Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 3 Reykjavíkurskákmót: Korchnoi med- al keppenda ? „NÝKJÖRIN stjórn Skáksam- bands íslands hefur tilnefnt fulltrúa sem ásamt fulltrúum Taflfélags Reykjavíkur eiga að kanna f járhagsgrundvöllinn fyrir Reykjavíkurskákmóti 1980, en útlitið er vægast sagt mjög dökkt, hvað hann snertir,“ sagði Einar S. Einarsson forseti Skáksambands íslands í samtali við Mbl. í gær. Einar sagði, að ýmsir stór- meistarar hefðu lýst áhuga sín- um á þátttöku. Korchnoi hefði lýst sig reiðubúinn, ef mótið rækist ekki á áskorendaeinvígin á næsta ári og einnig hafa Larsen, Timman, Húbner og Andersson tekið vel í þá málaleitan að tefla á mótinu. Þá hafa Stean, Sos- onko, Browne og Robatsch óskað Kaupmannahöfn: Dæmdir fyrir um- fangsmikla fikniefna- dreifingu í Dan- mörku og Svíþjóð ÍSLENDINGARNIR tveir, Frankl- in Steiner, 32 ára, og Sigurður Þór Sigurðsson, 26 ára, sem í gær voru dæmdir í þriggja ára fangelsi hvor vegna aðildar sinnar að kókafn- málinu, hlutu einnig dóma þessa fyrir umfangsmikla fíkniefnadreif- ingu í Danmörku og Svíþjóð undanfarin misseri. Það kom fram í bæjarrétti Kaup- mannahafnar í gær, að saksóknar- inn í málinu krafðist 2—3 ára fangelsis yfir þeim félögum en verjandinn, Kaastrup-Larsen, krafðist þess að dómurinn yrði ekki þyngri en tveggja ára fangelsi. Hins vegar kom það fram hjá dómaran- um, að þegar hann kvað upp dóminn studdist hann við dómsniðurstöðu í eina kókaínmálinu, sem áður hefur verið dæmt í í Danmörku. Það var árið 1974 og fengu þá höfuðpaurarn- Holberg Másson, sem nýlega var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Svíþjóð fyrir fíkniefnadreifingu, en hann afplánar nú dóminn í fangelsi í Helsingborg. M.a. seldu þeir Franklin og Sigurður 14 kg af hassi í Stokkhólmi og Gautaborg aðal- lega, en hassið fengu þeir hjá Georg Nagy. Fyrir hassið fengu þeir um 330 þúsund sænskar krónur eða um 25 milljónir íslenzkra króna. Fékk Ungverjinn ríflega helming af hagnaðinum. Það kom fram að Franklin og Sigurður vildu halda hasssölunni áfram en Ungverjinn var ófús til þess að sjá þeim fyrir hassi nema þeir seldu einnig kókaín og kváðust þeir þannig hafa neyðst til þess að hefja kókaíndreifingu. Alls munu þeir hafa selt 184 grömm af kókaíni en sjálfir sögðust þeir hafa eytt 50 grömmum. Loks voru Nörregaard lögregluforingi hjá fíkniefnalögreglunni í Kaupmanna- höfn vann að rannsókn kókafnmálsins. Hér heldur hann á krukku með kókaíni, sem fannst þegar lögreglan gerði leit í herbergjum íslendinganna og Ungverjans á „5 svönum“ í byrjun marz. ir 2V4 árs fangelsi en aðstoðarmenn þeirra hlutu tveggja ára fangelsi. Höfuðpaurinn í því kókaínmáli, sem íslendingarnir tengjast, Ungverjinn Georg Nagy, hefur ekki enn hlotið dóm en búist er við því að hann fái varla vægari dóm en 6 ára fangelsi. Það kom fram við dómsuppkvaðn- inguna, að auk aðildar að kókaín- málinu sjálfu taldist sannað, að þeir félagar Franklin og Sigurður hefðu staðið að umtalsverðri dreifingu á hassi og amfetamíni í Danmörku og Svíþjóð, annaðhvort tveir saman eða í félagi við þriðja íslendinginn, þeir féiagar dæmdir fyrir að hafa í fórum sínum ýmsa muni, sem fund- ust þegar lögreglan gerði innrásina í „5 svani", byssur, hnífa, skartgripi, pelsa og fleira svo og mikla peninga. Þeir félagar sitja nú í Vestre-fangelsinu í Kaupmanna- höfn en verða væntanlega fluttir síðar í fangelsi á Jótlandi. Eins og áður hefur komið fram hafa tveir íslendingar áður hlotið dóm í kókaínmálinu, Robert Glad var dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi og Guðrún Ragnarsdóttir í 6 mánaða fangelsi. Orðændingtillandsr fundarfulltrúa FULLTRÚAR á landsfundi Þá skal bent á, að í dag kl. Sjálfstæðisflokksins eru beðnir 14.30 til 18.30 verður „opið að vitja kjörgagna sinna í hús“ í Valhöll. Kaffiveitingar í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háa- kjallarasal. Salir 1. hæðar opn- leitisbraut 1, f dag kl. 9 f.h. til 4 ir fyrir landsfundarfulltrúa til e.h. kynningar og viðræðna. BSRB atkvæda- greiðsla í dag og á morgun Korchnoi eftir því að fá að vera meðal keppenda. Nýkjörin stjórn S.í. hefur skipt með sér verkum. Dr. Ingimar Jónsson er varaforseti, Þráinn Guðmundsson ritari, Stefán Þormar Guðmundsson gjaldkeri, Þorsteinn Þorsteinsson æsku- lýðsfulltrúi, Þorsteinn Marelsson skákritari og Guðbjartur Guð- mundsson er meðstjórnandi. Allsherjaratkvæðagreiðsla Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fer fram í dag og á morgun og eru kjörstaðir opnir um land allt. Tvö stærstu félögin hafa kjörstað í höfuðstöðv- um BSRB að Grettisgötu 89, Starfsmannafélag ríkisstofnana og Starfs- mannafélag Reykjavíkur- borgar. Um aðra kjör- staði, sjá auglýsingu í blaðinu í dag. Samkvæmt upplýsingum Haralds Steinþórssonar, framkvæmdastjóra BSRB, voru félagsmenn 14.500 um síðastliðin áramót, en ein- hverjar breytingar hafa orðið miðað við kjörskrá á kjördegi, en kosningarétt eiga allir þeir, sem eru í hálfu starfi í dag. Séu menn hins vegar ekki á kjörskrá, þegar þeir ætla að kjósa, geta þeir óskað eftir að greiða svokallað úrskurðaratkvæði, sem kjörstjórn fjallar síðar um, Þá kvað Haraldur undir- kjörstjórn reyna að leið- rétta kjörskrá, ef einhverj- ir eru þar inni, sem ekki eiga að vera þar. Stefnt er að því að niður- stöðutölur í atkvæða- greiðslunni liggi fyrir um helgina. 'sími: 27211 Austurstræti 10 t| flauelisbuxur med fellingum g án fellinga LIR TÍSKULITIR • VERO KR. 9500, STÆRÐIR: 26“ TIL 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.