Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins 266. tbl. — Laugardagur 19. nóvember 1966 Rússneskir síld- arbátar rekast á Seyðisfirði 18. nóvember. TVÖ rússnesk síldveiðiskip rák- ust saman á Austfjarðamiðum sl. fimmtudag og skemmdust bæði, og annað þó öllu meira. Komu skipin inn til Seyðisfjarðar í dag og lágu úti á firðinum meðan vjðgerð fór fram. Fylgdi rússn- eskt birgðaskip bátunum eftir. Skemmdirnar á rússnesku skip unum urðu ekki eins miklar og haldið var í fyrstu. Annað þeirra var allmjög dældað að framan, en komst til Seyðisfjarðar af eig- in rammleik. Fjögur rússnesk skip liggja nú í vari inn á firðinum, svo og rússneskt verksmiðjuskip og birgðaskipið sem áður er getið. — Sveinn. HamrafeUið komið til R.víkur HAMRAFELLIÐ, olíuflutninga- skip S.Í.S. kom til Reykjavíkur kl. 7 e.h. í gær fyrir eigin vélar- afli. Svo sem skýrt hefur verið frá hér í blaðinu bilaði vél Hamrafells aðfaranótt laugardags S.I., og var það þá statt um 100 sjómilur suður af Vestmannaeyj- um í hvassviðri. Var beðið með bráðabirgðaviðgerð á vélarbilun inni þar til veður lægði og lauk henni á miðvikudag. Þegar er til Reykjavíkur kom, fór Hamrafellið í Hvalfjörð með aðstoð lóðs, og mun skipið liggja þar unz varahlutir í vél skips- ins koma frá Þýzkalandi og verð ur það trúlega í næstu viku. Ástæðan fyrir því, að skipinu verður lagt í Hvalfirði er sú, að þar er bezta kipalægi í grennd Reykjavíkur fyrir skip af þess- ari stærð. Að fullnaðarviðgerð lokinni mun skipið losa farm sinn í Reykjavík, olíu, sem það tók í Konstansa £ Rúmeníu. Frá Reykjavík heldur skipið síðan til Þýzkalands þar sem það verður afhent kaupendum Framhald á bls. 31. Fjórar konur slasast í um- ferðinni á V2 sólahring FJÓRAR konur urðu fyrir bif- reiðum í fyrrakvöld, og í gær- morgun, en ekkert þessara slysa mun þó vera mjög alvarlegs eðl- is. Fyrsta slysið varð í Álfheim- um um kl. 6 í fyrradag. Konan var að gangan yfir götuna af eystri gangstéttinni, en í sömu svifum bar þar að Volkswagen- bifreið, og lenti hægra framhorn bifreiðarinnar á konunni. Kast- aðist hún upp á bifreiðina og mun hafa brotið framrúðu hennar með höfðinu. Var hún Mýrdalsvegur ófær Vík, Mýrdal 18. nóv. MIKLIR vatnavextir hafa orðið bér um slóðir í gærkvöldi og í nótt og hefur vegurinn yfir Mýr- dalssand spillzt af þeim sökum. 1 dag eru vötn í rénun. í vatnavöxtunum í nótt brotn- aði skarð í veginn mitt á milli Blautukvíslar og Langaskers, um 40—50 metrar að lengd. Er vegur inn ófær ennþá, en vegavinnu- flokkur undir stjórn Brands Stefánssonar vinnur að lagfær- ingum þar. Þá kom skarð í brúna vestan Víkur er víða grafið inn í veg- inn, en hann er fær þrátt fyrir það. í dag hætti að rigna og fóru vötn þegar rénandi. Blíðskapar- veður er nú í Mýrdalnum og frostlaust. og kastaði henni í götuna. Kon- an hlaut einhver meiðsl á hönd- flutt í Slysavarðstofuna, og var hún eittihvað meidd á höfði, en ekki vitað hve alvarlega. Síðar þetta sama kvöld varð kona fyrir bifreið á móts við Barónsstíg 27. Ökumaður bif- reiðarinnar kvaðst hafa beðið eftir bifreið sem fór Grettis- götuna og var hún rétt lögð af stað er bifreiðin lenti á kon- unni. Hún skaddaðist eitthvað á andliti. í gærmorgun varð kona fyrir bifreið á Suðurlandsbraut. Var hún að fara yfir götuna frá bið- skýli sem er norðanvert við göt- una, og var komin nokkuð út á hana, er bifreiðin lenti á henni, mjöðm og handleggsbrotnaði. Um hádegisbilið í gær varð kona fyrir bifreið á Sundlauga- vegi. Hún gekk yfir götuna á sebrabrautinni sem er rétt við sundlaugarnar og var nær kom- in yfir götuna er bifreið skall á henni. Hún kastaðist nokkra metra að grindverkinu sem er framan við laugarnar. Lenti hún í aurnum sem er á milli götunn- ar og grindverksins, og hefur það eflaust dregið eitthvað úr fallinu. Konan brákaðist á ; UM 4-leytið aðfaranótt föstu- ■ dags ók Chevrolet-fólksbif- • reið á kyrrstæðan vörubíl á ■ Rauðarárstíg við Skeggja- | götu. Leigubifreið, sem kom á I staðinn tilkynnti lögreglunni I um atburðinn, en enginn var : þá í bifreiðinni. Síðar um nótt | ina hafðist upp á eiganda ; Chevrolet-bílsins heima hjá ■ sér og var hann þá drukkinn. ■ Mun hann ekki hafa ekið bif- : reiðinni er áreksturinn varð, • en grunur lék á að hann hafi ; ekið drukkinn fyrr um nótt- • ina. Hins