Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 31
ILaugardagur 19. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 — Hamrafellið Framhald af bls. 32. sínum, en það var keypt til Ind- lands fyrir fáeinum mánuðum. Ástæðan fyrir sölunni er sú, að sögn Hjartar Hjartar forstjóra skipadeildar S.Í.S. að enginn rekstrargrundvöllur var fyrir Sja-ipið hér á landL - Mjólk Framhald af bls. 32. þessir kassar væru þá ekki flutt- ir til Reykjavíkur nú. Hann kvað það ekki vera. Mjólkursamsalan vildi ekki þessa kassa, sennilega vegna þess að þeir féllu ekki inn í dreif- ingarkerfi hennar. I>á sagði Har- aldur: — Hér á Húsavík flytjum við mjólkina heim til fólks í þess- um kössum án sérstaks endur- gjalds. Mjólkin, sem flutt er að norð- an er flutt ógerilsneydd og ófitusprengd í brúsum og sagði araldur, að það væri mikið óhag ræði að því, að þurfa að flytja tóma brúsana norður aftur Húsavíkurmjólkin er síðan tekin og gerilsneydd hér í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að Mjólkursamsalan hér gæti auðveldlega losnað við þessa kassamjólk bæði á sjúkrahús, stærri matsölur og mötuneyti og einnig til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Sem kunn- ugt er kaupir varnarliðið enga mjólk hér á landi nema í þess- um kössum. Pakkar Mjólkur- samsalan í 25 lítra kassa fynr varnarliðið, en hins vegar eru kassarnir á Akureyrir og Húsa- vík 10 lítra, en með sama frá- gangi og áfylltir í samskonar vélum. — Enn ný Framhald af bls. 1. svo djarfir að hafa bannið að sejm kann ekki að leiða til neins raunverulegs árangurs. Sovétrík- in hafa margsinnis lýst því yfir, að undanfari allra samninga um frið í Víetnam sé sá, að Banda- ríkin hætti öllu'm loftárásum á N-Víetnam. Hins vegar mun Brown telja, að hann hafi góð rök fram að ifæra, og kunni þau að vekja á- huga ráðamanna í Moskvu, Hanoi og öðrum höfuðborgum kommúnistarík j a. Enginn hefur hins vegar feng- ið upplýsingar um það, hver þau rök eru, sem hér er átt vi'ð. — Komið hefur þó fram, að friðar- umræður um Víetnam þurfi ekki, samkvæmt áliti breakra ráða- manna, að fara fram innan ramma Genfarsamningsins frá 1054, en hann náði til Víetnam, Laos og Kambódíu. í framhaldi af þessu er sagt, að brezkir ráða- menn tedji, að ekki beri að halda sig við samninginn, sem brotinn hafi verið, heldur eigi að byrja á nýjan leik, með því að setjast að samningaborði, og ræ’ða, á hvern hátt megi koma á friði. Þá þykir mörgum, að Brown ikunni að hafa tekið það alvar- lega, er Andrei Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, lét eð því liggja við brezka utan- ríkisráðherrann í New York ný- lega, að sovézka stjórnin væri ekki með öllu áhrifalaus í Hanoi. Jafnframt mun Gramyko hafa sagt, enn einu sinni, að loftárós- ir á N-Víetnam yrðu að hætta, eetti friður að nást Telja ýmsir stjórnmálafréttaritarar, að þar hafi Brown komizt a’ð þeirri nið- urstöðu, að hætti Bandaríkja- menn árásunum, megi búast við nýjum og betri viðbrögðum í Hanoi — og hafi það verið efni ummæla Gromykos. Háskólafyrir- lestur WÆSTA erindi í fyrirlestra- flokki próf. Þórhalls Vilmundar- sonar verðnr flutt í hátíðarsal Haskóla íslands á morgun, sunnudag, og hefst kl. 2.30. Fyr- irlesturinn nefnist HEru á ferli úifur og reíur“. „Das Daydn-Tríót( leikur mánnu- og þriðjudag Kosið í Bayem á simmadag Kosningarnar geta haft úrslitaþýð ingu i þýzkum stjórnmálum NÆSTKOMANDI mánudags- og þriðjudagskvöld heldur tríó frá Vínarborg „Das Haydn-Trio“ tón leika í Austurbæjarbíói kl. 7 fyrir strktarfélaga