Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 19 slegnir vegna þess hörmulega atburðar, að skip skuli farast svona inni á firðinum. Verður sjálfsagt erfitt að geta sér til um hvað komið hafi fyrir. Eigendur Hrannar voru þeir Jóhannes Steinsson skipstjóri, Eiríkur Bj-arnason vélstjóri og Stefán Guðmundsson stýrimað- ur. Hrönn var keypt til Eski- fjarðar frá Ólafsvík fyrir réttu ári. Baturinn var úr eik, smíðað- ur á Akureyri 1956, og var 41 tonn að stærð. — Ævar. Vattarnesbændur sáu Hrönn sigla fyrir nes- ið en um 15 mínútum síðar sáust engin ljós Eskifirði 2. maí. VEÐUR var mjög vont á Vatt- arnesi er Hrönn fórst á manu- dagskvöld og er enn. Aðstaiður til leitar voru því mjög erfiðar, norðanrok var og sex stiga frost, fjörur svellaðar og stórgrýttar. Bóndinn á Vattarnesi, Sigurður Úlfarsson, sá Hrönn fara fyrir Vattarnesið og inn í fjörðinn. Virtist honum báturinn þá á eðlilegri siglingaleið. Það næsta var, að hringt var frá Nesradíói að Vattarnesi og tilkynnt um skip í nauð. Fóru þeir Vattar- nesbændur strax af stað, en sáu þá engin ljós. Héldu þeir að þarna hefðu kannski liðið 15 mínútur á milli. Björgunarsveitarmenn kunnu ábúendum á Vattarnesi beztu þakkir fyrir þeirra þátt í björgun- arstarfinu. Konurnar stóðu með rjúkandi kaffi og góðgerðir alla nóttina og gátu menn skotist inn, yljað sér og fengið sér hressingu. Það var ómetanlegt við þessar erfiðu aðstæður. — Ævar. heyrði ég kallað á bylgju 6 á örbylgjutækinu, en það bylgju nota bátarnir mikið. Eftir að við höfðum heyrt kallað: „Magnús komdu strax“, slitnaði samband- ið. Ég þekkti rödd Jóhannesar skipstjóra og vissi ekki um annað skip þarna nærri okkur, þannig að þetta gat ekki verið annað en Hrönn. — Við snerum um leið við og ég leit aftur í ratsjána. Þá hafa verið liðnar 2—4 mínútur frá því að ég kíkti í hana í fyrra skiptið. í þetta skiptið sá ég ekkert, þar sem báturinn átti að vera, um 3 mílur innan við Vattarnestang- ann. Ég ákvað þá strax að kalla út í gegnum Nesradíó. — Við fórum eins nálægt tang- anum og við þorðum, en vindur var sterkur út Reyðarfjörð. Ég þóttist vita nákvæmlega hvar Hrönn átti að vera, en við höfðum ekki farið nema innan við mílu þegar við komum að fyrsta rek- inu úr bátnum, bjarghringjum og lóðabelgjum og síðan fundum við netaflot. Ég er viss um að ef gúmbátur hefði verið ofan sjávar þá hefðum við fundið hann, en við keyrðum beint á rekstefnuna út fjörðinn. — Ég og Jóhannes skipstjóri á Hrönn höfðum rabbað saman alla leiðina frá Kambanesi. Hann hafði sagt áður en leiðir skildu að það yrði baks hjá sér inn fjörð- inn. Ég sagði honum að ég myndi hafa samband við hann þegar hann kæmi inn á fjörðinn til að sjá hvernig honum gengi á móti. Það var það síðasta, sem við töluðum saman. Síðan heyrðum við neyðarkallið. — Viðbrögð voru undur fljót hjá bátum á Eskifirði og Reyðar- firði og við skipulögðum þegar leit. Varðskipið Týr, bátar og skip af fjörðunum komu síðar á vett- vang. Svæðið var spannað frá Brökum, skerjum úti af Vattar- nestanganum, á reklínu suður af Skrúðnum, sagði Guðmundur Stefánsson skipstjóri á Magnúsi NK, en þess má geta að hann er frá Karlsskála, sem er norðan- vert við Reyðarfjörðinn. Harka færist í farmannadeiluna Eins