Morgunblaðið - 03.05.1979, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.05.1979, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 Frá umræðufundi um norræna sjónvarps- gervihnöttmn Nordsat Norræna félagið í Reykjavík gekkst nýlega fyrir umræðufundi um samnor- rænan sjónvarpsgervihnött, Nordsat. Fimm menn fluttu framsöguræður og að þeim loknum voru frjálsar umræð- ur. Stóð fundurinn hátt í 5 klukku- stundir og var f jölsóttur. Framsögu- mennirnir voru Ragnar Arnalds, Eið- ur Guðnason, Njörður P. Njarðvík, Þorsteinn Jónsson og Gylfi Þ. Gísla- son. Hér fara á eftir útdrættir úr ræðum þeirra í þeirri röð sem þeir töluðu. Brátt ljóst hverjir valkostir íslands eru Ragnar Arnalds gat þess í upphafi ræðu sinnar að Nordsat málið hefði lengi verið á umræðu- og rannsóknarstigi, en ekki hefðu verið teknar neinar ákvarðanir og það væri ekki tímabært strax, en óðum nálgaðist þó sú stund. Þá rakti hann nokkuð forsögu málsins og kvað ekki hafa verið mögulegt fyrr en gervihnettir komu til sögunnar að möguleikar opnuðust fyrir ísland að komast í nánara samband við nálæg lönd. Hefðu menntamálaráðherrar Norðurlanda fjallað um þessi mál á fundi 1977 og væri að vænta nýrrar skýrslu á fundi ráðherr- anna í júní n.k. í Kaupmanna- höfn. Þá sagði Ragnar að ákvörð- un yrði væntanlega tekin árið 1980 eða ’81 og yrði þá hægt að hefja útsendingar t.d. 1986 ef af þessu samstarfi yrði. Þá ræddi Ragnar hverjir yrðu helztu valkostir í þessu sam- bandi, hvort send yrði út samnor- ræn dagskrá eða að hver sjón- varpsnotandi gæti valið um 5 dagskrár eða jafnvel allt að 8 útsendingar. Hvað Island snerti yrði valið sennilega nokkru minna þar sem hingað yrði beint 5 rásum og réðu Danir yfir 2, en íslendingar 3. Þó væri enn margt óljóst í þessu máli og ætti eftir að taka veigamiklar ákvarðanir í sambandi við hvaða leið yrði farin. Um kostnaðarhliðina sagði Ragnar Arnalds að gert hefði verið ráð fyrir að stofnkostnaður gæti verið kringum 575 milljónir sænskra króna, en nú væri ljóst að hann yrði líklega tvöfalt hærri, m.a. þar sem talið væri að ekki dygðu 2 hnettir heldur yrði að hafa varahnetti. Rekstrar- kostnað kvað Ragnar vera álitinn kringum 113 m.s.kr. og myndi ísland eiga að greiða 0,9% af þessum kostnaði samkvæmt venjulegri skiptingu í samstarfi við Norðurlöndin. Þessu næst drap Ragnar Arn- alds á helztu kosti og galla Nordsat áætlunarinnar. Til ókosta kvað hann geta verið m.a. truflandi áhrif á menningarlíf og félagsstarf ef stóraukið yrði framboð á lélegu sjónvarpsefni og mætti færa rök að því að verja skyldi þessum fjármunum á skynsamlegri hátt. Ragnar benti á að samstarf þetta gæti þó verið óhjákvæmi- legt mótvægi gegn þýzkum og brezkum gervihnöttum sem hugsanlega færu í loftið á seinni hluta áratugarins og auk þess mætti telja þetta tiltölulega hag- kvæma lausn og dreifingarvanda- málum, starfræksla sjónvarps er næði til allra Norðurlandanna myndi einnig auka kynningu á íslenzkum verkum í hinum Norðurlöndunum. Þá gat Ragnar þess að mál þetta hefði verið sent 26 aðilum hér á landi til umsagnar og hefðu borizt svör frá 10, 6 jákvæð og 2 neikvæð. Rithöfundasambandið og Félag ísl. leikritahöfunda hefðu svarað neikvætt. Ragnar kvað þó umræður hérlendis ekki vera hafnar að neinu ráði, enn virtist vera takmarkaður