Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓRER 1970 Sendisveinn óskast nú þegar hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa reiðhjól eða vélhjól. Upplýsingar í síma 17100. Háseti — Keflavík Háseta vantar á síldarbát. Símar 2190 og 1833. Stórt iönfyrirtœki í Reykjavík óskar eftir að ráða vélritunarstúlku strax, sem hefur verzlunarskóla- eða hliðstaeða menntun. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „4453". Heilbrig5is- og tryggingamálaráðuneytið ER FLUTT AÐ LAUGAVEGI 172. — Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mun þó fyrst um sinn verða með skrifstofu sína í Arnarhvoli. Sími óbreyttur 25000. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 5, október 1970. Sendisveinn óskast Þarf að hafa hjól. S. ÁRNASON & CO., Hafnarstræti 5 — Sími 22214. Tilboð óskast í Chevrolet Canso (sama og Chevy II), árgerð 1966, í mjög góðu ástandi. Bifreiðin selst að verulegum hluta gegn fast- eignatryggðu veðskuldabréfi til 2ja ára. Tilboð um heildarverð og upplýsingar um veð, sendist í póst- hólf 4005 Rvík, í síðasta lagi 13. þ.m. Viljum ráða röskan og ábyggilegan SENDISVEIN 14—15 ára, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á skrifstofunni. SKRIFSTOFUVÉLAR HF„ Hverfisgötu 33, sími 20560. Viljum ráða skrifstolustúlku til vélritunar- og annarra skrifstofustarfa. Góð enskukunn- átta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofustúlka — 8371". BÍLSKÚR Upphitaður bílskúr óskast á leigu fyrir hljómsveit strax. Góð leiga i boði fyrir góðan stað. Upplýsingar í síma 81088, 17669, 40874, 18745. Blönduð félög f ái aðild SJÖUNDA þing Sjómannasam- bands íslands hófst í Lindarbæ í Reykjavík í gær. Við þing- setninguna voru Eggert G. Þor- steinsson, sjávarútvegsmálaráð- herra og Bjöm Jónsson, vara- forseti A.S.Í. Á þinginu i gær gengu átta ný félög í Sjómanna- sambandið og eru aðildarfélögin nú 16 og félagar á fjórða þús- und. Þing þetta sækja rösklega 40 fulltrúar og stendur það fram á sunnudag. Jón Sigurðsson, formaður Sjó mannasambands íslands, setti þingið í gær. Hann minntist í upphafi máls síns sjómanna, sem látizt hafa síðan síðagta þing var haldið, og riisu þingmenn úr sætum í virðingarskyni við minn ingu þeirra. í setningarræðu sinni fagnaði Jón þeim liðsauka, sem samband inu barst í gær, kvað hann auka mjög styrk þesa og vera skref til þess, að öll sjómannafélög í landinu ættu aðild að samband- inu. Jón gat þess, að nokkrum gest um hefði verið boðið til þings- ins og hefðu þeir allir þegið boð ið niema Farmanna- og fiski- mannasamband íslands en for- maður þess, Guðmundur Péturs- son, kvaðst ekki sjá ástæðu til að sitja þingið eftir ummæli Jóns í einu dagblaðanna um gjalda- tö'ku Vélstjórafélags íslands. — Kvaðst Jón harma þessa afstöðu formannsins. FISKIÐNSKÓLI Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra, ávarpaði þingið. Hann ræddi nauðsyn þess, að vöruvöndun yrði skipað fremst í fiskiðnaðinum nú þpgar flestir fiskistofnar væru fullnýtt ir eða ofveiddir. „Lélegt hráefni verður aldrei góð vara“, sagði ráðherrann og sagði íslenzkum fiskiðnaði nú mest ríða á einhuga fólksinis um vöruvöndun á öllum sviðum. Ráðherrann gat þess, að til- lögunefnd um hollustuhætti í fiskiðnaði, sem sett var á laggirn 1968, væri nú langt komin með gagnasöfnun og byrjuð á úttekt á frystihúsum, hverjar breyting ar væru nauðsynlegar og kostin- aði við þær. Hann ræddi og náms hliðina og sagði brýna nauðsyn á að fiskiðnskólli yrði veruleiki í náinni framtíð. Kvað hann að málinu unnið. Loks sagði ráðherrann, að nauðsynlegt væri að endurskoða fiskimatsmálin og ef með þyrfti endurskipuleggja þau frá grunni. Sj ávarútvegsmálaráðherra bauð svo þingfulltrúum til sín í ráðherrabústaðinn klukkan 5 í dag. SJÓM'ENN VERST SETTIR Björn Jónsson, varaforseti A.S.Í., sagði í ávarpi sínu, að sjómannastéttin hefði orðið verr úti í kjaramálum síðustu ár en nokkur önnur stétt í landinu. Sagði hann sjómenn verða að spyrna við fótum og verja lífs- afkomu sína fyrir verðbólgu og kjaraskerðingum; marka þátta- skil svo hagur þeirra batnaði með því að afnema þá öfugþró- un í kjaramálum, sem ríkt hef ur, og ekki yrði lengur þoluð. Framhald á bls. 31 Haraldur Guðmunds- son bifreiðastj. 