og fram kemur í baksíðu- frétt Morgunblaðsins í dag sam- þykkti framkvæmdastjórn VSÍ að iýsa yfir verkbanni gagnvart undirmönnum á farskipum þeirra skipafélaga, sem aðild eiga að sambandinu. Ákvörðun þessi tek- ur gildi frá og með miðnætti fimmtudagsins 10. maf. Verk bannið er sett f þeim tilgangi fyrst og fremst að knýja á um að samningar við undirmenn og yfir- menn á farskipum séu gerðir samtímis. Aðgerð þessi er þannig afleiðing yfirstandandi verkfalls yfirmanna, segir í fréttatilkynn- ingu VSÍ, sem staðið hefur frá miðnætti 24. apríl. Tilkynningum um verkbannið var í gær beint til Sjómannafélags Reykjavfkur, Sjómannasambands íslands, Fé- lags matreiðslumanna og Þernu- félags íslands. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Islands, kvað undirmenn myndu bregðast mjög harkalega við þessari aðför vinnuveitenda að þeim. Verk- bannið væri boðað áður en til fyrsta samningafundar hjá sátta- semjara ríkisins kæmi, en hann væri boðaður í dag klukkan 14. Ekki þýddi nú lengur fyrir vinnu- veitendur að taka gildar þær kröfur, sem afhentar hefðu verið, þær þyrftu nú endurskoðunar við eftir þessa aðför. Guðmundur kvað stjórn Sjómannafélags Reykjavík- ‘ur hafa bókað eftirfarandi á fundi í gær: „Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur kom saman síðdegis og gerði einróma eftirfarandi samþykkt: Þar sem hér eru frá hendi Vinnu- veitendasambands íslands tekin upp ný vinnubrögð við félag okkar, sem hvorki fyrr né síðar hefur gefið ástæðu til slíkra aðgerða, munum við skoða málið í samráði við lögfræðinga okkar, svo fljótt sem við verður komið. í framhaldi af því munum við ræða við önnur stéttarfélög, sem samninga gera við skipafélögin og hin ýmsu fyrir- tæki, sem í eigu þeirra eru eða þau eiga eignaraðild að. Stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur bendir á, að félagið hefur ekki boðað til vinnustöðvunar á farskipaflotan- um og á ekki í neinu verkfalli. Hins vegar bárust félaginu óvenju ósvífnar kröfur um miklar breyt- ingar á samningum undirmanna á farskipum fyrir nokkrum dögum frá VSÍ, sem hafa í för með sér mikla lækkun á tekjum farmanna, ef samþykktar yrðu. Hafði þetta í för með sér að Sjómannafélag Reykjavíkur varð að leggja fram sínar kröfur fyrr en ella. Engar samningaviðræður á vegum sátta- semjara hafa farið fram, þegar verkbannið er boðað. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur harmar þessi vinnubrögð Vinnu- veitendasambandsins og telur að þau séu sízt til þess fallin að ná þeim vinnufriði með frjálsum samningum á milli aðila vinnu- markaðarins, sem þeir manna mest boða.“ Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, kvað verk- bannið komið til vegna hörku yfirmannanna. Kröfur þeirra væru úr takt við það, sem væri að gerast í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá kvað hann verkfall hafa verið boðað áður en til fyrsta sáttafund- ar kom og að um mjög flókna kerfisbreytingu væri að ræða, sem báðir aðilar hefðu lýst áhuga á. Yfirmennirnir hefðu engan tíma gefið til þess að ræða þær: Hefðu því yfirmennirnir haft allt frum- kvæði að hörku í málinu. „Okkar viðbrögð eru varnaraðgerðir gegn þessu harkalega frumkvæði yfir- mannanna, sem ekki hafa gefið svigrúm