Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 Fjármálaráöherra um niður- greiöslu búvara: Verða ekki auknar umfram fjárlögin „ÞAÐ er ekki ætlunin að fara fram úr fjárlögum með niður- greiðslur á landbúnaðarvörum, en við höfum röskan milljarð upp á að hlaupa til aukinna niður- greiðslna i hiutfalli við hækkun búvöruverðs,“ sagði fjármálaráð- herra Ragnar Arnalds, er Mbl. spurði hann í gær, hvort fyrirhug- að væri að auka niðurgreiðslur og hvar væri hægt að taka fé til þess. Fjármálaráðherra sagði, að í fjárlögum væri gert ráð fyrir því að niðurgreiðslur yrðu auknar í sumar til samræmis við það ákvæði málefnasamnings ríkisstjórnarinn- ar, að niðurgreiðslur verði fast hlutfall af útsöluverði landbúnað- arvara. í málefnasamningnum seg- ir ekkert um það, hvað hlutfallið eigi að vera, né heldur, hvenær þetta skal koma til framkvæmda. Fjármálaráðherra sagði málið vera „í frumathugun" og því vildi hann á þessu stigi ekkert ræða það frekar, en ítrekaði að ætlunin væri að halda sig við upphæð fjárlaga. Rallbátur hverfur við Vestmannaeyjar VeHtmannaeyjum, 19. mai I LOK síðustu viku gerðist það hér við Vestmannaeyjar að ralibátur, sem var í reynslusiglingu við eyj- arnar, lcnti í erfiðleikum. Þrjú voru á bát þessum, sem var 18 feta með kraftmikilli vél, og var fyrirhugað að taka þátt í rallkeppni í kringum landið í sumar á bátnum. Er báturinn var í þessari reynslu- siglingu norður af Eyjum skammt frá landi stöðvaðist vélin. Skipverj- um tókst ekki að koma vélinni í gang á ný og ekki heldur að hafa samband við land. Var þá tekið til þess ráðs að róa bátnum til lands, en þar sem vindur var allnokkur í hviðum af suðaustri þá sóttist róðurinn seint. Því tókst ekki að ná landi við Eiðið, en urðu skipverjar í staðinn að hleypa vestur fyrir Eyjar og tóku land við Stafnes við heldur erfiðar aðstæður. Þátttaka íslendinga í Moskvuleikunum: Kostnaður 12 til 14 milljónir kr. KOSTNAÐUR við för íslenskra iþróttamanna og fararstjóra á Olympiuleikana i Moskvu i sumar mun að öllum líkindum verða á milli tólf og fjórtán milljónir króna, að því er Gísli Halldórsson formaður ÍSÍ tjáði Morgunblað- inu i gærkvöldi. Gisli kvaðst búast við að keppendur héðan yrðu tíu talsins, og að með þeim færi fimm manna fararstjórn. Kostnaðinn sagði Gísli að veru- legu leyti verða greiddan með frjáls- um framlögum. Einnig yrði notað það sem eftir væri af 5.5 milljóna króna ríkisstyrk, og enn væri óhreyfður tveggja milljón króna styrkur frá Reykjavíkurborg. Meiri- hluta ríkisstyrksins sagði Gísli hafa farið í greiðslu fyrir þjálfun og för til vetrarleikanna í Lake Placid í vetur sem leið. Báturinn var skilinn þar eftir, en skipverjar gengu yfir Dalfjallið, niður í Herjólfsdal og til bæjarins þar sem þeir leituðu aðstoðar. Trillu- bátur fór með skipverja á staðinn þar sem rallbáturinn hafði verið yfirgef- inn, en hann var þá horfinn af staðnum og kom fyrir ekki þó gaumgæfilega væri leitað á svæðinu úti fyrir og vestur af. Enn hefur báturinn ekki fundizt og er óttast að hann hafi sokkið á þessum slóðum. Ljóst er að eigendur hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Oddbjörg Runólfsdóttir 100 ára afmæli HUNDRAÐ ára afmæli átti i gær frú Oddbjörg Runólfsdóttir til heimilis að Stýrimannastig 11 í Reykjavík. Oddbjörg fæddist austur i Hvolhreppi i Rangár- vallasýslu, en fluttist árið 1916 til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið lengst af. Eiginmaður hennar var Ivar Sigurðsson og áttu þau þrjú börn pg eru tvö þeirra á lífi, þau Ragna Ivarsdóttir og Runólfur ívarsson, bæði búsett í Reykjavík. Afmælisbarnið dvelur nú á Landspítalanum í Reykjavík og hefur ekki verið við góða heilsu að undanförnu. Petu og Pétri fæddist dóttir ÞAU Pétur og Petrina voru á baksíðu hjá okkur í gær, hamingjusöm yfir heimkomu Péturs frá Hollandi, þar sem hann hefur staðið sig svo vel á knattspyrnuvöllunum. Ekki var hamingjan minni þegar þau voru mynduð á fæðingardeild Land- spítalans í gærkvöldi með litlu dóttur sína, sem fæddist í gærmorgun. Þetta er myndarstúlka, 12 merkur og 50 sentimetrar, þótt hún hafi fæðst aðeins fyrir tímann. Hún er þeirra fyrsta barn. Ljósm. Mbl. Emilía. Húsnæðisliðurinn vegur 10% í fram- færsluvísitölunni HÚSNÆÐISLIÐUR