Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 Batnandi staða Alþýðubankans gagnvart Seðla- banka íslands Söngskemmtun í Stykkishólmi Sclfossi, 30. aprfl LAUGARDAGINN 5. maí n.k. mun Karlakór Selfoss halda söngskemmtun í félagsheimil- inu í Stykkishólmi. Á söngskrá eru 20 lög af ýmsu tagi. í kórnum eru 32 félagar, en stjórnandi er Ásgeir Sigurðs- son og undirleikari Suncana Slamming. Kórinn hefur nýlega haldið þrjár söng- skemmtanir á Selfossi við mjög góðar undirtektir. 19. maí n.k. mun hann taka þátt í móti Kötlu, sambands sunnlenskra karlakóra, sem haldið verður í hinni nýju og glæsilegu íþróttarhöll á Selfossi. Starf kórsins hefur verið mjög öflugt í vetur, en stjórn- andi kórsins, Ásgeir Sigurðs- son, hefur verið lífið og sálin í tónlistarlífinu á Selfossi í mörg undanfarin ár. Þá hefur kórinn orðið fyrir því happi að hingað hefur flutst júgóslavnesk stúlka, Suncana Slamning, sem annast undir- leik með kórnum, en hún hefur lokið námi í píanóleik. Þess er að vænta að Snæfell- ingar fjölmenni á söng- skemmtun kórsins á laugar- daginn kemur, en hún hefst kl. 21.00. Tíma8- Samtök frjálslyndra og vinstri manna: Skipulögðu landsmála- starfi ekki haldið áfram Aðalfundur Alþýðubankans h.f., var haldinn 7. apríl sJ, Formaður bankaráðs, Bene- dikt Daviðsson flutti skýrslu bankaráðs fyrir liðið ár og Stefán M. Gunnarsson, banka- stjóri skýrði rekstrar- og efna- hagsreikning bankans. Innlán jukust um 768,9 millj. króna eða 51,6% samanborið við 33,7% árið áður. Aukning innlána varð 336,9 millj. kr. eða 27,7% á móti 16,3% 1977. Heildartekjur bankans námu 574.8 millj. kr. og útgjöld 570,1 millj. kr. Rekstrarafkoma bankans: Rekstrarafgangur fyrir af- skriftir nam 4,7 millj. kr., sem er 0,7 millj. kr. hærri upphæð en á síðasta ári. Heildartekjur bankans námu 574,8 millj. kr. og hækkuðu um 245,7 millj. kr.e eða 74,7% frá fyrra ári. Vaxta- gjöld urðu 400,6 millj. kr. Hækk- unin er 180,3 millj. kr. eða 81,8%. Rekstrarkostnaður bankans varð 169,5 millj. kr. og hækkaði um 64,9 milij. kr. eða 62,1% frá fyrra ári. Hagur bankans: Á árinu jókst innborgað hlutafé um 11,9 millj. kr. og var hlutafé í árslok 1978 100 millj. kr., þar af voru ógreidd hluta- fjárloforð 20,6 millj. kr. Eigið fé bankans var á sama tíma 204,3 millj. kr. Aukning eigins fjár nam 64,4 millj. kr. eða 46%. Innlán: Innlán voru í árslok 2,311,7 millj. kr. en í ársbyrjun 1.524,8 millj. kr. Aukningin varð því 786.9 millj. kr. eða 51,6% sam- anborið við 33,7% árið áður. Innlán í árslok skiptust þannig, að spariinnlán voru 2.082,0 millj. kr. eða 90,1% af heildarinnlánum á móti 87,5% árið áður. Aukning spariinnlána var 748,1 millj. kr. eða 56,1%. Veltiinnlán voru 229,7 millj. kr. og jukust á árinu um 38,8 millj. kr. eða 20,3%. Skipting spariinnlána eftir innlánaflokkum var sem hér segir í árslok 1978: 1978 m.kr. % Almennar innst. 