Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 47 w, Pólverjar gerðu það gott gegn Hollendingum í gærkvöldi ekki síður en íLaugardalnum gegn íslandi þegar mynd þessi var tekin. íbáðum tilvikum 2—0sigrar. Pólver jar flengdu Hollendinga! MIKIÐ var um að vera í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu í gærkvöldi, m.a. leikur Póllands og Hollendinga í 4. riðli, en það er riðill sá sem íslendingar leika í. Þrátt fyrir að leikið væri í Póllandi, komu úrslit leiksins nokkuð á óvart, en Pólverjar sigruðu með 2 mörkum gegn engu. Pólverjar höfðu allan tím- ann nema sfðustu 10 mínútur leiksins umtalsverða yfirburði og mikið reyndi á vörn og markvörslu Hollendinga. Zbign- ew Boniek, tengiliðurinn rauð- hærði, skoraði fyrsta markið á 16. mínútu, en í sfðari hálfleik bætti Mazur örðu markinu við úr vítaspyrnu. Undir lokin sóttu Ilollendingar töluvert, en sköp- uðu sér engin umtalsverð færi. o — o— o írsku liðin tvö, Norður-írland og Irska lýðveldið, saumuðu mjög að Englendingum í baráttunni um efsta sætið í 1. riðli, en þar höfðu Englendingar forystu fyrir leikina í kvöld. Norður-írar tóku nú þá forystu með góðum sigri yfir Búlgörum, 2—0, í Belfast í gærkveldi. Chris Nicholl og Gerry Armstrong skoruðu mörk íranna í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var leikurinn hvorki fugl né fiskur og voru um 19.000 áhorfendur orðnir æði þreyttir. Irska lýðveldið gerði það einnig gott í gærkveldi, sigraði Dani í Dyflinni með 2 mörkum gegn engu. Danir tefldu fram flestum af sínum sterkustu leikmönnum, en stóðust írunum samt ekki snúning. Gerry Daly kom írska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en í þeim síðari bætti Don Givens síðara markinu við. í 1. riðli er nú staðan þannig, að Norður-írar eru efstir m.eð 7 stig eftir 5 leiki, Englendingar og Suður-írar hafa 5 stig, þeir fyrrnefndu eftir 3 leiki en þeir síðarnefndu eftir 4 leiki. Danir og Búlgarir reka lestina með 2 og 1 stig hvor þjóð og hvorug kemur til álita sem sigur- vegari í riðlinum úr þessu. o — o — o Austurríkismenn og Belgar skildu jafnir í landsleik þjóðanna í Vín í gærkvöldi. Leikurinn var liður í 5. riðli Evrópukeppninnar. Um 40.000 manns létu sjá sig þrátt fyrir kulda og leiðinda- Mikil þátttaka í Vormóti ÍR í kvöld Meðal fjölmargra keppenda á Vormóti ÍR, sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld, verður KA-maðurinn Aðalsteinn Bernharðsson sem hljóp 400 m hlaup á 48,9 sekúndum á móti Ítalíu fyrir skömmu. VORMÓT ÍR, fyrsta frjáls- íþróttamót sumarsins, verður háð á frjálsíþróttavellinum í Laugardal í dag. Á mótinu verður meðal keppenda flest fremsta frjálsíþróttafólk lands- ins, þ.e. sá hluti þess sem dvelst í landinu, og má í mörgum greinum búast við skemmti- legri keppni. íþróttafólk frá ÍR, KR, Ár- manni, KA, UBK, Aftureldingu og UMSB hefur tilkynnt þátt- töku í mótinu. í mörgum grein- um er mikil þátttaka, og hafa t.d. 18 konur skráð sig til þátttöku í 200 m hlaupi, 15 konur ætla að þreyta 800 m hlaup, 13 karlmenn hlaupa 400 m, og þannig mætti áfram telja. Mótið hefst kl. 19 og verður stuðst við eftirfarandi tímaseðil: Kl. 19.00: Kl. 19.15 Kl. 19.25 Kl. 19.30 Kl. 19.50 Kl. 20.05: Kl. 20.15: Kl. 20.30: 110 m grindahl., lang- stökk kvenna, kúlu- varp karla og sveina. 100 m karla. 100 m sveina. 5.000 m karla. 200 m kvenna, lang- stökk karla og kúlu- varp kvenna. 1.500 m drengja. 400 m karla. 