Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAR.DAGUR 10. OKTÓRER 1970 11 Styrkur til áhugamannaleikfélaga um hendur B.Í.L.? Nýlega var i Morgunblaðinu skýrt frá þingi Bandalags ís lenzkra leikfélaga, en bandalag ið hélt blaðamannafuníl að þingi loknu. í frétt um mál þingsins í Mbl. kemur m.a. fram að banda lagið skoraði á f járveitinga- valdið að hækka styrk til Bandalags íslenzkra leikfélaga á næstu fjárlögum og harmaði að styrkurinn skyldi ekki hafa fengizt hækkaður nema um 50 þús. krónur á s.l. 5 árum og sé nú 250 þús. krónur. Einnig gerði þingið ályktun um nauð syn þess að ráða fasta leik stjóra til starfa fyrir áhuga mannafélögin og lögðu forsvars menn bandalagsins áherzlu á það á blaðamannafundinum að nauðsynlegt væri að fastráða 4 leikstjóra til starfa og fá nýja fjárveitingu. Yrði það til mik illar styrktar leiklistarstarfsem inni í landinu og bætti mjög að stöðu þeirra leikstjóra, sem störfuðu fyrir áhugamannaleik félögin. 1 Bandalagi ístenzkra leikfé- laga eru nú 35 leikfélög og 12 ungmennafélög. Snemma á ár inu 1969 sagði Leikfélag Sauð áirkróks sig úr bandalaginu „vegna þeirrar reynslu, sem fengin er af starfsemi B.t.L." eins og stóð í frétt í Mbl. 31. jan. það ár. Kári Jónsson leik stjóri og aðaldriffjöður Leikfé lags Sauðárkróks sagði þá af þessu tilefni, að félagið teldi sig ekki hafa neinn hag af þátt tökunni. Kæmi þar m.a. til að bandalagið hefði ekki orðið leik starfseminni í landinu lyfti stöng nema að mjög takmörk uðu leytí, óeining hefði mynd azt og þróazt kringum fram kvæmdastjóra bandalagsins og það væri ekki bandalag leikfé laga eingöngu, þvi í því væru félög, sem störfuðu á allt öðr um grundvelli og ættu sín lands samtök. Hefðu vonir Leikfélags Sauðárkróks um stefnubreyt ingu B.Í.L. brugðizt. Vegna fréttarinnar um þing B.lX. nú sneri Mbl. sér tid Kára Jónssonar og sptnrði hann álits á því, sem þar kemur fram. Kári sagði að við lestur frétt arinnar hefðu strax vaknað nokkrar spurningar, sem for vitnilegt væri að fá svar við, og sagði hann: — Á aðalfundinum voru mætt ir fulltrúar frá félögum i flest- um landsMutum, segir í frétt- inni. Hvað voru mættir margir fulltrúar á aðalfundinum og frá hvaða félögum? —- „Sveinbjörn Jónsson las og skýrði reikninga bandalags- ins,“ segir i fréttinni. Voru reikningarnir ekki lagðir fram á fundinum með þeim hætti að hver fulltrúi fengi sitt afrit? Voru þeir eingöngu lesnir? Verði aðalfulltrúar um það spurðir i sínum félögum hversu sé fjárhagur B.I.L. eiga þeir þá að vísa til upplesturs fram kvæmdastjóra bandalagsins? — Til hvers er varið þeim 250.000 krónum sem B.I.L. fær frá Menntamálaráðuneytinu? Sendir bandalagið ekki ráðu neytinu afrit af reikningum sín um eins og leikfélög verða að gera, þegar þau sækja um styrk til starfsemi sinnar ? — Hver ákveður hvaða er lend leikrit eru þýdd á vegum bandalagsins? — Hver hefur umboð höfund arréttar að þeim verkum ? — „Þá lagði þingið til, að sett verði á stofn fastaráð til sam ræmingar leiklistar í landinu", segir í fréttinni. Hvers konar „fastaráð" er hér á ferðinni? — Varðandi hugmyndina um fastráðna leikstjóra á vegum B.