með þessi kvæði sín, a'ð það teldi þau frambærileg fyr- ir þrjátíu árum? Eða — var það fyrir „'hin hátíðlegu trúarviðhorf uppvaxtaráranna," að skáldið hikaði svona lengi að senda þau frá sér? Ef til viil mun einhver segja, að það sé einkamál skáids ins. Svo er þó ekki, ef „ljóð- ferill“ þess telst svo merkileg- ur, að hann veki a'lmenna for- vitni. En vitanlega ræður skáid, hvað þa'ð segir og hvað það se,g- ir ekki hversu merkilegur sem „IjóðferiM" þess annars telst. Vafasamt er, að þessi kvæði verði talin betri eða verri en annar kveðskapur Jóhannesar úr Kötlum. Mannssonuriinn fer hvergi vafhluta af því, sem helzt 'lífgar kveðskap Jóhannesar. Ek'ki er hann heldur sneyddur því, sem óprýðdr kveðskap hans. Kreppuskáldin lögðu sig mjög fram að vera alþýð'leg. Jóhannes segir berum orðum í formálan- um, að hann hafi tekið að virða fyrir sér „helgisöguna u:m tré- smfðssoninn frá Nazaret í a'lþýð- legra ljósi en áður.“ Og þannig segir hann einmitt söguna í Mannssyninum. í meðförum Jó- hannesar verður sagan jafnhvers dagsleg sem um væri að ræða sögu af fójki á næsta bæ. Ef tifL vi'll hefur honum þótt þetta til- tæki sitt fulldjarft fyrir þrjátíu árum. Ef til vill hefur hann ótt- azt, að hann yrði sakaður um guðlast, ef hann birti þessi kvæði sín þá. Til þess hefði þó varla komið. Þó vant sé að sjá af Mannssyn- inum, að ská'ldið sé mikill trú- máður í venjulegum skilningi, held ég enginn muni hneykslast á þessum kvæðum hans. I>ví Jó- hannes er hvort tveggja: góð- mánnlegur og mann'legur. Og trúmáður er hann lí'ka — á sinn hátt. Jóhannes leggur í kvæðum þessum talsverða áherzlu á hið kímilega. Fyndni hans er .græskulaus og góðl-átleg, en íremur klunnaleg. hað eru, sem annars sitaðar, hin mannlegu við horf að viðbættum búrailegum dugnaði og seiglu — það eru þeir eiginleikar, sem bera uppi kveðskap Jóbannesar. Hins vegar er honum ekki jaf.nsýnt um hið hárfína list- ræna. Tjáning hans er því yfir- borðsleg, aíla jafna. Víða kemst hann allvel að orði. En það má líka vfða benda á klaufaíegt orðalag í kvæðum hans. Ekki fer á mil'li mála, að hann sé hag- mæ'ltur. Samt má benda á marga staði í kvæðum hans, þa,r sem hann hafur látið stjórnast af iljóðsitöfum og rími: orðavalið hefur miðazt við, hvað rimaði saman. Sá veikleiki steðjar að skáld- inu þegar í fyrstu visu Manns- sonarins. Kvæðið heitir Sálmur heiðingjans, og vísan er á þessa ■leíð: Forðum var l>ví fyrir mér spáð að fús ég mundi kveða um síðir nýjan sálm um himnakóngsins hulið ráð í hjarta mínu — eða um barn eitt borið í hálm — og láta þá víkja úr vegi hið veraldlega fálm. í vísu þessari er eðlilegt, að skáldið dragi ek'ki lengur en tiil loka þriðju ljóðlínu að nefna isiáilm. En rím krefst rímorða. í ■sjöttu línu lætur ská'ldið hálm ríma við sálm. Það er ekki ó- 'bj'örguileg lausn. En þá tekur að vandast málið. Þegar talað er um frelsarann sjálfan og búið er að nefna bæði sálm og hálm — 'hvað ska'l þá til ráða, þegar enn vantar ohð, sem ríma skal á móti þeim orðum báðum? Víst eru til mörg orð, sem ríma við sálm og háilm: t.d. málm, skáim, fálm, álm, mjákn; og eílaust einhver fleirh Ská'ldið veiur orðið fálm. Var ekki eins hægt að vedja eitt- hvert hinna og láta hugsunina 'brokka á eftir orðinu, hvert svo sem það var? Ekki