Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 17
MORGUTNTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBBR 1970 17 Fiskimálastefna EBE ákveðin 1. nóvember Veiöileyfi í landhelgi — Lág- marksverð á fiski — Styrkir til fiskiskipabygginga iairns — í ssumkeppnii við fisk frá MEÐ MIKILLI óþreyju er beðið eftir endanlegum upp- lýsingum um hver verði ein- stök atriði hinnar sameigin- legu fiskimálastefnu Efna- hagsbandalags Evrópu, en frá henni á að ganga fyrir 1. nóv. n.k. Mörg atriði þess- arar stefnu eru þegar kunn en það hlýtur að vera lönd- um sem íslandi mikið áhuga- efni hvernig stefnan reynist í öllum atriðum, þar sem lönd Efniahagsbandalagsins kaupa mikið af sjávarafurðum frá Islandi. LANDHELGISÁKVÆÐIÐ í vændum er að samþykkt verðii ákvæði af EBE-löndunum þess efnis að eftir fimm ár skuli fiskiskipum frá öllum aðildar- ríkjunum heimilt að veiða ínnan landhelgi hjá hverju aðildarríki. Hefur þetta valdið Norðmönn- um og Bretum allmiklum áhyg gj um, því báðar þessar þjóðir byggja efnabag sinn að nokkru leyti á fiiskveiðum og vilja mjög ógjaman opna land- helgi sína fyrir erlendum skip- um. En hætt er við að þátttaka þeirra í Ef nahagsbandala g in u gerði það óhjákvæmilegt. Má búast við því að ajómenn í Norð- ur-Noregi og í Skotlandi, sem lifa á fiskveiðum, taki þessu ákvæði mjög óstinnt upp. Ekki er þó búizt við því, að þetta verði til þess að þesai tvö ríki falli frá umsóknum sínum um aðild, enda hefur lengi verið vit- að um þesei landhelgisákvæði í sameiginlegri fiskimálastefnu bandalagsinis. ÞRJÚ ATRIÐI Önnur þrjú meginatriði fis'ki- málastefnunriar munu vera þessi: 1) Felldar verði niður allair hömlur á viðskiptum með fisk og fiskafurðir innan bandalags- ina, og 2) Sett verður lágmarksverð á innfluttan fisk til þess að hindra að ódýr fiskur frá öðrum löndum komist inn á bandalags- avæðið. 3) Bandalagið mun styrkja að- ildarþjóðirnar ti'l þess að byggja upp fiskiflota sína með alls kon- ar framlögum og nýj um styrkj- um. Tvö þessara atriða hljóta að valda íslendingum nokkrum áhyggjum. Þetta eru í fyrsta lagi ákvæðin um að sett verði lágmarksverð á fisk til þess að tryggja að sem mínnstur fiskur komi inn á bandalagssvæðið utan frá. í rauninni sýnist efcki mikil hætta á því vegna tvenns. í fyrsta lagi þess að lönd utan bandalagssvæðisins verða að greiða almennt um 20% toll tSl að geta selt sinn fisk innan svæð TIL FRÓÐLEIKS skal hér getið um það hver er nú ytri tollur Efnahagsbandalagsins á ýmsum sjávarafurðum, sem íslendingum eru mikilvægar. Þurfa þjóðir utan EBE að greiða þennan toll, en þjóðir innan bandalagsins ekki. Verður verzlun með fisk og fiskafurðir þar alveg toll- frjáls. t.d. Frafcklandi og Þýzkalandi, sem enginn tollur er á. Er þvi óliklegt að lönd utan bandalags- in« verði mjög samkeppnisfær þar í framtíðinni á fiskmörkuð- unum. í öðru lagí munu mál snúast svo, ef Noregur og Bretland ganga í bandalagið, sem nú eru allar horfur á, að bandalagið verður nettó fiskútflytj andi eða nálægt því en hefur til þessa þurft að flytja inn mjög mikið af fiski og fiisfcafurðum fil þess að anna eftirspurn. NÝR FLOTI Þá er það áhyggjuefni fyrir land sem ísland að Efmahags- band'alagslöndin hyggjast byggja í saimeiningu upp fiskiskipaflota sinn. Ekki má við sóknina í fiski Stofnana bæta hér vfð land, hvað þá ef Efnahagisbandalags- löndin stórauka flota sinn. Sov- étríkin og Austur-Evrópumenn eru þegar með risaáætlanir í framkvæmd í því efni, svo ekki er mýjum þjóðahóp við bætandi ef vel á að fana. GREINARGERÐ UM FISKIMÁLASTEFNUNA Hér fer á eftir greinargerð um tillögur framkvæmdaistjórnair Efnahagsbandaalgsins um sam- ©iginlega s j á varútvegsm ála- stefnu bandalagsins. Tekið skal fram að hér er aðeins um að ræða tillögur stjónnariinnar en ekki endanlegar ákvarðanir bandalagsins. Þær munu fyrst liggja fyrir eftir rúman hálfan mánuð, — eða 1. nóvember n.k. í maí 1968 lagði framkvæmda- stjórn Efnahagsbandalagsins fram tillögur við ráðið um sam- eiginlega stefnu í sjávarúitvegs- Fryst flök........16.2% Lifur og hrogn . . 