Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 1. maí Norðangarri setti svip áhátíðarhöldin Frá Lækjartorgi. Haraldur Steindórsson í ræðustóli. Haraldur Steinþórsson, B.S.R.B.: „Ríkisvaldið hefur ekki staðið við gefin fyrirheit” VEÐRIÐ setti nokkurn svip á hátíðarhtíldin 1. maí. Þátttak- an í kröfugtíngunum var góð, en strax og komið var niður í miðbæ hvarf mestur hluti fólksins vegna kulda. í miðbænum var fundað á þremur stöðum. Á Lækjartorgi stóð fulltrúaráðið og BSRB fyrir fundi. Fundarstjóri var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir en ræðumenn Haraldur Steinþórs- son frá BSRB, Hafsteinn Egg- ertsson frá INSÍ, Jón Helgason form. Einingar, Akureyri, og Grétar Þorsteinsson form. Tré- smíðafélags Reykjavíkur. Lúðrasveit. verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur komu fram og Karl Guðmundsson og Baldvin Halldórsson lásu úr bókinni „Bréf til Láru“. Við Miðbæjarskólann hélt Rauð verkalýðseining útifund. Þar fluttu ræður Valur Valsson sjómaður, Sólrún Gísladóttir námsmaður og Rúnar Svein- björnsson rafvirki. Fundar- stjóri var Vernharður Linnet. Þar voru einnig nokkur skemmtiatriði. A Hallærisplaninu var bar- áttuhátíð samtakanna „Sam- einingar 1. maí gegn kjara- skerðingu". Þar fluttu ræður Pétur Pétursson og Sigurður Jón Ólafsson og einnig gengust samtökin fyrir innifundi í Sig- túni. í tilefni dagsins var dagskrá í Ríkisútvarpinu sem unnin var í samráði við ASÍ og Menningar- samband alþýðu. Einnig gekkst borgarstjórn Reykjavíkur fyrir móttöku í Höfða, þar sem boðið var fólki, er starfað hafði í 50 ár eða meira í verkalýðsfélagi. Úti á landsbyggðinni setti veðrið einnig sín mörk á hátíð- arhöld dagsins. Á mörgum stöð- um varð að hætta við fyrirhug- aða útifundi, en í stað þeirra voru haldnir baráttufundir inn- andyra. Að sögn lögreglunnar fóru hátíðarhöldin friðsamlega fram og lítið bar á ölvun. Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri B.S.R.B. var einn af ræðumtínnum, sem töluðu á Torginu í Reykjavík. Hann sagði m.a.: „Eftir hin miklu straumhvörf í kosning- um á síðasta ári var mynduð ný ríkisstjórn — en að henni stóðu að hluta þingmenn, sem komust til valda undir kjtírorð- inu „samningarnir í gildi“. — Þegar stjórnin var mynduð í steptember í fyrra, voru samn- ingar iíka teknir í gildi í 15 neðstu launafl. opinberra starfsmanna, en þar fyrir ofan tók við hið svokallaða vísittílu- þak og var þar greidd sama krónutala til allra. Þann 1. desember var síðan ekki greidd að fullu sú vísitölu- uppbót, sem samningar mæltu fyrir um. Félagslegar úrbætur áttu síð- an að koma til og mæta 3% af vísitölugreiðslunum, og er Al- þingi núna búið að afgreiða einhver slík lög til handa fé- lagsmönnum í verkalýðshreyf- ingunni, B.S.R.B. tilgreindi gagnvart ríkisstjórn ákveðin atriði, þar sem opinberir starfsmenn búa við lakari rétt Þennan falsboðskap hafa verkalýðsfélögin marghrakið — en engu að síður fellur ríkis- stjórn, sem kennd er við vinstri í þá gryfju að lögbinda 5‘á— 6% skerðingu umsaminna launa eftir mánuð — eða 1. júní n.k. Ég hlýt ekki aðeins að harma Grétar Þorsteinsson, Trésmíðafélagi Reykjavíkur: Ríkisstjórnin þarf aðhald GRÉTAR Þorsteinsson for- maður Trésmíðafélags Reykja- víkur sagði í lok ræðu sinnar: „Það er ljóst, að verkalýðs- hreyfingin hefur ekki sýnt þessari ríkisstjórn það aðhald sem þurfti til að tryggja að hún stæði við gefin loforð. Það voru of fá verkalýðsfélög, sem létu álit sitt í ljós á efnahags- málafrumvarpinu, og ég er raunar sannfærður um að ef verkafólk hefði aimennt risið upp gegn þeim ákvæðum frum- varpsins, sem skerða kjör okk- ar, þá væri staðan önnur í dag. Þessi ríkisstjórn ætti að hafa alla burði til þess að koma ýmsum hagsmunamálum okkar í höfn, og raunar gefið fyrirheit, sem lofa góðu, ef þau einhvern tíman verða að raunveruleika. Styðjum hana því til þessara verka og sýnum henni það aðhald, sem þarf til þess að svo megi verða. Standi ríkisstjórnin hins veg- ar ekki við gefin fyrirheit og hafni þar með samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hljóta leiðir að skilja og verkalyðs- hreyfingin að fara sínar eigin leiðin til að tryggja bætt lífs- kjör. en aðrir. En engar efndir hafa orðið. — Svo lengi sem ekkert hefur orðið ágengt í þessu, þá hafa allir B.S.R.B.-félagar orðið fyrir 3% kjaraskerðingu frá 1. des. s.l. og jafnvel upp í 5% eftir því hvernig áformuð skatta- lækkun kemur við þá. í þessum efnum hefur ríkisvaldið því ekki staðið við gefin fyrirheit. Aftur hafa síðan stjórnvöld gripið nýlega inn í gerða kjara- samninga með löggjöf og skert stórlega vísitöluákvæði gildandi kjarasamninga. Réttlæting þessarar kjaraskerðingar er sú gamla viðbára allra ríkisstjórna að vísitalan sé undirrót dýrtíð- ar — og til að draga úr óðaverðbólgunni, þurfi launa- fólk, og eingöngu það, að skerða kjör sín. að núverandi ríkisstjórn grípi til þess, heldur vil ég lýsa yfir fyllstu andstöðu og ítreka hörð mótmæli B.S.R.B. við kjara- skerðingunni, sem krafist verð- ur bóta á strax á þessu ári. Á sama tíma varpa svo nýgerðar verðbætur til flug- manna ljósi á þá staðreynd að þrátt fyrir allt launajöfnun- arhjal stjórnmálamanna und- anfarin ár, þá hefur viðgengist hér á landi a.m.k. áttfaldur launamunur milli starfshópa. Þetta gengur þvert á þá stefnu, sem B.S.R.B. hefur leitast við að setja fram, þ.e. að náð verði fram minnkandi launamun með sérstökum hækkunum neðst í launastiganum. — Þarna þarf að brjóta við blað og skapa nýja og samræmda launastefnu." Þessar hressu konur voru meðal gesta borgarstjórnar í Htífða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.