Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.1970, Blaðsíða 15
MORGUTCBLAÐIÐ, LAUGARDAG-UR 10. OKTÓBKR 1970 15 — Svipazt um Framhald af bls. 10 fer eru til mörg ódauðleg lista verk meðal allra þjóða, og hafa verið á öllum timum. Nútiminn œtti að vera var um sig, og hyggja að gjörðum sínum á sviði listarinnar. Af þvi sem fyrir augu bar í Hollandi verður mér minnisstæðast gamalt bakhús eitt í Amsterdam. Númer 263 við Prinsengracht, sem nú er kall- að hiós Önnu Frank. Forsaga þess nafns er mörgum kunn. Þann 10. mai árið 1940 réðust þýzkar herdeildir óvænt inn í Holland. Eftir 5 daga vörn urðu Hollendingar að gefast upp og láta sér lynda að vera undir þýzkum nasistahæl í 5 löng ár. Gyðingaofsóknirnar, sem höfðu verið í algleymingi í Þýzkalandi frá þvi 1933 hófust nú einnig í Hollandi með hryllilegum hand tökum og pyntingum á alsak- lausu gyðingafólki. Fjölskyldan Frank, hjónin og tvær dætur, hafði flutt frá Frankfurt am Main til Amster- dam um svipað leyti og ofsókn- irnar byrjuðu í Þýzkalandi. Þeg ar ofsóknirnar hófust svo i Hol- landi voru margar fjölskyldur og einstaklingar tekin til fanga og sent annað hvort í fangabúð- ir í Hollandi undir stjórn Gesta- po eða í hinar illræmdu þýzku fangabúðir. Enginn Gyðingur var lengur óhultur í Hollandi, og fólkið þjáðist stöðugt undir oki óttans. Einn daginn fékk eldri dóttirin Margrét Frank boð um að mæta hjá þýzku lögreglunni, og vissu þá allir hvað það þýddi. Sannur vinur Frankshjón anna bauðst þá til þess að lána fjölskyldunni bakhúsið, sem þótti hinn ákjósanlegasti felu- staður. Með þeim fóru í felur önnur Gyðingafjölskylda, hjón með stálpaðan son, og siðar bætt ist í hópinn miðaldra tannlækn- ir. Bakhúsið var upphaflega byggt sem verzlunarhús árið 1933. Á þeim tíma voru vörurn- ar að mestu fluttar á bátum um síkin, og þótti mikið hagræði að geta losað þá alveg við dyrnar. Vegna hæðar fremri húsanna sést bakhúsið ekki frá götunni, en þau eru í samfelldri röð. Það ráð var tekið að leggja brú yfir húsasundið, sem hægt væri að fara um ef mikið lægi við. Fjölskyldurnar tvær bjuggu svo um sig i þessum felustað en ekki var hugsað um að flytja mikið með sér að heiman, þeim var annað ofar i huga, en það var að bjarga lífi sínu. Þegar fólkið „hvarf“ var Anna Frank aðeins þrettán ára. Það var erfitt fyrir ærslafullan ungling að verða skyndilega að fara að læðast um íbúðina, hún sem hafði verið frjáls eins og fuglinn og dáð af jafnöldrunum, sem fundu að hún var fluggáfuð, orðheppin og hrókur alls fagnaðar. Þarna í gamla bakhúsinu skrifaði Anna dagbókina sína, sem var seinna er hún fannst, prentuð á mörg- um tungumálum, og þar á með- al á íslenzku, þýdd af séra Sveini Víking. Anna byrjar að skrifa í dagbókina 14. júní árið 1942 og siðast skrifar hún hinn fyrsta ágúst 1944, en þann 4. sama mánaðar varð felustaður- inn uppgötvaður af þýzku lög- reglunni, og fólkið var allt flutt í fangabúðir, en þaðan átti ekk- ert af því afturkvæmt nema Frank faðir Önnu. Það má nærri geta hvernig líðan fólksins hef- ur verið í felustaðnum allan þennan tíma og mega aldrei koma út úr húsi. Anna segir í dagbók sinni „1 kvöld á meðan Elli var hérna hjá okkur var dyrabjöllunni hringt lengi. Ég náfölnaði undireins. Fékk maga verk og hjartslátt af eintómri Á bak við skjalaskápinn er ley nihurðin. hræðslu. Þegar ég ligg andvaka á nóttunni finnst mér stundum að ég sé lokuð inni í fangaklefa og pabbi og manna séu ein- hvers staðar langt í burtu, eða að ég sé að ráfa um vegleysur, eða að kviknað sé í felustaðn- um okkar, eða að lögreglan sé komin að sækja okkur.