Morgunblaðið - 03.05.1979, Page 20

Morgunblaðið - 03.05.1979, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 BRETLAND: Callaghan eða Thatcher Tesopi í framboðsfundarhléi. Thatcher frambjóðandi. Um það er kosið í dag ÆSILEGRI kosningabaráttu er lokið og í kvöld ráðast úrslit í kosningum sem hafa verið harðskeyttari og sérkennilegri en um langa hríð í Bretlandi. Fáir treysta sér til að spá alfarið öðrum stórum flokkanna sigri, en frá því að skoðanakannanir hófust í Bretlandi fyrir fjörutíu árum hefur enginn flokkur haft jafn mikla yfirburði í upphafi kosningabaráttu og íhaldsflokkur- inn nú. Á tímabili var spáð að flokkurinn fengi 20 prósent meira en Verkamannaflokkurinn. Síðan hefur Verkamannaflokkurinn sigið á hægt og bítandi og degi fyrir kosningar stendur allt í járnum og útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn hafi ívið meira fylgi. Víst er þetta ótrúlegt og víst bezt að taka þessu með varúð, því að niðurstöður brezkra skoðanakannana hafa oft verið brigðular og gefið ranga mynd af því hvernig leikar fóru í lokin. En það er forvitnilegt að velta því fyrir sér, hvað hefur gerzt sem beint hefur baráttunni á þennan veg. Að flestra dómi eru fyrir þessari sérstæðu þróun aðeins tvær ástæður: James Callaghan og Margaret Thatcher. tala um upphaf að endalokum er öruggt að það var stórkostlegur hnekkir fyrir hana. Sjónvarpið hefur löngum verið henni þyrnir í augum og það er flestra dómur að sjónvarpsfram- ganga hennar hafi aldrei verið með neinum þeim brag sem jafn- aðist á við t.d. Callaghan. Hún er taugaóstyrk í sjónvarpi, hættir til að vera langorð, á erfitt með að finna þráðinn ef skotið er inn í spurningum sem hún á ekki von á og hún veit ekkert hvað hún á að gera af höndunum á sér. Þessi taugaóstyrkur smitar síðan við- mælanda hennar svo að úr verður hin mesta hörmung oft og tíðum. Þó hafa sérfróðir tekið að sér að leiðbeina henni og þekktur brezk- ur sjónvarpsmaður og íhaldsmað- ur, Gordon Reece, verði henni þar betri en enginn. Eitt af því sem Reece hefur til að mynda bent henni á er sú staðreynd að sólar- hring eftir sjónvarpsviðtal man um að ástæður aðrar en hræðsla lægji að baki ákvörðunar hennar um að neita áskoruninni um sjónvarpskappræður. „Málefni og stefnur eiga að ráða, en ekki persónur," sagði hún og bætti við að hún myndi heyja baráttuna á þeim grundvelli. Stjórnmálamönnum er tamt að grípa til slíkra orðatiltækja og hvetja atkvæðin til að kjósa á milli þeirra á grundvelli skoðana, en láta ekki persónuleika viðkom- Thatcher með dóttur sinni og eiginmanni. Það yrði stórkostlegt áfall Margaret Thatcher ef svo færi að Verkamannaflokkurinn bæri sig- urorð af íhaldsflokknum. Tap í kosningum á Bretlandi þýðir oftast að umræður um leiðtoga- skipti hefjast snarlega, og Ihalds- flokkurinn sýnir litla vægð foringjum sínum sem fara halloka í kosningum og það er ótrúlegt að Margaret Thatcher fengi annað tækifæri. Sumir fréttaskýrendur halda því fram að „upphaf endaloka" Thatcher hafi verið er hún hafnaði að taka þátt í kappræðu á móti Callaghan í sjónvarpi, og þótt það sé kannski of djúpt í árinni tekið að Callaghan langefstur í vinsældakosningum í skoðanakönnun sem gerð var rétt um það bil sem kosningabaráttunni lauk kom fram sem fyrr ber Callaghan höfuð og herðar yfir kcppinauta sína, hvað varðar persónulegar vinsældir, 57% kjósenda töldu hann sitt eftirlæti. Annar í röðinni varð David Steel, 41 árs formaður Frjáislynda flokksins, gjörvulegur maður og snjall sem hefur þótt standa sig með afbrigðum vel í kosningabaráttunni. 28% vildu hann sem forsætisráðherra og Thatcher rak lestina með aðeins 23%. Hvað viðvék fylgi flokkanna stóð það svo f járnum að allt bendir nú til þess að það verði flokkar frjálslyndra og skozkra þjóðernissinna sem biðlað verður til að kosningum loknum. David Steel formaöur Frjálslynda flokksins gaati komizt í pá stöðu aö ráöa miklu um hver veröur nœsta stjórn í Englandi. aðeins einn af hverjum tíu nokk- uð af því sem hún sagði. Það sem máli skipti sjónvarpsáhorfendur var hvernig hún „kom út“, hvern- ig hárið á henni var greitt og hvort hún hafði traustvekjandi áhrif á fólk og sannfærandi. Það hefur verið reynt að milda þá ímynd sem meirihluti almenn- ings hefur gert sér um hana, að hún væri „hrokafull miðstéttar- íhald" og láta hana höfða til alþýðunnar og þó umfram allt að fá konur í lið með henni en þetta hefur gengið heldur brösuglega Margaret Thatcher lagði töluvert á sig til að sannfæra kjósendur andi ráða. En atkvæðin taka ekki nema takmarkað tillit til slíkra orða og ekki nema þeim henti það sjálfum, og svo komast þau að niðurstöðu á ýmsan hátt, og mikill fjöldi kýs alla ævi sama flokkinn. En í Bretlandi er það óvenjustór hópur sem sveiflast á milli stóru flokkanna og það gerir óneitanlega kosningar þar jafnan nokkuð spennandi. Slíkir kjós- endur líta sjálfsagt smávegis á stefnur og málefni, og íhuga hvor stóru flokkanna er þesslegur að gera ráðstafanir honum hugnan- legur. En ekki síður lítur þessi kjósandi fjálglega á þá menn sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.