Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 20
r 20 MORCHJNBiLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1970 Vetrarbraut Bunuels I.SI Voie Lactée — frönsk lit- mynd; Leikstjórn: Luis Bunuel; handrit: Luis Bunuel og Jean- Claude Carriere; taka: Christian Matras; framleiðandi: Serge Si- berman; framleiðslufyrirtæki: Greenwich Film, París/ Fraia Fiim, Bóm. Aðalhlutverk: Paul Frankeur, I.aurent Terzieff, Ed ith Seob, Bernard Verley, Pi- erre Clementi, Julien Guiomar, Delphine Seyrig o.fI. 1 ritgerðarkorni einu hefur Luis Bunuel líkt kvikmyndinni við drauma. Myndir birtast á tjaldi kvikmyndahússins og hverfa jafnhraðan í upplausn og myrkvun, tími og rúm verða sveigjanleg — dragast saman eða togna sem af handahófi; timaröð og atvikalengd eruvíðs íjarri því er gerist i veruleikan- um; hringrás spannar kannski yf ir fáeinar mínútur -— kannski yfir nokkrar aldir. Bunuel er orðum sínum trúr í Vetrarbrautinni, sem Háskóla bíó sýnir um þessar mundir sem mánudagsmynd. 1 upphafi leiðir hann fyrir sjónir áhorfenda tvo förumenn (eða pílagríma), er leggja upp í pílagrímsferð frá Paris með Santiago de Compust ela á Spáni sem lokatakmark, en þar hyggjast þeir viitja grafar Sankti Jakobs. Leið þeirra reynist þymum stráð, og þyrnarnir eru atvik úr 20 alda sögu kristindómsins eða öllu heldur hinnar kaþólsku kirkju. Bunuel bregður upp svipmynd úm frá ýmsum tímum kirkjusög unnar, og hann notar föru- mennina sem eins konar tengiliði milli þessara svipmynda, þannig að samhengi myndarinnar rask- ast aldrei. Fiestar gefa -þær heldur ófagra mynd af ka- þólsku kirkjunni, enda hefur Bunuei löngum haft horn í síðu hennar vegna skorts hennar á umburðarlyndi, og bókstafstrú ar kennimanna hennar. Tónn myndarinnar er gamansamur og meinhæðinn, en glöggt má finna að undir býr þykkjuþung £il- vara. 1 lokin lýsir Bunuel þvi yfir að allir textar og tilvitn- anir myndarinnar séu sóttir til Biblíunnar eða i trúarrit síðari tíma. Varla fer milli mála, að Vetr- arbraut Bunuels hlýtur að höfða mun sterkar til kaþólskra í hinum rðmanska heimi, þar sem kirkjan á mikil ítök i öll um almenningi og hann sæmi- lega upplýstur um kenningar Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hjaltabakka 6, talinni eign Hilmars Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 14. októ- ber n.k. kl. 10,30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 41. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á hluta í Grýtubakka 16, talinni eign Hafsteins Jenssonar, fer fram eftir kröfu baejarfógetans í Kópavogi og Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl., á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 14. október n.k. kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 43. og 44. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Langholtsvegi 37, þingl. eign Þórunnar J. Stefánsdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri, mið- vikudaginn 14. október. n.k. kl. 15,30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 10., 12. og 13. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á starfsmannahúsi nr. 1 i Gufunesi, þingl. eign Bjargmundar Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu Sýslumannsins i Barða- strandasýslu á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 26., 27. og 28. