Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1979 27 Ólafur G. Einarsson: Ráðstöfunarréttur tekinn af eigendum lífeyrissjóða ólafur G. Einarsson (S) mælti fyrir nefndaráliti minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþings, er láns- fjáráætlun 1979 kom til annarr- ar umræðu í deildinni f gær. Gagnrýndi hann harðlega að lánsfjáráætlun, sem réttilega ætti að afgreiða með fjárlögum, væri svo seint á ferð. Ennfrem- ur, að margar óhjákvæmilegar framkvæmdir lentu utan þessar- ar lánsfjáráætiunar, auk þess sem tekið væri fram fyrir hend- ur fjárveitinganefndar og þings með því taka framkvæmdir inn í lánsfjáráætlun, sem hafnað var við afgreiðslu fjárlaga. Nú væri og farið út fyrir þann ramma, sem settur hefði verið í nýlegri efnahagsmálalöggjöf varðandi erlendar lántökur. Olge benti á, að nauðsynlegt yrði að leysa fjárþörf ýmissa hitaveitframkvæmda, sem skorn- ar hefðu verið niður í þessari lánsfjáráætlun, s.s. hitaveitu Akureyrar, hituveitu Akraness og hitaveitu Borgarness. Sama mætti segja um fjármagnsþörf ýmissa ríkisstofnana: Pósts og síma, Ríkisútvarps o.fl. Þá hefði heyrzt að leysa ætti vanda land- búnaðar með 3%—4 milljarða erlendri lántöku, sem þó kæmi ekki fram í þessu frumvarpi að lánsfjárlögum ársins. Hin nýju efnahagslög byðu ekki erl. lán- tökur utan lausfjáráætlunar. Þegar alls væri gætt þá vantaði milli 8—10 milljarða, til þess að rétt mynd yrði dregin. Ólge taldi sýnt, að fjárfesting í landinu færi fram úr því 25% marki af þjóðartekjum, sem sett var í hinum nýju efnahagslögum. Það sé þó bót fyrir stjórnarliða að engin ákvæði um viðurlög hafi verið í efnahagslöggjöfinni. Þá megi og gera ráð fyrir því, að erlendar lántökur fari upp í 50 milljarða króna í stað þeirra 39 milljarða, sem lánsfjáráætlunin tíundi. A sl. ári voru þessar lántökur 32 milljarðar búttó, 11,8 milljarðar nettó, sem svaraði til 2,1% af þjóðarframleiðslu. Á þessu ári verði þær naumast undir 3% framleiðslunnar. Þar að auki haldi skuldir ríkissjóðs við Seðlabankann áfram að vaxa, þrátt fyrir allar yfirlýsingar. ólge vék að vanda Landsvirkj- unar, en ekki fengist upplýst, hvort fresta ætti framkvæmdum eða auka lántökur. Ekki væri heldur hlustað á forráðamenn lífeyrissjóðanna. Þriðja grein frv. skuldbyndi lífeyrissjóði á samningssviði ASÍ til að kaupa skuldabréf Byggingasjóðs ríkis- ins fyrir 20% af ráðstöfunarfé. Hér væri um veigamikið atriði að ræða, þar sem skuldabréfakaupin væru bundin einum aðila. Áður hafi tilgangur slíkra kaupa verið tvíþgttur: annars vegar að greiða fyrir þátttöku í fjármögnun atvinnuvega og íbúðabygginga og hins vegar að gefa sjóðunum kost á að verðtryggja hluta af ráð- stöfunarfé sínu. Þau ákvæði, sem þá giltu, hafi ekki verið bundin við tiltekin skuldabréf og yfirleitt byggð á samkomulagi við eigend- ur sjóðanna. ÓLGE sagði að hér væri í raun verið að taka ráð- stöfunarrétt af þeim, sem eignar- rétt hefðu á þessu fjármagni, og að hann drægi í efa, að slík 'ákvæði stæðust gagnvart stjórnarskránni. Þó ætti að ráð- stafa skyldusparnaði, sem inn- heimtur var til að auðvelda ungu fólki íbúðarbyggingar, til annarra hluta. Þessi lögþvingun í stýringu fjármagns bitnaði og á atvinnu- vegunum, sem ekki gætu stuðst við lánsfjármagn úr þessari átt- inni í sama mæli og áður, sem kæmi ofan á drápsklyfjar skatta og skertar afskriftarheimildir. Á sl. ári fóru 23% af heildarkaup- um sjóðanna í annað en kaup á bréfum Byggingar- og Fram- kvæmdasjóða, þ.e. til Iðnlána- sjóðs, verzlunarlánasjóðs og stofnlánadeildar SÍS, og stofn- lánadeildar landbúnaðarins. Ólge sagði að lokum að stjórnarandstaðan hefði ekki tekið framgang lánsfjár- aæætlunar. Tafirnar ættu rætur að rekja til sambúðarerfiðleika stjórnarflokkanna sjálfra. Stjórnarandstaðan myndi heldur ekki nú tefja framgang þessa síðbúna máls. — En við teljum Ólafur G. Einarsson. fara bezt á því að stjórnar- flokkarnir beri einir ábyrgð á afgreiðslu þessa frumvarps, eins og að því og meðferð þessa hefur verið staðið. Lausaskuldir bænda í föst lán: Ekkí rætt í þingflokki Alþýðuflokksins sagði Vilmundur Gylfason Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að Veðdeild Búnaðarbanka