“ Hún segir einnig í sama kafla „Mér finnst eins og við og leyniheim- ilið okkar vera eins og örlítill heiðrikjublettur umkringdur svörtum óveðursskýjum á alla vegu. Þessi litli blettur er að vísu ennþá öruggur, en skýin dragast þéttar saman kringum okkur og yfirvofandi hættur þokéist nær og nær. Ég get ekk- ert annað en grátið og beðið. Ó, að veggurinn mætti opnast, og hin svörtu ský greiðast sundur og að okkur opnist einhver leið. Þannig skrifar þessi óvenju bráð þroska og gáfaða stúlka á þeim árum þegar æskunni fara að vaxa vængir og vill brjótast úr skurninu, njóta frjálsræðis og lífsgleðinnar í rikum mæld. Þarna var hún ver stödd en fugl í búri. Stöðugur ótti fyllti hjart að og gerði það að verkum að þrá hennar til frelsis brauzt stundum út í ofsa, þegar henni fannst hitt fólkið ekki skilja sig. Faðir hennar var hennar bezti vinur og ráðgjafi, en svo kom einnig að því að hún gat ekki gert hann að trúnaðarvini. Hún trúir dagbókinni fyrir öllu og læzt þá vera að skrifa vinkonu sem heitir Kittý. Þetta verður henni til hjálpar í erfiðleikun- um, ásamt hennar barnslegu Guðstrú. an frá, að öðrum kosti hefði þurft að brjóta hurðina. Stiginn upp á loftið er mjór og snar- brattur. Þegar upp er komið finnst manni einhver spenna liggja í loftinu. Myndirnar sem Anna hafði klippt úr blöðunum sem vinir ,,týnda“ fólksins hafði fært því voru þarna enn á veggj unum, eins og hún hefði limt þær þar fyrir fáum vikum. Þessu er öllu haldið til haga til þess að reyna að tengja dag- inn í dag við tímann sem liðinn er. Þjáningatíma þeirra sem þarna urðu að hafast við til þess að reyna að flýjá örlög sín. Þarna var ekkert af innan- stokksmunum. Þegar Gestapo brauzt þar inn og tók fólkið til fanga, létu þeir greipar sópa og tóku allt sem þeim fannst fé- mætt. Sem betur fór var dag- bókin eftir innan um bréfarusl- ið á gólfinu í einu herberg- inu. Tveimur mánuðum áður en Holland losnaði aftur undan oki nasismans andaðist Anna Frank. Það var í marz 1945, i fanga- búðunum i Bergen-Belsen. Dag- bókin er merkilegur minnis- varði þessarar barnungu Gyð- ingastúlku, sem virðist hafa ver ið gædd óvenjulegum gáfum og bjartsýni, ásamt ótvíræðum rit- höfundarhæfileikum. Hún segir sannleikann umbúðalaust um það sem gerðist i felustaðnum. Ef einhver sem les þessar línur á eftir að koma til Amsterdam og langar til þess að koma i þetta gamla bakhús, hús Önnu Frank, þá er það no. 263 í Prinsen- gracht. Til sölu er nýtt ibúðarhús 120—130 ferm. í Saurbæjarhreppi í Daiasýslu. Upplýsingar gefnar í síma 82332 Reykjavík. I þeim fjölda kúlupenna, sem eru á markaðinum, er einn sérstakur — BALLOGRAF, sem sker sig úr vegna þess, hversu þœgilegur hann er í hendi. Hið sígilda form pennans gerir skriftina auðveldari, svo að skrifþreyta gerir ekki vart við sig. • BALLOGRAF- EPOCA blekhylki endast til að skrifa 10.000 metra (sem jafngildir eins árs eðlilegri notkun). Skriftin er œtið hrein og mjúk, vegna þess að blekoddurinn er úr ryðfríu stáli, sem ekki siitnar. Þessir pennar eru seldir um allan heim í milljóna tali. Alls staðar njóta þeir mikiila vinsælda. B/uiogkaf epoca HINN HEIMSFRÆGI SÆNSKI KÚLUPENNI Ennþá er inngangurinn upp í leynibústaðinn með sömu um- merkjum og hann var áður. Sami skjalaskápurinn utan á hurðinni sem hylur algjörlega dyrnar, og landakortið oían við hann. Þeg- ar sikápurinn er fast við vegg- inn getur engin maður séð að það séu dyr á bak við hann. Á meðan Gyðingarnir voru þarna i felum var hurðinni lokað að inn an með krók, svo enginn gat kom izt inn, nema að opnað væri inn Afgreiöslusfúlka í sérverzlun óskast nú þegar — ekki yngri en 22 ára gömul kemur til greina. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 14. október merkt: „4754“. Kjötbúö SuÖurvers, StigahlíÖ 45 — Síin/ 35645 OpiÖ alla laugardaga til klukkan 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.