áhugi á þessu máli, en nýverið hefði verið komið á samstarfsnefnd margra aðila, félaga menningarstofnana, stjórnmálaflokka og hagsmuna- aðila, og væri nefnd þessari ætlað að ræða þessi mál og skoða á þeim ýmsar hliðar. í lok ræðu sinnar lagði Ragnar Arnalds áherzlu á að fram til þessa hefðu í raun ekki verið forsendur til að taka afstöðu til þessa máls, en nú þegar endanleg rannsókn væri senn lokið væri ljóst hverjir valkostir yrðu helzt fyrir hendi. Ekki dýrt með tilliti til hve margra hann nær Eiður Guðnason fjallaði í framsöguræðu sinni fyrst almennt um gervihnattamál og síðan um samvinnu Norðurland- anna á sviði sjónvarpsmála og kom síðan nokkuð inn á fjárhags- og framkvæmdahlið Nordsat-málsins, sem hann kvað þó mjög óljósa og erfitt að ræða nokkuð ákveðið um. Síðan nefndi hann nokkur rök með og á móti og ræddi m.a. um þann möguleika að hægt væri að gera texta við allar dagskrár, þ.e. texta, sem hægt væri að nota innan hvers lands, t.d. fyrir heyrnardaufa einnig gætu menn valið texta á því máli sem þeir vildu. Kvað hann tæknina vera orðna mikla á þessu sviði, miklir möguleikar væru fyrir hendi, en kostuðu mikla vinnu. Um rök á móti Nordsat hnett- inum sagði Eiður að haldið væri fram að fólk myndi aðeins horfa á skemmtidagskrár. Taldi hann það ekki sjálfgefið að svo yrði og að samræming hlyti að koma til milli landanna, t.d. um að sýna ekki fimm sinnum sama skemmtiþáttinn, heldur að vinsælir þættir, t.d. breskir, yrðu sýndir samtímis í öllum löndun- um. Kvað hann ekkert athuga- vert við það að menn veldu sér efni eftir eigin löngunum, en ekki samkvæmt því sem valið væri fyrir áhorfendur innan hvers lands og sagði að líta yrði ekki aðeins á sjónvarpið sem menn- ingarmiðil heldur afþreyingar- tæki í hinum miklu streituþjóð- félögum nútímans. Væri ekkert óeðlilegt við það að menn vildu sjá afþreyingarefni eftir langan vinnudag í stað þess að fá yfir sig öll heimsins vandamál, þegar heim væri komið. Önnur rók sem menn teldu að mæltu móti Nordsat sagði Eiður vera að fólk myndi horfa miklu meira á sjón- varp. Taldi hann það ekki heldur sjálfgefið og mætti benda á að þótt um margbreytilega og langa dagskrá væri að ræða, þá væri hún að mestu leyti öll send út að kvöldlagi þannig að auknir mögu- leikar á sjónvarpsnotkun væru ekki svo miklir. Sagði Eiður að samkvæmt sænskri rannsókn héldu menn áfram að horfa á sína heimadagskrá og aukning yrði mest 15—30 mínútur. Enn taldi Eiður fram mótrök og sagði að listamenn hefðu stundum haft á orði að minnka myndi framlag til einstakra listgreina þar sem Nordsat verkefnið yrði mjög dýrt. Benti Eiður á að það væri í heild frekar ódýrt þegar til þess væri litið til hversu margra það næði, í allt um 23 milljóna manna á öllum Norðurlöndunum. Sagði Eiður að þrátt fyrir að sumir listamenn teldu að fénu væri betur varið til annarra verkefna væri það ekki víst að féð fengist laust til að sinna þeim verkefn- um, sem þeim myndi betur líka. Taldi Eiður sjónarmið lista- manna oft einkennast um of af eiginhagsmunastefnu og benti á að t.d. gætu íslenzkir dagskrár- gerðarmenn náð til 23 milljóna manna en ekki aðeins 230 þúsund eins og nú væri raunin. Þá taldi Eiður ekki á rökum reista þá gagnrýni sem fram hefði komið að gervihnattamálið væri tilkom- ið m.a. vegna þrýstings frá