íslands sé heimilt að gefa út nýjan flokk bankavaxtarbréfa, sem ein- göngu skulu notuð til þess að breyta í föst lán lausaskuldum bænda, sem ekki hafi fengið lán til hæfilegs tíma vegna fjárfestinga 1970—1979. Lánin skulu einungis veitt gegn veði í fasteignum. Lán þessi eru verðtryggð en lánakjör að öðru leyti ákveðin af stjórn veðdeildar. • Páll Pétursson (F) þakkaði ráðherra frumkvæði hans í þessu máli. • Pálmi Jónsson (S) sagði góðra gjalda vert að vilja mæta þeim vanda bændastéttar, sem ekki yrði lengur fram hjá geng- ið. Hitt væri miður, að ekki kæmi fram, hvern veg fjármagn til þessara breytinga yrði tryggt. Einnig það að lánakjör- in væru ákveðin verri en á þeim lánum, sem þau ættu að leysa af hólmi. • Albert Guðmundsson (S) sagði hér stefnt að nýjum lög- um fyrir eina stétt í þjóðfélag- inu, sérréttindum. Spurði hann ráðherra og þingmenn Alþýðu- flokks hvort þeir væru sammála um slíka málsmeðferð. • Vilmundur Gylfason (A) sagði frumvarpið hvorki hafa verið kynnt né rætt í þingflokki Alþýðuflokksins, þó flutt væri sem stjórnarfrumvarp. Eins mætti flytja frumvarp um að breyta lausaskuldum launþega í föst lán, eða lausaskuldum annarra atvinnugreina. Sérrétt- indi ættu ekki að vera í lána- kjörum. • Finnur Torfi Stefánsson (A) taldi vanda bændastéttarinnar þess eðlis, að ekki væri hægt annað en taka afstöðu til hans í þá veru, sem reynt væri með þessu frumvarpi. Lárus Jónsson: N eðan jarðarhagkerf i stjórnarflokkanna Lárus Jónsson (S) gagnrýndi efnisatriði frv. að lánsfjáráætl- un og breytingartillögur meiri- hluta fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar við það í umræðu í neðri deild í gær. Helztu gagnrýnisatriði hans voru: • Fjárlögum yrði breytt við samþykkt frumvarpsins, í veiga- miklum atriðum. án rökrétts samhengis við ákvarðanir, sem teknar voru við fjárlagaaf- greiðsluna. • Lögfest yrði alger þvingun á ráðstöfun mikilla fjármuna í eigu lífeyrissjóða í landinu. • Húsnæðismálastofnun yrði svipt meir en næmi öllum skyldusparnaði í ár. • Útlánageta ýmissa sjóða. sem hafa markaða tekjustofna, yrði stórlega skert, sem þýddi m.a., að dregið yrði verulega úr lána- getu til íbuðabygginga, endur- Lárus Jónsson alþ.m. hæfingar fatlaöra og fleiri fé- lagsiegra verkefna. • Frumvarpið felur í sér stór- felldan niðurskurð á fjármagni til hitaveituframkvæmda. • Orkuöflun til Kröflu yrði stöðvuð en hafnar byrjunar- framkvæmdir við virkjanir, sem ekki kæmu í gagnið fyrr en eftir mörg ár. • í frv. vanti stórar fjárfúlgur, sem ríkisstjórnin væri nauð- beygð til að reiða fram á árinu, t.d. til þess að standa við verk- samninga Landsvirkjunar við Hrauneyjafoss (a.m.k. 2'k millj- arð kr). • í frumvarpið vantar 2—3 milljarða króna vegna fyrirhug- aðra iána ríkisstjórnarinnar til að greiða bændum útflutnings- bætur umfram það, sem fjárlög greina. Þetta frumvarp er því viðbót við þá skrumskælingu, sem núv. stjórnarflokkar hafa gert ís- lenzkt hagkerfi að á skömmum tíma, sagði LJ. Ég vil nefna þessa skrumskælingu neðanjarðarhag- kerfi. Einstakir mikilvægir þætt- ir hafa verið dregnir niður í undirheima niðurgreiðslna, skattpíningar, verðlagshafta, feluleik með vísitölu og milli- færslna, þannig að í augum almennings er einungis hluti hag- kerfisins sjáanlegur. Hinn hlut- inn tilheyrir neðanjarðarhag- kerfi stjórnarflokkanna. Þetta neðanjarðarhagkerfi felst m.a. í því að ausa fjármun- um almennings til niðurgreiðslna á vöruverði, í stærri stíl en dæmi eru um áður, þann veg að fólk missir sjónar á, hvað varan kostar í framleiðslu. Það felst í því að taka þessa fjármuni með gífurlega aukinni skattheimtu, sem ekki mælist sem lífskjara- skerðing í vísitölu, en rnælist í niðurgreiðslum til lækkunar launa. Þetta neðanjarðarhagkerfi felst og í gegndarlausum blekk- ingum stjórnarflokkanna, al- gjörri ríkisforsjá í launamálum, lítt skiljanlegum félagsmála- pökkum o.s.frv. í stað beinharðra peninga, sem áður hét „samn- ingana í gildi“. *a\NNIAfo Diegið í dag NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 MIÐI ER MÖGULEIKI Nokkrir lausir miöar eru enn fáanlegir. Dregiö í 1. flokki kl. 17.30 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.