framfærslu- visitölunnar, en ríkisstjórnin hefur verið með ráðagerðir um að hækkun hans taki ekki öll gildi nú að þessu sinni, vegur um 8 til 10% af vísitölunni allri. Hann er reiknaður f jórum sinn- um á ári, rétt eins og vísitalan. Húsnæðisliðurinn mælir kostn- að við eigið húsnæði og hækkar hann nú við útreikning vísitöl- unnar um það bil um 30%. Ákvörðun um fiskverð vísað til yfirnefndar FUNDUR var haldinn í Verðlags- ráði sjávarútvegsins í gær, en fiskverð það, sem ákveðið var 11. apríl sl. og gilti frá 1. marz, gildir til 30. maí. Akveðið var á fundinum að visa fiskverðsákvörðuninni til yfirnefndar verðlagsráðs sjávarút- vegsins. Jan Mayen-samning- arnir ekki ræddir á ríkisstjórnarfundinum „ÉG skýrði frá því á ríkis- stjórnarfundi í morgun, að ég myndi staðfesta samkomulagið, en það hefur ekki verið ákveðið, hvort það verður gert hér eða í Ósló,“ sagði Ólafur Jóhanncs- son utanríkisráðherra, er Mbl. spurði hann í gær, hvernig samkomulagið við Jan Mayen hefði verið afgreitt á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun. Utanríkisráðherra sagði engar athugasemdir hafa komið fram við þessa yfirlýsingu hans. Utanríkisráðherra sagði, að ekkert hefði verið fjallað um skipan nefndarinnar, sem á að fjalla um hafsbotninn, og sagði ráðherra, að það yrði ekki gert fyrr en eftir að samkomulagið hefði verið undirritað. Mbl. spurði Hjörleif Gutt- ormsson, iðnaðar- og orkumála- ráðherra, hvers vegna ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu ekki lagt fram bókun á ríkisstjórn- arfundinum um Jan Mayen sam- komulagið og svaraði Hjörleifur því til, að engin ástæða hefði verið til þess. „Þetta er þingmál sem utanríkisráðherra mun framfylgja," sagði Hjörleifur. I yfirnefndina voru kosnir þeir Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson af hálfu kaupenda og Kristján Ragnarsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda. Oddamaður yfirnefndar er Jón Sigúrðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar eða fulltrúi hans. — Með tilliti til fyrirsjáánlegra launahækkana um mánaðamótin og stöðu veiða og vinnslu eftir þær töldum við eðlilegt að vísa málinu til yfirnefndar, þar sem forstjóri Þjóð- hagsstofnunar er oddamaður, sagði Kristján Ragnarsson í gær. — Við í verðlagsráði töldum okkur ekki geta ráðið við það hrikalega dæmi, sem kemur upp um mánaðamótin, sagði Kristján. Hassmál: Tveir menn í gæzluvarðhald TVEIR menn á þrítugsaldri sitja nú í gæzluvarðhaldi i Reykjavík vegna rannsóknar á fikniefnamáli. Annar þeirra var úrskurðaður fyrir nokkrum dögum en hinn í 20 daga gæzluvarðhald í fyrrakvöld. Menn þessir hafa áður komið við sögu í fíkniefnamálum. Húsnæðisliðurinn mælir eins og segir eigið húsnæði, en ekki leigu- húsnæði en eins og kunnugt er eiga allflestir íslendingar eigið húsnæði. Liðurinn hækkar mest einu sinni á ári hverju vegna þess að þá koma inn í hann hækkun fasteignagjalda og hækkun fjár- magnskostnaðar. Eru það þeir tveir liðir, sem hækka langmest enda reiknaðir aðeins einu sinni á ári og hækkar því húsnæðisliður- inn ávallt mest í maímánuði. Vægi húsnæðisliðarins í vísitöl- unni í heild er á bilinu frá 8%% til 10%, allt eftir því, hvernig stendur. í dag er vægi hans um 10%, en í febrúarvísitölunni vó hann töluvert minna. Þetta þýðir, að 10% hækkun húsnæðisliðarins hefur í för með sér 1% hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar. Nú er hækkunin um 30% og veldur hann þá hækkun f-vísitölu, sem nemur um 2,7%. Nefna má fleiri liði í vísitölunni, sem aðeins eru reiknaðir út og inn í vísitöluna einu sinni á ári. Sem dæmi má taka laxveiðileyfi og veiðileyfi, en þau koma inn í vísitöluna eðlilega aðeins á sumr- in, ennfremur kostnaður við að fara í sumarleyfi o.s.frv. Þessi sumarútgjöld koma aðins inn í vísitöluna á haustin. Á haustin koma og inn liðir, svo sem eins og kostnaður við bókakaup og annað. Engu að síður er húsnæðisliðurinn lang fyrirferðarmestur í fram- færsluvísitölu af þeim ársliðum, sem nefndir hafa verið. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar nú nafa verið að dreifa þessari miklu hækkun húsnæðisliðarins yfir á lengri tímabil og taka þessa 30% hækkun hans inn í nokkrum áföngum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.