Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 Þorvaldur Árnason skipstjóri: Páskahugleiðingar fiskiskipstjóra Af mér var tekið veiðileyfi svo til fyrirvaralaust rétt fyrir páska, viku veiðistraff að því er ég bezt veit. Ég læt þessar hugleiðingar og skýringar frá mér fara í víðlesið blað til þess að vinir og velunnar- ar, ásamt starfsbræðrum á sjón- um, geti sjálfir dæmt j)að ímynd- aða „brot“, sem við Asþórsmenn vorum dæmdir fyrir. í svona tilviki myndast ýmsar sögur og tilgátur, sem ekki hafa við rök að styðjast. Giidandi reglur um veiði með þorskfisknetum voru hvergi brotnar. Netafjöldi, miðað við mannafjölda á umræddum bát, löglegur. Mér er sagt að leyfissviptingin byggist á mati úr þrem veiðiferð- um, þó aðallega vegna löndunar þann 22. marz. Umræddar landan- ir eru 20. marz 62.840 kg, 22. marz 71.860 kg og 24. marz 40.640 kg, samtals 175.340 kg. Ástæðan fyrir því að þessar landanir gerast ekki daglega er sú, að þessi afli er sóttur á fjarlæg mið, eins og gert er ráð fyrir í 4. gr. leyfisbréfs míns, að geti komið fyrir. Eins og fram hefur komið við athugun á matsniðurstöðu á afla m/s Asþórs í marzmánuði, er matið mjög gott, bæði fyrir og eftir umræddar þrjár landanir eða ca. 72.2% í I. fl., 14.4% í II. fl. og 13.4% í III. fl. Ábyrgur aðili lét hafa eftir sér í dagblaði nýlega, að ef tekið væri meðaltal siðustu ára, þá léti nærri að 55—60% netafisksins hefðu lent í fyrsta flokki. Ekki er þetta neikvæður samanburður hjá Ás- þórsmönnum. Ef umræddar þrjár landanir eru teknar inn í dæmið, lendum við í neðri takmörkum á mcðaltali siðustu ára. Þó ber að hafa það í huga, að þarna miða ég aðeins við marzmánuð. Það væri hagkvæmara fyrir okkur að miða við allan vertíðaraflann. Matsnót- an 22. marz, 71 tonn, er eina nótan, þar sem hluti aflans hefur verið dæmdur í „úrgang", 2.6% af mán- aðaraflanum. En hvað er „úrgang- ur“? Einhverjar tölur, sem settar eru á blað, svo skip og skipshöfn fái minna fyrir aflann? (Þarf ekki viðkomandi matsmaður að fylgja þessu neitt frekar eftir?). Þessi margumtalaði „úrgangur", var all- ur nytjaður og hengdur upp á hjalla til útflutnings, og gefur vonandi dýrmætan gjaldeyri. Er þarna ekki eitthvað öðruvísi en það á að vera? Ég vil nú draga fram nokkra punkta úr dagbók „Ásþórs" til skýringar minu máli. Landanir í marzmánuði eftir löggiltum vigt- arnótum eru 22, afli ca. 390 tonn. Aðeins tveir landlegudagar fram- an af í mánuðinum vegna storms. Hinir dagarnir, sem á vantar, hafa farið í að lengja sólarhringinn. Hann hefur stundum reynst of stuttur í vetrarbrælum og skammdeginu. Bátar verða stund- um að andæfa yfir netum sínum, og eyða dýrmætum birtutíma í bið eftir því, að trylltum ægisdætrum þóknist að hægja aðeins á sér, þannig að veiðar geti hafist. Ekki geta þetta talist illa stund- aðir róðrar. Enda hefi ég ekki fengið orð á mig fyrir að stunda slælega sjó á minni skipstjórnar- tíð, sem er nú á fjórða áratugnum á Faxaflóasvæðinu, nær eingöngu héðan frá Reykjavík. Farsæld hef- ur fylgt þessu starfi, aflabrögð ætla ég ekki að tíunda, þau eru vel skráð í „Ægi“, blaði Fiskifélags Islands, og getur hver lesið, sem áhuga hefur þar á. Straff hefi ég aldrei hlotið í mínu starfi, fyrr né síðar, fyrr en nú að ósekju, fyrir að færa of mikinn afla að landi, en ekki nógu góðan að dómi „dómar- anna“. Ef við athugum þetta nokkru nánar eftir dagbók skipsins: Lönd- um við að morgni dags þann 19. marz 18.5 tonnum. Haldið út kl. 09 og komum á veiðisvæði 5—7 sjóm. suður af Malarrifi kl. 15.00, þá hefst netadrátturinn. Þar voru netatrossur okkar staðsettar og vorum við þar einskipa við veið- arnar. Til að