Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 5 Ekki vitað hvort Karl prins kemur til laxveiða í sumar Karl Bretaprins „VIÐ vitum ekki hvort hann kemur í sumar og ekki hefur verið haft samband við sendi- ráðið vegna þess enn sem komið er að minnsta kosti,“ sagði Brian Holt, í sendiráði Bretlands í gær er hann var spurður hvort von væri á Karli Bretaprins til laxveiða á íslandi í sumar eins og undanfarin ár. Prinsinn hefur undanfarin ár stundað laxveiðar ásamt vinafólki sínu í Hofsá í Vopna- firði, og hefur líkað mjög vel hér á landi, enda hefur hann algjörlega fengið að vera í friði fyrir ágangi fólks. Munu flestir reikna með því að hann muni koma hingað í sumar, og þá líklega í ágústmánuði, en sem fyrr segir hefur sendiráð Bretlands ekki enn fengið neinar upplýsingar þar um. ALBERT Guðmundsson i verksmiðju Sambandsins i Harrisburg, ásamt Fjólu Guðjónsdóttur Salerno, verkstjóra i fiskréttaverksmiðj- unni, og Guðjóni B. ólafssyni, framkvæmdastjóra Iceland Seafood Corporation. Skoðjaði verksmiðjur S.H. og SÍS í Bandaríkjunum ALBERT Guðmundsson alþing- ismaður var nýlega i Banda- ríkjunum og kynnti hann sér þá meðal annars verksmiðjur Sambandsins í Harrisburg og Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í Boston. Albert sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði verið í Bandaríkjun- um í örðum erindagjörðum, en gert sér sérstaka ferð til að kynna sér fyrrnefndar verk- smiðjur, sem væru endaþáttur- inn í framleiðstukeðju undir- stöðuatvinnuvegar þjóðarinn- ar. Albert kvaðst hafa haft mjög gaman af því að sjá hve báðar þessar verksmiðjur væru vel rekn- ar, þar væri allt til fyrirmyndar á öllum sviðum. Sagðist hann hafa viljað kynna sér þennan þátt útflutnings okkar og teldi hann sér það mjög gagnlegt sem stjórn- málamanni. Ferðina kvað hann hafa verið afskaplega lærdóms- ríka, en því miður ættu ekki allir íslendingar þess kost að sjá fyrir- tæki þessi með eigin augum. En mikilvægi þeirra væri mjög mikið og jafnvel smæstu mistök í fram- leiðslunni gætu þýtt lækkandi verðlag á framleiðslunni, sem svo væri fljótt að koma fram í versn- andi efnahag hér og versnandi lífskjörum. Engin olíuleit hér í sumar ENGIN oliuleit mun fara fram á landgrunni íslands í sumar, að því cr Páll Flygenring ráðuneyt- isstjóri iðnaðarráðuneytisins tjáði Mbl. í gær. Eins og menn eflaust muna hafa nokkur erlend fyrirtæki kannað landgrunnið, aðallega undan Norðurlandi, undanfarin ár til að reyna að fá úr því skorið hvort þar kunni að leynast olía. Síðast var bandaríska fyrirtækið Western Geophysical við rannsóknir hér haustið 1978. Engar óskir hafa borizt frá erlendum fyrirtækjum um olíuleit hér í sumar, að sögn Páls Flygenring. Alúöarþakkir til allra þeirra fjölmörgu er auösýndu mér vináttu og bróöurhug á sjötugs afmæli mínu. Zóphónías Pétursson. Unnur Sveinbjarnardóttir vióluleikari Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari. Sinfóníuhljómsveit íslands: Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar Islands frá árinu 1974 og kennt fiðluleik við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hefur hún haldið fjölmarga tónleika í Reykjavík og úti á landi og víða erlendis, m.a. farið í tónleikaferð til ísraels sl. vetur. Eftir nám við Tónlistarskólann í Reykjavík stundaði hún framhaldsnám í Bandaríkjunum og Englandi. Lauk hún Master of Music prófi frá Juilliard skólanum í New York. Unnur Sveinbjarnardóttir víóluleikari lauk prófi frá Tón- Leikur nýtt verk eftir Jón Nordal SÍÐUSTU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói á morgun, fimmtudag, kl. 20:30. Á efn- isskrá eru verk eftir Jón Nor- dal, sinfónia concertante eftir Mozart og sinfónia nr. 4 eftir Brahms. Einleikarar verða Guðný Guðmundsdóttir og Unn- ur Sveinbjarnardóttir og stjórnandi Gilbert I. Levine. Verk Jóns Nordal, tvísöngur fyrir fiðlu, víólu og hljómsveit, var samið haustið 1979 að ósk Stiftelsen Malmö Konserthus með Einar Sveinbjörnsson fiðlu- leikara og Ingvar Jónasson víóluleikara í huga og frum- fluttu þeir verkið 8. janúar sl. með Sinfóníuhljómsveitinni í Malmö. listarskólanum í Reykjavík árið 1969 og stundaði síðan nám í Bretlandi, Ítalíu og Þýzkalandi og lauk konsertprófi frá Nord- westdeutsche Musikakademie í Detmold árið 1977. Hefur hún leikið með þýzkri kammersveit og tekið þátt í tónleikaferðum víða um Evrópu og lék hún fyrst einleik með Sinfóníuhljómsveit- inni árið 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.