Tónlistarfé- lagsins. Tríóið er skipað: píanó- leikara, fiðluleikara og selló- leikara. Á efnisskránni eru þessi verk: Tríó i F-dúr eftir Joseph Haydn, írsk þjóðlög, útsett fyrir tríó eftir Martin og Tríó í Es-dúr op. 100 eftir Schubert. Walter Kamper píanóleikari er Austurríkismaður, fæddur í Vín- arborg árið 1931, þar stundaði hann nám við Músikakademíuna. Hann hefir hlotið verðlaun í pí- anóleik, bæði í Brússel, Munchen og Genf og hefir haldið tónleika hár í álfu og víðar bæði sem einleikari og í kammermúsik. Kamper er yfirkennari í meist- araklassanum í píanóleik í Graz. Michael Schnitzler fiðluleikari er fæddur í Bandaríkjunum en stundaði nám í fiðluleik við Músikakademíuna í Vín og víð- ar. Hann hefir haldið tónleika í Bandaríkj unum, Kanada og víða i Evróu, sem einleikari og sem meðlimur í hinni frægu kammerhljómsveit „Die Wiener Solisten". Walther Schulz sellóleikari er Austurríkismaður, hann stundaði nám í Linz, við Mozarteum í Salzburg og við Músikakademí- una í Vínarborg. Hann hefir haldið tónleika í ýmsum löndum, bæði sem einleikari og í kamm- ermúsik með prýðilegum ár- angri. Þessir þremenningar stofnuðu „Das Haydn Trio“ fyrir nokkr- um árum og hafa síðan hald- ið fjölda tónleika í fleiri löndum. Eru blaðaummæli um leik þeirra framúrskarandi góð. Eins og áður er getið, verða þessir tónleikar haldnir nk. mánudags- og þriðjudagskvöld. Múnchen 18. nóv. - NTB. HINN mjög hægrisinnaffi þjóff- ernissinnaílokkur í V-Þýzka- landi býst viff því, aff í kosn- ingunum í Bayern á sunnudag muni flokkurinn „slá í gegn“ þrátt frir aff því sé haldið fram, aff flokknum séu margir gamlir nazistar. Bjartsýni þjóðernissinna bygg- ist fyrst og fremst á velgengni þeirra í nýafstöðnum kosningum í Hessen, og hinni almennu ó- ánægju í landinu vegna þrætu stóru flokkanna þriggja um stjórnarmyndun í Bonn. Þrátt fyrir bjartsýni þjóðernis- sinna er ekki reiknað með því að þeim muni takast að tryggja sér meira en 15 af 204 þingsæt- um á ríkisþingi Bayern. Hins- vegar myndu hinir fiokkarnir ugglaust líta á slíkan árangur sem greinilegt hættumerki, enda þótt þjóðernissinnar myndu eng- in raunveruleg pólitísk völd fá með þessum sætum. Kristilega sósíalsambandið, sem er systurflokkur kristilegra demókrata í Bayern, hefur 108 þingsæti. Ef flokknum tekst að halda áfram hreinum meirihluta eftir kosningar á sunnudag, mun það hafa það í för með sér áð völd flokksforingjans, Franz Josef Strauss, munu eflast og auka áhrif hans á stefnu stjórn- arinnar í Bonn. Þetta mundi ennfremur styrkja mjög þá kröfu Strauss, að hann fái í hendur mikilsverða stöðu í hugsanlegri stjórn Kurt Georgs Kiesingers. Sósíaldemókratar reikna hins- Maður og kona Framhald af bls. 5 Það kemur í ljós að þetta er í fyrsta skipti, sem Lára leikur á leiksviði, og Birg- ir hefur ekki leikið frá því að hann var um fermingu. Við spyrjum þau hvort þeim finnist alutverk sín ekki erf- ið. „Það er dálítið erfitt að læra textann til að byrja með. Það úir og grúir af eirtkenni- legum orðatiltækjum og inn- skoium, sem alls ekki tíðk- ast í nútíma máli. En ann- ars hefur þetta gengið að óskum.'4 ic Hundurinn þekkti ekki eigandann. Þegar öðrum þætti er lok- ið hrópar leikstjórinn: Kaffi, og alhr bjóta fram í anddyr- ið, þar sem rjúkandi kaffið og alls kyns góðmeti bíða á borðum. Leikararnir slappa af, og það er létt yfir mönn- um. — Það er byrjað á því að ræða um Jón Thoroddsen, og einhver segir: „Haldið þið að hann Jón hafi venð mikið skáld"“ „Hann hefur eflaust verið mikið skáld á