Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 45 .B W A VELVAKANDt SVARAR í SÍMA 0100KI 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ‘Ir nyíjjrWmPi-u&'u » fágætar bergtegundir er að finna. Hópar þessir fara um með meitla og hamra og eiga ekki erfitt með að finna þá staði þar sem fágæta steina mátti áður fyrr finna, þeir eru með bæklinga frá klúbbum sínum, sem benda þeim á alla þessa staði. Bifreiðar eru lestaðar af fágætum steinum, síðan er ekið til Seyðisfjarðar og eftirlits- laust er allt sett á skip. Þetta er sorgleg staðreynd, sem ekki verð- ur véfengd enda er alkunna um framboð íslenskra steina á meginlandi Evrópu» Sofandahátt- ur okkar hvað þetta varðar er svo grátlegur að við hljótum að hrökkva upp einhvern daginn, en verður það þá ekki of seint? Ég leyfi mér að höfða til ykkar, ungir íslendingar, sem erfið land- ið. Ég skora á alla í félagasam- tökum æskumanna að gefa þessu gaum. Ég skora á alla Lions-klúbbana að taka þetta mál fyrir, ræða það og gera þeim yfirvöldum, sem hafa með land- verndar- og ferðamál að gera, grein fyrir hver hætta er hér á ferðum og hver dæmalaus lög- leysa er látin viðgangast afskiptalaust. Mér finnst það sorglegt hvað Islendingar eru kærulausir í þessum efnum og hve andvara- laus yfirvöld eru meðan skipu- lagðar gjöreyðingarsveitir út- lendinga herja á fegurstu skraut- steinasvæði okkar, með meitla, hamra, töskur og poka á bakinu. Kannski finnst þér, lesandi góður, að þetta sé fánýtt hjal og það sé svo mikið til af steinum á íslandi að ekki sé Þjóðverja- greyjunum of gott að fara með eitthvað af þeim heim með sér ef þeir nenna því. Því fer víðsfjarri að þetta sé lítilsvert mál, þetta er eitt með alvarlegri málum er snerta umgengnina við landið og það sem verra er, perlurnar eru fluttar úr landi og koma aldrei aftur heim, landið verður eins og tré, sem búið er að reyta af allt laufið, eins og jólatréð á þrettándanum þegar búið er að reyta af því skrautið, eða eins og glansandi gatslitinn buxnarass og ferðalangurinn gefur okkur langt nef yfir hafið. Landverndarmaður. • Ólygnast mun samtímahandritið í Velvakanda 12. apríl spyr „Kona nokkur" hvernig fyrripart- ur vísunnar sé. Svolítið er það reyndar meira sem á milli ber. Þótt ég hafi kunnað þessa vísu tugi ára, þótti mér vissara að leita til þess manns er bæði var sveitungi þar úr nágrenni er hún er frá, og fróður maður og óvéfengjanlegur, þ.e. Guðmundur Illugason hrepp- stjóri þeirra Seltjarnarhrepps- manna. Ég hafði heyrt vísuná svo: Varmalækjar blómgast bær best hjá Jakob kænum, o.s.frv. Guðmundur hefur hana m.a.s. undir höndum í handriti bænda- rímu þaðan frá því rétt fyrir aldamót, og höfundurinn Jónatan Jakobsson, Hæli í Flókadal, og vísan þannig: Varmalækjar frjóvgun fær féð hjá Jakob kænum. Auðurinn vex, en grasið grær í götunni heim að bænum. Ég, ókunnugur þar í sveit, hélt, að svo hefði þessum níðbrands- broddi verið beitt, vegna þess að þar mundi gestum lítið hafa verið fagnað, en það segir Guðmundur fráleitt vera, en búforkur með afbrigðum og útslitinn maður langt fyrir aldur fram þar af, og því eytt af sjálfum sér en ekki af annarra fé. Guðmundur man vel manninn, og má því þetta vel vita og því líklegra að öfund eða innræti höfundar vísunnar hafi ráðið ómaklega niðrandi ummæl- um. Ingþór Sigurbjörnsson. Þessir hringdu undir holhönd til að bjarga börn- unum og lögregla var kölluð til. Væri ekki rétt að setja upp skjöld á tveimur stöðum ofan við fjöruna, niður af Landakoti og annan niður af Bakkakotstjörn en fjara þessi er mikið herjuð af aðkomufólki. Á þessum skjöldum ætti að standa „Hrakhólmar varúð“.“ • Slysahætta Áhorfandi hringdi og vildi benda á slysahættu út af Hrak- hólmum vestast á Álftanesinu. „Síðastliðinn fimmtudag, 25. apríl, var fagurt veður og 4 fóstrur með barnaheimilisbörn í stórum bíl héldu út í Hrakhólma. En ekki leið á löngu áður en börnin voru á flæðiskeri stödd og varð fólk í landi að vaða upp SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á sterkasta skákmóti allra tíma, sem nú stendur yfir í Montreal í Kanada, kom þessi staða upp í skák þeirra Karpovs, heimsmeistara, sem hafði hvítt og átti leik, og Spasskys. Síðasti leikur Spasskys var 38... b6—b5? HÖGNI HREKKVÍSI © 197» McNaught Synd., Inc. MANNI OG KONNA 500 LITMYNDIR ÓKEYPIS Þar sem færri komust aö en vildu bjóöum viö aftur meö næstu 500 myndatökum ókeypis litmynd í sams konar stærö og stúlkan heldur á 28°37 cm. Þetta á viö um allar okkar myndatökur, hvort sem viö myndum brúöhjón, barn, fjölskyldu, fermingarbarn, stúdent eöa ömmu og afa. Hægt er aö fá myndina hamraöa, upplímda á striga eöa á tréplatta aö viöbættum kostnaöi. Ennfremur bjóöum viö fjölbreytt úrval trémyndaramma. Dama&fplskyldu- Ijósmyndír >71 AUSTURSTRÆTI6 SIMI12644 Kl HAGTRYGGING HF 4^ 39. Hxe7! - Hxe7, 40. d6 - Dc4, 41. b3! Yfir þennan leik hefur Spassky sést er hann lék 38. leik sínum. Nú gengur 41... Dxb3 ekki vegna 42. Dxb3 — Bxb3, 43. dxe7 — Hxd3, 44. e8=D — Hdl+, 45. Bel. Hafiö Ijósin á í miklu ryki á vegum úti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.