Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1980 3 i o Ajax - hvílíkur munur Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax i forþvotti. Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög Íviðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta* stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum dk blettalausum þvotti. | Ajax lágfreyðandi þvottaefni fyrirallan þvott Ajax skilar tandurhreinu MENNTAMÁLARÁÐ úthlutaði í gær styrkjum úr Menningar- sjóði. Úthlutað var átta dvalar- styrkjum til listamanna. hverj- um að upphæð 500 þúsund krónur, einum styrk til útgáfu tónverks, svo og tólf styrkjum til visinda- og fræðimanna, þar sem 100 þúsund krónur komu í hlut hvers. 33 umsóknir bárust um þá átta dvalarstyrki, sem til ráðstöfunar voru að þessu sinni, en þeir eru ætlaðir listamönnum, sem hyggj- ast dveljast erlendis um a.m.k. Formaður Menntamálaráðs ásamt þeim, sem veittu viðtöku styrkjum í gær, talið frá vinstri: Kristin G. Magnús, Leifur Þór- arinsson, Magnús Pálsson, Brict Héðinsdóttir, Tryggvi ól- afsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Edda Jónsdóttir, Einar Lax- ness, Gréta Sigfúsdóttir og Margret Guttormsdóttir, kona Jóhannesar Helga, en hún veitti styrknum viðtöku fyrir hans hönd. (Ljósm. Öl. K.Magn.) Níu listamenn hlutu dvalarstyrk úr Menningarsjóði tveggja mánaða skeið til að vinna þar að listgrein sinni. Um vísinda- og fræðimannastyrki sóttu 20 menn, en í ræðu við styrkveitinguna í gær sagði Einar Laxness, formaður Menntamála- ráðs, m.a., að þar sem ekki væri um að ræða meira ráðstöfunarfé til að styrkja vísinda- og fræði- menn en 1200 þúsund krónur, væri sá háttur hafður á að veita viðurkenningu ýmsum ágætum fræðimönnum, sem lengi hefðu stundað þjóðleg fræði og rann- sóknir af miklum áhuga og að eigin frumkvæði, en hlytu yfir- leitt lítinn sem engan opinberan styrk. Listamennirnir, sem hlutu dvalarstyrki úr Menntamálaráði, eru: Bríet Héðinsdóttir leikari, til dvalar í Stokkhólmi og/eða Berlín til að kynna sér stjórn útvarps- leikrita og vinnubrögð, sem lúta að því að breyta leiksviðsverkum, svo að þau hæfi til útvarpsflutn- ings. Edda Jónsdóttir og Ragnheið- ur Jónsdóttir, myndlistarmenn. Þær fá einn styrk sameiginlega til dvalar í París eða New York vegna starfa að grafíklist. Vegna þessarar sameiginlegu styrkveit- ingar hlutu þær, auk dvalar- styrksins 200 þúsund króna ferða- styrk í sameiningu. Gréta Sigfúsdóttir, rithöfund- ur, til dvalar í Noregi vegna skáldverks, sem hún vinnur að. Jóhannes Helgi, rithöfundur, til dvalar erlendis vegna ritstarfa. Kristin G. Magnús, leikari, til kynningar á íslenzkri menningu erlendis, m.a. með uppfærslu á leiksýningum í London. Leifur Þórarinsson, tónskáld, til dvalar á Ítalíu vegna tónsmíða. Magnús Pálsson, myndlistar- maður, til dvalar á Ítalíu, m.a. vegna þátttöku í myndlistarsýn- ingu Biennale di Venezia á þessu ári. Tryggvi ólafsson, myndlistar- maður, til dvalar á Ítalíu til að kynna sér myndlist. Um styrk til útgáfu íslenzkra tónverka barst ein umsókn. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, sótti um styrkinn til að gefa út Litlar ferjur, en verkið er samið fyrir kammerkór og nokkur hljóðfæri við sex ljóð Olafs Jóhanns Sig- urðssonar úr Að laufferjum og brunnum. Vísinda- og fræðimannastyrki hlutu: Einar Einarsson, Skammadals- hóli, Eirikur Jónsson, Reykjavík, Eyjólfur Jónsson, ísafirði, Flosi Björnsson, Kvískerjum, Guðmundur Finnbogason, Innri-Njarðvík, Jón Gislason, Reykjavík, Jón Guðmundsson, Fjalli, Sigvaidi Jóhannesson, Ennis- koti, Skúli Helgason, Reykjavík, Stefán Jónsson, Höskulds- stöðum, Torfi Jónsson, Reykjavík, og Þórður Tómasson, Skógum. í Menntamálaráði eiga sæti: Einar Laxness, Áslaug Brynjólfs- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Matthías Johannessen og Sigur- laug Bjarnadóttir. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.