1.334,1 64,1 Innst. bundnar í 6 mán 18,5 0,9 Innst. bundnar í 12 mán 246,1 11,8 Innst. bundnar í 10 ár 1,2 0,1 Vaxtaaukareikningar 482,1 23,1 Samtals 2.082,1100,0 Innstæður á almennum spari- sjóðsbókum hækkuðu um 538,7 millj. kr. eða 67,7% og á vaxta- aukareikningum iun 213,0 millj.kr. eða 79,2%, 'en drógust saman eða hækkuðu lítillega á öðrum innlánaformum. Útlán: Heildarútlán bankans námu 1.551,1 millj. kr. í árslok 1978 og höfðu aukist um 336,9 millj. kr. eða 27,7% á móti 16,3% 1977. Hlutfallsleg skipting útlána eftir útlánaformum var þannig í árslok 1978: 1978 % Víxillán 34,1 Yfirdráttarlán 9,9 Almenn verðbréfalán 21,8 Vaxtaaukalán____________34,2 Samtals 100,0 Staðan gagnvart Seðlabanka íslands: Staða Alþýðubankans gagn- vart Seðlabanka íslands batnaði um 343,6 millj. kr. á árinu 1978. í árslok 1978 nam innstæða á viðskiptareikningi 224,5 millj. kr. á móti 154,8 millj. kr. í árslok 1977 og bundin innstæða 589,6 millj. kr. en var á sama tíma 1977 336,9 millj. kr. Skuldir Alþýðubankans voru 240,0 millj. kr. í formi lána gegn verðbréf- um, sem er óbreytt staða frá fyrra ári, og 12,9 millj. kr. vegna endurseldra lána. Endurseld lán voru 34,1 millj. kr. í árslok 1977 og hafa því lækkað um 21,2 millj. kr. Inneignir Alþýðubank- ans í Seðlabanka íslands um- fram skuldir voru 561,2 millj. kr. í árslok 1978 á móti 217,6 millj. kr. 1977. Inneign umfram skuld hefur því aukist um 343,6 millj. kr. eða 157,9%. Veðdeild alþýðubankans: Rekstrartekjur veðdeildar námu 5,6 millj.kr. á árinu 1978 en voru 4,1 millj. kr. 1977. Vaxtagjöld voru 5,2 millj. kr. á móti 4,2 millj. kr. 1977. Hagnað- ur 0,4 millj. kr. varð nú í fyrsta sinn á rekstri deildarinnar. Síðumúli 37: Á árinu 1978 flutti Listasafn alþýðu starfsemi sína af Lauga- vegi 31 í húsnæði Listaskála alþýðu að Síðumúla 37. Nú hefur verið ákveðið að Alþýðubankinn opni ekki útibú að Síðumúla 37 heldur annars staðar í Reykja- vík. Mun bankinn selja eignar- hluta sinn i húsinu. Ragnar Guðmundsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í bankaráð. í bankaráð voru kjörnir: Aðalmenn: Benedikt Davíðsson, Bjarni Jakobsson, Haildór Björnsson, Teitur Jensson og Þórunn Valdimarsdóttir. Varamenn: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Jón Ágústsson, Sigurgestur Guðjónsson og Sverrir Garðarsson. Á LANDSFUNDI Samtaka og vinstri manna, sem haldinn var síðastliðinn laugardag, var ákveðið að hætta skipulögðu landsmálastarfi flokksins um sinn a.m.k. í fréttatilkynningu frá SFV segir m.a. að síðan kosið var til Alþingis síðast- liðið sumar hafi ekki skapast þau skilyrði, sem dugi til að SFV geti haldið uppi því stjórn- málastarfi á Iandsvfsu, sem sé forsenda fyrir því að lands- málaflokkar geti haft umtalsverð áhrif. Fréttatilkynning SFV fer hér á eftir: „Landsfundur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, haldinn í Kópavogi 28. apríl 1979, gerði eftirfarandi ályktun um framtíðarstarf flokksins. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. I. Með tilliti til þess: 1) Að SFV gengu til alþingis- kosninga s.l. sumar beinlínis í því skyni að láta kjósendur úrskurða hvort Samtökin skyldu gegna áfram því pólitíska hlutverki í landsmálum sem fylgir setu á Alþingi íslendinga, en úrslit kosninganna urðu þau að Samtökin fengu engan mann kjörinn og féllu út af Alþingi; 2) að SFV fengu kjörna bæjarfulltrúa og hrepps- nefndarmenn á nokkrum stöðum, ýmist ein sér eða í samvinnu við aðra; 3) að síðan kosið var hafa ekki skapast þau ný pólitísk skilyrði sem duga til þess að SFV geti haldið uppi því stjórnmálastarfi á landsvísu sem er forsenda fyrir því að landsmálaflokkur geti haft umtalsverð áhrif á framvindu mála. II. Ákveður fundurinn: 1) að skipulögðu landsmála- starfi SFV skuli ekku haldið áfram að svo stöddu, en lands- fundur komi saman að nýju fyrir næstu alþingiskosningar og taki þá ákvörðun, í samræmi við pólitíska þróun á kjörtíma- bilinu, um hvort boðið verði fram í nafni Samtakanna eða ekki; 2) að hvetja félög og virkja hópa samtakafólks, hvar sem starfandi eru á landinu og einkum þar sem SFV eiga bæjarfulltrúa eða hrepps- nefndarmenn, að halda hópinn í formi svæðisfélaga eða bæjar- málaráða; 3) að fela formanni flokksins, ritara, gjaldkera, formanni framkvæmdastjórnar og formanni Reykjavíkurfélagsins að hafa umsjón með eignum og fjárhagslegum skuldbindingum SFV þar til öðruvísi kann að verða ákveðið. Jafnframt fól landsfundur þeim aðilum, sem nefndir eru í síðasta lið ályktunarinnar, að beita sér fyrir áframhaldandi útgáfu málgagns Samtakanna í samvinnu við aðildarfélög. Munu ný þjóðmál því koma út eftir því sem fjárhagur leyfir og stjórnmálaviðhorf gefur tilefni til.“ „Kaupið fötu af vatni” Samvinnumenn safna fyrir neyzluvatni handa börnum í þróunarlöndunum í tilefni alþjóðaárs barnsins gengst Alþjóða samvinnusambandið fyrir fjársöfnun um allan heim. Samvinnuhreyfingin á íslandi tekur þátt í þessu verkefni að sínum hluta. Fjársöfnun þessi fer fram undir heitinu „Kaupið fötu af vatni“ og verður söfnunarfénu varið til að tryggja börnum í þróunarlöndum hreint og ómengað neysluvatn. Lands- samband íslenskra samvinnu- starfsmanna sér um framkvæmd söfnunarinnar hér á landi í samvinnu og samstarfi við samvinnufélögin á landinu. Framkvæmdanefnd söfnunarinnar skipa Guðmundur Guðmundsson fræðslufulltrúi Sambandsins og Ann Mari Hansen og Sigurður Þórhallsson úr stjórn L.I.S. Fyrirhugað er að safna 10 milljónum króna eða upp- hæð sem nemur 50 kr. á hvern landsmann. Söfnunarfjár- hæðinni verður deilt niður á félagssvæði kaupfélaganna í hlutfalli við íbúa á félagssvæð- inu. Söfnun þessi fer fram með tvennum hætti. í fyrsta lagi með því að söfnunarfötur í verslunum kaupfélaganna og á öðrum þjónustustöðum Samvinnuhreyfingarinnar. Munu föturnar vera þar til 20. október en þá lýkur söfn- uninni. í öðru lagi verður sérstök söfnunarvika er hófst 26. april og stendur til 4. maí. Ef með þarf er gert ráð fyrir annarri söfnunarherferð síðustu viku söfnunartímabils- ins, 14,—20. október. Tæmingu söfnunarfatanna annast forsvarsmaður söfnunarinnar og eða kaupfélagsstjóri á hverjum stað. Föturnar verða auð- kenndar með merki söfnunar- innar og heiti svo og viðfestu auglýsingaspjaldi. Einnig hafa verið prentuð barmmerki sem hægt er að nota sem kvittanir fyrir stærri upphæðir eða á annan hátt að mati forráða- manna á hverjum stað, að sögn forsvarsmanna söfnunarinnar. Söfnunarfata og auglýsingaspjöld söfnunarinnar „Kaupið fötu af vatni“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.