sinum tíma, enda er hann brautryðjandi á sviði skáldsögunnar", svarar ein leikkvennanna. Og hún bætir við: „Mér er líka alveg sama hvort hann hefur verið mikið skáld eða ekki — mér finnst reglulega gaman að því sem hann hefur skrifað „Það með er málið útrætt, því að allir virðast vera þessu sam- mála. Með blutverk Sigvalda prests á Stað fer Gunnlaugur Þorsteinsson, sem á sæti í leik nefnd ásamt þeim Sigríði Ei- ríksdóttir og Tryggva Tómas- syni. Þegar liðið er á kaffi- vegar með auknu fylgi í Bayern. Eigi slíkt sér stað, aukast líkur á því að Willy Brandt, borgar- stjóri V-Berlínar, geti orðið kanzlari í Bonn. Um Frjálsa demókrata er það að segja, að sunnudagurinn mun skera úr um tilveru þeirra. Flokkur verður að hafa minnst 10% atkvæða, til þess að hann fái þingfulltrúa. Við kosningarn- ar 1962 fengu frjálsir demókrat- ar 11,2% atkvæða í Bayern og níu þingsæti. um. Athugasemd Herra ritstjóri! 1 heiðruðu blaði yðar laugar- daginn 5. þ.m. er smáfréttagrein um nýja heimavistarskólann að Reykjum í A-Hún og þá, sem forustu höfðu um að koma mál- inu áleiðis. Þar vantar að geta um þann, sem raunverulega var frumkvöðullinn og var óþreyt- andi að koma málinu í höfn, en það var Stefán Jónsson, þáver- andi námsstjóri. Hann óskaði eft- ir því að mega mæta á sýslu- fundi og skýra málið, en af- skipti sýslunefndar urðu svo til þess að fræðsluráð tók málið föstum tökum. Ég tel rétt að þetta komi fram, því hans er heiðurinn að öllum öðrum ólöst- uðum. ^ Með þökk fyrir birtingu. Jón ísberg. tímann heyrist mikið ýlfur fram víð útidymar, og ein- hver fer fram og opnar. Inn í anddyrið kemur svartur hundur, og hleypur beint til Gunnlaugs. „Er hundurinn farinn að þekkja þig, Gunnlaugur“. spyi' einbver. „Já, já“, svarar Gunnlaugur „hann er búinn að taka gerfi mitt í sátt“, og svo segir hann okkur frá því, að fyrst eftir að hann byrjaði að klæðast hempunni og gerfiskallanum, hafi hundurinn hreinlega neit að að viðurkenna sig fyrir eiganda. Á einum stað í leikritinu kemur fyrir að Sigvaldi gef- ur Hjálmari tudda brauðhleif til þess að liðka um málbeinið á honum. En þar sem brauð geymist illa, hefur venjulega orðið að grípa til einhvers- annars í staðinn, og þarna í kaffinu hafði ein leikkvenn- anna orð á því að það væri óhæfa að láta Hjálmar greyið alltaf borða spýtu í staðinn fyrir hrauðið. Asmundur Eiríksson, sem leikur Hjálmar, varð strax fyrir svörum og sagði: „Nei, nei, ég borðaði pappír á þess- ari æfingu. Ég er löngu búinn með helv.......sp^tuna". Vakti þetta mikla kátínu og mikið af þessu hlegið. En nú klappar Kristján saman lóf- unum og sagði: „Jæja, krakk- ar mínir, okkur er ekki til setunar boðið. Við verðum að halda áfram ef við eigum að losna einhvern tíma í nótt Og leikararnir þustu inn á sviðið með sama áhuga og áður, og bæði menn og kon- ur hófust strax handa um að koma leiktjöldunum fyrir á sínum stað. Við ákváðum að tefja ekki lengur, heldur héld um áfram áleiðis til höfuð- borgarinnar. Surtseyjargosið FERÐFÉLAG fslands heldur affra kvöldvöku sína á þessum vetri sunnudaginn 20. nóvem- ber í Sigtúni og hefst hún kl. 20.30, en húsiff er opnað kl. 20. Á kvöldvökunni mun Sig- urður Þórarinsson segja fram haldssögu af Surtseyjargos- inu og sýna litskuggamyndir. Þá munu nú tvö og hálft ár síffan hann flutti erindi um gosið hjá Ferffafélaginu og hefur margt gerzt síffan suff- ur þar. Á eftir verður mynda getraun að vanda og síðan dansaff til miðnættis. (Frá Ferðafélagi fslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.