Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 25
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 25 + Þessi mynd hér að ofan — til vinstri — er af hinni fögru kvikmyndaleikkonu Marlyn Monroe að berjast við pilsin sín, þar sem hún stendur á loftræstingarist frá neðanjarðarbraut í New York. Var þessi mynd tekin árið 1954 og varð víðfræg. — Hún er atriði úr kvikmynd, sem Mariyn Monroe iékþá í og heitir„The Seven Yearltchu. — Til hægri er mynd af sviðsetningu þessa atriðis, tekinnýiega í Rockefeller Center í New York, af kvikmyndaleikkonunni Constance Forslund, sem leikur í sjónvarpskvikmynd NBC-sjónvarpsins, sem heitir „Moviolau og er gerð eftir skáldsögu Garsins Kanin, sem varð metsölubók. Picasso-verk sem kostar yfir 1 milljarð + Sagt var frá því í fréttum fyrir skömmu að á listaverkauppboði í New York borg hefðu verk Impressionista og síðari tíma listamanna verið seld fyrir 14,8 milljónir dollara. Hefðu verk þessara listamanna aldrei fyrr verið seld fyrir svo háa upphæð á listaverkauppboði. Meðal verka sem slegin voru, er þetta hér á þessari mynd. Það er málverk eftir Pablo Picasso. Var það slegið Bridgestone-listasafninu í Tokyo fyrir þrjár millj- ónir dollara, sem jafngildir ísl. kr. 1,35 milljörðum króna. Myndin heitir „Saltimbanque Whit Arms Crossed", er 20. aldar verk. Unga konan sem stendur við málverkið er Paloma Picasso, dóttir listamannsins, en við hlið hennar stendur hinn japanski fulltrúi kaupenda, Susumu Yamamoto. Brúður hans verður í þriggja millj. kr. brúðarkjól + Tenniskonungurinn sænski Björn Borg, og hin rúmenska kærasta hans, Mariana Simion- escu, verða gefin saman í hjónaband austur i Rúmeniu 24. júii næstkomandi. — Hjónavigslan á að fara fram i kirkju á eyju einni i vatni einu i námunda við Búkarest. — Þau kynntust fyrst á tennis- velli i Frakklandi i tenni- skeppni sem þar fór fram fyrir um fjórum árum. — Brúðurin verður í 7.000 dollara brúð- arkjól, sem er sérhannaður fyrir hana af frægum kjóla- hönnuði i Bandarikjunum, sem fluttist vestur fyrir um 5 árum frá Bretlandi. Hann heitir Ted Tinling. Hann hefur verið nær óslitið i heilt ár að hanna þennan brúðarkjól, segir i blaðafregnum. Hann mun kosta sem næst i isl. krónum, rúmlega 3,1 milljón kr. Guðbjört Ó. Ólafsdóttir afhendlr Hannibal Valdimarssyni, formanni stjórnar Listasafns alþýðu, málverkagjöfina. Börn Ólafs í Fálkan- um færa Listasafni alþýðu málverkagjöf Á föstudaginn var afhentu börn Ólafs Magnússonar í Fálkanum og konu hans Þrúðar G. Jónsdóttur Listasafni alþýðu að gjöf tvö málverk, annað eftir Einar Jóns- son frá Fossi í Mýrdal og hitt eftir Gísla Jónsson frá Búrfellskoti. Um þessar mundir stendur yfir í Listasafni alþýðu yfirlitssýning á verkum Gísla Jónssonar, en hann naut um tíma tilsagnar hjá Einari Jónssyni. Sýningin stendur til 25. maí og er hún opin kl. 14—18 á virkum dögum, en kl. 14—22 á sunnudög- um. Saga daganna í nýrri BÓKIN Saga daganna eftir Árna Björnsson er nú fáanleg í nýrri útgáfu. Bók þessi kom fyrst út árið 1977, en seldist upp á tiltölulega skömmum tíma, enda hefur hún verið mörgum handhægt upp- sláttarrit og oft í hana vitnað. í bókinni er að finna ýmsan fróðleik um hátíðir og merkisdaga á Islandi að fornu og nýju, upp- útgáfu runa þeirra og ýmsa siði þeim tengda. Bókin er skrifuð á léttu og lifandi máli. Hefðir og ástæður ýmissa tyllidaga eru oft meiri og merkilegri en okkur grunar. Út- gefandi bókarinnar er Bókaforlag- ið Saga, en auk hinnar nýju íslenzku útgáfu bókarinnar hefur hún nú verið þýdd á ensku, og mun koma út hjá Iceland Review í næsta mánuði. Tvö námskeið fyrir aldraða haldin að Löngumýri i sumar ÞJÓÐKIRKJAN hóf í fyrrasum ar tilraun til þjónustu við aldr- aða með námskeiðahaldi i hús- næði skóla kirkjunnar að Löngu- mýri i Skagafirði. Verða i sumar tvö þriggja vikna námskeið og eru þau ætluð eldra fólki til undirbúnings þeim aðstæðum, sem ellin oft skapar, aukinn fritimi, breyttar heimiíisaðstæð- ur og oft einmanaleiki. Á námskeiðunum eru kennd ýmis atriði um tryggingamál, hag- nýta matargerð, líkamsrækt við hæfi aldraðra, leðurvinnu og hnýt- ingar og auk þess eru fluttir fyrirlestrar um bókmenntir, sögu og biblíufræði og lögð áherzla á þátttöku í umræðum. Geta þátt- takendur valið hversu margar greinar þeir vilja stunda, skipu- lögð verða einnig ferðalög um héraðið og kvöldvökur með gest- um. Fyrra námskeiðið í sumar verður í júní og hið síðara í september. Nánari upplýsingar er að fá á Löngumýri og biskups- stofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.