Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBL/VOrÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓRER 1970 m BÍJLA liKlGA X IAK" 22*11*22* RAUÐARÁRSTÍG 31! ■25555 {^ 14444 wmi/í BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW SendiferÖabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna bílalclgan AKBJIA UT mr rental scrvice 8-23-4? scndum LOFTUR HF. UÓSMYNDASTOFA Ingólfsstræt] 6. Parvtið tima I sima 14772. Myndflosnámskeiiin hefjast 14. þ. m. Nokkur pfáss laus. Innritun fyrir næstu mánuði hafm. Handavinnubúðin Laogavegi 63. BÍLAKAUP Et kaupandi að Votkswagen. ekki eldri en 1961, má vera með ónýtri vél og þarfoast arwvarra viðgerða. Staðgreiðsla. Upplýs- iogar í síma 35553. LÁN Þe»r, sem vitdu tárva 500.000.00 tól 800.000.00 í 5—8 ér gegn önuggu fasteigoaveði, vmsamleg- est sendið upplýsingar um síma- númer og rvafn i lokuðu umslagi 04 btaðsms menkt: „Afb. - 4455" fyrtr miðvikudag 14. okt. 1970. IVotaðir bílar Árg. 1968 Ford Cortina 1600 S — 1963 Simca Arian-e — 1967 Skoda 1000 MB — 1967 Skoda 1202 — 1966 Skoda 1000 MB — 1966 Skoda Combi — 1965 Chevi II Nova — 1965 Skoda 1000 M8 — 1965 Skoda Combi — 1965 Skoda Octavia — 1965 Skoda 1202 — 1963 Skoda Octavia Tékkneska bifreiðaumboðið á Islandi. Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Simi 42600. 0 Hvað verður um þá, sem falla? „Móðir“ skrifar: „Kópavogi, 7.10. 1970. Kæri Velvakandi! Ég verð að hlýðnast tilfinn- ingum mínium og kvarta við þig um þessi blessuð skólajnál. Það liggur við, að maður falli í öngvit við að hugsa til þess, að unglingum, sem ekki ná upp i þriðja bekk gagnfræðaskóla, er hent út úr þjóðfélaginu, eins og hverjum öðrum drykkjuræfli, sem fær hvergi sjúkrahúsvist sér til lækninga vegna rúmleysis. Á þetta að verða þannig með gagnfræða- skólabörn? Þau fá hvergi at- hvarf sér til menntunar. Þeir eru þó nokkrir skólastjórar landsins sem ég hef rætt við og beðið um inngöngu fyrir barn í þriðja bekk, en alls staðar frá vísað. Að vísu reyndu skól- arnir að hafa 10 daga námskeið fyrir þau börn, sem féllu, og létu þau taka prófið aftur, en mörg féllu aftur og þá er þeim hent burtu. „Það þýðir ekkert að gera meira fyrir ykkur." Hvað segir háttvirtur mennta- málaráðherra, getur hann gefið góð ráð? Það er varið svo mikl um peningum til mennta og kennslu, að þjóðinni ber skylda til að leyfa þessum börnum að halda áfram í gagn- fræðaskóla, þó svo að m.u ni 1—2 á aðaleinkunn. 0 Tímabundin unglings- leti á ævimorgni og tækifæri til menntunar Það er gaman að heita góð- ur kennari og kenna þeim, sem er auðvelt að kenna, eins og I beztu bekkjunum. En það væri 1‘íka góður kennari, sem vildi vera svo fórníús að kenna þessum börnum, sem hent er í burtu. Við vitum, að það er oft augnabliksástand með leti hjá unglingunum á þessu þroska- stigi. En þið verðið, háttvirtu ráðendur skólamála, að gefa tækifæri og hafa bekk fyrir þau. Ég hef fengið sama svar- ið um aldt land ekkert pláss fyrir þessi bðrn, það þýðirekk ert að reyna, því að það munar einum — tveimur tölustöfum i aðaleinkunn. Mér finnst þið ráðendur menntamála ekki hafa leyfi til að henda þessum börnum út úr skólanum. Er nokkur miskunn sýnd? Á ég að snúa mér til kirkjunnar, prest- anna og biðja þar um hjálp? Kannski guðsmenn- irnir mundu opna hjarta sitt og hjálpa þeim. Háttvirtu menntamálaráðend- ur, hjálpið þeim, sem eru í augnabliks blindni. Móðir". 0 Blakburði andmælt „Réttlætissinni“ skrifar: „Góði Velvakandi! Vegna þess hve þú hefur veitt mörgum rúm í dálkutn þin um til þess að bera blak af sprengingamönnunum við Mý- vatn, finnst mér, að þú getir gefið mér nokkrar línur eftir til þess að andmæla þessari einkennilegu réttlætingu á lög Lausum verknaði. Ég vil aðeins minna alla aðila á það, að ekkert þjóðfé- lag stenzt, fái menn að selja sér sjálfdæmi í eigin málum. Ég skal engan dóm á það leggja hvernig stíflan, sem sprengd hefur verið, var upphaflega komin í þessa kvísl. Það skipt- ir engu máli, úr því sem kom- ið er, hvort hún var sett þarna niður í óleyfi eða ekki. Hafi alls réttar ekki verið gætt á sínum tíma, réttlætir það að sjálfsögðu ekki ólöglega at- höfn svo sem þetta spellvirki mörgum árum síðar. Þeir, sem vilja standa vörð um rétt sinn, verða einnig að standa vörð um lög og rétt í landinu. Það er líika meira en