gera mál mitt aðeins styttra tek ég næst þann 25. marz. Kl. 04 þá höfum við lokið við að landa þessari umræddu þriðju veiðiferð. Tímalengdin, sem fer í þessar þrjár veiðiferðir á fjarlæg mið er því ca. 5‘A sólarhringur eða 132 tímar. Við erum 12 tíma að sigla á miðin og heim aftur. í þrjár veiðiferðir fara því 36 tímar í siglingu í góðu veðri. Þessa um- ræddu daga var norðan þræsingur og frost, ekki of hagstætt veiðiveð- ur í miðflóanum, þó að það mætti heita gott á okkar slóð í vari af Snæfellsjökli. Þrjár landanir, hreinsun á lest, uppstilling og ístaka, sem skipverjar fram- kvæma sjálfir ca. 5 tímar í hvert sinn, þegar afli er þetta mikill. Það gerir 15 tíma. Af umræddum 132 tímum, sem við höfðum til umráða til að bjarga þessari óvæntu afla- hrotu, tínist því 51 tími í siglingu Þorvaldur Árnason og landanir. Eftir stendur 81 tími á veiðisvæði. Aflinn var eins og áður er sagt í þessum þrem veiðiferðum ca. 175 tonn. Afköst skipverja því rúm 50 tonn á hvern sólarhring, sem verið var á veiði- svæðinu. Ekki eru þessi afköst til að straffa fyrir. Ekki hefði hátt- virtur þingforseti, Gils Guð- mundsson, þurft að gefa þing- mönnum tiltal fyrir lélega fund- armætingu í þingsölum, ef mæting hefði verið í samræmi við þessi afköst. En hvað er þá að? Hefur eitthvað ekki verið athugað sem skyldi, þegar allar reglurnar voru settar? Gegnum árin hefur það þó sýnt sig að ótrúlega mikill afli getur fengist í þorskanet á stutt- um tíma, og sé báturinn staðsettur við veiðarnar á fjarlægum miðum, miðað við löndunarstað, getur eng- inn mannlegur máttur bjargað því, að ekki fari einhver hluti aflans í lægri verðflokka, en æski- legt er, ekki sízt ef umrædd aflahrota skeður á sama tíma og þorskurinn er veikur og í vondu ásigkomulagi vegna ofætis á loðnu, sem gerir sýrumyndun í maga fisksins, og brennir hann innan frá eftir ótrúlega stuttan geymslutíma. Þannig var ástand fisksins í þessari aflahrotu. Undanfarnar vertíðir hefur það þótt stór höpp, ef bátar hafa fengið 40—50 tonna lagnir, og þá gefið mál, að ekki hefur fengist í soðið næsta dag á sömu slóðum. Tel ég að þarna hafi verið við nokkuð sérstakt tilvik að glíma og mætti því taka tillit til þess. Að kvöldi dags þann 26. marz meðtók ég hraðskeyti gegnum loftskeytastöðina frá Sjávarút- vegsráðuneytinu. Efnislega hljóð- aði það upp á skipun um að draga öll net mín úr sjó fyrir 29. marz og hætta veiðum. Fyrir hádegi þann 27. marz gekk ég á fund ráðuneyt- isstjóra í umræddu ráðuneyti og fleiri voru til staðar. Ég reyndi að skýra mitt mál, eftir því sem ég hafði lag á og lagði fram dagbók skipsins. Þar er fært inn, hvaða trossur eru dregnar yfir daginn og aflabrögð í hverja trossu, ásamt staðsetningu þeirra. Ég bauð þeim að lesa umrædda dagbók, og þá lægi allt ljóst fyrir, hvernig ég hefði staðið að þessum veiðum. Mér var vel tekið, og nokkur skilningur virtist vera á því, sem við áttum við að glíma í þessari aflahrotu. En „dómurinn" var fa.ll- inn og frá honum hafði verið sagt, og honum skyldi framfylgt. Sú varð niðurstaðan. Ábyrgður ónefndur maður lét þó þau orð falla, og hafði eftir fiskimatsmanni, að varla gæti þetta verið yngra en fjögurra til fimm nátta fiskur (löndun 22. marz). Stangast þetta ekki á við framangreindar landanir, 175 tonn í þremur sjóferðum, tímalengd 5V4 sólarhringur? Ennfremur að sér hefði verið sagt, væntanlega af sama heimildarmanni, að Ás- þórsmenn gætu ekki fiskað allan þennan fisk i löglegan netafjölda. Ekki vissi ég neina sök upp á mig í þeim efnum né öðrum. Fór ég Þorbjörg Halldórs- dóttir-Minningarorð Aldrei ganga svo gestir um hús byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum að ekki sé nefnt nafn Þorbjargar Halldórsdóttur frá Strandarhjáleigu í Landeyjum, „ólærðrar" alþýðukonu. Þar mun nafn hennar halda áfram að lifa og minna á sig, þó sjálf hafi hún nú kvatt „fólk og frón“, 104 ára að aldri, elsti Rangæingurinn og ann- ar elsti Islendingurinn hér á gamla landinu. Þorbjörg var fædd í Strandar- hjáleigu 21. janúar 1875, dóttir merkishjónanna Halldórs Guð- mundssonar og Guðbjargar Guð- mundsdóttur frá Teigi í Fljótshlíð. Föðurætt Þorbjargar var gamla Skipagerðisættin í Vestur-Land- eyjum, en hana má rekja aftur til miðalda. Móðurætt hennar var m.a. komin frá Eyvindi duggu- smið. Önnur langamma Þorbjarg- ar, þeim megin, var Þorbjörg systir séra Jóns skálds á Bægisá. Bar Þorbjörg nafn hennar. Halldór í Strandarhjáleigu var fjölhæfur snillingur í verkum. Hann var þekktasti kirkjusmiður Rangæinga um og eftir miðja 19. öld. Standa enn tvær kirkjur hans, Krosskirkja byggð 1850 og Keldna- kirkja byggð 1875. Nokkurn stað verka hans í trésmíði og kopar- smíði sér í Skógasafni. Guðbjörg kona hans var að sama hætti vel verki farin sem húsmóðir og sam- an áttu þau hjón heimili, sem í þann tið var sveitarprýði. Bókfýsi var hjá þeim hjónum og börnum þeirra. Frá heimilinu eru enn varðveittar góðar bækur, inn- bundnar af einum besta bókbind- ara landsins á 19. öld, Guðmundi Péturssyni á Minnahofi. Varpa þær ljósi á menningarleg viðhorf húsráðenda. Halldór og Guðbjörg veittu börnum sínum gott uppeldi til munns og handa í heimahúsum, enda vart í aðra staði þá að leita menningar í sveitum landsins. Strandarhjáleigusystkinin urðu alls 13 en 8 þeirra dóu á barns- eða unglingsaldri. Fimm systur kom- ust til aldurs og góðs þroska. Ein þeirra, Hallbera Júlíana ólst til mestra mun upp hjá afa sínum og ömmu í Teigi, Guðmundi Tómas- syni og Hallberu Magnúsdóttur. Hún var fædd 1860 og var hálfu ári betur en 100 ára, er hún dó 1960. Eftir frásögn hennar skráði ég ýmsan fróðleik um ættmenn henn- ar og Teigsheimilið gamla, er birtist í bók minni „Frá horfinni öld“ árið 1964. Hár aldur hefur verið kynfylgja í móðurætt Þorbjargar, móðir hennar varð 92 ára, Þórunn systir hennar komst yfir nírætt og formóðir þeirra, Hallbera Þórarinsdóttir, var talin 102 ára, er hún dó 1848. Sonur Þórunnar Halldórsdóttur var Halldór Einarsson myndskeri frá Brandshúsum, en verk hans eru varðveitt í Listasafni Árnessýslu á Selfossi. Þorbjörg Halldórsdóttir ólst upp hjá foreldrum sínum í Strandar- hjáleigu og átti þar heimili til 1903. Flutti hún þá með Guðbjörgu systur sinni og manni hennar, Sigurði Jóhannessyni frá Litla- gerði, að Kröggólfsstöðum í ölfusi og síðar að Gljúfri í sömu sveit. Á því árabili átti hún einnig um skeið dvöl hjá Hallberu systur sinni í Hólmaseii í Flóa og menni hennar, Sveini Sigurðssyni, og auk þess var Þorbjörg um tíma í Reykjavík. Árið 1916 réðist Þorbjörg til vistar að Arnarstöðum í Hraun- gerðishreppi og gerðist síðan bústýra hjá Eiríki Þorbergssyni, sem þá bjó þar í húsmennsku hjá Kristjáni bróður sínum. Þau Eiríkur og Þorbjörg fluttust að Arnarstaðakoti 1923 og bjuggu þar í 20 ár. Á þeim tíma varð þeim handgenginn líkt og fóstursonur Guðmundur Guðmundsson systur- sonur Eiríks, síðar mjólkurfræð- ingur á Selfossi (d 1974). Átti Þorbjörg hjá honum og fjölskyldu hans forsjá og traust meðan til vannst. Ber þar eigi síst nú að geta ekkju Guðmundar, frú Tove, og sonar þeirra, Eiríks Guðmunds- sonar í Hátúni 43, í Reykjavík og fjölskyldu hans. Eiríkur frá Arnarstöðum dó á Hlöðum á Selfossi á annan dag jóla árið 1943 hjá Sveini Sveins- synj systursyni Þorbjargar og konu hans, Klöru