Í.L., sagði Kári, tel ég nauð- synlegt að vikja að tiltögu fjög- urra leikstjóra og bréfi þeirra til ráðherra og umsögn Leikfé lags Sáuðárkróks um bréftð: 1 sumar skrifuðu fjórir leik stjórar menntamálaráðherra bréf, sem menntamálaráðuneyt ið sendi síðan okkur og fleiri leikfélögum til umsagnar. í bréfi þessu fara leikstjórarnir fram á að ríkið hætti að styrkja áhugamannaleikfélög fjárhags- lega, en í stað þess verði sú upphæð, sem félögin hafa feng ið, l&tin renna til þess að standa undir launum fastráðinna leik stjóra, sem ráðnir yrðu til starfa til Bandalags íslenzkra leikfélaga. Yrði þeirra starf að fara á miili áhugamannafélaga og setja upp leikrit. Er bent á það i bréfinu að sú fjárhæð, scm nú rennur til áhugamanna félaganna ætti að nægja til að greiða 6 leikstjórum laun. Með þessu móti segja leikstjóramir að hægt yrði að skipuleggja starf leikfélaganna og dreifa því yfir árið og tryggja leik stjórunum vinnu og fjárhags legt öryggi, því ógerlegt sé fyr ir þá leikstjóra, sem vilja starfa fyrir áhugamannafélögin að stunda með því önnur störf. Einnig telja leikaramir fjórir að þetta myndi gera starf ráðu neytisins við úthlutun styrkja einfaldari í vöfum og að auki yrði styrkur í þessu f ormi tölu vert hagstæðari f járhagslega en nú er. í umsögn okkar til ráðuneyt isins bendum við á að með framkvæmd þessarar tillögu yrði öllum félögum, sem vildu njóta styrks frá riiki gert að skyldu að vera í B.I.L., likt og um landssamband stéttaríélaga væri að ræða. Teljum við að eins og málum bandalagsins er nú komið sé það ekki fært um að taka að sér að vera milli gönguaðili um styrkveitingu hins opinbera. Að auki sést strax í greinargerð leikstjór anna að þessi breyting yrði fyrst og fremst til að skapa leikstjórunum öryggi, ekki leik f'élögunum. Við leggjum aftur á móti á það áherzlu í bréfinu að við höfum ekkert við það að at huga að rikið legði fram að stoð sem þessa, ef hún verður ekki tekin af þeim styrk, sem áhugamannafélögin hafa til þessa fengið. í umsögn okkar bendum við á að víða um landið hafa l'eik- stjórar úr héruðunum sett verkefni félaganna á svið — en með framkvæmd þessarar tillögu yrði slik starfsemi ekki talin styrk- hæf. Einnig gerum við þá at hugasemd við ummæli leikstjór anna um dreifingu verkefna leikfélaganna yfir árið, að viða ráða staðbundnar aðstæður því hvenær viðkomandi félög ráð ast i verkefni sín. Fer það t.d. mjög eftir atvinnuástandi og slíkt verður ekki skipulagt á skrifstof u B.l.L. Þá bendum við á það í um sögn okkar að í sambandi við endurskoðun laga um Þjóðleik húsið og starfsemi þess að til greina komi að sú stofnun hafi í sinni þjónustu ekki aðeins leikstjóra, heldur einnig leik ara, leikmyndagerðarmenn, ljósamenn og aðra kunnáttu menn varðandi leiksýningar til að ferðast um. Lýsum við okk ur hlynnta slíku, ekki sízt þar sem við teljum að núverandi styrkur sé langtum of lítill. Þá sagði Kári að e.t.v. væri ástæða til að taka það fram að skoðun Leikfélags Sauð árkróks væri sú að B.l.L. ætti að vera ein af höfuðstöðvum leiklistarinnar i landinu ásamt með Þjóðleikhúsinu og Leikfé lagi Reykjavíkur, enda hefði það verið ætlunin í upphafi. Sundrung og vanmáttur B.