Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 Á línuritinu sést árstíða- sveifla i mjólkurframieiðslu og solu á svæði Mjólkursamsölunnar 1979. bá er sýnd mjólkurfram- leiðslan miðað við 8% kvóta- skerðingu. Af línuritinu verður ráðið að söiuhámark á vetrum er um 25% haerra en lágmark sölu á sumrum. Innvegin mjólk er hins vegar 70% meiri á sumrum en vetrum. Við samanburð á 8% kvótaskerðingunni og sölunni 1979 sést að mjóik myndi skorta í daglegar söluvörur hjá M.S. nóvember til apríl. „Þolum ekki að mjólkur- framleiðslan minnki um einn dropa hér sunnanlands“ Rætt við Guðlaug Björgvinsson, for- stjóra Mjólkursam- sölunnar um áhrif kvótakerfisins „MIÐAÐ við núverandi ástand er það staðreynd að við þolum ekki að mjólkurframleiðslan minnki um einn dropa hér sunn- anlands. Á svæði Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík voru á siðasta ári framleiddir 60 millj- ón lítrar af mjólk en heildar- neyslan á svæðinu á mjólk og mjólkurvörum nam um 75 millj- ónum litra. Neyslan á svæðinu er því um 15 milljónum lítrum meiri en framleiðslan þar. Nú er ákveðið að koma á svonefndu kvótakerfi og á mjólkurframleiðslukvótinn að koma til framkvæmda á þessu ári og gilda fyrir allt almanaksárið. Hættan er sú að þegar líður fram á haustið verði bændur búnir með kvótann sinn og dragi þá stórlega úr mjólkurinnleggi í samlögin. Hér kemur og við sögu hin mikla árstíðasveifla, sem er í mjólkur- framleiðslunni, en í júlí er mjólkurmagnið til dæmis tvöfalt meira en í febrúar. Verði reyndin sú, að samdrátturinn í fram- leiðslunni komi jafnt niður á alla mánuði ársins, ér ljóst að hér syðra verður skortur á mjólk, þegar líður á haustið og fram eftir vetri,“ sagði Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík, í sam- tali við Mbl. Á aðalfundi Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, sem haldinn var í endaðan apríl sl., var samþykkt ályktun, þar sem fund- urinn telur nokkra hættu á að nýlega ákveðið kvótakerfi kunni að geta leitt til þess að mjólk og rjóma skorti á 1. verðlagssvæði yfir haust- og vetrarmánuðina á meðan framleiðslan aðlagast þessu nýja kerfi. Skoraði fundur- inn því á ríkisstjórnina að veita fjárhagslega aðstoð til aðlögunar í 3 til 5 ár, svo bændum gefist tími til að breyta framleiðslunni til samræmis þessu nýja kerfi. Guðlaugur Björgvinsson sagði að slík framleiðslustýring sem kvótakerfið væri eðlileg, sérstak- !ega ef litið væri á mjólkurfram- Ieiðslu í landinu í heild. Sam- dráttur hefði þau jákvæðu áhrif að draga úr útflutningi mjólkur- afurða og minnka fjármagn sem bundið er í birgðum. Á hinn bóginn þýddi ekki að líta framhjá því, að samdráttur í mjólkur- framleiðslunni leiddi til hækkun- ar á reksturskostnaði mjólkur- samlaganna, sérstaklega kæmi slíkt þungt niður hjá þeim sam- lögum, sem hefðu mikinn fjár- magnskostnað. Alvarlegast við samdráttinn væri þó, að hans mati, hættan á að hann deildist hlutfallslega jafnt á allar árstíð- ir. „Ég tel að áður en gripið er til aðgerðar eins og kvótakerfisins, hefði þurft að gera róttækar aðgerðir til að jafna árstíða- sveifluna í mjólkurframleiðsl- unni. Aðrar þjóðir hafa staðið frammi fyrir slíkum vanda og getað leyst hann en það tekur nokkur ár. Við ættum að geta breytt þessu á 3 til 5 árum. Það er ekki bara að mikill munur sé á Guðlaugur Björgvinsson mjólkurframleiðslunni eftir árstíðum, heldur er sölusveiflan í öfugu hlutfalli við árstíðasveifl- una í framleiðslunni," sagði Guð- laugur. Það er staðreynd, sagði Guð- laugur, að yfir vetrarmánuðina, þegar mjólkurframleiðslan er í lágmarki, hefur oft reynst erfitt að fullnægja