einkennilegt, hvernig stíflan fæst gerð og er látin standa árum saman, hafi hún verið ólögleg á simum tíma. Hvers vegna sóttu landeigend- ur ekki rétt sinn samkvæmt lög um? Nógur var tíminn til þess. I staðinn eru mörg ár látin líða og svo — BÚMM! — mann- virkið er sprengt í tætlur. Til hvers leiða slíkar aðgerðir í þjóðfélaginu? Ætli landeigend- uc nú að girða land sitt af þarna, getur rafveitan með sömu rökum rifið hana (helzt sprengt), af þvi að hún telur rétt á sér brotinn, en hefur ekki geðlund eða þolinmæði til þess að sækja rétt sinn að rétt um landslögum. Því skyldu all ic aðrir en nokkrir landeigend ur við Mývatn verða að láta dómstólana skera úr um mál- efni sín? 0 Sprengjan fljótvirkari en dómstóllinn Ég viðurken-ni fúslega, að spren.gjan ec fljótvirkari en dómstóllinn, en til þess höfum við verið að reyna að halda hér uppi siðuðu réttarríki, að lagastafurinn og andi laganna ráði meira en vopn og of'stopa- fuillur fýlufrekjuandi einstakl- ingsins. Auðvitað finnst öllum þeir sjálfir alltaf hafa rétt fyr- ir sér í svona málum. En hug- leiðum, hvar við stæðum eftir nokkur ár, ef enginn nennti að bíða eftir úrskurði dómarans (leitaði ekki einu sinni till hans), heldur tæki það, sem honum sýndist samkvæmt eigin úrskurði, og sprengdi það í loft upp, sem honum líkaði ekki? Að lokum vil ég taka fram, að ég hef oft komið í Mývatns sveit og líkað prýðisved við fólkið þar. En þetta athæfi nokkurra manna hefur því mið ur stórspillt áliti þess, og jafn- vel þótt samúðin hafi upphaf- lega verið þess megin, eins og oft er, þegar einstaklinigar eiga í höggi við yfirvöld, þá finnur maður greinilega, að sprenging in hefur eyðilagt málstaðinn um leið og stífluna. Þar sem mér finnst Morgun- blaðið (og kannski sérstaklega Velvakandi) hafi aðallega birt skoðanir annars aðilans í þess- ari deilu, vænti ég þess, að þetta verði birt. Ég er að sjálf sögðu enginn talsmaður raf- magnsmanna, heldur venjuleg- ur borgari, sem er með lögum og móti bombum. Réttlætissinni". — Velvakandi hefur birt bréf með misrnunandi skoðun- um á þessu máli eins og öðrurrj og jafnvel vogað sór að skrifa um málið frá eigin brjósti. 0 Hollenzkur maður skrifar Velvakanda hefur borízt beiðni frá hollenzkum manni, sem vili komast í bréfasam- band við Islending. Hann skrif ar á ensku. Nafn og heimilis- fang: Hr. Gerard Peeters, Zalzerskampweg 79, Venlo, Holland. Útboð Einhamar s.f. 1. byggingaflokkur óskar eftir tilboðum í smíði á 245 inni- hurðum. — Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Vesturgötu 2, frá kl. 2—5 og kl. 10—12 á laugardögum. Stúlkur Söltunarstúlkur vantar að söltunarstöðinni Sólbrekku við Strandgötu í Hafnarfírði. Sími 50927 og á kvöldin 16391. Ríkisstofnun óskar að ráða karlmann eða kvenmann til þess að færa vélabókhald. Tilboð óskast send til Morgunblaðsins, merkt: „4331". 2/o herb. íbúðir í Breiðholtshverfi Höfum til sölu fjórar 2ja herb. íbúðir á 1., 2. og 3. hæð við Dvergbekka í Breiðholtshverfi. Ibúðirnar eru um 83 ferm. og eru nú þegar tilbúnar undir tréverk og málningu og stiga- gangar teppalagðir. Verð 816 þús. kr., útb. 421 þús. kr. Beðíð eftir Húsnæðismálaláninu 395 þús. kr. Við samning 150 þús. kr„ eftirstöðvar samkomulag. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Útb. má greiðast á 8—10 mán. Ef væntanlegur kaupandi fær viðbótarlán 75 þús. kr. þarf hann ekki að borga nema 346 þús. kr., útb. og verður þá Húsnæðismálalánið kr. 470 þús. Ibúðunum fylgir sér geymsla í kjallara og sameiginlegt þvottahús og barnavagnageymsla. Sameign er fullfrágengin nema lóð er sléttuð. Ein íbúðin er með herb í kjallara og kostar 870 þús. kr. Athugið mjög góðir greiðsluskilmálar. Teikningar á skrifstofu vorri. OPIÐ TIL KL 5 00 I DAG. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10a, 5. hæð. Sími 24850. — Kvöldsími 37272. Sölumaður fasteigna Ágúst Hróbjartsson. Fró Tónlistorskóla Kópavogs Skólasetning fer fram í dag laugardaginn 10. október að Borgarholtsbraut 7. Nemendur undirbúningsdeildar eru beðnir að mæta kl. 2 en aðrir nemendur kl. 3. SKÖLASTJÓRI. Leikfangahoppdrætti Thorvaldsensfélagsins Frá 10. október — 10. nóvember. 100 glæsilegir vinningar. Öllum ágóða varið til líknarmála. Miðar seldir í Thorvaldsensbasar og víðar. Dregið 11. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.