efast ég um, að svo duglegt skáld, sem Jó- hannes úr Kötlum er, hefði get- að það. En hann vedur, sem sagt, orðið fádm og bjargast við þáð svo þokkalega, sem aðstæður 'leyfa. Ég tilfæri þetta dæmi hér ein- ungis vegna þess, að mér þykir það einkennandi fyrir kveðskap Jóhannesar. En skylt er auðvit- að að geta þess, að fleiri skáld hafa átt við svipuð vandkvæði að stríða. Þáð var ekkert eins dæmi á fyrri tíð, að ská'ld lét-u rímið beindínis yrkja fyrir sig. Þvert á móti mó segja það hafi verið algengt, einkum þar sem um var að ræða miðhingskveð- skap og þaðan af lakari. Kvæðasafn Jóhannesar úr Kötlum er nú orðið svo mikið að vöxtum, að Mannssonurinn mun ólíkdega verða veigamikill kapítuli í „Ijóðferdi" hans. En læsileg eru þessi kvæði. Jóhann- es birtist þarna enn einu sinni sem lipur hagyrðingur og — dá- gott skáld. Að útliti er bó'kin hin álitleg- asta. „Myndin á kápu og titíi er gerð eftir franskri tréskurðar- mynd frá 16. öld“ og fer vel á því, enda þó kvæðin í bókinni séu ekki kirkjuleg. Þegar öllu er j á botninn hvolft, geta þau varla heddur tadizt mjög nútímaieg fremur en tréskurðarmyndin. Kannski hafa þau verið sam- tímaleg fyrir þrjátíu árum. Nú teljast þau í einu og öllu til lið- ins tíma, svo sem skáldið getur um í formála sínu-m. Erlendur Jónsson, mælskunni og fróðleiknum situr ávallt í fyrirrúmi á íslandi. Þessari bók, sem valinn hefur verið virðulegur búningur er í flokki „klassískra“ skáldverka Helgafells. Henni er skipað til sætis við hlið heildarverka tveggja öndvegisskálda, þeirra Tómasar og Steins og hins fram- úrskarandi hlýja og mannlega skálds Arnar Arnarsonar. Úr þessu er því sama hvernig um þessa útgáfu fer. Hún byrjaði eftir atvikum vel þótt ekki hafi hún verið með öllu vansalaus. Hverju má eiga von á næst? Mig tekur það sárt að sjá á víð og dreif í safni þessu ágæt- I ar vísur innan um veigalitið I rímhnoð. Beztu rímnaskáldin, sem Sveinbjörn Beinteinsson getur sem betur fer ekki geng- ið frá dauðum, koma til með að lifa í íslenzkum skáldskap, og Islendingar verða af fátækari ef þeir gleyma þeim. Enda stend- ur það vonandi ekki til. Engin ástæða er til að óttast um snjall- an skáldskap þótt honum sé illa fylgt úr hlaði, borin upp á hann allskyns sérvizka, og fáeinir af- dalamenn í hugsun telji hann sinn málsvara og mér liggur við ' að segja einkaeign. Jóhann Hjálmarsson. — Bókmennfir Jóh. Hjálm. Framhald af bls. 17 sinn skáldskap og fjölmargt í rímunum er eingöngu heimild um gamla tíma eða fyrndar tján ingaraðferðir, og það er fárán- legt sem Sveinbjörn gerir, að jafna þeim við þann skáldskap sem hófst með Bjarna Thorar- ensen, Jónasi Halgrímssyni, Grími Thomsen og fleirum. Að við þurfum að verjast „ásókn annarlegra menningar- hátta“ er dreifbýlisbábilja, sem felur mótsögn í sjálfri sér. Það er ekki ásókn menningarhátta, sem við þuríum að verjast, held ur ómenningarhátta. Og urðu ekki rimnaskáldin einmitt fyrir annarlegum áhrifum? Hvernig er með alla þá erlendu reyfara, sem þeir diktuðu rímur sínar upp úr? Voru þau kannski ekki þegar á allt er litið nokkurs konar atómskáld síns tíma, svo notað sé orð sem Sveinbjörn Beinteinsson og fleiri „verjend- ur þjóðlegra verðmæta" hafa tíðum notað til að fylla upp í andleysiseyður sínar. Þetta er