vegar hafði hann ; skilið bifreiðina eftir einhver- : staðar í borginni og voru þá ; tvær stúlkur, 14 og 16 ára, ; í henni. Mun sú eldri hafa tek ; ið bifreiðina traustataki. Báð- ; ar stúlkurnar voru við skál. j Náðist til þeirra í gær og voru ; þær lítilsháttar skrámaðar. — • Bílarnir eru stórskemmdir. Ofsaveður á Vesturlandi Stykkishólmi, 18. nóv. FÁRVIÐRI geisaði í Borgarfjarð arhéraði í gær og urðum við hér á Stykkishólmi einnig áþreifan- lega varir við það. Tæplega var stætt á götum í verstu hvið- unum, og ætla menn að vind- hraðinn hafi komizt upp í 11— 12 stig. Sátu á stefninu blautir í 9 stiga frosti í 2 stundir Rætt v/ð skipstjóra trillunnar er hvolfdi á Skötufirði SVO SEM skýrt var frá í blaðinu í gær hvolfdi bát þeirra nafnanna Hjartar Bjarnasonar og Kristjánsson- ar á Skötufirði sl. fimmtudag. Komust þeir félagar upp á skut bátsins og heldust þar við í tæpa tvo klukkutíma, unz hjálp barst úr landi. Blaðið hafði samband við eiganda trillubátsins „Einars“ Hjört Bjarnason, og sagðist honum svo frá þessu atviki og vist þeirra nafnanna uppi á stefni trillunnar: — Þetta átti sér stað rétt fyrir hádegi. Við vorum á rækjuveiðum þarna í firðin- um, sem oftar, og festum, sem oftar, trollið í botninum. Nokkur ferð var á bátnum og skipti engum togum, að hon- um hvolfdi svo snögglega, að nafni minn, sem var í stýris- húsinu átti fullt í fangi að komast út úr því, en ég henti mér í sjóinn, er ég sá hvað verða vildi. Eins og gefur að skilja höfðum við ekkert ráð- rúm til að losa gúmbátinn á stýrishúsinu. Þegar mér skaut upp var báturinn á hvolfi og nafni minn á sundi rétt hjá mér. Vegna loftsins í lúkarnum hélzt fremsti hluti bátsins á floti og við syntum að honum í ísköldum sjónum og kom- umst upp á skipið. Þetta skeði í hvítalogni og frostið var 9 stig. Við sátum klofvega og gátum ekkert annað gert en vona, að bátarn ir í kringum okkur sæju til okkar. Því var þó ekki að heilsa, því miklar hillingar voru í firðinum og sá enginn til annars. 3 bátar voru að toga fyrir innan okkur, en aðrir tveir utar í firðinum. Vistin á bátnum var að vonum lítt bærileg. Þó frusu fötin ekki utan á okkur sök- um saltsins. Loks sáum við til þeirra Skarðsfeðga, Jó- hanness Þórarinssonar og Þor bergs, þar sem þeir gengu upp í hlíðinni og voru ber- sýnilega að huga að rjúpum. Við hrópuðum í kór og ekki Fraimihald á bls. 25. Þá var veðurofsinn slíkur í Grundarfirði, að fólk hætti sér ekki út á götu. Ekki hefur fregn ast um skaða á húsum eða mönn um í þessu veðri, en hins vegar fauk 10 tonna vörubíll út af veg- inum undir Hafnarfjalli. Bíllinn var af Henchel-gerð og skemmdist liús hans talsvert, m. a. brotnuðu allar rúðurnar, en bílstjórann sakaði ekki. Bíll- inn var frá kaupfélaginu á Hvammstanga. Þá töfðust áætlunarbílarnir til Stykkishólms og Ólafsfjarðar, Stykkishólmsbíllinn um 4 stund ir. Bátar frá Stykkishólmi leituðu allir í landvar og afli þeirra var lítill, enda eins og sjómönnum er kunnugt, þá slitnar stórfisk- urinn af línunni, þegar dregið er í míklum sjó. í morgun lægði veðrið heldur og byrjaði þá að rigna. Fréttaritari. Skortur á neyzíts- mjólk í Reykjavík Mjólk og mjólkurvÖrur fluttar oð norðon UM þessar mundir er skortur á neyzlumjólk hér í höfuðborg- inni og er af þeim sökum flutt bæði mjólk og mjólkurvörur norðan úr Iandi. Undanfarið hef- ur verið flutt talsvert af skyri og rjóma bæði frá Akureyri og Húsavík og nú er einnig farið að flytja mjólk frá Húsavík. Blaðið átti í gær tal við Har- ald Gíslason mjólkursamlagsé stjóra á Húsavík og sagði hann, að þaðan væru nú fluttar mjólk- uxvörur suður tvisvar í viku. í hverri ferð eru flutt 2000 kg. af mjólk. Haraldur lét þess sérstaklega getið, að á Húsavík væri nú far- ið að setja mjólkina í kassa á sama hátt og gert er á Akur- eyri. Kvaðst hann vilja geta þess til fróðleiks, vegna fréttar sem birtist í Mbl. fyrir skemmstu þar sem sagt var frá því, að Fossar Eimskipafélagsins væru farnir að taka kassamjólk á Ak- ureyri. Þessir kassar væru nú einnig fáanlegir á Húsavík og líka þar mjög vel. Fossarnir kæmu að vísu sjaldan til Húsa- víkur, en skip annarra skipa- félaga ættu þangað oft leið. Væri þetta til fróðleiks fyrir þau. Blaðið spurði Harald hvort Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.