fram- leiðendum tækjanna, þeir hefðu ekki átt þátt í að koma máli þessu af stað. Rökin sem Eiður Guðnason taldi hníga að því að Nordsat yrði að veruleika kvað hann m.a. vera að styrkja menningarlegt sam- band Norðurlandanna, þetta væru þær þjóðir sem stæðu ís- lendingum næst og gervihnettir kæmu hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Taldi Eiður að Norðurlöndin ættu að segja upp eigið kerfi áður en til þess kæmí að t.d. dagskrár frá Bretum eða Þjóðverjum yrðu sjáanlegar hér- lendis og á hinum Norðurlöndun- um, sem óhjákvæmilega yrði á næstunni. Kvað hann nú standa yfir stöðuga þróun á sviði gervi- hnattatækni, þróun, sem væri það hröð, að það sem væri tækni- nýjung í dag væri úrelt orðið á morgun. Við værum á leið í „myndbyltingu" sem hefði það í för með sér að fyrr en varði yrði hvert heimili tengt við tölvu- banka og gæti valið sér dagskrár- efni, rétt eins og menn spiluðu hljómplötur í dag. Eiður Guðnason sagði að sér fyndist sem sumir listamenn vildu reisa menningarlegt járn- tjald umhverfis landið og nefndi hann það „rauða afturhaldið" og sagði að þótt við mættum ekki láta tæknina stjórna okkur gæt- um við ekki stöðvað hana og betra væri að ganga í takt við hana en taka á móti henni með bundið fyrir augun. Meðal ávinninga er Eiður taldi sjónvarpsgervihnött hafa var að dreifingarvandamál ýmis myndu leysast og taldi að stefna bæri að fullgildri þátttöku Islendinga í Nordsat málinu og gera strax þær ráðstafanir sem þyrfti til að efla hjá okkur útvarp og sjónvarp til að geta staðist betur þá samkeppni við önnur lönd og hættulegt væri að standa fyrir utan þessa þróun. Taldi hann Nordsat geta haft góð áhrif á menningu landsins, hægt væri að nýta það bezta sem frá hinum löndunum kæmi og til þess að undirbúa aðild íslands að Nord- sat yrði að kynna málið rækilega fyrir landsbúum, en það hefði verið vanrækt. Það hefði m.a. komið í ljós í skoðanakönnun í finnska dagblaðinu Helsinki Sanomat, að eftir því sem fólk þekkti betur til Nordsat, því frekar var það fylgjandi gervi- hnettinum. Að lokum kvað hann þennan fund Norræna félagsins fyrsta vott þess að kynna Nord- sat-málið fyrir íslendingum og sagði að félagið ætti þakkir skilið fyrir það framtak. Nýtt afþreying- artæki ríkra og saddra þjóða Njörður P. Njarðvík hóf mál sitt á að greina frá hverjar forsendur Norræna ráðherra- nefndin hefði sett fram við rann- sóknir á grundvelli Nordsats. Væri fyrst talið að aukast myndu menningartengsl landanna, að valfrelsi í dagskrárefni ykist og að útflytjendur gætu séð dagskrá heimalands síns. Ræddi Njörður síðan nokkuð þessar forsendur: Hvað fyrstu forsenduna snerti vitnaði hann til sænska sósíal- demókratans Sture Palm sem ritaði grein í Nordisk kontakt þar sem hann kvað það ekki geta verið gott fyrir menningarsam- band að láta menn sitja eina og horfa á sjónvarp. Líta yrði á sambandið milli þess hvað gervi- hnötturinn kostaði og hvaða not væru af honum, það væri deilu- efnið. Njörður kvaðst hafa aflað sér upplýsinga um heildarkostn- að, þ.e. ekki aðeins hvað ríkis- stjórnirnar þyrftu að leggja af mörkum heldur og einstaklingar. Væri áætlað að markaðurinn væri 7 milljónir sjónvarpstækja á öllum Norðurlöndunum og sam- anlagður kostnaður við allt fyrir- tækið gæti numið allt að 350—700 milljörðum