Í.L. hefði orðið til þess að félagið sagði sig úr bandalaginu — en i úrsagnartilkynningunni hefði fé- lagið lýst þvi yfir að það væri reiðubúið að taka þátt í sam- starfi Ieikfélaga, sem byggt væri á heilbrigðum grundvelli og treysta mætti til að standa með festu og virðuleik að . fram gangi íslenzkrar leiklistar. Væri það viðhorf óbreytt enn. Sagðist Kári í framhaldi af þessu vilja itreka það, sem hann hefði sagt í sambandi við úr- sögn Leikfélags Sauðárkróks úr B.Í.L. um að hann teldi rangt að stjórn bandalagsins sæti lan.gt frá skrifstofu bandalagsins í Reykjavík, þvi henni hlyti að vera nauðsyn að fylgjast sem allra bezt með rekstri skrifstof- unnar og því, sem þar fer fram. Einnig vildi hann ítreka að hann hefði ekkert haft á móti þeim mönnum, sem í fráfarandi stjórn sátu og hefði ekki ástæðu til annars en ætla að hin nýja stjóm, sem skipuð er fulltrúum frá Vesturlandi og Vestfjörðum, sé full áhuga á að leysa vanda- mál bandalagsins og voni hann að þeim takist að gera banda- lagið að þeirri stofnun, sem það á að vera. -r--, M -I. /.99J il j H V 1 4| | ^ •< W « -íT * H Ti $ 1 1 I i ■' 1 7 ** =» »e • siSo • /»o . /30. • • /3o. ð£>. /30- EINHAMAR sf. (1. byggingaflokkur) befur tii sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. fullgerðar íbúðir rrreð frá- genginni lóð, við Vesturberg í Breiðholti III. Afhending á næsta sumri. Verð á 2ja herb. íbúð kr. 980000,00 Verð á 3ja herb. íbúð kr. 1200.000.00 Verð á 4ra herb. íbúð kr. 1.300.000,00 Beðið verður eftir Húsnæðismálastjórnarláni kr. 545.000,00. Upplýsingar á skrifstofu félagsins að Vesturgötu 2, sími 25990 — á mitli kl. 2 og 6 taugardaga kt. 10—12. Kvötdsími 32871. SKÁLINN sö/u Benz 190 árg. ’63. Fæst fyrir fasteignatryggt skuldabréf. KR. KRISTJÁNSSDN H.F. M R r íi 1 fl suðurlAndsbraut 2. v;e hallarv.úla " “ U U U SÍMAR 35300 35301 — 35302). Hofnaríjörðui - íbúð TIL SÖLU: Mjög skemmtiteg 3ja herbergja íbúð í nýbyggðu fjötbýtis- húsi við Laufvang. Sérþvottahús. fbúðin sefst tifbúin undir tréverk og máiningu og er til afhendingar nú þegar. FASTEIGNASALA - SKIP OG VERDBRÉF Strandgötu 1. Sími 5-26-80 — 5-28-44. Heimasrmi 5-28-44. Sölustjóri: Jón Rafnar Jónsson. Verið með ánýju nótunum ^ Háiroglágír "" tónar. sem þér haf ið xekki heyrt fyrr PHILIPS Philips framleiða nú seguibandsiæki með tóngæðum, sem eru fegurri og skýrari en fyrr. Þessi nýju tæki skila nær óskertu því tónsviði, sem eyra mannsins greinir. Þér munuð raunverulega heyra mismuninn. Philips segulbandstækin eru ernkar stílhrein og hæfa hverju nútíma heimili. MODEL 4307 Fjórar tónrásir Einn hraði 9.5 cm á sek. Hámarks-spiiatími 8 klst. á einni spólu. Tónsvið 69—15000 rið á sek. Þrepalaus tónstillir. MODEL 4308 Fjórar tónrásir Tveir hraðar 4.75 cm á sek. og 9.5 cm á sek. Hámarksspilatími 16 klst. á einni spólu. Tónsvið 60—15000 rið á sek. Þrepalaus tónstillir. • Þér getið kannað gæði Philips- segulbandstækjanna hjá næsta umboðsmanni eða í HEIMILISTÆKI SF„ Hafnarstræti 3. PHILIPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.