Morgunblaðið - 03.05.1979, Page 22

Morgunblaðið - 03.05.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 T jón í miklum róstum í Ósló Frá fréitaritara Morgunblaðsins í Ósló í gær. TVEIR ungir menn slösuðust alvarlega í sprengingum, rúm- lega 60 voru handtekir og eigna- tjón er metið á rúmar 100.000 norskar krónur eftir mestu óeirðir sem hafa orðið í Noregi 1. maí í marga áratugi. Rúmlega 150 lögreglumenn voru viðriðnir mikla götubardaga aðfararnótt 1. maí þegar fjöl- mennir hópar unglinga herjuðu í miðborg Óslóar. Uppþotin hófust þá um nóttina og segja má að til þeirra hafi verið efnt til að minnast svipaðra uppþota sem geisuðu í Ósló í fyrra. Vígorð voru hrópuð gegn lögreglunni fyrir meinta vald- beitingu hennar gegn óbreyttum borgurum. Lögreglan lét hins vegar ekkert að sér kveða fyrr en langt var liðið á nóttina. Unglingarnir eyðilögðu götu- vita, kveiktu bál á götunum og skemmdu bíla. Það var ekki fyrr en þeir fóru að brjóta rúður verzlana meðfram Karls Jó- hannsgötu og að vörum' að verð- mæti 40.000 norskar krónur var rænt úr matvælaverzlun sem 150 lögreglumenn létu til skarar skríða. Kastað var heimagerðri sprengju sem særði ungan mann sem fylgdist með uppþotunum. Hann særðist á fæti og missti þrjár tær. Sextíu unglingar voru handteknir, en seinna um daginn var þeim flestum sleppt. Aðeins fjórir eða fimm verða ákærðir fyrir árásir á lögreglu og rán. Flestir sluppu með því að greiða 66—1000 króna skaðabætur. Önnur sprengja sprakk í kröfu- göngu marxista og lenínista. Vörður í göngunni reyndi að sparka sprengjunni burtu en þá sprakk hún og maðurinn slasað- ist mikið á fæti, handlegg og í andliti. Hann er ekki lífshættu- lega slasaður en nær sér aldrei að fullu. Lögreglan hefur lýst eftir tveimur mönnum sem eru grun- aðir um að hafa kastað sprengj- unni. Hermenn Idí Amins drápu 1000 í Tororo Tororo, Uganda, 2. maí. Reuter. HERMENN Idi Amins drápu 1.000 manns í smábænum Tororo og nágrenni hans á tveimur vikum áður en þeir flúðu norður á bóginn að sögn sjónarvotta. Fyrstu fréttamennirnir sem kom til bæjarins frá Kenya hittu fyrir hópa fólks sem stóð annars yfirgefnum götum og reyndi að afla upplýsinga um eignkonur og börn sem er saknað. Sjónarvottar segja frá því hvernig hræddir og niðurbeygðir hermenn Amins sneru sér að hreinum morðum til þess að hressa upp á sjálfstraustið sem var ekki upp á marga fiska. Þeir segja að menn Amins, sumir þeirra borgaralega klæddir, hafi gengið að hópum fólks sem hrópaði stuðningsyfir- lýsingar við nýja forsetann, Yusufu Lule. Þeir sem tóku undir stuðningsyfirlýsingarnar voru murkaðir niður með rifflum. Valenario Ekol fangavörður sagði, að hann hefði fundið tvo bræður sína myrta. Hann hefur árangurslaust leitað að konu sinni og fjórum börnum síðan hann kom úr felum eftir komu Tanzaníumanna. Dominique Ndegwa hefur leit- að án árangurs að meðlimum Slys í öðru kjarnorkuveri Washingtun, 2. maí, Reuter. ÞRÍR starfsmenn kjarnorkuvers í Illinois-fylki í Bandaríkjunum slösuðust lítillega þegar um 3,500 lítrar af geislavirku kælivatni láku niður í kjarnorkuverinu. Slysið bar að með þeim hætti að þétting í leiðslum, sem kælivatn- ið var leitt um, brast er verið var að gangsetja kjarnakljúfana eftir reglubundna stöðvun. íran slítur sambandi við Egyptaland Teheran, íran, 2. maí, AP. STJÓRNVÖLD í íran slitu form- lega stjórnmálasambandi við Egyptaland í gær. Þykir ákvörð- unin sýna samhug írana með harðlínuríkjum Araba sem for- dæmt hafa af hörku friðarsam- komulag ísraela og Egypta. fjölskyldu sinnar. Hún sagði, að hermenn Amins hefðu myrt til að komast yfir ökutæki og peninga. „Þeir skipuðu einhverjum að fara úr bíl sínum eða af hjóli sínu og sögðu honum síðan að ganga burtu. Þeir skutu þá í hnakkann. En þeir drýgðu einnig morð vegna þess að þeir voru sigraðir og hræddir. Það eina sem gaf þeim aftur sjálfstraust var að drepa." Við líkhús bæjarins hafa lík rúmlega 100 