nefnt hér vegna þess að Svein- björn Beinteinsson talar um í inngangi sínum að Ijóðmenn- ing eigi í vök að verjast fyrir dægurljóðum og atómkveðskap. Hvað voru rímurnar annað en dægurljóð, að vísu mun betur ortar en danslagatextar nútírna islendinga. Ég vona að það skiljist, að ég hefði kosið að sjá öðruvísi bók með úrvali íslenzkra rímna. Ég veit að margt ortu rímnaskáldin vel. Sjálfsagt hefur Sveinbjörn Beinteinsson unnið þetta starf í góðum tilgangi, af því að farið var að troða þessu upp á mann- inn að annast verkið í staðinn fyrir að fá einhvern eða ein- hverja, sem kunna fremur skil á skáldskap til að fást við þetta. Viðfangsefnið er í marga staði ekki lítilvægt. En við suma verður engu tauti komið. Hin tilbeiðslufulla viiðing fyrir hag m&i yf sjötiip FRÚ Helga S. Þorgilsdóttir, yfirkennari, er sjötug í dag. Hún hefur helgað fræðslu og upp- eldisstarfi krafta sína. Kennslu hóf hún, þegar kennslan var brautryðjandastarf við þæginda og áhaldaleysi. Þrátt fyrir erfið- leika í ytri aðbúnaði, mun vera bjart yfir minningu þeirra starfs ára í huga hennar. Ósérhlífni og samvizkusemi hafa verið henni góðir förunautar, enda mótuð í anda séra Magnúsar Helgasonar. Frú Helga hefur verið yfir- kennari Melaskólans nær 20 ár og skólastjóri í 2 ár í fjarveru skólastjóra. í starfinu leysti hún hvers manns vanda með hlýhug og skilningi. Frú Helga hefur verið vak- andi í starfi, aflað sér fram- haldsmenntunar með siglingum, námskeiðum og kynningu af skólastarfi erlendis. í félags- og mannúðarmálum er frú Helga góður liðsmaður, setið hefur hún í stjórn Hvíta- bandsins og verið í sjúkrahús- ráði. Hún hefur mörgum rétt hlýja hönd í kyrrþey og er ó- deig að setja skoðun sína fram, en gerir það með þeirri hátt- vísi, að allir mega vil við una. Margar góðar minningar eru frá skemmtikvöldum skólans, þegar frú Helga hefur lesið ljóð sín. Hún er skáld gott og mik- * ill unnandi íslenzkrar tungu. f heimilislífinu hefur hún ver- ið farsæl. Hún giftist góðum dreng, Þorsteini Arnórssyni, fyrrverandi skipstjóra og siðar I starfsmanni hjá Útvegsbanka Is- , lands. Þorsteinn hafði misst konu sína frá mörgum börnum, en frú Helga hefur hlúð að þeim svo og barnabörnum Þorst ’.ns og reynzt þeim sem bezta móð- ir. Þorsteinn dó árið 1962. í dag munu samstarísmenn, nemendur og aðrir vinir senda frú Helgu þakkir fyrir giftu- samt starf ásamt hugheilum ósk um. Magnea Hjálmarsdóttir. TiSrauítasfióVastalan við tilraunastöðina Sámsstöðum, Fljótshlíð er laus til umsóknar. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störí sendist fyrir 15 desember 1966. RANNSÓKNASTOFNUN LANDBÚNAÐARINS. Sportval auglýsir íbúar Allftamýri, Sakamýri og Háaleiftishiferfis HÖFUM OPNAÐ VERZLUN í VERZLUNARHÚSINU, STARMÝRI 2. Höfum mjög fjölbreytt vöruval, þar á meðal: Leikföng í miklu úrvali — Model mikið úrval. Skíði — skíðastafir — skíðaskór — og fleiri skíðavör ur. Kanadisku skautarnir koma á þriðjudag. Ljósmyndavörur — myndavélar — kvikmyndavélar — snýingarvélar, verð kr. 2275, margar gerðir. Sjónaukar mjög gott verð ásamt ýmsu fleiru. Eíomið og skoS*C — líyrssiið ykkur okkar hagstæða verð — Næg biSastæði SPORTVAL STARMÝRI 2. S í M I 14 3 9 0. SPORTVAL LAUGAVEGI 4 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.