til þess að ræða ágreiningsmálin undir venjulegum kringumstæðum," sagði Þorsteinn. Morgunblaðið benti Þorsteini á, að þeir álösuðu yfirmönnum fyrir að hafa boðað verkfall áður en til fyrsta sáttafundar hefði komið. Nú setti VSI á verkbann á undirmenn áður en til fyrsta sáttafundar kæmi með þeim. Þorsteinn kvað yfirmennina eiga nánast sök á því. „Við erum þarna að draga undir- mennina inn í deilu, sem yfir- mennirnir hafa haft forystu um að stofna til. Við hefðum ekki að eigin frumkvæði dregið undirmennina inn í kjaradeilu með þessum hætti. Það er algjörlega á ábyrgð yfir- mannanna." Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands. Þar segir að samninganefnd FFSÍ lýsi undrun sinni og vanþóknun á hinni harkalegu boðun verkbanns Vinnuveitendasambándsins gagn- vart félögum í Sjómannasamband- inu. „Nefndin telur að framkvæmd Listahátíð Dagskrá fimmtudaginn 3. maí Kl. 17.30: Frá Tónlistarskóla Kópavogs: Ein- leikur, samleikur og hljómsveit undir stjórn Inga B. Gröndals. Frá Listdansskóla Þjóðleikhússins: Ballett saminn og stjórnað af Ingibjörgu Björnsdóttur, fluttur með aðstoð hljóðfæraleikara frá Tónlistarskóla Kópavogs. kl. 20.30: * Frá Hlíðaskóla: Yngri nemendur kynna verk eftir Tómas Guðmundsson. Frá Heyrnleysingjaskólanum: Lát- bragðsleikur. Stjórnandi Berglind Stefánsdóttir. verkfalls yfirmanna á farskipum hafi verið eins léttbær landsmönn- um og nokkur kostur er í slíkum tilvikum. í ljósi verkbannsaðgerð- anna telur nefndin að ekki verði komizt hjá harðari afstöðu í fram- kvæmd vinnustöðvunar yfir- manna. Nefndin hefur því ákveðið að skipum í eigu félaga Vinnu- veitendasambandsins verði héðan í frá ekki heimil færsla innan hafn- arsvæðis Reykjavíkur. Fundur hef- ur verið boðaður í samninganefnd kl. 14.00 á morgun og verður þar tekin afstaða til frekari aðgerða." barnanna Nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna nokkra dansa. Auk þess tefla daglega ýmsir skákmeistarar úr skólunum á stóru útitafli. Mennina smíðuðu nemend- ur Hvassaleitisskóla undir leiðsögn Júlíusar Sigurbjörnssonar og nemendur vinna við smíðar, vefnað handavinnu og verkefni tengd heimilisfræðslu. Kvikmyndir nemenda í Álfta- mýraskóla sýndar kl. 16.30 í fundarsal. Sýningar á verkum barna í öllum sölum Kjarvalsstaða kl. 14.00 til kl. 22.00 undir nafninu: Svona gerum við! Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri: Borg með byggð Borg með byggð. Valddreifing. Sterk forysta. Borgin og landsbyggðin Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins, sá er nú stendur yfir er að mörgu sérstakur í sögu flokksins. Eftir stór-tap í síðustu kosn- ingum bendir margt til að fram- undan sé tími mikils uppgangs Sjálfstæðisflokksins, jafnvel hreins meirihluta ef vel er hald- ið á spilum og sá byr nýttur, sem flokkurinn hefur. Því er mjög mikilvægt fyrir flokkinn að haga málum sínum á þann veg að sem flestir geti sett traust sitt á flokkinn og fundið þar fótfestu skoðunum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn á fylgi um allt land í öllum stéttum. Á þessum landsfundi eigum við þess kost að tengja borg og byggð ennþá traustari böndum en verið hefur. Geir Hallgrím88on Sterk forysta Sjálfstæðisflokkurinn þarfn- ast nú