hermanna Amins, sem Tanzaníumenn felldu, verið grafin í fjöldagröfum undir mango-trjám. Veður víða um heim Akureyri -8 ól Amsterdam 7 rígning AÞena 24 heiðskírt Barcelona 18 léttskýjaö Berlín 9 skýjað BrOssel 8 rigning Chicago 8 rigning Frankfurt 11 rigning Genf 12 rigning Helsinki 9 skýjað Jerúsalem 28 skýjað Jóhannesarborg26 ióttskýjað Kaupmannahöf n 8 rigning Lissabon 22 lóttskýjað London 8 lóttskýjað Los Angeles 19 skýjað Madríd 24 lóttskýjað Mataga 23 skýjað Mallorca 19 heiöskírt Miami 25 skýjað Moskva 15 lóttskýjað New York 23 heiöskírt Ósló 8 lóttskýjað París 10 skýjað Reykjavík /, "‘3 ól Rio De Janeiro 34 skýjað Rómaborg 16 skýjað Stokkhólmur 9 lóttskýjað Tel Aviv 24 skýjað Margrét Danadrottning afhendir Lars Chemnitz formanni lands- réösins heimastjórnarlög Grænlend- inga. Á myndinni eru einnig Henrik prins óg Hertling Grænlands- málaráöherra. Símamynd — Nordfoto. Chemnitz prédikaði, var haldið í sal landsþingsins þar sem Lars Chemnitz fráfarandi landsráðs- formaður, formaður Atassut, setti fyrsta landsþing Grænlands eftir að Margrét Danadrottning hafði afhent heimastjórnarlögin og flutt ávarp. Síðar um daginn var almenn móttaka í lands- „Mikilvœgt spor að fá heimastjórn...” Nuuk. Grænlandi, frá Árna Johnsen blaðamanni MorKunblaðsins. „ÞETTA er svo mikilvægt spor hjá okkur að fá heimastjórn að við getum ekki talað að sinni um næsta stóra skerfið í framtíð stjórnmála Grænlands,“ sagði Jonatan Moztfeldh, tilvonandi fyrsti forsætisráðherra heima- stjórnar Grænlands. í samtali við Morgunblaðið í gær. Það var mikilvæg stund og stórt spor stigið hjá Grænlendingum þegar fyrsta landsþing þeirra var sett kl. 11 þann 1. maí í landsþings- húsinu að lokinni guðsþjónustu og skrúðgöngu. Óneitanlega bar athöfnin þó svip þess danska yfirbragðs sem hefur verið ráð- andi í stjórn Grænlands. Þegar Margrét Danadrottning hafði afhent Lars Chemnitz frá- farandi landsráðsformanni nýju lögin um heimastjórn Grænlands voru opnaðir gluggar á sal landsþingsins og danska herskip- ið Fylla, sem lá fyrir utan Nuuk, skaut 21 fallbyssuskoti, en þingmenn Grænlands eru einnig 21 að tölu. Hátíðahöldin vegna tilkomu heimastjórnarinnar hófust í raun 30. apríl þegar Margrét Dana- drottning og Hinrik prins komu til Nuuks, eins og höfuðstaðurinn heitir á grænlenzku. Borðalagðir danskir embættismenn voru við móttökuathöfnina, en græn- lenzku stjórnmálamennirnir voru í sínum hvítu hátíðatreyjum að grænlenzkum sið. Nokkur fjöldi barna tók á móti drottningunni, en fátt fullorðið fólk. Alls munu um 300—400 manns hafa verið við móttökuathöfnina. Setningarathöfn fyrsta lands- þings Grænlands hófst með skrúðgöngu frá húsi Hans Egede til Nuuks-kirkju og í broddi fylkingar voru nýkjörnir lands- þingsmenn ásamt æðstu embætt- ismönnum landsráðsins. Að lok- inni guðsþjónustu, þar sem landsprófasturinn Jens Chr. þingshúsinu þar sem landsþingið var gestgjafi. Var þar mann- mergð. Þar voru m.a. afhentar gjafir til Grænlendinga frá ýms- um félögum og fyrirtækjum sem tengjast Grænlendingum og einnig frá nágrannaþjóðum Grænlendinga, svo sem Fær- eyingum, Kanadamönnum og Al- aska, en frá ríkisstjórn íslands barst engin gjöf. Um kvöldið var síðan aðalhá- tíðarsamkoma þar sem 1.200 gestum var boðið. Stóð sú sam- koma fram eftir nóttu undir þúsundum danskra fána sem héngu í lofti, en Nuuk er sá staður á Grænlandi þar sem flestir Danir búa, eða 3—4.000 af um 12.000 íbúum bæjarins. Flest- ar ræður sem fluttar voru á samkomunni voru fluttar á dönsku og síðan túlkaðar á grænlenzku, en fæstir hinna fjöl- mörgu dönsku embættismanna á Grænlandi tala orð í grænlenzku. „Eigum margt sameiginlegt sem sjálfstœðar þjóðir í norðrinu 99 Aðalhátíðarsamkoman að undangenginni setningu fyrsta landsþings Grænlands í lands- þinghiisinu var haldin f Nuuk-höllinni þar sem gestir voru liðlega 1.200 talsins. At- höfnin hófst kl. 20.00 með borð- haldi, en sfðan fluttu ávörp: Margrét Danadrottning, Jörgen Peter Hansen Grænlandsmála- ráðherra, Atli Dam lögmaður Færeyja, Árni Johnsen blaða- maður og varaþingmaður Sjálf- stæöisflokksins, Jónatan Moz- feldt tilvonandi forsætisráð- herra fyrstu heimastjórnar Grænlands og Lars Chemnitz fráfarandi landsráðsformaður. Að loknum ræðum voru ýmis skemmtiatriði, en síðan var dans stiginn fram eftir nóttu. Árni Johnsen flutti ræðu sem fulltrúi Sjalfstæðisflokksins og vakti það mikla athygli, að hann flutti ræðu sína á íslenzku, en túlkur túlkaði hana á græn- lenzku. Gerðu heimamenn góðan róm að því að danska var ekki notuð. Fer ávarp Árna hér á eftir, en það var Jens Tavai Rosing sem túlkaði ræðuna eftir danskskrif- uðu handriti: „Góðir Grænlendingar og aðrir gestir. Sjálfstæðisflokkurinn óskar Grænlendingum allra heilla á þessum tímamótum. Ég flyt sér-1 stakar kveðjur frá Geir Hall- grímssyni formanni Sjálfstæðis- flokksins sem væntir þess að gott samstarf takist með nágrönnum og vinum sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessum heimshluta. Undanfarnar vikur hef ég ferð- ast um byggðir Thule á hunda- sleða og kynnst dugmiklu fólki í harðbýlu landi. Öll kynni okkar íslendinga af fólki lands ykkar hefur fært okkur heim sannin um að í mannlífi Grænlendinga er stórt hjarta og hlýtt. Það eru aðeins 300 kílómetrar á milli landa okkar, en torfarin leið. Stundum fáum við hljóðar en kaldar kveðjur frá landi ykk- ar, borgarisjakana sem leggjast að strönd lands okkar. Þeir eru fagrir, en við kunnum betur að meta heimsóknir grænlensks fólks. Jarðeldasvæði skiptir íslandi i tvennt, þannig að það heldur til tveggja átta, og jarðfræðilega má því segja að vesturhluti lands okkar sé á leið til Grænlands og sigli nokkra sentimetra á ári. En við vonum að samskipti okkar megi verða fljótvirkari, því við eigum margt sameiginlegt sem sjálfstæðar þjóðir í norðrinu, og nábúar sem þurfa að berjast fyrir tilveru sinni. Við látum í ljós vonir um að við getum skipst á menningarsamstarfi og auknum kynnum á margan hátt ov styrkt vináttuböndin með auknu sam- starfi. Megi guð lands ykkar fylgja ykkur. Heill og hamingja fylgi Grænlendingum sem sjálfstæðri þjóð. Pilluaritse (Til hamingju)." Þetta gerðist 3. maí 1977 — Viðræður Bandaríkjanna og Víetnams í París um eðlilega sambúð. 1968 — Johnson forseti kunnger- ir samkomulag um viðræður við Norður-Víetnama í París. 1958 — Tillaga Eisenhowers for- seta um að Suðurskautslandið verði vopnlaust svæði. 1945 — Bandamenn sækja inn í Hamborg. 1898 — Hunguróeirðir í Mílanó. 1859 — Frakkar segja Austur- ríkismönnum stríð á hendur. 1949 — Prússar bæla niður upp- reisn í Dresden. 1841 — Nýja. Sjáland formlega lýst brezk nýlenda. 1833 — Tyrkir viðurkenna sjálf- stæði Egyptalands og láta Sýr- land og Aden af hendi við Me- hemet Ali. 1814 — Loðvík XVIII snýr aftur til Parísar eftir ósigur Napol- eons. 1791 — Pólsku stjórnarskránni breytt. 1660 — Olivia-friðurinn og ófriði Brandenborgara, Pólverja, Aust- urríkismanna og Svía lýkur (Yfirráð Brandenborgara í Austur-Prússlandi viðurkennd; Pólverjar afsala sér tilkalli til sænsku krúnunnar, Eistlands og Líflands og Svíar og Pólverjar viðurkenna fullveldi Rússlands.) 1492 — Kristófer Kólumbus finnur eyna Jamaica. Andlát. George Psalmanazar, ævintýramaður, 1763 — Thomas Hood, skáld, 1845. Innlent. Yfirmaður Banda- rikjahers í Evrópu, Frank M. Andrews hershöfðingi, ferst í flugslysi á íslandi 1943 — f. Ólafur Stefánsson stiftamtmaður 1731 — Innköllun ríkisbanka- seðla 1820 — Auglýsing um póstafgreiðslustaði 1872 — „Allt í grænum sjó“ bannað 1913 — Þrír farast með Douglas Dakota í Vestmannaeyjum 1967 — For- setahjónin til Noregs 1971 — Viðræður við lafði Tweedsmuir í Reykjavík 1973 — d. Sigurjón Pétursson 1955. Orð dagsins. Gæfan er ekki á bandi hins hugdeiga — Sófókles, grískur leikritahöfundur (um 496-406 f. Kr.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.