60 ára HARALDUR Guðmundsson bif- reiðastjóri, Fomhaga 22 er sex- tugur í dag. Hann er einn þeirra manna, iSem uppeldi hefur hlotið úti á landi. Þar strjálast nú víða byggð og ýmsir kalla að þeir sem eftir sitji séu ölmusumenn þjóðfélagsins. Hitt gleymist, að einmitt það- an hafa komið margir þeir menn, sem traustasta þætti hafa spunnið i uppbyggingu borgar- innar við flóann. Haraldur lifði æsku sína og uppvaxtarár norður í Hrútafirði. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Guðmundsson og Guðrún Ög- mundsdóttir á Hvalsá. 1 uppvextinum var hann trúr sinu umhverfi og hverju þvi starfi, sem hann ungur var sett ur til að vinna. Þessar eigindir hafa fylgt hon um síðan, enda sýndur sá trún- aður að vera einkabifreiðastjóri þeirra manna, sem hæst hafa borið í íslenzkum stjórnmálum á síðustu áratugum. Skiptir þar engu máli hver með völdin fer, ökuhæfni Haraldar er ekki póli- tisk. Einhver kann að segja, að öku mannsstarfinu fylgi jafrimikil ábyrgð hverjum sem ekið er og það er fullkomlega rétt. En þeg- ar leiðtogar þjóða velja sér menn til fyigdar, munu þeir sjaldan láta kylfu ráða kasti hvað það val snertir. Ef til vill þekkja þeir einhverja jafngóða en engan betri. Þó svo kunni að virðast sem einkabifreiðastjórastarf slíkt sem Haraldur gegnir, sé ekki umfangsmikið né útbrotasamt er þessu þó annan veg háttað. Hann verður alltaf að vera til- búinn að sinna kalli húsbónd- ans og um fyrirframskipulagð- an vinnutima er ekki að ræða. En hans létta skapgerð hefur aldrei bundizt viðjum formsins og því getur hann samhæfzt þeim starfsháttum, sem hans bíða á hverjum tíína og látið sér vel líka. Ég kynntist Haraldi fyrst, þeg ar við nokkrir Strandamenn, áttum saman fund um það hvort mögulegt væri að binda samtök- um það fólk, sem tekið hafði út í aflandsvindi heima á Ströndum og borið á fjörur sunnan Faxa- flóa. Sú varð raunin á að þetta tókst. Átthagafélag Stranda- manna varð til. Um nokkur ár áttum við Har- aldur all náið samstarf í þess- um félagsskap, fann ég þá vel hve heill og traustur hann vann að hverju máli. Ennþá hélt hann fullum trúnaði við þá byggð, sem ól hann ungan og átti þang að rætur að rekja. Fyrir hans atbeina hrundu margir erfiðleikamúrar, sem okk ur hinum fannst að hlaðizt hefðu á veginn. „Látið þið nú ekki svona krakkar, þetta lagast.“ Jafnvel þó Haraldur eitthvert ár hafi ekki talizt í fremstu for- ystusveit á skráðu blaði, hafa alltaf legið um hendur hans margir þeir þræðir félagsmál- anna, sem viðkvæmastir eru og sízt mega bresta. Nú 17 árum seinna en Átt- hagafélag Strandamanna varð til hvilir forysta þess á herðum Haraldar Guðmundssonar og sú forysta er ekki borin uppi af hávaðasamri sjálfhyggju, held- ur hlutlausu mati á því hvemig bezt verði brugðizt við hverju þvi verkefni, sem að kallar. Margur bæði heima og heim- an, sem notið hefur þeirra gleði- funda, sem félagsskapurinr. hef- ur til stofnað, mun hugsa hlý- lega til Haraldar i dag. Ég hef örlítið drepið á tvo þætti I starfssögu Haraldar Guð mundssonar, þá þætti sem ég gjörst þekki — sérstaklega störf hans í þágu átthagafélagsins, sem eins og fyrr er að vikið eru orðin mikil og mörg, en þó öll unnin í tómstundum. Vafalaust hefur hann víðar lagt hönd að verki og þá án efa unnið af sama trúnaði. En þetta átti ekki heldur að vera nein ævisaga, aðeins stutt kveðja i tilefni tímamóta. Haraldur er kvæntur Valdlsi Þorkelsdóttur frá Hróðnýjarstöð um í Dölum. Þau eiga eina dótt- ur, Guðrúnu, sem gift er Guð- laugi Jörundssyni módelismið frá Hellu í Steingrímsfirði. Haraldur minn. — Við hjón- in sendum þér og fjölskyldunni kærar kveðjur og árnaðarósklr. Það er gott að eiga þig ennþá ungan, þrátt fyrir áratugina sex — Góðan dreng og bandamann betri en engan. Þorsteiiui frá Kaldrananesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.