Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBBR 1970 13 Ætla að mæla útblástur bílanna dómi en flöskubjórinn. Tuborg ®g Charlsberg verksmiðjurnar höfðu þó hálft í hvoru lofað að setja ekki dósabjórinn á mark aðinn, fyrr en sérfræðingar og xnengtiruarráðið hefðu áikveðið í hvaða umbúðum hinn góði danski björ mætti vera. Sam- keppnin við sænskan dósabjór gerði dönsku ölverksmiðjunum ókleift að sýnia þennan þegn- skap öllu lengur. Fram til þessa hefur danskur dósabjór verið fáanlegur á erlendum markaði og i dönskum fríhöfn- um. Ákvörðunin um neyzluvöru- umbúðir mun væntanleg á næst unnti. Hún er ekki aðeins bund- in við mengun, heldur verður líka tekið tillit til þess, að um- búðirnar valdi sem minnstri eyðileggingu og óhreinindum úti í sjálfri náttúrunni, þar sem t.d. glerbrot frá öl- og gos- drykkjaflöskum geta legið lang tímum saman og valdið slysum og valda óhreinindum og leið- lndum I sjálfri náttúrunni. Það er þvi mikið vandamál, sem i því felst að taka ákvörðun i þessu efni. Úr því minnzt er á ruslið, eins og við köl'lum oftast það, sem kemur í hlut öskutunnunnar: Mengunarráðið hefur farið lof- samlegum orðum um áhuga bæj- ar, og sveitafélaga fyrir að leysa hvert á sinn hátt meng- unarvandamál sín með þvi t.d. að reisa sorpeyðingarstöðvar, þar sem öllu sorpi frá heimil- um er safnað saman til brennslu I sorpbrennsluofnum. Vandinn er, að við eyðingu sorpsins í brennsluofnunum vill loftið mengast. Ráðið hefur látið frá sér fara upplýsingarit, sem fjalla um sorpeyðingarstöðvar. Er þar stuðzt við sænskar og þýzk ar rannsóknir á þessu sviði og útreikninga þeirra á sorpeyðing arstöðvum. Þykja stöðvar með 5000 tonna afköst á ári heppi- legasta stærðin. Staðsetning þarf að vera ákveðin með tilliti til byggðar og líka til veðurfars. Við þessar stöðvar eru háir reykháfar og þarf líka að ákveða hæðina á hverjum tima með tilliti til umhverfisins. Ofn ar sorpeyðingastöðvarinnar eiga að hafa stöðugan 800° hita. Á það er bent í þessu sambandi, að það geti farið svo, að nauðsynlegt sé að setja upp við brennsluofnana 6Órstakt hreinsunarkerfi. Ekki hafa dönsku ferðaskrif- stofumar látið sinn hlut eftir liggja. Ferðaskrifstofu- rekstur D’ana er orðinn að stóratvinnurekstri heima fyrir og erlendis. Á því sviði eru Danir nú orðnir svo um- svifamiklir, að þeár hreinlega ógna sænskum ferðaskrifstofum og hafa náð til sín frá þeim gif- urlegum yiðskiptum. Danir, sem hafa með höndum ferða- mannarekstur og fyrirgreiðsiu við ferðamenn, héldu sem sé fund í sumar um mengunar- vandamálið og baráttuna fyrir hreinu og fögru landi. Niður- staðan af þessum fundum var sú, að þeir settu fram í spurn- ingaformi ályktun sína og spurðu: „Hver vill eyða sumar- leyfi sinu á olíumengaðri bað- strönd, eða, hver vill vatnafisk úr drullupolli?