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Grýtubakka 16, talinni eign Steingríms Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Tslands á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 14. október n.k. kl. 13,30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13.,15. og 18. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1969 á íbúðarhúsinu Sunnutúni á Eskifirði, þinglesinni eign ölvers Guðnasonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Tslands I Reykjavík og Harðar Einarssonar hrl. á eigninni sjálfri, mðivikudaginn hinn 14. þessa mánaðar kl. 10 árdegis. Sýslumaöurinn í S-Múlasýslu 9. 10. 1970. Valtýr Guðmundsson. hennar en til hálfheiðinna Is- lendinga, sem eru ekki nema í meðallagi vissir um hvað gerð- ist á páskunum (eins og fræg- ur útvarpsþáttur bar með sér). Fer ekki hjá því, að sumar svipmynda Bunuels hljóta að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þorra hérlendra áhorfenda. Eða hversu margir ætli viti t.a. m. um sögulegan aðdraganda að einvigi jansenistans og jesúít- ans; að ágreiningur þeirra var ekki fyrst og fremst trúarlegs eðlis heldur miklu fremur ver- aldlegur — valdastríð. En það skiptir ekki öllu máli. Kaldhæðni Bunuels kemst vel til skila, og mynd hans er upp- full af gátum, sem Bunuel varp ar svo ört fram, að áhorfend- anum gefst enginn tími til að melta eina þeirra og ná sér eft- ir undrunina áður en hin næsta birtist á tjaldinu. 1 upphafi myndarinnar verður hávaxið glæsimenni i dökkum klæðum á vegi förumannanna tveggja. Hann þekkir ferðaáætlun þeirra félaga til fullnustu, og segir þeim, að þegar áfangastaðnum sé náð, muni þeir hitta skækju og eignast með henni börn. Ann að eigi að heita „Ekki minn lýð ur" en hitt „Eigi framar auð- sýna náð". Áhorfandinn þyk- ist óðar þekkja Djöfulinn í gervi þessa dularfulla manns, og þegar þeir félagamir tveir horfa á eftir honum leiðir hann allt í einu dverg sér við hlið og hvit dúfa flögrar upp frá þeim. Þegar betur er að gáð reynast nöfnin, sem maður þessi til nefndi á börnin, sótt í Hósea í Gamla testamentinu: „Þá er Drottinn hóf að tala við Hósea, sagði Drottinn við Hósea: Far og tak þér hórkonu og eignast hórbörn. . . “ Hósea fór að orð- um hans og hórkona hans ól dóttur. Drottinn sagði við Hósea: „Lát þú hana heita Ló- rúhama (Náðarvana), því að ég mun eigi framar auðsýna náð. .“ Siðan ól konan son og fyrirmæli Drottins voru á þessa leið: „Lát hann heita Ló-ammít (þ.e. ekki minn lýður), því að þér eruð ekki minn lýður og ég er ekki Jesús skemmtir lærisveinum sínum. yðar Guð.“ Hver var þá þessi dularfulla vera? Guð almáttug- ur? Eða hver var hið unga glæsi- menni, sem gerði bölbæn unga förumannsins að veruleika, og lét bifreiðina, sem ók framhjá þeim á þjóðveginum, rekast á tré með þeim afleiðingum að ökumaður hennar fórst og gaml inginn fékk skóna hans? 1 fyrstu kennir áhorfandinn hann óðar við Jesú eða engil guðs, en atferli hans er með þeim hætti að í lok atriðisins, er hann nán- ast sannfærður um, að ungmenn- ið sé útsendari Djöfulsins. Furður myndarinnar eru ótelj andi, og Bunuel fléttar inn í þær sérkennilegu skopi af þeirri snilld, að unun er að fylgj ast með. Dæmi: Atriðið, þar sem förumennirnir tveir fylgjast með uppfærslu skólaleiks og hinn yngri sökkvir sér niður í dag- drauma, þar sem hans náð páf- inn er skotinn af uppreisnar- mönnum. Umræður yfirþjónsins og undirmanna hans í veitinga- salnum um trúmál. Og dæmisaga spánska prestsins um krafta- verk heilagrar Maríu verður óborganleg í meðförum leikar- ans Juliens Guiomars. Síðar i sama atriði tekur Bunuel til við Vinnuvélamoður ósknst til starfa hjá Njarðvíkurhreppi. Þyrfti að geta unnið bæði á skurðgröfu og jarðýtu. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma (92) 1696 eða (92) 1786. Ahaldahús NJARÐVÍKURHREPPS. Verksmiðjuútsala á lítt gölluðum KVENSOKKABUXUM. Aðeins er um að ræða litla olíubletti sem þvæst úr, eða örlítinn litamismun. imrniMHimmmnmmmni jHnWHHW JHnmHUti ájmkimm wMWIIMHHIr IMMMIMMMMI HMMMMMMMll MMIMHIIIIIIHI MHMMMIMMH WIMMMMIMM^^^^^ Lækjargötu — Skeifunni 15. .HIHIMM. iiimmmhmi. MMIMMMIIM. IMMMMMIMIII MIMIMIIIMMM IIIIIIIIMMMMM IIIIMIIIMIIMM IIMIIMIMMMM IIMMMMMIM* Ársdvöl í Bandaríkjunum fyrir unglinga á aldrinum 16—18 ára. A.F.S. International Scholarships veitir styrki til náms í bandarískum skólum. Upplýsingar veittar að Ránargötu 12 mánudag—föstudag kl. 17,30—19,30 til 12. nóvember. Sími 10335. ærsli, sem minnir helzt á tiltæki ungs framúrstefnuleikstjóra, sem rétt í þessu hefur uppgötvað möguleika kvikmyndarinnar; þ.e. þegar hann lætur spánska prestinn ýmist sitja fyrir utan lokaðar dyr skötuhjúanna eða inni í herbergi þeirra meðan hann boðar þeim fagnaðarerindi sitt. Sannar Bunuel enn einu sinni, að hann er síungur í list sinni, og hvergi ber á stöðnun, þrátt fyrir að' hann eigi rétta sjö áratugi að baki um þessar mundir. Þrisvar sinnum leiðir Bunuel Jesú Krist fyrir sjónir okkar, og eru þau atriði öll sérlega vel unnin. 1 hinu fyrsta sjáum við gamlingjann rifja upp endur- minningar frá æskuárunum og um leið og hann hefur frásögn sína klippir Bunuel yfir til æsku ára Jesús. Hann ætlar að fara til að raka af sér vangaskeggið, er María móðir hans biður hann að láta ekki verða af þvi, þar eð skeggið klæði hann svo vel. Hugljúft en um leið skop- legt atriði, vegna tengsla þess við gamlingjann. f hinu næsta sjáum við Jesús sem glaðværan gestgjafa og heyrum hann segja dæmisögu með tilburðum hins fullkomna samkvæmismanns. 1 lokaatriði myndarinnar sjáum við Jesús svo sem byltingar- manninn, eftir að hann hefur gef ið tveimur blindum mönnum sjónina aftur. 1 næsta atriði á undan hafa förumennirnir náð áfangastaðnum, þar sem skækj an bíður þeirra, eins og maður- inn dularfulli hafði sagt fyrir um, og hún segist ætla að eiga með þeim böm, er beri nöfnin, sem tilgreind voru 1 upphafi. Og þau hverfa þrjú saman inn í skóginn. Hvað vakir fyrir Bunuel með þessari mynd? munu vafalaust einhverjir spyrja. Vafalaust beinir hann fyrst og fremst spjótum sínum að þeim — lærð- um og leikmönnum —- sem hlýða bókstafnum í blindni. Ofstækið í túlkuninni á kenningum kirkj- unnar er Bunuel mestur þyrnir í augum. Vetrarbrautinni svip- ar talsvert til trúarritanna að uppbyggingu — undarlegt sam- bland raunveruleika og fráleitra fjarstæðna. Líkt og trúarritin vekur myndin menn til umhugs- unar, skapar umræður og hún verður túlkuð á óteljandi hátt. En verður hún tekin bókstaf- lega, og útnefnd sem hinn al- gildi sannleikur um þessi mál? Varla — en hver veit? Tæknilega er myndin mjög vel gerð í alla staði. Sérstak- lega verður að hrósa töku henn ar og handbragði kvikmynda- tökumannsins Christian Matras, sem gefið hefur atriðum mynd- arinnar sérstæða fegurð með pastellitum. Að venju hefur Bunuel einnig mjög vandað í hlutverkaskipan, og auk Julien Guimoars í hlutverki spánska prestsins ber að nefna Laurent Terzieff og Paul Franeur sem förumennina, og Bernard Ver ley í hlutverki Jesús. b.v.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.