Morgunblaðið - 03.05.1979, Page 17

Morgunblaðið - 03.05.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 17 Aldamótakynslóð og diskófólk Nokkrar ungar stúlkur úr Vesturbæjarskóla fluttu frum- samin leikatriði á Listahátíð barnanna mánudaginn 30. apríl. Stúlkurnar hermdu eftir sjón- varpsdagskránni, drógu upp spaugilegar hliðar ýmissa þátta sjónvarpsins. Til dæmis gerðu þær grín að Stundinni okkar og leiðtogum stjórnmálaflokkanna. Þetta tókst vel hjá þeim, vakti hlátur í salnum eins og til var ætlast. Einnig skopstældu þær Silfurtunglið á dálítið ótuktar- legan hátt, en gerðu það af hjartans lyst eins og annað sem þær sýndu áhorfendum. Það er í raun áhrifaríkt þegar börn fást við menningargagnrýni af þessu tagi. Ljóst er að þau sjá í Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON gegnum margt í samfélaginu, ekki síst það sem hinir fullorðnu skammta þeim. Það mun vera algengt að börn komi skoðunum sínum á fjölmiðlum á framfæri með líkum hætti og stúlkurnar úr Vesturbæjarskólanum. Er þá ekki eitthvað að í hinni aðgangs- hörðu mötun? Þegar ég frétti að Langholts- skóli yrði með dagskrá með samtalsþáttum, ljóðalestri og dansi að kvöldi mánudags bjóst ég satt að segja við einhverju nýstárlegu. í Langholtsskóla hef- ur á undanförnum árum farið fram bókmenntakennsla, einkum ljóðakynning, sem vakið hefur eftirtekt langt út fyrir veggi skólans. Forystu í þessari kennslu hefur Jenna Jensdóttir haft og hefur hún átt sinn þátt í að nemendur kæmust í snertingu við samtímann. Dagskrá Lang- holtsskóla á Kjarvalsstöðum var aftur á móti með aldamótasniði. Flutt voru ljóð eftir gömlu skáld- in, aðeins eitt skáldanna er á lífi. Eiríkur Stefánsson kennari stjórnaði þessari dagskrá rögg- samlega og af smekkvísi. Krakk- arnir lásu prýðilega ljóð eins og Skúlaskeið Gríms Thomsens og kvæði Davíðs Stefánssonar um Bólu-Hjálmar. Eftirminnilegur var flutningur ungrar stúlku á Þjóðvísu Tómasar Guðmund- sonar. Það sem einnig er lofsvert um þessa dagskrá var hve yngstu börnin komu vel fram og hve vel heyrðist til þeirra. Dagskráin var sem sagt vönduð, en hún var frá tíð afa og ömmu, nútímann vant- aði. Undan er skilinn dans þriggja stúlkna sem voru full- trúar diskófólksins sem æ meir lætur að sér kveða. Gamli tíminn í tali og tónum nefndist dagskrá frá Skóla ísaks Jónssonar sem flutt var 1. maí. Dagskrá þessi samanstóð af ýmsum þjóðlegum fróðleik og meðal efnis var sumt frumsamið. Ekki þarf að kvarta yfir því að nemendur Skóla Isaks Jónssonar fái ekki að vita hvernig lífið var í gamla daga. Sögustund í skólasafni nefndist atriði þar sem Ármann Kr. Einarsson sagði ævintýri. Ármann sagði börnunum frá bernsku sinni austur í Biskups- tungum, draumum og hugmynd- um sveitadrengsins. Það kom meðal annars fram að hann var látinn baka hverabrauð, en marg- ir telja slík brauð best samanber söguna af brauðinu í Innan- sveitarkroniku. Þetta atriði var ágætlega heppnað. Ármanni tókst með hógværum frásagnar- máta að ná til krakkanna sem söfnuðust kringum hann og hinna sem hlustuðu í salnum. Sinubrunar bannaðir Þá er gengið í gildi hið árlega bann við sinu- brennum, eftir lögunum um sinubrennur og með- ferð elds á víðavangi. — Samkvæmt þeim lögum tekur bannið við að brenna sinu gildi árlega frá og með 1. maí. — Um þetta segir svo í lögum þessum, sem er að finna í 6. kafla þeirra: „Sinu má aðeins brenna á tímabilinu frá 1. desember til 1. maí. Þó má veita leyfi til brennslu sinu og gróðurs þess, sem í 5. gr. getur, til 15. maí á svæðinu norðan ísafjarðardjúps og norðan heiða allt aust- ur að Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði, ef veðr- átta hamlar því, að mati hreppstjóra, að brenna sé framkvæmd fyrr, enda mæli sérstakar ástæður eigi gegn því.“ AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 |H«r0imIiIabíb R:® Jkstjórnunarfélag íslandsyák Hvert er nýjasta lögmál Parkinsons? Höfundur Parkinsonlögmálanna Prófessor C. Northcote Parkinson, mun dvelja hér á landi í boöi Stjórnunarfélags íslands dagana 8.—11. maí n.k. Prófessor Parkinson mun flytja er- indi á hádegisveröarfundi Stjórnun- arfélagsins sem haldinn veröur aö Hótel Sögu fimmtudaginn 10. mat kl. 12:00. Erindiö nefnir hann THE ART OF COMMUNICATION. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfé- lags íslands, Skipholti 37., sími 82930. Pról: Parkinson (f Teg. H/72 Bæöi yfirleöur og innlegg úr ekta skinni. Léttir svampsólar Litur: Brúnn. Stæröir: 40—46. Verö kr. 5.485.- Póstsendum samdægurs. Domus Medica, Sími 18519. Hjólbarða- þjónusta • Öll hjólbaröapjónusta. • Hjólbaröasala, nýir og sólaðir hjólbarðar. • Jafnvægisstilling. • Rúmgóð bílastæði. Söluaöili fyrir Hjóibarðaviögerö Helga g| Borgartún 24 Sími 16240. gg (Aöur Bíldekk s/f.) ífyrstasinn á Islandi! Stórkostleg bátasýning íSýningahöllinni, Artúnshöfða. Bátar í happdrættí, tízkusýningar — kvikmyndasýningar Opið frá kl. 14—22 til 6. maí Frítt ffyrir börn yngri en 7 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.