800 m kvenna. veður. Þeir urðu flestir fyrir vonbrigðum með úrslitin, ekki síður en sjálfan leikinn, því að hann var í heildina frekar slakur. Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn, en Belgar þó sterkari á lokasprettinum. í síðari hálfleik reyndu heimamenn mjög að knýja fram sigur, en markvörður Belga, nýliðinn Michel Preud- ’Homme, varði oft af snilld. Preud’Homme er félagi Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Standard Liege. Staðan í riðlinum er sú, að Austurríkismenn hafa 6 stig úr 5 leikjum, Portúgalir hafa 5 stig úr 3 leikjum. Belgar eru í þriðja sæti með 4 jafntefli í 4 leikjum. o — o — o I 6. riðli bitust Ungverjar og Grikkir í Búdapest og voru flestir hinna 10.000 áhorfenda fullvissir þess að betur hefði verið heima setið því að leikurinn var alger- lega sviplaus og leiðinlegur, mest miðjuhnoð og kýlingar út í busk- ann. Það var rétt í lokin ,sem Ungverjarnir sóttu af einhverju viti. En án árangurs. Grikkir standa nú best að vígi í riðlinum með 5 stig úr 5 leikjum, Finnar eru í öðru sæti með 4 stig úr 3 leikjum. Rússar eru einnig í þessum riðli og hafa 2 stig úr jafn mörgum leikjum. o — o — o Vestur-Þjóðverjar náðu sér vel á strik gegn Walesbúum í 7. riðlinum, en leikið var í Wrex- ham. 29.000 manns, velflestir á bandi heimamanna, urðu þrumu- lostnir þegar Herbert Zimmer- man skoraði í fyrri hálfleik. Klaus Fischer gerði síðan vonir heimamanna um jafntefli að engu þegar hann bætti öðru marki við. Sigurinn í höfn hjá Liverpool TÖLUVERT hefur verið leikið í ensku knattspyrnunni síðustu kvöldin og hafa helstu úrslit verið eftirfarandi: Wolves—Nott. Forest 1—0 Southampton—Man.Utd. 1—1 Bolton—Liverpool 1—4 Everton—WBA 0—2 Man. City—Birmingham 3—1 Úlfarnir höfðu ótrúlega yfir- burði gegn Forest, en það var þó ekki fyrr en á 89. mínútu, að John Richards skoraði sigur- markið. Fram að því hafði Peter Shilton markvörður haldið For- est á floti upp á eigið eindæmi. Liverpool lék Boltin sundur og saman og skoraði öll mörkin í 4—1 sigri. Ray Kennedy (2), Dave Johnson og Kenny Dal- glish skoruðu fyrir Liverpool, en mark Bolton var sjálfsmark Graeme Souness. WBA virðist nú hafa náð sér á strik á ný, en of seint til að vega að Liverpool. David Mills og Bryan Robson skoruðu mörk WBA. Kazimoerz Deyna klædd- ist skotskónum og gekk vel gegn Birmingham, en hann skoraði 2 af þremur mörkum City í leikn- um. Aðal- fundur FH AÐALFUNDUR FH verður haldinn í Rafha-húsinu á fimmtudagskvöld 3. maí og hefst fundurinn klukkan 20. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Norðangarrinn vann góðan sigur VALUR glopraði niður úrvalsmöguleika á að tryggja sér sigur í Reykjavíkurmótinu í fótbolta, þegar eitt af neðstu liðunum í mótinu, Víkingur, vann góðan sigur á þeim. Eins og staðan í mótinu er nú, á Fram möguleika á því að hirða sigurinn af Val með því að leggja liðið að velli í síðasta leik mótsins, sem fram fer á sunnudaginn. Það væri synd að segja að vorangan hafi verið í loftinu á þriðjudaginn þegar liðin mættust. Hávaðarok beinustu leið frá Norðurpólnum og margra gráðu frost herjaði á alla sem úti stóðu. Var kuldinn slíkur að varamenn liðanna höfðust við innandyra. Knattspyrnan sem á boðstólum var hlaut að bera keim af frekar óæskilegum aðstæðum. Áhugi var Ifka á núllpunkti og leikmenn hlaupu um miklu frekar til að frjósa ekki í hel. Eina mark leiksins skoraði Gunnar örn Kristinsson úr vítaspyrnu rétt fyrir miðjan