Karlsdóttur. Hjá þeim átti Þorbjörg heimili á ára- bilinu 1944—1955, síðan var hún um eins árs skeið hjá Guðmundi Guðmundssyni og Tove konu hans. Með ættmennum sínum á Stóru-Vatnsleysu og Lambastöð- um dvaldi Þorbjörg árin 1956 til 1959 en flutti þá til dvalar á hjúkrunarheimilinu Ási í Hvera- gerði. Þaðan flutti hún á dvalar- heimilið Hrafnistu, þar sem hún átti síðan heimili til dánardægurs. Leiðir mínar og Þorbjargar Iágu fyrst saman að Árseli á Selfossi heima hjá Sveini og Klöru. Urðu mér þá fljótt hugstæð hagleiks- verk hennar í útsaumi, tengd æsku hennar og uppruna austur í Rang- árþingi. Hún háfði þá fyrir skömmu saumað þekktazta út- saumsverk sitt, myndina af for- eldrahúsum í Strandarhjáleigu. Gaf hún byggðasafninu í Skógum eitt eintak þeirrar myndar. Hafði hún saumað það á áttugasta aldursári og gefið því viðeigandi tileinkun í orðum Sveinbjarnar Egilssonar: „Römmer sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Myndin er af framhlið bæjarhúsa, bikuðum þiljum, hvítum vind- skeiðum, grónum veggjum og þök- um. Ofan þeirra er grunnmynd bæjarins gerð í réttum hlutföllum. Lærður arkitekt væri vel sæmdur af verkinu. Ótaldir eru þeir menn, útlendir og innlendir, sem hafa staðnæmst frammi fyrir þessari mynd í byggðasafninu og gaum- gæft hana í aðdáun og fæstum þeirra hefur víst flogið það í hug að konan, sem saumaði hana, hafði aldrei setið á skólabekk og hafði í uppfærslu aðeins við ininni sitt að styðjast. Dýptinni í myndina náði Þorbjörg með því að nota mismun- andi gerðir af saumsporum, og hafa margir orðið til þess að hyggja að þeim þætti rnyndbygg- ingar. Einnig til að skf.pa dýpt í myndir sínar og til að greina að myndfleti, blandaði hún litaþráð- um ýmissa lita saman og fékk þannig fram sérstök litbrigði. Þorbjörg var 95 ára gömul, er hún saumaði þrjár góðar myndir er tala máli sínu í Skógarsafni, myndir af síðustu torfbæjunum á Prestsbakka á Síðu, á Bergþórs- hvoli í Landeyjum og í Odda á Rangárvöllum. Þær tók hún upp eftir litlum prentmyndum í dag- blöðum. Til minningar um 100 ára afmæli sitt og 100 ára afmæli Keldnakirkju, handverk föður hennar, saumaði hún árið 1975 mynd af Keldum á Rangárvöllum og gaf hana Skógarsafni. Hygg ég þetta verk 100 ára gamallar konu einsdæmi í íslenskri hannyrða- sögu. Á 100 ára afmæli Þorbjargar gerði Hraungerðishreppur hana að heiðursfélaga sínum. Þótti henni vænt um þá viðurkenningu. Mér var það líkt og ævintýri gamallar sögu að heimsækja Þorbjörgu í litla súðarherbergið hennar á Hrafnistu. Ekki fór þar mikið fyrir veraldarauði, en veggir og hægindi skörtuðu fagurlega þeirri menningu, sem bjó í vinnulúnum höndum íbúans, og góðar bækur sýndu þér það sálufélag, sem einsemd ellinnar hafði ekki frá honum tekið. Ein útsaumsmyndin var af skipum úti á Viðeyjarsundi og handan þeírra skrúðgræn eyjan með því húsi, sem eitt sinn var mest viðhafnarbygging á Islandi. Þessa látlausu, fögru mynd hafði gamla konan saumað eftir útsýni úr glugga á Hrafnistu. Listin finnur sér alltaf vegi. Myndir Þorbjargar prýða nú veggi í Skógasafni, í Ási í Hveragerði og á Hrafnistu, og margar eru á einka- heimilum innanlands og utan. Munu þær jafnan þykja góð eign og því betri sem stundir líða lengur fram. Þorbjörg var seintekin en vin- föst í kynnum, fáskiptin um ann- arra atferli, ákveðin í skoðunum, viljaföst og hreinskiptin. Hún verður lengi hugstæð þeim sem nutu vináttu hennar. Ég man hana vel til komandi ára í hljóðlátu brosi, hlýju handtaki og traustri frásögn um líf og hætti liðinna kynslóða. Fram um 100 ára aldur lék saumnálin enn í höndum Þor-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.