Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1979 Karpov tekur vel í íslands- f ör í september Davíð Á. Gunnarsson Skipaður framkvæmda- stjóri ríkis- spítalanna DAVÍÐ Á Gunnarsson verkfrœð- ingur og hagfræðingur hefur verið skipaður framkvæmda- stjóri ríkisspftalanna, en hann hefur verið aðstoðarfram- kvæmdastjóri stofnunarinnar undanfarin 6 ár. Davíð er 34 ára gamall, fæddur í Reykjavík 9. júlí 1944, sonur Gunnars Davíðssonar skrifstofu- stjóra Útvegsbankans, sem er látinn og Svanhvítar Guðmunds- dóttur gæzlukonu í Listasafni íslands. Davíð varð stúdent frá MR 1964. Hann lauk prófi í véla- verkfræði frá Tækniskólanum í Stokkhólmi 1969. Snemma árs 1971 lauk hann prófi í rekstrar- hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og síðar sama ár lauk hann prófi í þjóðfélagshagfræði frá sama há- skóla. Með námi í Svíþjóð starfaði hann hjá fyrirtækinu SPRI, sem starfar að hagræðingarmálum innan heilbrigðisþjónustunnar. Að loknu námi starfaði hann hjá IBM í Svíþjóð og hér heima í llA ár en réðst til ríkisspítalanna sem aðstoðarframkvæmdastjóri í marz 1973. Þá hefur hann undanfarið kennt við Háskóla íslands og hjá Stjórnunarfélagi íslands. Eiginkona Davíðs er Elín Hjart- ar hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvær dætur. Tvær umsóknir bárust um framkvæmdastjórastöðuna. Auk Davíðs sótti Steinarr Benedikts- son rithöfundur um stöðuna. „KARPOV tók mjög vel í að koma við hér á íslandi á heimleið frá Fide-þinginu í Puerto Rico, sem yrði þá fyrstu dagana í september,“ sagði Einar S. Ein- arsson forseti Skáksambands ís- lands í samtali við Mbl. f gær. Einar ræddi við Karpov í Mont- real á þriðjudaginn, en sem kunn- ugt er hefur Skáksamband íslands ítrekað boðið Karpov hingað til lands á þessu ári. „Ég hafði engin svör fengið beint frá heimsmeist- aranum svo ég hringdi til hans til að fá málin á hreint," sagði Einar. „Ég sagði honum að boð S.í. stæði enn og að okkur þætti mikill fengur að því, ef hann gæti heimsótt okkur, þótt ekki væri nema til stuttrar dvalar í það skiptið. Hann kvaðst þá verða á Fide-þinginu í Puerto Rico, en því lýkur í ágústlok og að því loknu kvaðst heimsmeistarinn hafa nokkra daga lausa og gæti hann þá komið við á íslandi á leið sinni heim til Sovétríkjanna. Ég spurði Karpov þá, hvort hann sæi sér fært að vera með í Reykjavíkurskákmótinu, sem halda á í febrúar á næsta ári, en Forsætisráð- herrahjónin í Finnlandi ÓLAFUR Jóhannesson forsætis- ráðherra fór utan f gærmorgun áleiðis til Helsingfors, þar sem hann mun sitja fund samstarfs- ráðherra Norðurlanda f dag. Þá munu forsætisráðherra og kona hans verða heiðursgestir Norræna félagsins í Rovaniemi 6. þessa mánaðar í tilefni af íslenskri viku sem haldin er í höfuðstað Norður-Finnlands. hann sagðist vera búinn að lofa að tefla á móti í Buenos Aires á þeim tíma. Hins vegar kvaðst hann hafa áhuga á að tefla á íslandi og taldi líklegt að finna mætti tíma einhvern tímann á næsta ári fyrir lítið skákmót." Eins og Mbl. hefur skýrt frá bauð Skákfélagið Mjölnir Korchn- oi hingað til lands í haust og tók hann því boði vel. Mbl. spurði í gær Harald Blöndal, formann Mjölnis, um málið og sagði hann það enn vera á undirbúningsstigi. Karpov. Ljósm: g.t.k. Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor og Erik Skinhoj eftir að sá sfðarnefndi hafði ávarpað samkomu í hátfðarsal Háskólans og fært skólanum gjafir, en Hafnarháskóli, sem verður 500 ára á þessu ári, var sem kunnugt er einnig um aldir háskóli íslands. Afmæli Hafnarháskóla: ,Gáfu Háskóla Islands stórgjöf HAFNARHÁSKÓLI, sem eins og kunnugt er var um aldir háskóli íslands einnig, verður fimm hundruð ára á þessu ári. Um helgina kom hingað til lands f heimsókn af því tilefni rektor Hafnarháskóla, Erik Skinhoj. Flutti hann ávarp á samkomu f hátfðarsal Háskólans og afhenti Háskólanum að gjöf gjafabréf fyrir Sögu Kaupmannahafnar háskóla, sem kemur út síðar á árinu í fjórtán bindum. Þar er um að ræða geysilega vandaða og dýra útgáfu og má geta þess, að vegna þess hve það verður dýrt höfðu Landsbóka- safnið og Háskólabókasafnið ákveðið að kaupa eitt eintak í sameiningu. Afmælis Hafnarháskóla verður minnst í Kaupmanna- höfn síðar á árinu og hefur þremur fulltrúum frá Háskóla íslands verið boðið að vera þar viðstaddir, og munu fara utan þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Sigurjón Björnsson og Þórir Kr. Þórðarson. Vegaáætlun lögð fram á Alþingi í gær: Nær 80 milljörðum varið til vegamála á næstu 4 árum VEGAÁÆTLUN fyrir árin 1979 —'82 var lögð fram á Alþingi í gær. Þar kemur fram, að áætlað er að 79.254 milljónum króna verði varið til vegamála á Albert Guðmundsson: Treysti mér ekki til að skorast undan því að vera í kjöri til formanns” MORGUNBLAÐINU hefur borizt yfirlýsing frá Albert Guðmundssyni alþingismanni þar sem hann kveðst ekki treysta sér til að skorast undan því að vera í kjöri til formanns Sjálfstæðisflokksins á lands- fundi hans, sem hefst í dag. Yfirlýsing Alberts Guðmunds- sonar fer hér á eftir f heild: „Frá því á miðju síðasta kjörtímabili fór mjög að bera á óánægju ýmissa flokksmanna Sjálfstæðisflokksins með störf forystu flokksins í ríkisstjórn. Þessar óánægjuraddir mögn- uðust er á leið. Ýmsum þótt sem stefna flokksins og framkvæmd í ríkisstjórn færu ekki saman. Kosningaúrslitin s.l. ár sýndu að trúnaðarbrestur hafði orðið á milli forustu flokksins og kjósenda hans. Ég skildi þessi sjónarmið vel, þar sem ég var í hópi þeirra fjölmörgu, sem voru óánægðir með frammistöðu okkar manna í ríkisstjórn. Ég hefði viljað sjá frjálshyggjuna ríkja ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Mjög stór hópur flokksmanna hafði þá samband við mig og lét í ljós óánægju sína, en ég taldi og tel mér að sjálfsögðu skylt, sem trúnaðarmanni flokksins, að freista þess að varðveita einingu hans og stuðla að fram- gangi hans. Margir flokksmenn hafa að undanförnu látið þá skoðun sína í Ijós að breytinga á forystu flokksins væri þörf. Það þyrfti nýja sókn. Hressileg vinnubrögð. Tæpitungulausa stefnu og að saman færu orð og aðgerðir. Það væri því með ólíkindum og hámark gervi- mennsku, ef Sjálfstæðismenn kæmu nú saman til landsfundar og endurnýjuðu umboð forust- unnar með kosningu í Ráð- stjórnarstíl. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið í viðjum gamalla hefða, sem hann þarf að losa sig úr til þess að verða móttækilegur fyrir nýjum vinnubrögðum, sem samrýmast kröfum nýrra tíma og á þann hátt mun flokkurinn bezt búa sig undir framtíðina. Sjálfstæðismenn ættu að hafa þetta hugfast nú, þegar gengið er til kosninga á lands- fundi. Rétt mynd af vilja flokksmanna og skoðunum getur aldrei orðið til annars en að styrkja flokkinn, þegar til lengri tíma er litið. Margir hafa orðið til þess að biðja mig um að gefa kost á mér til formanns á Landsfundinum. Ég hef hugleitt þetta um skeið og að athuguðu máli treysti ég mér ekki til að skorast undan því að vera í kjöri til förmanns Sjálfstæðisflokksins nú á þessum tímamótalandsfundi. Þessi afstaða miðar fyrst og fremst að því að hvetja Lands- fundarfulltrúa til að láta sann- færingu sína í ljós þannig að fram komi, hver rauiiverulegur vilji trúnaðarmanna flokksins er í forustumálunum. Albert Guðmundsson. næstu fjórum árum, þar af 13.092 milljónum króna á þessu ári. Á þessu ári verður samkvæmt vegaáætlun mestu varið til við- halds þjóðvega eða 5.252 milljón- um, 4.372 milljónum verður varið til nýrra þjóðvega 1.190 milljónum til vega í kaupstöðum og kauptún- um, 815 milljónum til stjórnunar og ndirbúnings, 657 milljónum til brúagerðar, 540 milljónum til sýsluvega, 143 milljónum til véla- kaupa og áhaldahúsa, 76 milljón- um til fjallvega og 47 milljónum til tilrauna. Ef litið er nánar á skiptingu fjár til nýrra þjóðvega á þessu ári á að verja hæstri upphæð til almennra verkefna eða 1.965 milljónum króna, 500 milljónum til þess að leggja bundin slitlög og 1000 milljónum til sérstakra verk- efna. Félagsfundur Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar: Hvetur menn til að segja nei ALMENNUR félagsfundur var í gær haldinn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Var fundur- inn haldinn í Glæsibæ og var talsverður fjöldi á fundinum, um 100 manns, þegar mest var að sögn eins fundarmanns. Undir lok fundarins var samþykkt ályktun með 34 atkvæðum gegn 12, en þá voru allmargir þegar farnir af fundi. Ályktunin er svohljóðandi: „Félagsfundur í Starfsmanna- félagi Reykjavíkur, haldinn í Glæsibæ miðvikudaginn 2. maí 1979, hvetur af gefnu tilefni«alla félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar til að standa vörð um gerða kjarasamninga og fjölmenna á kjörstað 3. og 4. maí og fella samkomulag fjármálaráð- herra og samninganefndar BSRB frá 23. marz.“ Innkaupajöfnunarreikningurinn: Skuld olíufélaganna um 1500 millj. I GÆRMORGUN átti að f jalla um verðlagningu benzfns og olíu f verðlagsnefnd en fundi nefndar- innar var frestað um óákveðinn tíma, þar sem ríkisstjórnin hefur ekki eni. markað stefnu í ólíu- málunum. Olíufélögin hafa þrýst mjög á það að verðlagningunni verði flýtt. Hafa þau áætlað að tapið af olíu- og benzínsölu nemi 55—60 milljónum króna á dag og mun nú skuld olíufélaganna við innkaupa- jöfnunarreikning olíuvara nema um 1500 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.