Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNKLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBBR 1970 EFTIK SVERRIR ÞÓRÐARSON, BLAÐAMANN MENGUN er eitt af vandamál- um eftirstríðsáranna. Orðið er að heita má nær óþekkt i frétt um á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld, en sést nú æ oft ar á prenti í blöðum og heyr- ist æ oftar nefnt í fjölmiðlum. Mengun fylgir iðnvæðingunni, fólksfjölguninni og breyttum og bættum lífskjörum fólks. Margar þjóðir hafa vaknað við óþyrmilegan draum: Alls konar mengun er að eyðileggja allt til sjós og lands og ógnar jafnvel lifi fólks. . . . fisk úr forarpolli Danir eru meðal þeirra þjóða, sem memgunin hefur kippt all harkalega í. 1 snatri var 1 sum- ar sett á laggirnar opinbert ráð til þess að koma fastri skipun á þær ráðstafanir, sem Danir telja, að þeir þurfi að gera til að standa betur að vigi i bar- áttunni gegn menguninni. Dan- ir gera sér grein fyrir þvi, að á ýmsum sviðum mengunar muni það kosta þjóðina þúsundir milljóna króna að bæta fyrir það tjón, sem orðið er. Eitt hið fyrsta, sem hið opinbera meng unarráð ákvað að gera, var að senda öllum borgar- og bæjar- stjómum fyrirmæli um að láta þegar í stað og á þessu sumri, sem nú er að kveðja, gera ná kvæmt kort yfir vatnasvæði og lendur. Gerður var sérstakur spumingalisti þar sem taka skyldi fram og gera grein fyr- ir afrennslisvatni frá iðnverum, skólpleiðslum, staðsetningu sorp hauga og jafnvel að setja í kort ið gamla bílakirkjugarða. Talsmaður nefndarinnar sagði, að mengunarvandamálunum hefði til þessa verið lítill gaum- ur gefinn í Danmörkú. Á þessu yrðu nú slik umskipti, að dansk ir skattgreiðendur mættu búast við að sjá á skattareikningi sin um sérstakan mengunarskatt til þess að standa straum af þeim miklu útgjöldum, sem bar áttan gegn mengun mun kosta þjóðina. Þess má geta að tala, sem nefnd var fyrir nokkru, var kringum 3.000 millj. danskra króna á komandi ár- um, sem verja yrði til að bæta fyrir það tjón, sem búið er að valda. Talsmaður nefndarinnar sagð- ist vera þess fullviss, að bráð- lega kæmi að því að krafizt yrði hreinsunar á frárennslis- vatni frá verksmiðjum, ogyrði það sennilega eitt fyrsta skref- ið, sem stigið yrði til aðsporna við menguninni. 1 Danmörku nýtur baráttan fyrir hreinu landi: Gerum landíð hreint! er slagorð samtakanna, — stuðn- ings margs konar félagssamtaka. Eitt þeirra skrifaði ríkisstjórn- inni bréf og vakti athygli á olíumenguninni og nauðsyn þess að komið yrði upp í höfnum geymum fyrir úrgangsolíu frá skipum og öll skip skylduð til þess að tæma og hreinsa alla úrgangsolíu í slika geyma. Einn ig hefur verið hreyft opinber- lega í Danmörku þeirri miklu hættu, sem Eystrasalti sé búin, ef leyfð verði þar umferð risa olíuskipa. Og spurt er: Hverjar yrðu afleiðiingarnar ef eitt slíkt risaskip færist þar? Japanir eru taldir stórtækast ir við að olíumenga heimshöf- in. Liggja þeir undir stöðugum ásökunum, um að þeir hrein- lega dæli í hafið olíuafgöng- um úr geymum skipa sinna. Sérfræðingar á þessu sviði á Vesturlöndum telja sig fara nærri sannleikanum í þessu al- varlega máli, er þeir segja full- um fetum, að japönsk olíuskip dæli árlega um 600.000 tonnum af hráolíu í sjóinn! Er þetta álíka magn og fjögur olíuskip myndu flytja, — skip af þeirri sörhu stærð og hið fræga Torr- ey Canyon, sem strandaði við Bretlandsstrendur og olli þar olíusköðum og eyðileggingu, sem nam 12—13000 millj. ís- lemzkra króna og fræig er úr fréttum síðasta árs. Hér má geta þess, að dönskum manni hefur tekizt að framleiða efni, sem eyðir olíu í sjó og á fjörum. Hefur hann selt þetta efni að undanförnu í stórum stil til Vestur-Þýzkalands, þar sem það þykir hafa reynzt mjög vel. En vísindamenn út um allan heim eru líka í stöðugri baráttu við olíumengunina á heimshöfunum. Er nú talið, að yfir eitt hundr- að mismunandi olíueyðandi efni hafi verið framleidd og meira og minna í notkun í þessari bar áttu. Þessi efni ku eiga það sameiginlegt öll að af þeim leið ir ekki til nýrra mengunar- möguleika í sjónum. Eitt þeirra er amerisk uppfinning, sem nýlega var skýrt frá. Tek- izt hefur að búa til duftkennda efnasamsetningu. Þegar duftið er látið falla yfir olíu, sem flýt ur á sjó, drekkur duftið í sig oliuna,- Síðan er kveikt i hinu olíumengaða dufti. Reynslan sýnir, að 98% af olíuinnihald inu brennur upp við þessa að- ferð og aðeins verður eftir, fljótandi