Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1970 3 I vatni fúlu vizka býr” • - (Ljósm.: Sv. Þorm.) .Heyrðu, góurinn, þú ert ekki nógu blautur' „Svona, nú ertu nógu blautur“ rændu öllum tiltækum fötum (úr plasti og pjátri) og sóttu vatn í Tjörnina. Gengu þeir síðan með fötumar inn á skólalóðina og komu merk- ustu mönnum í hópi nemenda algerlega að óvörum. Einn só allra merkasbi var einimitt að enda svo fallega ræðu um und irgefni Busa, þegar vatnsgusa reið yfir hann og nænstadda. Og fylgdu fleiri slíkar á eftir. Voru þá fáeinir þurrir nem endur eftir og var fljótlega bætt úr þeirn vanda og allir bleyttir. Sá síðasti var þó svo erfiður viðfangs, að ekki voru önnur ráð en að henda honum í Tjörnina. Voru þá allir nem endur jafn blautt á sig komn ir og var því samlinin friður og haldið af stað í gönguferð um borgina. Lýkur þar frá sögn af Busabardaga enum mikla. í GÆR var mikill hátiði'sdag ur í Menntaskólainum við Tjömina. Nemendur í fyrsta bekk, hér eftir nefndiir Busar, voru töknir í merkra manna tölu á tilkomumikimn hátt. Merka menn telja aðrir nem endur skólans siig vera. Bus- arnir hlutu vígslu upp úr Tjarnarvatni og kom þar gott á góða. Urðu þeir einn af öðr um að ganga fram fyrir skír- ara, sem annað hvort skvettu yfir þá vatni úr stórri tunmu eða difu höfðum þeirra ofan í tunnuna. Á meðan var leik ið á lúðra og trommur og var sú hljómlist ákaflega grugg- ug, eins og vatnið í tunnunni, Athöfn'in gekk mjög fljótt fyr ir sig, eiginlega hraðar en auga á festi, og af þeirn ástæð um urðu hvorki blaðamaður né ljósmyndari Mbl. vitni að athöfninni né tókst að festa hana á filmu (með öðrum orð um: Þeir komu of seimt). En raunar var ballið rétt að byrja, þegar þá bar að garði. Busamir, sem allir höfðu fengið fallegan stimpil á kfinnina eftir skímina, tóku nú að hefna harrna sinna, # KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1. Dömudeild: * LAKK-KÁPUR * PEYSUR — MAXI-MIDI-MINI * KJÓLAR ★ BLÚSSUR ★ BUXUR SÍÐAR—STUTTAR ★ VESKI Herradeild: ★ JAKKAR — ÚR LAKKLEÐRI ★ FÖT m/VESTI ★ JAKKAR OG ★ BUXUR STAKAR MARY QUANT — SNYRTIVÖRUR NÝKOMIÐ: ★ JEEPERS PEEPERS: þrír augnskuggar í kassa SKYLARK SPECTRUM EARTHBOUND NEOPOLITAN MAROONED CITRUS ★ LIPSTICK í mörgum nýjum litum frá Q21—Q31. ★ TITCH NAIL POLISH í nýjum pakkningum og litum. ★ SMOOTHERS make-up hylur allt sem ekki á að sjást en er þó ekki þykkt. ★ TEARPROOF MASCARA & REFILL, svart, dökkbr. ★ TALC A.M. & P.M. ilmtalk. ★ KIT BAG. snyrtiveski fyrir M. Quant vörur. ★ POTION A.M. & P.M. Cologne, með tvennskonar ilm, í pakkn- ingum f. veski. ★ FACE FINAL steinpiiður í tveim litum. Opið til kl. 4 í dag STAKSTEI!\IAR Ekki deilt um málefni Fyrir nokkru mátti merkja allverulegar óánægjuraddir inn- an Framsóknarflokksins, er ung- ir framsóknarmenn hófu af mik- illi ákefð að deila á forystumenn sína. Átök þessi komu til eins og kunnugt er, þegar ljóst var að Ioku var fyrir það skotið, að verulegar breytingar yfðu á framboðum Framsóknarflokks- ins við næstu alþingiskosningar. Nokkrir ungir framsóknarmenn höfðu hins vegar ætlað sér nokk- uð stóran hlut í þeim efnum, enda virðist ekki vera vanþörf á að yngja nokkuð upp þinglið flokksins. En fyrirætlanir ungji^ framsóknarmannanna hrugðust í þessum efnum eins og oft vill verða í stjómmálabaráttu. Viðbrögð ungu framsóknar- mannanna voru hins vegar á þann veg, að þeir hófu mikla áróðursherferð gegn helztu for- ystumönnum Framsóknarflokks- ins og höfðu jafnvel í hótunum við þá, ef ekki yrði látið undan kröfum þeirra. Orðræður þessar urðu loks svo háværar, að sum- ir gerðu jafnvel ráð fyrir, að ungu framsóknarmennimir gætu allt eins klofið sig út úr Fram- sóknarflokknum. Á það var þó bent, að þama væri ekki um málefnaágreining að ræða, held ur væri orsök átakanna fyrst og fremst óánægja ungu mann- anna með það að komast ekki til frekari áhrifa í flokknum, enda hafa sömu ungu menn varið í einu og öllu hentistefnu Fram- sóknarflokksins liðinn áratug. Þegar frá líður kemur æ betur í ljós, að hér er ekki um mál- efnaágreining að ræða, enda hef- ur nú mjög dregið úr hinum hörðu orðræðum ungra fram- sóknarmanna. Stuðningur við barnatrúna Þessi viðhorf koma glöggt í ljós á vettvangi framsóknaræsk- unnar í Tímanum í gær, en þar segir einhver ungur framsóknar- maður m.a. í greinarkomi: „Get- ur verið að þjóðin sé búin að gleyma hvernig samskiptum hennar við erlénda kúgara og verzlunarauðvald var háttað? Er enn hægt að glepja með fing- urgulli og glóandi vína á skál? Ungir framsóknarmenn treysta því að forystumenn Framsókn- arflokksins muni halda fast við þá barnatrú, sem brautryðjend- ur félagshyggju og samvinnu- stefnu ólu í brjósti. Við treystum því að ungir framsóknarmenn sem eldri geti einhuga sameinazt um sjálfstæði þjóðarinnar, sem er öðram meira: „að íslenzka þjóðin haldi fullu forræði yfir landi sínu, menningu og atvinnu- vegum.“ “ Þessi ummæli hins unga fram- sóknarmanns sýna, svo að ekki verður um villzt, að hinir áköfu ungu framsóknarmenn, sem hvað mest deildu á forystumenn flokks síns fyrir fáum vikum, eru nú þegar farnir að taka und- ir lientistefnu gömlu mannanna. Og það sem meira er, þeir hafa gefið stefnunni nýtt nafn: baraa- trú. Allt bendir þetta til þess eins og áður hefur verið bent á, að ekki er að vænta neinna breyt- inga á störfum og stefnu Fram- sóknarflokksins. Þegar ungp mennirnir hafa þannig sætt sig við hlutskipti sitt, raunar eftir furðu skamman tíma, þá halda þeir einungis áfram að predika á ofanverðri tuttugustu öld póli- tíska hentistefnu í anda sam- vinnustefnurómantíkur frá alda- mótum. Að sínu leyti hefur hitt verið mun eðlilegra ef ungu framsóknarmennirnir hefðu tek- izt á við vandann og reynt að vinna nýjum viðhorum brautar- gengi í þessum staðnaða og úr- I ræðalausa stjórnmálaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.