sterkrar og samhentrar forystu, sem á traust flokks- manna og kjósenda um land allt. Við landsfundarfulltrúar höfum nú í hendi okkar framtíð flokks- ins. Á 50 ára afmæli Sjálfstæðis- flokksins gæti flokkurinn ekki fengið betri gjöf en sterka og Matthfas Bjarnason virka forystu. Þess vegna tök- um við höndum saman um formann okkar, Geir Hallgrímsson, og sem varafor- mann kjósum við þann mann, sem sýnt hefur á hann á traust okkar skilið, Matthías Bjarna- son. Með þessa menn í brúnni þarf flokkurinn ekki að kvíða framtíðinni. Pétur Pétursson, útvarpsþulur: Ríkisstjómin á ekki verkfalls réttinn og getur ekki selt hann SAMTÖKIN Andóf 79 hafa opn- að skrifstofu á Laugavegi 39, 2. hæð, og verður hún opin þá tvo daga, sem allsherjaratkvæða- greiðsla BSRB um samkomulag stjórnar BSRB og ríkisstjórnar- innar fer fram. Pétur Pétursson, talsmaður andófsmanna, sagði f samtali við Mbl. í gær, að þeir gengju baráttuglaðir til leiks. Hann kvaðst ekki vilja gefa út neina spá, „en við treystum því eindregið, að sem flestir segi nei og við höfum það á tilfinning- unni, að þeir verði allmargir,“ sagði Pétur. „Þá verður það hlutverk Kristjáns Thorlacíusar og félaga að færa ríkisstjórninni fréttirnar og skila frá okkur kveðju um að við höfum ekki viljað afsala okkur 3%,“ sagði Pétur og bætti við að síðan myndu opinberir starfs- menn einhuga fara þess á leit við Alþingi, að þar yrði lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um kjarasamning opinberra starfsmanna um rýmkaðan samn- ingsrétt, án þess að þeir þyrftu að kaupa hann „eins og stangaveiði- leyfi“. „Arthur Miller lætur aðalper- sónuna í „Sölumaður deyr“, Willy Lohmann, segja: „Þú átt ekkert, nema þú getir selt það.“ Við segjum hins vegar við ríkisstjórn- ina: Þú átt ekki verkfallsréttinn, og hefur þar með ekki leyfi til þess að selja hann. Það er sjálft löggjafarþingið, sem með laga- setningu staðfestir ótvíræðan rétt einhuga samtaka til þess að fara með verkfallsvopnið,“ sagði Pétur, og bætti við: „Margir hafa sagt, að verkfallsvopnið eigi heima á Þjóðminjasafninu meðal úreltra amboða frá liðinni tíð. Því neitum við, en þó svo kynni að fara að það yrði einhvern tíma sent á Þjóð- minjasafnið, þá munum við sækja það þangað. Þess eru líka dæmi, að þjóðin hafi sótt þangað það, sem hún taldi sér nauðsynlegt. Var ekki sjálfur forsetinn sóttur á Þj óðminj asafnið ?“ Að lokum sagði Pétur: „Um leið og ég þakka Morgunblaðinu fyrir að flytja þessi skilaboð okkar í Andófi 79, þá skal því hér með lýst af minni hálfu, að það er ekki að neinni fylgispekt við Morgun- blaðið, að það hefur birt greinar mínar um þessi efni. Málgagn þjóðfrelsis, sósíalisma og verka- lýðshreyfingar hefur hins vegar ekki leitað eftir neinum upplýs- ingum hjá okkur andófsmönnum, en birt fjölda greina um „mis- skilning" okkar. Ég mun í þessu máli láta þá afstöðu eina ráða að vinna málstaðnum gagn. Ég skal bíta í skjaldarrendur og skrifa gegn Morgunblaðinu, hvenær sem ég tel að það snúist gegn hags- munum okkar eða annarra verka- lýðssamtaka." Símar Andófs 79 á Laugavegin- um eru: 25570 og 25533. Pétur Pétursson talsmaður „And- ófs 79“ flytur hér ræðu sína á Hallærisplaninu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.