eftirspurn eftir mjólkurvörum á höfuðborgar- svæðinu. í þessum tilvikum hefur verið gripið til þess ráðs að flytja rjómann norðan úr landi, sem er ef til vill ekki tiltökumál, ef aðeins er um lítið magn að ræða. Guðlaugur sagði, að Framleiðslu- ráð landbúnaðarins hefði ályktað að við útreikning kvótans eða búmarksins eins og sumir vildu tala um, ætti að miða við meðal- tal framleiðslu búvara áranna 1976, 1977 og 1978. Væri áætlað að greiðsla fyrir mjólk á árinu 1980 yrði 92% af afurðamagni upp að 300 ærgilda marki en 80% af framleiðslu bar yfir. Guðlaugur sagði, að samkvæmt framansögðu mætti gefa sér að færi mjólkurframleiðslan á 1. sölusvæði, þ.e. svæðinu frá Lóma- gnúpi vestur um að Gilsfjarðar- botni ásamt Reykhólasveit, fram úr 53,5 milljónum lítra (þ.e. 92% af framleiðslu áranna þriggja) þá væri hún verðlaus. „Þegar ég segi að framleiðslan sé verðlaus, þá á ég við að verðið, sem bændur fengju hrykki rétt fyrir vinnslu- kostnaðinum og þá er ekkert eftir handa bóndanum. Hér syðra stöndum við frammi fyrir því að mjólkurframleiðslan nú er 25 til 30% meiri en hún var á árunum 1976 til 1978, árunum, sem kvót- inn er miðaður við. Þannig var framleiðslan á árinu 1979 7 millj- ónir lítra umfram 53,5 milljón lítrana og á þessu ári hefur mjólkurframleiðslan enn aukist. Þrátt fyrir þessa framleiðslu- aukningu hefur orðið að flytja mjólkurvörur að norðan," sagði Guðlaugur. Fram kom hjá Guðlaugi, að bændur á 1. sölusvæði fengu tiltölulega lítinn kvóta og mætti rekja það til þess að eitt af viðmiðunarárunum var mjög lé- legt framleiðsluár vegna óþurrka. Þó fengu stór bú hér syðra einnig meiri skerðingu en 80%. Kvóta- kerfið tæki ekki heldur tillit til fyrrnefndrar framleiðsluaukn- ingar, sem þó hefði ekki dugað til að fullnægja eftirspurn eftir mjólk og mjólkurvörum á sölu- svæði Mjólkursamsölunnar. Ef 8% kvótaskerðing á mjólk væri borin saman við sölu Mjólkur- samsölunnar 1979, kæmi greini- lega fram, að mjólk myndi skorta í daglegar söluvörur á sölusvæð- inu á tímabilinu frá nóvember og fram í apríl. „Vitanlega er það ekki tiltöku- mál, eins og ég sagði hér fyrr, að flytja milli Norðurlands og Suð- urlands mjólk eða mjólkurvörur, þegar um lítið magn er að ræða. Hér erum við hins vegar að tala um mun meira mjólkurmagn. í því sambandi kemur bæði til mikill kostnaður, sem á endanum bætist við mjólkurverðið til neyt- enda en nú kostar um 50 krónur að flytja hvern lítra af mjólk að norðan. Hitt er ekki síður spurn- ing, hvort slíkir flutningar séu tæknilega framkvæmanlegir og þar á ég við, að til dæmis snjóþyngsli gætu gert þessa flutninga erfiða. Mjólkurvörur er ekki hægt að geyma nema í takmarkaðan tíma og því má lítið út af bregða, eigi slíkir flutningar að ganga eðlilega," sagði Guð- laugur að lokum. Hvaö segja þeir um hugmyndir fram- sóknarmanna um visitöluskerðingu? Kristján Thorlacius: Setur illt blóð í alla samningsgerð BSRB „ÞAÐ kemur alls ekki til greina að breyta reglum um visitöluna eftir á. Það eru komnar fram stórkostlegar verðhækkanir á siðustu vikum og væri að mínum dómi full- komið hneyksli, ef menn færu að breyta vísitölureglunum frá 1. júní,“ sagði Kristján Thorlac- ius, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er grundvallaratriði fyrir launafólk í landinu, að það fái ekki aðeins vísitölubætur eftir þeim reglum, sem nú eru, heldur verði verðhækkanir bættar að fullu eins og við höfum gert kröfu um. Ef við tökum vísitöl- una í febrúar 1979 og marz 1980, þá hefur framfærsluvísitalan á þeim tíma hækkað um 61,37%, en verðbótavísitalan um 44%. Mismunurinn er 17,37 prósentu- stig, sem vantar upp á. Þessi skerðing skiptist þannig að bú- vöruliður er 4,86%, hækkun vegna tóbaks og áfengis 2,84%, vegna olíugreiðslna 1,55% og vegna viðskiptakjararýrnunar 8,10%. Er þetta þegar mikil skerðing, sem í þessu felst.