á sjónum, -— þunn skorpa, sem auðvelt er að ná og flytja burt. Þetta nýja duft var fyrst reynt í sumar við Svíþjóð er mjög alvarlega olíu- mengun átti sér stað í sænska skerjagarðinum. Olíumengunin í landi er líka staðreynd. Danir hafa ekki lát ið hana fara fram hjá sér. Röð in er að koma að almennum húseigendum, þar sem olíugeym ar eru grafnir í jörð við hús vegna olíukyndingar þeirra. Kunnugir þessum málum sögðu mér, að einn liður í baráttu danska mengunarráðsins, væru fyrirmæli til allra húseigenda um, að olíugeymar, sem legið hefðu í jörðu lengur eða skemur skyldu grafnir upp og þeim kom ið fyrir ofanjarðar. Mengunar- hættan frá þeim væri svo mikil og augljós, að þetta yrði að stöðva. Þarf gasgrímur hér 1980? Stórmál í Danmörku sem kosta mun þjóðina offjár í sambandi við einn hinna mörgu þátta mengunarhættunn- ar, þykir dönskum sérfræðing- um sýnt, að þess verði ekki langt að bíða, að út um allt land verði komið upp sérstök- um loftmengunarmælistöðvum. Hafa borgaryfirvöldin í Ár- ósum þegar ákveðlið að þar verði komið upp fyrstu loftmengunarmælistöðinni i Dan mörku. Danir telja fullvíst, að innan skamms verði einnig slík ar stöðvar settar upp í öðrum löndum og þær muni í framtíð- inni mynda samfellt net og gegna sama hlutverki og veður stofur gegna nú í dag. Slik mælitæki munu ekki vera ýkja dýr. — Og er þá mengunarvanda- málið orðið svona alvarlegt hjá ykkur spurði ég danskan blaða mann um daginn sem þekkir þessi mál vel. Það er óhugnanleg staðreynd, að milijónaborgirnar eru að kæfa íbúa sína í eigin skit og reyk. í fleiri og fleiri stórborg um er loftmengunin að komast á það stig að verða lífshættu- leg fól'kimu, Já, líka hér í Kaup- mannahöfn, bætti hann við og sagði: í sumar var á einum hinna lognkyrru heitu ágúst- daga framkvæmd loftmengunar- mæling hér á sjálfu Ráðhústorg inu. Mælingin sýndi hámarks- menigun loftsins áður en hún verður heilsu fólks hættuleg. Hann bætti við: Auðvitað er stærsti skerfurinn við loftmeng un á Ráðhústorginu frá bíla mergðinni, sem um götumar við torgið fara. Heilbrigðisyfirvöld Kaupmannahafnar gera sér fulla grein fyrir þessu. Þar af leiðandi hefur verið boðað, að frá og með 1. janúar 1971 verði settar strangar reglur um leyfi- legan útblástur bensínbila og díselvagna. Verða þá komnar upp útblástursmælistöðvar og útblásturseftirlit fastur liður í bílaskoðuninni í framtíðinni. Eins og ég sagði hér í upp- hafi, vöknuðu Danir við vond- an mengunardraum. En dönsk m Hverjar yrðu afleiðingamar í Eystrasalti — er spurt stjórnarvöld og einstakir framá menn í þjóðfélaginu hafa líka tekið til höndum, eins og sjá má af þvi, sem ég hef lítillega rakið hér á undan. Einn þess- ara framámanna, sem er leið- andi i dönskum stóriðnaði, hef- ur gert mjög ítarlegar tillögur sem baráttuna gegn mengun- inni. Hann hefur m.a. lagt til að kalla saman ráðstefnu með aðild nágrannalanda Danmerk- ur, sem liggja að Kattegat, Eystrasalti og Norðursjónum, um sameiginlegar, vísindalegar mengunarrannsóknir. Hann tel- ur nauðsynlegt að framkvæma rannsókn á fjárhagslegri hlið baráttunnar gegn menguninni. Að hvorki opinberum aðilum né einkafyrirtækj um verði einhliða ofþyngt fjárhagslega og fjár- veitingum i þessu skyni skipu- lega ráðstafað þannig að fjár magnið komi að sem mestum notum. Vísindamenn eru líka önnum kafnir við að finna leið ir til að hreinsa frárennslisvatn frá iðjuverunúm og verksmiðj- unum, áður en það fellur út í sjóinn. Á þessu sviði hefur vak ið mikla eftirtekt svonefnd Oz- on-aðferð. Hún þykir lofa mjög góðu. Ozon-aðferðin er dauð- hreinsun frárennslisvatnsins. Er hún framkvæmd á þann hátt, að rafstraumli er hleypt á kolsýru mettað loft, sem er dælt inn i vatnið. Með þessari aðferð hef- ur náðst undraverður árangur t.d. v'ið eyðingu þvottaefnis og klórs, sem er víða ein helzta mengunarástæðan. Þá má nefna enn eitt verk- efni danska mengunarráðsins, en það er ákvörðun um hvaða umbúðir skuli ieyfðar fyrir mat vöru og drykkjarföng, sem að- eins skal nota einu sinni. Hér falla undir t.d. mjólkurumbúð- ir, ýmiss ko.nar plastumbúðir fyr ir matvörur, hráefni og fullunn ar vörur, öl- og gosdrykkjaum búðir og fleira og fleira. Þess má geta, að stóru dönsku öl- verksmiðjurnar, Tuborg og Carlsberg, settu fyrir fáum dög- um dósabjór á markaðinn í dönskum verzlunum. Dósabjór- inn er bragðbetri að flestra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.