Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 35 því fram á það, að þeir létu mig hafa eftirlitsmann með á sjóinn, þar til netin yrðu dregin upp, til þess að ég gæti haft hreinan skjöld af þeim dylgjum, sem ef til vill hafa ráðið mestu í umræddri leyfissviftingu. Ég held því fram, að ef umræddur ferskfiskmats- maður hefði lagt fram matsniður- stöðu á öllum róðrum í marzmán- uði, fram að og með umdeildum róðri 22. marz, hefði umrætt „hraðskeyti" ekki verið sent. Ráðuneytisstjóri varð við ósk og kröfu minni. Var það drengilegt, því fyrirvari var stuttur og þakka ég það. Kl. 13.00 var því haldið út til veiða. Með okkur kom út gamalkunnur og gegn skipstjóri, sem er í þessu eftirlitsstarfi. Ur þessu varð því nokkur gálgafrest- ur, meðan sú rannsókn fór fram. Ekkert kom þar fram svo ég viti til, sem hægt er að hafa orð á, nema allt löglegt, sem ég og vissi fyrir. En hvað er að gerast í málum okkar sjómanna? Eru störf okkar svo lítils virði fyrir þjóðar- búið, að ástæða þykir til að koma fram við okkur verr en örgustu afbrotamenn? Sakamenn eru ekki dæmdir, án þess að þeir fái að koma við vörnum, ef einhverjar eru. Hvaðan hafa þessir frómu menn fengið þetta mikla vald, að dæma menn úr leik sem seka með einu „hraðskeyti", án þess að mál þeirra sé rannsakað gaumgæfi- lega, og menn fái að koma við vörnum? Ef íslenzk lög skilgreina það sem brot, að fiskimaður leggi net sín í sjó í þeim tilgangi að fá góðan afla í þau og það tekst, þá er þrostinn sá forni og helgi arfur, sem íslenzkir sjómenn hafa hlotið frá forfeðrum sínum mann fram af manni, að mega njóta þess að vera fiskimenn. Hvað gerir mönn- um kleift að stunda sjó og leggja það hart að sér við þessi nauðsyn- legu, þjóðlegu störf, að hætturnar gleymast og áður en varir orðnar óviðráðanlegar og menn koma ekki að landi aftur, eins og spjöld sögunnar geyma svo margar sagn- ir um? Þessu er vandsvarað í stuttu máli. Þörf mannsins að glíma við það óþekkta, og reyna að sigra það. Ánægjan, lífsfyllingin að færa að landi góðan afla, og hafa sigrast á erfiðleikunum, verkar þannig að vökur, vosbúð og vonbrigði liðinna daga gleymast. Þetta, ásamt fleiru gerir sjó- mannsstarfið þess virði að hægt er að stunda það. Ef hægt er að dæma þetta af fiskimönnum, er vá fyrir dyrum hjá íslenzkri þjóð. Nokkru áður en ég var rekinn í land með „hraðskeytinu", var mik- ið rætt um í talstöðvum báta og hlegið að „viðvörunarskeyti", sem einn harðduglegasti sjósoknari og aflamaður Suðurnesjamanna hefði fengið, þess efnis að hann yrði að stunda betur sjó, annars ætti hann á hættu að missta „veiðileyfið". Ef rétt hefur verið farið með í þessu talstöðvarrabbi hjá skipstjórn- armönnum, þá er þetta ekki til að hlæja að. Því þá er stutt í það, að einhver „bleyjustrákur" öðlist það vald, að senda skeyti niður í fiskibátana, sem ekki hafa getað róið vegna veðurofsa: „Ef þið róið ekki í nótt, góðir hálsar, er fiski- leyfið tekið af ykkur næsta dag.“ Ég vil þó láta koma fram, að ég er eindregið á móti öllu „gúanó- fiskiríi" og vona ég að sjóróðrarn- ir, sem nefndir hafa verið hér að framan beri þar vott um. Reglur eiga fullan rétt á sér um þessi mál, en þær verða að vera þannig, að menn geti stundað starf sitt, án þess að eiga á hættu, að vera stimplaðir sem brotlegir glæpa- menn án dóms, fyrir óviðráðanleg atvik. Til fróðleiks má geta þess að viku veiðistraff í marz hjá um- ræddum bát, hljóðar peningalega upp á ca. 10 milljónir í sekt (skiptaverðmæti), fyrir utan ann- að og verra, sem ekki verður virt til peninga. Á sama tíma sögðu fjölmiðlar frá útlendum landhelg- isbrjót, sem tekinn var í íslenzkri landhelgi. Sekt 2.5 milljónir og veiðarfæradruslur voru gerðar upptækar. Ekki minnist ég þess að talað hafi' verið um veiðileyfis- sviftingu hjá því skipi í umræddri frétt. Þorvaldur Árnason, skipstjóri m/s Ásþórs RE 395. bjargar. Ekki er nema um hálft ár liðið frá því er hún hætti að fara fram á matstofu vistmanna á Hrafnistu. Ég leit inn hjá henni í • nánd síðustu jóla og var þá glöggt að skammt var orðið í lokaáfang- ann. Fram um 104 ára afmælið var Þorbjörg þó klædd daglega. Hún fékk rólegt andlát þann 4. apríl þessa árs. Hér skulu færðar fram þakkir til allra, sem veittu henni skjól á elliárum, austan fjalls og vestan. Hún lifir áfram í góðri minningu hjá vinum sínum og sjálf sá hún því borgið að nafn hennar gleymist ekki hjá komandi kynslóðum. Þórður Tómasson. AUGLYSINGASIMINN ER: . 22480 3n«rðunti(ahib © Aðalfundur áhugasafnara Félag áhugasafnara held- ur aðalfund í Glæsibæ, kaffiteríunni, fimmtudag- inn 3. maí, 1979, kl. 20.00. Stjórnin hvetur félaga til að mæta og taka með sér gesti. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Rætt verð- ur'um væntanlega sýningu. Nokkrir félagar mæta með safngripi. Kaffiveitingar o.fl. Andrés H. Valberg fer með stökur og gamanmál. Utanfélagssafnarar eru vel- komnir á fundinn. Upplýsingar í síma 32100 á kvöldin og í síma 26628 milli 1—6 á daginn. Stjórnin Tónmenntaskóli Reykjavíkur heldur tónieika í Austurbæjar- bíói n.k. laugardag kl. 2 e.h. Á þessum tónleikum koma einkum fram yngri nemendur skólans. Á efnisskránni verður einleikur, samleikur og ýmis hópatriði. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. URVALSVÖRUR -PIANTERS á PEANUT i, BUTTER -PLANTERS I Qrunchy T PEANUT % BUTTER HNETUSMJÖR OG HNETUOLÍA. L ‘'peanuts j L ilmondTj opeanuts HNETUR — KRYDDAÐAR OG ÞURRSTEIKTAR ÁN OLÍU WXEDNUTS PLANTERS|planTERS isw IjjlOFAýllom I PEÍlNUT? PLANTERS peanuts HNETUR — STEIKTAR Á VENJULEGAN HÁTT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.