Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 32
KÆLISKÁPAR FRYSTIKISTUR RAFTORG SÍMI.... 26660 RAFIÐJAN SÉMI. .. 19294 íSÆMMÆl Æ SAME/NAÐA VATRYGG/NGAFÉLAG/D hf. HATON 4A REYKJAVIK SlMI 25850 25851 SlMNEFNI: SAMVA LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1970 Nokkrir f jallvegir tepptir Á VESTUR- og Norðurlandi er ástandið þannig að Breiðdals- heiði á Vestfjörðum er lokuð vegna snjóa, Aðrar heiðar á Vestfjörðum eru faerar en lík- indi eru til að hálka sé á þeim. Alþingi sett í dag ALÞINGI verður sett í dag og hefst athöfnin eins og venju lcga með guðsþjónustu í Dótn- kinkjumni kl. 13.30. Séra Friðrik A. Friðriksson prédikar. Síðan verður gengið til Al- þingisihúss og forseti ísiands, herra Kristján Elldjárn, setur þingið. Aldujrsiforseti, Sigurvin Einarsson, mun síðan minnast látinna alþinigismanna, en þeir eant aOs 8. Að öðru leyti liggja fyrir venjuleg þingsetningar- verkefni. 2 kilir Akureyri, 9. okt. — KILIR voru lagðir að tveimur stálfiskibátum í Slippstöðinmi kl. 15 í dag. Annar báturinn verður 150 lestir smíðaður fjrrir SæfSnn hf. í Reykjavík, en hinn verður 105 lestir, eigandi Geir Sigur- jónsson í Hafnarfirði. Báðir bát arnór eiga að verða fullsmíðaðir og tilbúnir til afhendingar í lok marzmánaðar nk. Slippstöðin hf. veitti starfs- mönnum sínum Thule-öl í tilefni atburðarins. — Sv. P. Unnið var að hreinsun Breiðdals heiðar í gær. Norður eftir hefur snjóað í fjöll og niður undir byggð og á Sauðárkróki t.d. var orðið al- hvitt í gær. Lágheiði er ófær vegna snjóa, en vegir að öðru leyti færir í Skagafirði. Á Öxna dalsheiði hefur snjóað dálítið, en hún er vel fær, en hins veg- ar er hálka á veginum. Vegur- inn um Vaðlaheiði er ófær og þar hefur ekki verið reynt að ryðja ennþá vegna veðurs, en hins vegar er fært fyrir Dals mynni. Þegar norðaustar dregur eru aliir vegir færir. Vel fært hef- ur verið yfir Oddsskarð og Fjarðarheiði, en hálka er á veg- um. Annars staðar virðist vera sæmilegt ástand á vegum. Keflavíkurflugvöllur: Brautarlenging tefst Engar framkvæmdir fyrr en næsta ár — Líkur á yfirflugi sem kostar milljónir LJÓST er nú orðið að af leng- ingu norður-suður flugbrautar- innar á Keflavíkurflugvelli verð ur ekki á næstunni, en í viðtali sem Morgunblaðið átti við flug vallarstjórann Pétur Guðmunds son í júlí sl. sagði hann að allt kapp myndi verða lagt á að ljúka Svona lágu 68 þús. kr. i ófrimerktu umslagmu. við fyrri áfanga lengingarinnar fyrir næstu áramót, en þar er um að ræða lengingu á umræddri braut úr 6500 fetum í 8000 fet. Sú lenging á í flestum tilvikum að nægja fyrir stærri þotur. Full lengd brautarinnar á að verða 10000 fet. Engar framkvæmdir eru haf* ar við brautina, en mælingum mun hafa lokið, fyrir nokkru. Mælingar fyrir þetta verk hóf- ust í lok síðasta árs. Allt útlit er fyrir því að þotur Loftleiða og annarra flugfélaga sem lenda á Keflavíkurflugvelli þurfi í mörgum tilvikum að yfirfljúga Keflavíkurflugvöll þar sem vél- amar geta ekki lent þar á norð ur-suður flugbrautinni þar sem hún er of stutt ef eitthvað er að lendingarskilyrðum. Austur-vest ur brautin er hins vegar 10000 fet, nógu iöng fyrir þotur. í júní sl. þurftu þotur Loft- leiða að yfirfljúga Keflavíkur- fluigvöll sem nam 20% af áætl- uðum lendingum á vellinum eða fimmta hver vél og búast má við að sú prósentutala eigi eftir að Framhald á hls. 31 Gusugangur við Tjörnina „Og hafið þið þetta og hana nú!