Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 22
22 MORZUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. nðv. 1966 Kærar þakkir fyrir heimsóknir og góðar gjafir á 85 ára afmælisdaginn minn. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Jónsdóttir í Hafnarfirði. Faðir minn og tengdafaðir, GUÐMUNDUR L. JÓNSSON verkstjóri, Freyjugötu 25B, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu þann 17. þ.m. — Fyrir hönd vandamanna. ÓIi Már Guðmundsson, Kolbrún Dexter, Þorsteinn Orn Þorsteinsson. Eiginmaður minn og faðir okkar SIGURÐUR E. JÓNSSON verkstjóri, andaðist að heimili sínu Ásgarði 73 fimmtudaginn 17. nóvember síðastliðinn. Rebekka Magnúsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Magnús Sigurðsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir INGÓLFUR ÓLAFSSON verzlunarmaður, lézt í Landakotsspítalanum 17. nóvember. Hulda Guðlaugsdóttir og börn, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Einarsson, og systkini. Eiginkona mín og móðir okkar GUÐRÍÐUR NIKULÁSDÓTTIR Skerseyrarvegi 3, Hafnarfirði, andaðist 17. þ.m. í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. Óskar Guðmundsson og dætur. Maðurinn minn og faðir okkar SÆMUNDUR G. RUNÓLFSSON lézt á Heilsuverndarstöðinni föstudaginn 18. nóv. María Salómónsdóttir og börn hins látna. Faðir okkar SIGURÐUR JÖRUNDSSON frá Melstað Akranesi, andaðist 18. nóvember á sjúkrahúsi Akraness. Dætur hins látna. Send£sve*nn óskast Vinnutími kl. 8—12 fyrir hádegi. Talið við afgreiðsluna, sími 22480. Mm$mM Innilega þökkum við öllum þeim sem auðsýndu okkur við andlát og jarðaríör VILIIELMÍNU SIGURÐARDÓTTUR ÞÓR Brekkugötu 34, Akureyri. Fyrir hönd systrabarna og stjúpbarna. Stefanía Jónsdóttir, Jóna Sigurðardóttir, Ásgeir H. Magnússon, Vilhelmína Sigurðardóttir, Páll Sigurðsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, teng'daföður afa, og langafa PÉTURS BJÖRGVINS JÓNSSONAR skósmiðameistara, Gleráreyrum 2, Akureyri. Sigurbjörg Pétursdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnbamabörn. Jóel Gíslason frá Lax árdal - Minningarorð f dag fer fram að Breiðabóls- stað á Skógarströnd útför Jóels Gíslasonar fyrrverandi bónda að Laxárdal. Jóel var fæddur að Arnarhóli í Fróðarhreppi 7. júní 1873, voru foreldrar hans hjónin Gísli Jónsson ættaður úr Mið-Dölum og Lilja Jónasdóttir ættuð úr Dala- og Húnavatns- sýslum. Þegar Jóel var 7 ára fluttust foreldrar hans í húsmennsku að Skörðum í Miðdalahreppi með börn sín. Hvorttveggja var að efnin voru lítil, og þá lágu jarðir ekki á lausu eins og í dag. Strax fyrsta sumarið, fór Jóel á næsta bæ til hjásetu, en ferm- ingarárið fór hann alfarinn frá foreldrum sínum til vandalausra og var á ýmsum stöðum í vinnu- mennsku. Snemma braust sjálfsbjargar- viðleitnin út í hinum unga manni og ákvað hann því með sjálfum sér, að hefja sjálfstæðan búskap svo fljót sem auðið væri, en með því gæti hann bezt hjálp að fátækum foreldrum sínum, en möðir hans var sérstaklega orðlögð dugnaðarkona. Rúmlega tvítugur fær hann inni í Snóksdal í Miðdölum, sem húsmaður og fær jarðarafnot, þá strax tekur hann foreldra sína til sín, og voru þau upp- frá því hjá honum. Að sjálfsögðu varð hann að verða sér úti um vinnu utan heimilisins, og var það vega- vinna sem helzt gaf eitthvað í aðra hönd, þó daglaunin væru heldur lítil. Hjá þeim vegaverkstjórum Arna Zakaríassyni og síðar Guð jóni Bachmann vann hann nokk ur sumur, en trúmennska og dugnaður í störfum hefur fljótt vakið athygli yfirboðara hans, því strax á fyrstu árum er hann orðinn flokksstjóri. Þegar fé er veitt til vega- gerðar á Laxárdalsheiði, til Strandasýslu úr Dölum, fær Björn þáverandi