íslenzkra króna. Kvað Njörður þá spurningu vakna hvort Norðurlöndin vildu raun- verulega leggja í þennan kostnað við menningarsamskipti, hægt væri að fá mikið fyrir þessa upphæð sem aðeins væri kostnað- ur við dreifingu. Þá ræddi Njörður um valfrelsi sjónvarpsnotenda og kvað hann aukið valfrelsi vera að nokkru leyti dauða goðsögn og sagði að aðkeypt efni í norrænum sjón- varpsstöðvum væri að miklu leyti það sama frá alþjóðamarkaði, mest þó brezkt og bandarískt og væri efni þetta um 50% af efni í sjónvarpi á Norðurlöndunum. Annað efni væri framleitt af löndunum sjálfum og ef norræn- ar stöðvar vildu skipta þá væri Nordvision fyrir hendi og taldi hann því aukið valfrelsi einskis virði. Varðandi útflytjendur milli Norðurlandanna kvað hann nú þegar t.d. Svía, Dani og Norð- menn sjá dagskrá hver annars. Næst ræddi Njörður P. Njarð- vík nánar um fjármálahlið máls- ins og vitnaði hann til fyrrum yfirmanns sænska sjónvarpsins, Hákans Unsgards, að þeir sem vildu Nordsat yrðu að setja fram réttar forsendur. Þær væru ekki menningarlegar, heldur að sænsk fyrirtæki í rafeindaiðnaði segð- ust þurfa á Nordsat að halda og nefndi fyrirtækin Saab-Scania, LM Eriksson og Luxor í því sambandi. Fólk myndi verða að kaupa loftnet og sérstök tæki í sambandi við móttöku og væri þessi markaður mjög mikils virði, einnig fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki og væru nefnd í því sambandi fyrirtækin General Electric og Huge Aircraft. Njörður kvað Unsgard hafa nefnt eitt dæmi um nýjan kostnaðarlið vegna Nord- sats, en það væri textun dag- skráa. Væri áætlað að hún myndi kosta 150 milljónir sænskra króna á ári eða kringum 11 milljarða ísl. kr. og myndi krefj- ast 4000 manna í fullu starfi. Benti hann á til samanburðar að önnur rásin í sænska sjónvarp- inu, TV-1, kostaði um 180 m. sænskra króna á ári. Njörður sagði marga óttast að menn myndu fara í „svigi" milli sjónvarpsstöðva í leit að afþrey- ingardagskrám og þyngri og al- varlegri dagskrá fengju litla at- hygli. Þar af leiðandi yrði erfitt að fá fjármagn til gerðar slíkra þátta og sú hefði að nokkru leyti þegar orðið raunin í Svíþjóð, að þegar framleiðendur menningar- efnis færu fram á fjárveitingar væru vísað til þess hversu fáir horfðu á slíkt efni, en Svíar fylgdust vel með því hvernig háttað væri vinsældum efnis í sjónvarpi þeirra. Meginkost norræna sjónvarps- gervihnattarins kvað Njörður vera að hann leysti öll dreifingar- vandamál útvarps og sjónvarps. Næði það t.d hérlendis til allra landsmanna og sjómanna á hafi úti, en athuga þyrfti í því sam- bandi að hluta af kostnaðinum væri þar velt yfir á einstaklinga frá ríkinu. Njörður sagði að á Norðurlöndum væri talið að gamla dreifingarkerfið yrði að vera við lýði þar til 75—90% manna hefðu fengið þann nýja útbúnað er gervihnattarsjónvarp krefðist, og reiknað væri með að það gæti tekið 15—25 ár. Einnig sagði Njörður að haldið hefði verið fram að andstaðan hefði aðallega verið meðal róttækra menntamanna og þjóðernissinna, en hann taldi hana viðtækari. Sagði hann það rétt að lista- mannasamtök um öll Norðurlönd væru andvíg Nordsat, svo og stór launþegasamtök. Njörður sagði það ekki enn fullkomlega ljóst hversu um- fangsmikið sjónvarpskerfið yrði *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.