“ Morgunblaðið spurði Kristján Thorlacius, hver áhrif slík áform ríkisvaldsins að skerða vísitöl- una enn frekar myndu hafa á samningamál opinberra starfs- manna og ríkisins. „Það hefur áreiðanlega mjög slæm áhrif,“ sagði Kristján, „og ég fullyrði að þetta myndi setja mjög illt blóð í menn. Eg tel slíkt alveg fráleitt." Snorri Jónsson: Eins og að hella olíu á eld „ÉG lýsi undrun minni á þess- um hugmyndum og að þær skuli koma fram á sama tíma og menn standa í samningum,“ sagði Snorri Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands, i sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Allt fikt við visitöluna á þessu stigi væri eins og að hella olíu á eld.“ Þorsteinn Pálsson: Ekki mikil alvara ÞORSTEINN Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, kvaðst ekk- ert hafa heyrt um áform um að skerða vísitöluna, nema þær „rokufréttir“, sem birzt hefðu í blöðum. „Málið hefur ekkert verið kynnt fyrir Vinnuveit- cndasambandinu. Það skortir allar upplýsingar um aðgerðir af þessu tagi til þess að unnt sé að láta álit i ljós. Þvi get ég ekki gert það á þessu stigi,“ sagði Þorsteinn. „Þar að auki,“ sagði Þorsteinn Pálsson, „sé ég ekki að það sé mikil alvara á bak við þetta, þegar engin lagafrumvörp hafa verið lögð fram um þessi efni. Ég ætla ekki að nein ríkisstjórn noti ekki tækifærið á meðan þingið situr til þess að taka svo veiga- miklar ákvarðanir með venju- legum og þingræðislegum hætti." Skattur á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði: Gunnar Thoroddsen greiddi skattinum atkvæði sitt í FYRRAKVÖLD voru samþykkt sem lög frá efri deild Alþingis, lög um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Er hér um að ræða staðfestingu á bráðabirgða- lögum sem vinstri stjórn Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks setti á sinum tíma. Lögin voru samþykkt að viðhöfðu nafnakalli, og vakti athygli að dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra greiddi þeim atkvæði, en sjálfstæðismenn voru og eru mjög andvígir skattlagningu þessari. I umræðum um málið hafði Eyjólfur Konráð Jónsson meðal annars sagt, að lög þessi væru fráleit með öllu, og þekktist skattur af þessu tagi hvergi á byggðu bóli. Tómas Árnason við- skiptaráðherra tók undir þau orð Eyjólfs, að hér væri um óvenjulega skattlagningu að ræða. Við atkvæða- greiðsluna gerði hann þá grein fyrir atkvæði sínu, að hann teldi hér um tímabundinn skatt að ræða, sem taka yrði til endurskoðunar síðar á þessu ári. Ölafur Ragnar Grímsson formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu. Kvaðst hann fagna því að hér hefði tekist samstarf milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, og að sigur hefði verið unninn gegn verslunar- auðvaldinu í landinu, að vísu með góðri aðstoð framsóknarmanna og „fleiri góðra manna“ sagði þingmað- urinn og horfði á Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra. Voru lögin síðan samþykkt með atkvæðum þingmanna vinstri flokkanna þriggja og Gunnars Thoroddsens, gegn atkvæðum sjálfstæðismanna. PRÓFTÓNLEIKAR Fjórir af nemendum Söngskólans syngja á próftónleikum i Tónleikasal skólans i kvöld og annað kvold. Fyrra kvöldið syngja þær Kristín Jóhannesdóttir og Þóra Einarsdóttir og það síðara Krystyna Cortes og Sigurbjört Þórðardóttir. Á myndinni eru frá vinstri: Kristín, Krystyna, Þóra og Sigurbjört.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.