sýslumaður Dalamanna, Jóel til að taka að sér verkstjórnina, en sýslumenn voru þá forsjármenn vegafjárins hver í sínu umdæmi. Jóel var því fyrsti vegaverkstjórinn er hóf framkvæmdir á þeirri fjöl- förnu leið sem Laxárdalsheiði er. Áratugi hafði Jóel vegaverk- stjórn á hendi vor og haust á sýslu- og hreppavegum auk þess er áður er getið, bæði í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslum og Dalasýslu, og standa enn í dag, óhaggaðir sumir þeirra vega er hann byggði, þó fjöl- farnar séu. Margra góðra félaga minntist Jóel frá þessum árum, en gleðimaðurinn Jóel minntist fyrst og fremst söngsins því söng urinn átti svo mikil ítök í hon- um sjálfum enda ágætur söng- maður á yngri árum. Oft vitnaði hann til þess og sagði; „Það var oft kátt hjá okkur í tjöldunum á kvöldin þegar minn ágæti vinur Guð- jón Helgason síðar bóndi í Lax- nesi spilaði á fiðluna, og Jón Thorarenssen í Stórholti, Ólaf- ur ófeigsson síðar kaupmaður, Helgi Magnússon síðar kaup- maður og ég sungum. Þá var nú glat á hjalla." Þrátt fyrir erfiða búnaðar- hætti þeirra tíma og lítil efni réðst Jóel í það 1901 að taka á leigu tandssj óðsj örðina Laxár- dal á Skógarströnd litla harð- býlis fjallajörð, og fluttist þang að með foreldra sína. Vorið 1907 ræðst til hans stúlka af næsta bæ Halldóra Einarsdóttir frá Borgum er nokkru siðar varð kona hans. Hófst nú þrotlaust starf ein- yrkjubóndans, hér þurfti að taka til hendinni, túnið þýft, lít- ill húsakostur, slægjur utan túns á ýmsum stöðum um landareign ina allt framí fjalli. Þrátt fyrir frumstæð skilyrði , bæði hvað verkfæri og annað snerti, sigraði Jóel alla þessa erfiðleika svo, að þegar hann . yfirgaf jörðina, hafði hann j byggt allt upp, bæjarhús, pen- ingahús og hlöður, girt tún og j sléttað. Fjármaður var Jóel ágætur og hafði yndi af að um- ! gangast fé sitt, og átti líka gagn samt bú, heyskaparmaður var hann ötull og árrisull enda taldi hann það frumskilyrði hvers góðs bónda og afla nægra | heyja, og fara vel með allan fénað sinn. Laxárdalur var í þjóðbraut 1 þegar íarin var Rauðamelsheiði og var því oft gestkvæmt þar, og kom það sér vel fyrir báða, bæði gestinn og húsbóndann. Svo gestrisinn var Jóel að hon- j I um hefur áreiðanlega ekki liðið j I vel hafi hann séð mann ríða hjá garði, en fleiri komu þar líka en þeir sem um fjalveginn fóru,. oft var þar margt gesta. Kom- j . an að Laxárdal gleymdist ekki j þeim er þess nutu, og tala ég ' j hér af eigin reynslu. Svo . skemmtilegur var húsbóndinn I heim að sækja, og börn hans I öll. (Kona Jóels var dáin áður en ég kynntist heimilinu). j Frásagnir Jóels af mönnum, sem hann hafði orðið samferða á lífsleiðinni, og skemmtilegum j j atvikum, voru svo ljóslifandi í I ' frásögn hans, að áheyrandinn! var allt í einu orðinn þátttak- j andi í löngu liðnum atburðum. Þó Jóel væri fundvís á hið skop lega sem í kringum hann gerð- I ist á iangri leið, lýsir það vel | manninum að aldrei var það til að minnka nokkurn mann þó j gert væri að gamni sínu, enda j kom það greinilega fram að , hann yljaði sér við minningar þeirra manna er hann hafði orðið samtíða, hvort sem það voru sveitungar hans, kaupmenn sóknarprestarnir eða aðrir. Ekki var Jóel Gíslason síður maður alvörunnar en gleðinnar, j enda reyndi mjög á það í lífi j hans. j Eftir 20 ára sambúð við konu sína, varð hann fyrir þeim harmi að missa hana árið 1927, og hafði hún þá átt við nokkurra ára vanheilsu að stríða. Með aðstoð 1 elztu dætra sinna, bjó Jóel áfram með börnum sínum. Fá- um árum síðar eða 1931 andað- ' ist elzta barn hans Lilja þá 21 árs, eftir einnar nætur þjáning- ar, og síðar sama haustið veikt- ist eldri bróðirinn Jónas af