“ Þesai stuttorða ályktun var að margra dómi mjög hnitmiðuð og sagði sanna en alvarlega sögu í fáum orðum. Athyglisverð þótti mér ákvörð- un yfirvalda í Danmörku, að ferjum, sem annast fólfes- og vöruflutninga yfir Stóra-Beltið hafa verið gefin ákveðin ströng fyrirmæli um, að frá borði sé bannað að kasta plastumbúðum utan af matvörum og öðru slíku vegna mengunar og óhreininda á nærliggjandi ströndum. Áður höfðu raddir heyrzt frá sjómönnum, sem stunda rækju- veiðar milli Skagen og suður- strandar Noregs. Karlarnir á rækjubátunum, komu að landi með tvist, fulla sorppoka og hvers konar rusl i tonna tali. Sýnt þykir að kastað sé frá skip Imum, sem annast reglulegar ferð ir milli Kaupmannahafnar og Osló. Þetta hefur valdið reiði meðal rækjusjómannanna, og þeir hafa látið í það skina, að þeir hyggist gera skaðabótakröf ur á hendur skipafélögunum. En norrænt samstarf á sviði baráttunnar gegn mengun? Það er í fullum gangi virðist mér. Það ' er ekki langt síðan, að haldinn var mikilvægur fundur, þar sem fulltrúar frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörfeu ræddu einmitt mengunarvanda- málið og samstarf landanna á því sviði. Á þessum fundi lögðu Danir til dæmis til að komið yrði á fót fámennri nefnd, sem fengi rúmt valdssvdð og gæti fyr irvaralítið tekið mikilvægar og bindandi ákvarðanir um sameig- inlegar aðgerðir í banáttu Norð- urlandanna gegn hvers konar mengun. Þessi fundur ákvað einnig að koma á samræmingu um leiðir til að stöðva mengun í Eystrasalti og hefja undirbún- ing að því að koma á samstarfi með strandríkjum Eystrasaltsins á sviði mengunarvarna. Um þessar mundir stendur yf- ir í anddyri Ráðhússins í Kaup- mannahöfn mjög athyglisverð mengunarsýning á vegum félags skapar sem mikið hefur látið að sér kveða til að vekja athygli almennings og yfirvalda á hætt unum sem fylgja menguninini. Er þar í máli og myndum brugðið upp áhrifamiklum myndum af ýmsum þáttum mengunarinnar, áhrifum hennar á líf og heilsu fólks. Þar eru nefndar mýmarg- ar óhugnanlegar tölur um meng unarmagn og eiturloft sem spúð er yfir Kaupmannahöfn. Þar er boðað á einni stórri mynd sem sýnir fólk með gasgrímur fyrir andlitinu, að svo 'geti farið að árið 1980 verði hinn almenni borgari í Kaupmannahöfn, hinn glaði og viðmótsþýði Kaup- mannahafnarbúi kominn með gas grímur sér við hlið til að geta lifað og starfað í sinni höfuð- borg. } Vélritun - Síntuvorzla Víljum ráða nú þegar I. Stúlku til að annast vélritun og önnur skrifstofustörf. II. Stúlku til þess að annast símavörzlu á skiptiborði. Upplýsingar i síma 21290. FASTEIGNAMATSNEFND REYKJAVlKUR. Mnrgrn vnl - Uestrn tnl, hellurnnr frá HELLUVAL Eigum mjög áferðarfallegar og sterkar garð- og gangstéttar- heilur af mörgum gerðum. Ennfremur útlitsgallaðar hellur, 40 til 60 kr. ódýrari pr. fermeter. Heimkeyrzla og greiðslukjör eftir samkomulagi. Forðist óþarfa forarsvöð, helluleggið fyrir veturinn. SlMI 42715. HELLUVAL S.F. Qprð allan laugardaginn. Hafnarbraut 15, Kópavogi. (vestast á Kársnesinu). Auglýsing um greiðslu skuldabréfa Stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar hefur ákveðið að greiða upp skuldabréfaián sem boðið var út árið 1961. Inn- lausn bréfarvna annast Ingi Ingimundarson hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, Borgarnesi. Eru handhafar bréfanna vinsamlegast beðnir að framvisa þeim hjá honum, sem fyrst. STJÓRNIN. CRAFTMA8TERS for MEN Brúnir c t svnrtir the /ean leather luxury of ^LLLoa4<5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.