11.6% Saltsíld..........12% Skreið og saltfiskur 13% Saltfiskflök og skreiðarflök .... 20% Reykt síld........10.4% Humar.............25% Rækjur............. 14.4% Hvalkjöt..........13.6% Kaviar............30% málum, svo sem stofnskrá banda lagsins, Rómarsamningurinn, ger ir ráð fyrir. Eru þar gerðar til- lögur að sameiginlegri stefnu varðandi uppbyggingu sjávarút- vegsins, sameigintlegri skipu- lagningu á markaði sj ávanafurða imnan bandalagsins og tímiabund- inni hiðurfellingu tolla á ákveðn um sj ávarafurðum. Tillögunum var vísað til umræðna í nefnd, sem væntanlega skilar áliti um mitt þetta ár. UPPBYGGING SJÁVARÚTVEGSINS Stefnan varðandi uppbyggingu sj ávarútvegsins á að miiða að því að auka framleiðni sjávarútvegs, auka framleiðslu á ákveðnum, völdum sviðum, aðlaga fram- leiðslu kröfum markaðs og neyt- enda, og tryggja fullnægjandj atvinnu og lífskjör í stéttinni. í þesisu sambandi er m.a. gert ráð fyiár sérstökum aðgerð'um til byggingar fiskiskipa, fiskileitar og þróunar á freðfiiskdreifingu. Til slíka er talið að þurfi ríkis- styiki. Þess utan snerta tillögur fnamkvæmdastjólnnairinnar við- kvæm og lagalega umdeild atr- iði. í tiillögunum segfir, að um mismunun við önnur aðildarríki geti ekki verið að ræða í banda- SÍÐUSTU vikuna í nóvem' ber hefjast í Briissel vióræð- ur íslenzkra stjórnvalda og forráðamanna Efnahags- bandalagsins um samninga íslands við bandalagið. Verð- ur á þessum fundi jafnframt rætt við ráðherra frá öðrum löndum, sem utan standa bandalagsins og hafa ekki sótt um aðild að því. Er þar um að ræða Finnland og I Portúgal. Dr. Gylfi Þ. Gísla- son mun verða fyrir íslenzku sendinefndinni á þessum samningafundi við Efnabags- bandalagið. Markmiðið með viðræðum ís- lands við Efnahagsbandalagið er að fcanna möguleika og horfur á viðakiptasamvinnu við bandalag laiginu að því er snertir aðgang tiil fiskveiða innan fiiskvefiðilög- sögunnar. Fskiskip, sem skrásett eru í aðíldarríki, skulu m.ö.o. njóta sama réttar til fiskveiða í fiákveiðilögsögu hvers og eins að ildarríkj anna. Þó takmarkanir í þessum efnum verði yfirleitt að ganga jafnt yfir alla, eigin þegna og þegna annarra aðildarríkja, er gert ráð fyrir, að veiðar á ákveðunm svæðum geti verið tákmarkaðar við íbúa aðl'iggj- andi stranda, sem byggja af- komu sína að verulegu leyti á fisikveiðum. Ekki eru menn á eitt sáttir um, hvort framkvæmda- stjórninni beri beinlínis að gera tillögur um slík atriði sem þessi. MARKAÐSMÁL INNAN BANDALAGSINS Á sviði ma’rkaðsmála gera til- lögur Efnahagsþandalagsihs m.a. ráð fyrir að settar verði reglur um gæði sj ávarafurða, að sam- tök í sjávarútvegi hagi starf- semi sinni til að auðvelda fram- kvæmd stefnunnar, enda njóti samtökin styrkja af opinberri hálfu o.fl. Mestu máti skipta þó atriði, sem lúta að verðlagningar kerfinu innan bandalagsins, og viðskiptum við lönd utan þess. Gert er ráð fyrir breytilegu verðlagningarkerfi innan banda- lagsins fy.rir hinar ýmsu afurð- ir. Sameiiginleg ákvæði eru um ferskfisk (að undanteknum flat- fiski) og frysta síld, en ekki er gert ráð fyrir að verðlagningar- kerfin táki til frystra bolfisk- flaka, þó innflutningsákvæðin, sem síðar verður vi'kið að, gildi ið, þannig að unnt sé að flytja íslenzkar afurðir inn á bandalags svæðið tolllítið svo að ekki þurfi að greiða fullan ytri toll banda- lagsins. NÝR SAMNINGUR í þessu sambandi er fróðlegt að kynma sér nýlegan vfðskipta- samninig, sem Spánn hefur gert við bandalagið, en Spánn mun standa utan þess. Samningur þessi var gerður fyrir skömmu og gi'ldiir hann