Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1979 „Frekari boranir og raforku- framleiðsla við Kröflu er ótvírætt bezti kosturinn í orkuöflun landsmanna í dag” Einar Tjörvi Elíasson yfirverk- fræðingur Kröflu- virkjunar: „Það má segja, að það hafi gengið ágætlega hjá okkur það sem af er þessu ári. Frá mánaðamótum janúar-febrúar höfum við framleitt um 8 Mw að meðaltali, að viðbættu Vi Mw til eigin nota,“ sagði Einar Tjörvi Elíasson yfir- verkfræðingur Kröflu- virkjunar er Morgunblað- ið hitti hann þar nyðra fyrir skömmu. Aðspurður sagði Einar Tjörvi að með þessari framleiðslu gæti virkjunin því sem næst greitt allan fastan rekstr- arkostnað, s.s. laun og varahluti ýmiss konar, en þar við bætist auðvitað allur fjármagsnskostnað- ur og afborganir. Hvað með framhaldiö? „Ég tel alveg ótvírætt að frekari boranir við Kröflu og síðar gangsetning seinni véla- samstæðunnar sé bezti kostur- inn sem völ er á í sambandi við raforkuframleiðslu í dag. Við höfum þegar farið fram á fjár- veitingu til þess að bora tvær holur til viðbótar og undirbúa þá þriðju auk þess að leggja veg að þeirri fjórðu. Ef þetta fengist ættum við að geta verið komnir með núverandi vélasamstæðu í full afköst í byrjun árs 1981. Þá má geta þess vegna þeirrar miklu gagnrýni sem fram hefur komið vegna borana hér, að á síðasta ári þegar við stjórnuðum borunum sjálfir var tekin upp ný bortækni sem ótvírætt hefur sannað ágæti sitt. Nú boruðum við með leðju auk vatnsins sem eingöngu var notað áður. Með þessu móti getum við þétt hol- urnar um leið og við borum þær. Það er því mun minni hætta á öllu hruni og myndun skápa út úr holveggjunum. — Þá halla- mældum við holurnar í fyrsta sinn á síðasta ári, sem gaf mjög góða raun. Ég tel því að það orki ekki tvímælis að með aukinni þekkingu og stjórnskipulagi ráð- um við nú yfir nægri tækni til að bora af fyllsta öryggi," sagði Einar Tjörvi ennfremur. Hvaða lærdóm má draga af borframkvæmdum siðustu ára og hvað með nýtingu hans við framtíðarboranir á svæðinu? „Reynsla borframkvæmda síðustu fjögurra ára leiðir í ljós, að ein aðalorsök vandamála gufuöflunar við Kröfluvirkjun er bortæknilegs eðlis. — Á Kröflusvæðinu hafa til þessa verið boraðar tólf holur, þar af eru sex holur bortæknilega gall- aðar. Árið 1976 var boruð hola í Bjarnarflagi með sömu bortækj- um og notuð voru við Kröflu- virkjun. Bortæknin og holufrá- gangurinn voru hin sömu á báðum stöðunum. Bjarnarflags- holan skemmdist á síðasta ári, mjög líklega af bortæknilegum ástæðum. Eðli jarðhitasvæðisins við Kröflu er slíkt, að það krefst steyptra fóðringa niður á allt að 1000 til 1300 metra dýpi, aðal- lega af rekstrarhagkvæmnis ástæðum. Fóðra verður hverja holu niður í berglög, sem geta verið allt að 300 gráðu heit. Efri berglög Kröflusvæðisins, allt niður á fóðringadýpi eru mjög sprungin og lek. Neðri berglög svæðisins, neðan fóðringa, eru aftur á móti að jafnaði mjög þétt. Suða á sér því stað úti í berginu utan holuveggja, og gefa því djúpt fóðraðar holur svæðisins að jafnaði hátt gufu- hlutfall eða u.þ.b. 70—100%. Boranir Jarðborana ríkisins fyrir tilkomu Kröfluvirkjunar voru að mestu einskorðaðar við boranir á lághitasvæðum til öflunar vatns fyrir hitaveitu- framkvæmdir. Takmarkaðar boranir höfðu þó farið fram á háhitasvæðum til gufuöflunar. Sameiginlegt með þessum fyrri borframkvæmdum JBR var, að ekki var þörf fóðrunar dýpra en niður á 300 metra dýpi. Hitastig bergsins, sem fóðrað var í, var því aldrei yfir 230 gráður. Berg- lögin sem fóðruð voru í voru líka yfirleitt þétt. Fyrstu boranir við Kröflu- virkjun byggðu því á lághitabor- tækni og var tækjakostnur JBR í samræmi við það. í ljós kom strax á árinu 1975 að hér þurfti úrbóta við. Keyptir voru borlok- ar, er þoldu hærri þrýsting, og tvöfaldir gosvarar voru teknir í notkun. Til endurbóta á steypingartækni og tækjum kom þó ekk' fyrr en á árinu 1977 eftir ób' ársins 1976. Endur- bætur jru aðallega í því fólgn- ar, að tekin var upp þrepasteyp- ing og nákvæmari blöndun steypuefnis, er flutt var á stað- inn í tankbílum S.R. Á árinu 1978 voru teknar í notkun fleiri nýjungar, en þeirra mikilvæg- astar voru borun í fóðringardýpi með borleðju. (Bentonit-leir) og holan var boruð eftir hallamæli Virkiunin framleiðir í dag 8Mw að meðaltali sem nægir fyrir mest öllum fasta rekstrarkostnaði eins og ég gat um áður. Var halla holunnar þar frá Ióðlínu haldið innan tiltekins gráðu- fjölda." Hver eru þessi bortæknilegu vandamál? „Hátt hitastig veldur erfið- leikum í steypingu. Steypan verður að vera af háum gæða- flokki og má ekki harðna of fljótt. Krefst þetta blöndunar svokallaðra tafaefna, kísilsalta og perlusteins. Nákvæmni í efii- isblöndun og vatnsblöndun er mjög nauðsynleg ásamt jafnri, harðri dælingu steypunnar niður í holuna. Hátt hitastig veldur mikilli hitaþenslu í fóð- urrörum holunnar, er fylgja háar efnisspennur og jafnframt tilhneiging til kiknunar inn á við. Kiknun verður einnig varn- að með góðri, gallalausri og sterkri fóðringarsteypu. Mikil fóðringardýpt hefur í för með sér mörg vandamál. Alvarlegast þeirra er hinn miklu þrýstingur, sem há steypusúla hefur í för með sér. Þessi mikli þrýstingur reynir mjög að styrkleika bergsins, sem umlykur fóðringuna, og getur jafnvel opnað áður lokað- ar sprungur í berginu. Afleiðing þessa er venjulega að steypan tapast út í bergið og steypugall- ar koma fram í holunni að steypingu lokinni. Unnið við boranir á s.l. ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.