Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 23 Ginzburg kominn til Solzhenitsyns Gavendish, Vermont. 2. maí. AP. Símamynd AP. Katrina Svetlova, tengdamóðir Alexanders Solzhenitsyns, fagnar sovézka andófsmanninum Alexander Ginzburg við komu hans á heimili Nóbélsskáldsins, en þar mun Ginzburg búa. Fjær er Natalya eiginkona Solzhenitsyns. ALEXANDER Solzhenitsyn og Alexander Ginzburg, sovézku andófsmennirnir sem voru settir í fangelsi fyrir baráttu sína fyrir mannrettindum, eru aftur komnir bak við vírgirð- ingu, en að þessu sinni veitir hún útlögunum kærkomið skjól, fimm árum eftir að þeir hittust síðast. Solzhenitsyn hefur lifað hálf- gerðu einsetumannslífi í Cav- endish síðan hann kom til Bandaríkjanna 1976. Við hlið á vírgirðingunni tóku á móti Ginzburg kona Solzhenitsyns, móðir hennar og 18 ára gamall sonur Solzhenitsyns. Solzhenit- syn sem 1.260 íbuár Cavendish sjá sjaldan eða aldrei, kom ekki að hliðinu til að fagna gesti sínum. Frú Solzhenitsyn sagði Ginz- burg að hann og fjölskylda hans, sem búizt er við að komi til hans fljótlega, skyldu „líta á þetta sem annað heimili ykkar“. Ginzburg var þreytulegur og gugginn eftir löng blaðasamtöl í New York og langa ökuferð þaðan til Vermont. Frú Solzhenitsyn sagði með aðstoð túlks, að Ginzburg væri „mjög, mjög þreyttur og hefði mjög mikla þörf fyrir hvíld“. Ginzburg sagði í viðtali við sjónvarpið ABC að í gærkvöldi, að hann kysi heldur að vera í Sovétríkjunum og afplána dóm sinn þar en í útlegð erlendis. Hann sagði að fangaskiptin kæmu mannréttindum ekkert við og væru á sinn hátt tilraun til að blekkja Bandaríkjamenn. Rússar hefðu fengið njósnara sína aftur og jafnframt getað losað sig við „visst fólk sem stóðu í vegi fyrir þeirn". „Ég væri reiðubúinn að snúa aftur undir nánast öllum kring- umstæðum," sagði hann og bætti við aðspurður að hann mundi gera það jafnvel þótt hann yrði sendur aftur í fang- elsi. Ginzburg kvaðst ekki hafa getað haft samband við konu sína síðan hann fór frá Sovét- ríkjunum og sagðist ekki vita hvar hún væri nú. Tal er efstur Montreal, 2. maí. AP. TAL vann Portisch í 39 leikjum á skákmótinu í Montreal og komst í efsta sæti. Skák Tals og Karpovs heimsmeistara í kvöld getur ráðið úrslitum á mótinu. Karpov náði með naumindum jafntefli við Hort og er hálfum vinningi á eftir Tal. Éf Tal sigrar Karpov verður staða hans sterk þar sem hann teflir við sterka mótherja í tveimur síðustu umferðunum seinna í vikunni. Kavalek sigraði Larsen og Spassky og Ljubovjvic sömdu jafntefli. Skák Timmans og Húbners fór í bið. Staðan eftir 15 umferðir: Tal 10*/2 — Karpov 10 — Portisch 9 — Ljubojevic 7V2 og ein biðskák — Húbner og Timman 6V2 og ein biðskák hvor, Hort og Kavalek 6V4 hvor — Spassky 5 og ein biðskák og Larsen 5. í 16. umferð tefla Tal — Karpov, Kavalek — Portisch, Larsen — Timman, Spassky — Húbner og Ljubojevic — Hort. Eldgos yarð 80 að rjortjom Jakarta, 2. maí. Reuter. ÓTTAST er að a.m. 80 manns hafi farist og fjöldinn allur slasast eftir að eldur kom f gær upp í eldfjallinu Merapi á vesturhluta Súmötru. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum og plantekrum í nánd við eld- f jallið af völdum eldgossins. í febrúar sl. fórust 149 manns á Jakarta er eiturgufur frá Sinila- eldfjalli í Dieng-fjallaklasanum á miðhlutá Jövu lögðust yfir byggð- ina í nánd við eldfjallið. Bush fer fram Washington, 2. maí. AP. GEORGE Bush, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar (CIA), tilkynnti í gær að hann hygðist sækjast eftir útnefningu Repúblikana- flokksins vegna næstu forseta- kosninga í landinu. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaöastræti 10 A Sími 16995 Þetta er samvalin tæki. Allt harmonerar saman og þú ert viss um að allir hlekkirnir eru jafn sterkir. Verið velkomin að skoða og hlusta þessi glæsilegu tæki. Há gæöa FET útvarpstæki með FM og miðbylgju. Sérbyggður kraft magnari 2x40 wött RMS/8 ohm Sjálvirkur plötuspilari. Cassettu- segulband meö Dolby. Tvískipar hillur. Verð með öllu 793.900. Hifi SM 225. 2x25 watta RMS/8 ohm magnari útvarp með 3 bylgjum. LB.MB, og FM. Sjálfvirkur spilari með stilli- hnöppum að framan. Cassettu segulbandstæki meö Dolby. Tvískiptar hillur úr við. Verð með öllu kr. 630.000. Hifi SM 335 Há gæða FET útvarpstæki með FM og miðbylgju. Sérbyggður for- magnari með blöndunarmögu- leikum á hljóði. 2x40 watta RMS/8 ohm magnari. Beindrifin plötu- spilari með innbyggðu minni. Cassettu tæki með vökvadempuöu loki og Dolby. Tvískiptar hillur. Verð með öllu kr. 800.700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.