í 6 ár. Efni þessa viðskiptasamnings er á þá lund að Efnahagsbanda- lagslöndin lækka tolla sína hvað snertir spánsikar iðnaðarvörur um 69% og skal það gert fyrir 1. jan. 1973. Þessi tollalækkun fer fram í þremur áföngum og er fyrsil áfanginn 30% lækkun, sem átti sér stað 1. okt. sl. Á móti þessu hefur Spánn skuldbundið sig til þeas að leyfa aukinn innflutning á vörum frá einnig um freðfiskflök. Fyr- ir ferskfisk og frysta síld er í fyrsta lagi gert ráð fyrir, að sett verði s. k. vliðmiðunarverð („orienterings“- verð). Grundvallast það á lægstu markaðsverðum afurðanna í að- ildarríkj unum, en einnig má taka tillit tíl annarra atriða, sem þýð- ingu haf-a tiil áhrifa á framleiðsl- una. Þá er ákveðið s.k. „inter- venflions“-verð, sem skal vera 45%—65% af viðmiðunarverð- inu, en þegar það verð er á mark aðinum koma opinberar aðgerðir til greina, og þegar það er lægst yrði um upþkaup til fiskimjöls- framleiðslu o.þv.l. að ræða. Eru þar að lútandi reglur allflóknar. INNFLUTNINGUR SJÁVARAFURÐA Við innflutning sjávarafurða er einnig lagt til, að komið verði á viðmiðunar- og lágimarksverð- um og innflutningsleyfum í því sambandi. Á ferskfisk og freðsíld m.m. er sömuleiðis gert ráð fyrir „deponeringu“ til tryggingar því, að innflutningur fari fram á gildistíma leyfisins, en ella er tryggingarféð tapað. Sams komar innborganir eiga einnig að vera fyrir innflutt freðfiiskflök o.fl. þvi til tryggingar, að ekki sé selt unidir iágmiarfcifð miá taíkmarka innflutningsverði. Ef verð fellur undir iákmarkið má takmarka eða afnema innflutningsleyfi nema útflutningslandið hafi skuldbundið sig til að virða lág- marksverðin, og fellur þá niðuir kraf a um innborgun'arfé. Sömu- leliðis er gert ráð fyrir að leggja megi á verðjöfnun'argjöld í inn- flutningi, þegar um verðfall er að ræða. Þessi lágmarksverð á að ákveða árlega, en ekki eiga þau að takmarka iinnfl'utning meir en fyrirkomulag það gerði, sem áður gilti í viðkomandi landi. í tillögum framkvæmdastjórn- arinnar er gert ráð fyrir, að toll- ur á nýrri, ísaðhi og frystri síld, túnfiski til niðursuðu og söltuð- um og fiski og skreið verði lagð- ur niður. Eftir Kennedy-viðræð- urnar í Gatt er bundinn tollkvóti fyrir 46.900 tonn af síld og 30.000 tonn af túnfiski, en fyrir var 34.000 tonna tollkvóti fyrir salt- fisk og sfcreið. Ástæðurnar fyrir tillögum framkvæmdastjórnar- innar um tollfrelsi á síld og tún fiski eru þær, að þýðingarmikið er talið að tryggja vinnsluiðnað- inum í bandalaginu þessi hrá- efni, en aðildarríkin eru langt frá að vera sjálfum sér næg um þau. Hvað tollfrelsi fyrir salt- fisk og skreið snertir mun ætl- unin að stuðla með því, að hafa jafnt framboð af þessum vöirum, sem ein-kum er neytt af fólki í lægri tekjuflokkum. EBE-löndunum um 13%. Jafn- framt mun Spánn lækka tolla á vörum frá EBE um 30—60% samkvæmt sérstökum vörulist- um. Ef EBE-löndin lækka toll- inn á spönskum vörum um 10% í v'iðbót eða alls um 70% skuld- bindur Spánn sig til þess að lækka sína tolla að sama skapi. FORDÆMI FYRIR OKKUR Svipaða samninga þessum hefur Efnahagsbandalagið gert við allmörg lönd önnur meðal annars Tyrkland, Grikkland og ísrael. Það er eSnmitt slfk- ur samningur, sem að mörgu leyti mundi verða hagstæður fyr ir ísland, sé rætt um málið í megindráttum. Þar gildir meatu að íslenzku sjávarafurði-rnar fái tolllágan eða tollfrj álsan aðgan-g að Efnahagsbandalagssvæðinu, en ljóst er að á móti yrðum við að lækk-a okkar tolla, sem nokkru nemur varðandi vörur, sem koma frá Ef-nahagisband'a- lagslöndunum. Bftir fyrsta fundinn í Brússel munu öll þessi mál liggja m-un ljósari fyrir. Ytri fisktollur EBE Síld 17% Framhald á I)ls. 19 Spánn gerir viðskipta- við Viðræður íslands í Brussel í síðustu viku nóvember samning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.