“ sagði Businn hvítklæddi og skvetti Tjamarvatni úr fötu yfir eldri skólafélaga sína, sem skömmu áður höfðu óblítt handleikið hann og skírt hann í Menntaskólann við Tjömina. Sjá grein á bls. 3. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). KFS gjaldþrota KAUPFÉLAG Siglfirðinga var í gær skráð tii gjaldþrotaskipta, þar sem nauðarsamningar náð- ust ekki við skuldaeigendur. Miklir samininigar hafa undam- fairið staðið yfir til að reyna að tryggja áframhaldiaindi rekstur kaupfélagsins og var meðal ann- ars af há'llfu Sambamids íslemzikra samvinmiuifélaiga leitað hófamna um að KEA eða Kaupféliag Skag fiirðinga tokju að sór rekstur inn. Ekfcert varð af því og þeg- ar mauðarsamminigar tótoust ekk við sfcuidaeiigenidur gaf stjón félagsims það upp til gjaldþrota skiipta. Bæjarfógetinm í Siglufirði sam þyfckti í gær að sfcrá félagið ti gjialdþrotaskipita og voru eignia félagsins og vörulager innsiglað Islendingar eru rúm- lega 203 þús. Yfir 1800 fluttust af landi brott FYBSTA deseniber sl. voru Is- lendingar 203.442 og hafði þá fjölgað um 1251 frá 1. desember 1968. Nemur fjölgnnin 6,2 á hverja þúsund íbúa og er það 68 þús. kr. til Strand- arkirkju — i ófrímerktu bréfi til Mbl. í GÆR barst öðrum ritstjóra Morgunblaðsins ófrímerkt um slag. Þegar hann opnaði það, voru í því kr. 68.000,00, sem hann var beðinn um að koma til Strandarkirkju. Fleiri slik bréf hafa áður borizt á ritstjóm blaðsins, en aldrei með svo hárri upphæð sem nú. Af þessu gefna til- efni vill Morgunblaðið skora á ónafngreinda velunnara Strandarfcirkju og islenzkar kristni að koma svo háum upphæðum beint til biskups- skrifstofunnar eða afhenda þær persónulega í skrifstofu blaðsins gegn kvittun. Morg- unblaðið mun að venju koma þessari upphæð til skila. Bréf það, sem fyigdi fyrr- greindri peningaupphæð er svohljóðandi: Framhald á bls. 31 mtm minni fólksfjölgun en árið 1968, en þá nam hún 11,3 á hverja þústind íbúa og 1967 var hún 15 á hverja þúsund íbúa. Liggur þessi hlutfallslega minni fjölgun aðallega í því hve marg- ir fluttust af landi brott á sl. ári. Á árinu 1969 fæddust 4200 lifandi börn, eða 27 færri en ár- ið áður. Alls létust á árinu 1450 á móti 1387 árið 1968. Til lands- ins fluttust á árinu 493 en 1808 fiuttust af landi brott. Sambæri- legar tölur 1968 voru 756 til landsins og 1155 frá landinu. Karlar í landinu voru 1. des. sl. 102.827, en konur 100.615. Þó voru nær 2000 fleiri konur í Reykjavík en karlar, eða 41.621 kona á móti 39.855 köiium. Ails voru íbúar Reykjavíkur 81.476 og hafði fjölgað um 450 frá ár- inu áður. Kópavogur er áfram annar stærsti kaupstaðiur landsins með 10.991 ibúa, en Akureyri kemur næst með 10.567 og síðan Hafn- arfjörður með 9.538. Fjötonenn- asta sýsla landsins er Árnes- sýsla með 8.209 ibúa, en fámenn asta sýslan er Austur-Barða- strandarsýsla með 470 íbúa. Framangreindar uppdýsingar koma fram í septemberhefti Hag tíðinda. Bifreiðin ófundin AÐFARANÓTT fimmtudagsins var stolið bifreiðinni, R 7381, sem er Taunus 17M Station af árgerð ’60, þaðan sem hún stóð við Rauðarárstíg. Síðan hefur ekkert til bifreiðarinnar spurzt. Er hún græn og hvít. Þeir sem orðið hafa varir bifreiðarinnar eru vinsamlegast beðnir um að iáta rannsóknarlögregluna vita þegar i stað. Færð sæmileg víðast hvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.