sfðari hálfleik. Vilhjálmur Kjartansson braut þá klaufalega á Heimi Guðmundssyni innan vítateigs og víti varð ekki umflúið. Gunnar skoraði af öryggi. Sigurður hljóp ágætt 5 km hlaup SIGURÐUR P. Sigmundsson frjálsíþróttamaður úr FH, sem stundar nám við Edinborgarháskóla, náði sæmilegum árangri í sínu fyrsta hlaupi í vor. Hljóp Sigurður 5.000 metra hlaup á 15:22,7 mín., en það er ekki fjarri hans bezta árangri. Það var á meistaramóti félags þess í Edinborg sem Sigurður keppir fyrir að hann náði þessum árangri. Hlaupið fór fram á hinum fræga velli í Edinborg, Meadowbank. Varð Sigurður í öðru sæti. Hafði hann eftirfarandi um hlaupið að segja í viðtali við Mbl.: „Það var bölvaður vindur þegar hlaupið fór fram. Af þeim sökum vildi enginn taka forystu í hlaupinu og var fyrsti hringur „genginn“. Sandy nokkur Keith tók nú forystuna og ég og náungi að nafni Niguel Jones fylgdum fast á eftir. Gordon Surtees, sem aðstoðað hefur marga íslenzka hlaupara, er ráðgjafi Jones sem á um 14:40 í 5 km hlaupi og 9:12 í 3.000 m hindrunarhlaupi. Sandy Keith á um 14:46 í 5 km hlaupi. Þegar við höfðum lagt 3 km að baki var milli tíminn ekki uppörvandi, aðeins 9:20 mínútur. En rétt áður en bjallan gaf til kynna að við ættum einn hring eftir setti ég á fulla ferð og náði að hrista Sandy af mér, en Jones fylgdi eftir og sigraði á 15:19 mínútum. Ég hef hlaupið síðasta hringinn á um 63 sekúndum. í víðavangshlaupum í vetur var ég alltaf vel á eftir þeim Sandy og Niguel. Það er greinilegt að ég er miklu sterkari nú en í fyrra. Er ég því spenntur að sjá hvernig gengur á næstunni og við betri aðstæður“, sagði Sigurður að lokum, en hann keppir fljótlega í öðru 5.000 metra hlaupi ytra. — ágás KvennaliðlS til Helsinki Körfuknattleiksdeild ÍS hélt í apríl firmakeppni í íþrótta- húsi Háskólaris. 8 lið tóku þátt í mótinu sem var riðlakeppni. Sigurvegarar urðu Flugleiðir A eftir úrslitaleik við Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. önnur lið sem tóku þátt í keppninni voru Orkustofnun, Flugleiðir B, Reiknistofa bankanna, 2 iið frá borgarskrifstofum og Félag háskólakenn- ara með næsta háskólarektor, Guðmund Magnússon í farar- broddi. Tókst keppnin mjög vel og vill ÍS þakka þátttakendum stuðning. Keppnin var haldin til fjáröflunar fyrir ferð kvennaliðsins til Helsinki á Norðurlandamót stúdenta, sem fer fram 5.-6. maí. ÍS er núverandi handhafi Norðurlandatitils- ins, og fékk að gjöf frá Adidas nýja búninga í vetur í tilefni þess. Fararstjóri í Helsinki-ferðinni verður Valdimar örnólfs- son, íþróttakennari Háskólans. Endir bundinn á einokun Kínverja VELDI Kínverja í borðtennis er hugsanlega að hrynja, en Ungverjar urðu heimsmeistarar í borðtennis á mótinu sem fram hefur farið í Norður-Kóreu síðustu daga. Ungverjar unnu ekki aðeins Kínverja einu sinni, heldur tvívegis til að sýna að það var engin tilviljun í fyrra skiptið. Fyrst mættust Kínverjar og Ungverjar í riðlakeppninni og unnu þá Ungverjar 5—2. Þegar þjóðirnar mættust síðan í úrslitaleik keppninnar, reiknuðu flestir með því að Kínverjar myndu hefna ófaranna, en svo fór þó ekki, heldur var tapið verra að þessu sinni, eða 1—5. Ungverjar eru því óvænt heimsmeistarar í karlaflokki, en þar hafa Kínverjar verið einráðir síðustu árin. í kvennaflokki unnu Kínverjar hins vegar öruggan sigur á Norður-Kóreu í úrslitaleiknum. Unnu kínversku stúlkurnar 3-1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.