þeim sjúkdómi er hann dó úr 7 árum síðar, og var hann öll þessi ár sjúklingur í heimahúsum, bæði voru þessi systkini hinar mestu efnismanneskjur. í þessum raun um sýndi Jóel bezt hvílíkum kostum hann var búinn þegar mest reyndi á, en þess gat hann líka við mig, er við ræddum um þessa atburði, að guðstrúin og bænirnar sínar, ásamt góðum j börnum sínum hafi gefið sér mest þrek í raun. Jóel var einlægur, alvörutrú- maður þó hann flíkaði því ekki daglega, en fór þó ekki dult með ef það bar á góma. Jóel heitinn var maður fríð- ur sýnum og karlmannlegur, grannur og vel á sig kominn, hvikur í öllum hreyfingum, allra manna fljótastur að koma sér að hverju því er hann ætl- aði sér, hvort sem var til ferða- laga, eða livers annars, sem gera þurfti, en þoldi líka því verr seinlæti annarra, því skap- maður var hann, þó hann gætti hófs í öllum hlutum. Ekki fór hann dult með skoð- anir sínar í hverju því móli er hann lét sig nokkru varða, hvort heldur var í landsmálum eða öðru. Sjálfstæðisflokknum fylgdi hann ákveðið, fannst það sam- ríjnast bezt sinni lífsskoðun, og persónulegri sjálfstæðisbaráttu. Lestur góðra bóka var hans eftirlæti, enda gæddur ágætum gáfum og smekkvísi fyrir því, hvað gott var og læsilegt. Ekki gat hann samt veitt sér þann munað að nokkru ráði, á meðan hann bjó búi sínu, en því meira las hann hin seinni árin eftir að hann dvaldist hjá börn- um sínum og tengdabörnum, og átti hann líka góðan bókakost. Börn þeirra hjóna auk áður- talinna barna eru: Lára, gift Jónasi Guðmunds- syni frá Bíldhóli nú bóndi á Læk (nýbýli úr Bíldhóli), Guð- rún, gift Ingva Jónssyni frá Ljárskógum, búsett í Grindavík, Fjóla, gift Sigurði Þorleifssyni póst- og símsstjóra í Grindavík, Daníel bóndi á Hólmlátri kvænt ur Kristínu Þorvarðardóttur úr Stykkishólmi. Árið 1945 fluttist Jóel alfarinn frá Laxárdal og var eftir það hjá dætrmn sínum og tengda- sonum, en lengst dvaldi hann hjá Láru dóttur sinni og Jón- asi manni hennar, en seinni ár- in dvaldi hann á vetrum í Grindavík hjá dætrum sínum þar, og tengdasonum. Öll ósk- uðu börn hans tengdarbörn og barnabörn hvert um sig, að hafa hann sem lengst og mest hjá sér, þannig var hann í allri um- gengni á heimilum þeirra, hinn prúði, síglaði og þakkláti fað- h\ Hann andaðist í Grindavík 11. nóvember sl. eftír fárra daga legu að viðstöddum báðum dætrum sínum þar, og öðrum ást vinum. Með Jóel er horfinn af sjónarsviðinu traustur og heil- steyptur maður, sem ávann sér vináttu og virðingu allra þeirra er af honum höf ðu nokkur kynni. Það fer ekki hjá því að marg- ar minningar leita á hugann þegar ég kveð þennan sam- ferðamann, sem ég þrátt fyrir nokkurn aldurmun hef átt að góðum vini yfir hálfan fjórða áratug. Ég minnist hans í réttum, og á fundum mannfagnaðar, þar sem tekið var lagið á góðra vina fundum, ég minnist hans á heimili mínu, en sérstaklega á hans gestrisna heimili, og barna hans, því þar var eins og áður er sagt hverjum gott að koma. Síðast heyrði ég hann taka lagið í 90 ára afmæli sínu, í góðum fagnaði barna hans og annarra vina og venzlamanna á heimili Láru og Jónasar. Vegagerðarmaðurinn Jóel Gíslason lagfærði og ruddi okk- ur nýja vegi, svo að við kæmust hindrunarlaust ferða okkar. Það var trú mín að með líferni sínu og umgengni við aðra menn hafi hann lagt sjálfum sér veg, svo að hann hafi nú komizt hindrunarlaust áfram er hann lagði upp, í sína síðustu för, til þess staðar er hann var nú far- inn að þrá, til þess lífs er hann treysti að þar biði sín. Ég þakka þér samfylgdina kæri vinur. Sigurður Árnason. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við úfbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.