Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 Unnið að uppsetningu sýningarinnar í Asmundarsal i gær. I.jÓ8m. Mbl. Kristján. Fræðslusýning um hvali og hvalvernd Greenpeacemenn og íslenskir umhverfisverndarmenn opnuðu í gær fræðslusýningu um hvali og hvalvernd í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin er sér- staklega útbúin fyrir ísland og eru allir skýringartextar á islensku. Á hverjum degi verða sýndar litskuggamyndir og eftir n.k. helgi verða einnig kvik- myndasýningar dag hvern. Sýn- ingin verður opin kl. 14—22 alla daga til mánaðamóta. Ger Boor- er frá Greenpeace og Jón B. Hlíðberg hafa sett sýninguna upp. Arnarflug: A annað hundr- að umsóknir um 20 störf NOKKUÐ á annað hundrað um- sóknir hafa borist Arnarflugi er það auglýsti nýverið eftir um 20 flugliðum, þ.e. flugmönnum, flugfreyjum og flugvirkjum. Sagði Stefán Halldórsson, starfs- mannastjóri Arnarflugs, að rúm- lega 5 umsóknir hefðu borist um hvert starf. Stefán Halldórsson sagði eiga ráða í 4 stöður flugmanna í innanlandsflugi. Bárust um 50 umsóknir og var þegar valinn helmingur þeirra til að gangast undir skrifleg próf. Tíu úr þeim hópi verða síðan valdir í frekari próf í flugþjálfunartæki og sem fyrr segir verða síðan fjórir flug- menn ráðnir. Milli 40 og 50 umsóknir bárust um flugfreyju- störf og kvað Stefán eiga að ráða 10—15 vegna verkefna félagsins í Jórdaníu í sumar og munu flug- freyjurnar þá væntanlega dvelja þar samfleytt í 3 mánuði. Þá sóttu um 30 manns um störf flugvirkja í viðhaldsdeild félagsins, en Stefán sagði ekki ákveðið hversu margir yrðu ráðnir þar. Skrifstofa stuðningsmanna Guðlaugs opnuð á Sauðárkróki Stuðningsmenn Guðlaugs Þor- valdssonar á Sauðárkróki hafa opnað kosningaskrifstofu að Aðal- götu 2. Halldór Hafstað er í fyrirsvari fyrir skrifstofunni. (Fréttatilkynning) SINDRA STALHE SINDRA STAL C Íþvíliggur styrknrinn Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparartíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn. Borgartúni31 sími27222 Ásmundur J. Jóhannsson fyrir framan húsið á Vesturgötu 22, en þar átti Ásmundur heima á striðsárunum ásamt foreldrum sinum. „ÞETTA kort, ef kort skyldi kalla, rissaði Þjóðverj- inn upp í sandhrúgu á vinnustað okkar. Þarna staðsetti hann Reykjavíkurhöfn og innsiglinguna til hafnarinnar, eyjarnar voru á sínum stað og þessi einfalda teikning sannfærði mig um sannleiksgildi frásagnar hans um undirbúning SS-sveita eða sér- stakra víkingasveita til árásar á Reykjavík með það í huga að eyðileggja flugvöllinn og höfnina“. Það er Ásmundur J. Jóhanns- son, tæknifræðingur, sem mælir þessi orð, en í stuttu bréfi til Velvakanda Morgunblaðsins, sem birtist í gær, greinir hann frá því að SS-herdeild hafi verið þjálfuð til árásar á Reykjavík árið 1941. Bréf Ásmundar til Velvakanda fer hér á eftir, millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins: „í fróðlegri Morgunblaðsgrein 10. maí síðastliðinn undir fyrir- sögninni „Forsendur hernámsins" eftir Þór Whitehead, lektor, er sagt að mánuði eftir að Bretar hernámu Island, hafi Þjóðverjar lagt drög að innrásaráætlun í landið, en hún hafi verið andvana fædd og þýzka flotastjórnin talið hana óframkvæmanlega. Áætluninni breytt Ég tel aftur á móti, að Hitler og herstjórn hans hafi ekki hætt við „Ikarus“-áætlun sína fyrr en all- nokkru seinna. Þegar flotastjórn- in hafi talið áætlunina ófram- kvæmanlega hafi öðrum aðila verið falið að breyta áætluninni og að framkvæma hana svo. En í upphafi árs 1941 mun hafa verið hafinn undirbúningur árásar á ísland með þjálfun SS-herdeildar í Noregi. Þessa fullvissu mína byggi ég á eftirfarandi frásögn: Sumarið 1957 vann ég sem múrari í Þýskalandi. Þá bar svo við dag einn, að ekill hjá fyrirtæk- inu, sem ég vann hjá, sagði eitthvað á þá leið við mig, að á stríðsárunum hefði átt að senda sig til íslands. Ég varð auðvitað forvitinn og spurði hann nánar út í þetta. Sagði hann mér þá undan og ofan hvað fyrir sig hefði komið í stríðinum. T.a.m. það, að hann hefði verið í Waffen — SS-her- deild og tekið þátt í innrásinni í Pólland og síðar inn í Noreg. I ársbyrjun 1941 var herdeild hans haldið til leynilegra æfinga á stað einum í Noregi, sem ég man ekki nú hver var. Tilgangurinn var að æfa víkingaárás á Reykjavík. Eins og hann sagði mér frá, var þessi árásaráætlun þannig í stórum dráttum: Flugvöllurinn og höfnin skyldu gerð ónothæf Herdeildina átti að flytja með flugvélum frá Noregi og varpa henni niður í fallhlífum yfir Reykjavík. Við lendingu átti hún að skipta sér í tvo hópa. Annar hópurinn átti að ráðast á flugvöll- inn og eyðileggja hann. Hinn hópurinn, sá sem hann var í, átti að sækja að höfninni, sprengja upp bryggjur og hafnargarða, svo og að sökkva skipum í hana þannig að hún yrði ónothæf eftir. Þegar hóparnir höfðu lokið áætlunum sínum, áttu þeir, sem uppi stóðu, að sameinast og halda austur úr bænum til sportflugvall- ar, sem var um 20 km austur frá Reykjavík. Þangað áttu að koma flugvélar til að flytja þá aftur til Noregs. Til að gera þessar æfingar raunverulegar, voru gerð líkön af árásarmörkunum í Reykjavík oog skoðaðar myndir af bænum, bæði loftmyndir og myndir af húsum og götum. Hafði hann lagt þetta svo vel á minnið, að þá, sextán árum seinna, rissaði hann þarna upp fyrir mig Reykjavíkurhöfn ásamt Orfirisey, Engey og Viðey. Var þetta það rétt gert, að hann sannfærði mig algjörlega um sannleiksgildi frásagnar sinnar. Samkvæmt frásögn hans var ákveðið að framkvæma árásina einhverja nóttina í síðustu tveim- ur vikunum í ágúst, eða í fyrstu viku septembermánaðar 1941. En þá í byrjun ágúst var hætt við árásina, þar sem ófyrirsjáanlegt atvik hafði skeð. En það var það, að bandarískur her kom til íslands 7. júlí það ár, og ef árásin hefði verið framkvæmd, mundi það hafa kostað styrjöld við Bandaríkin, samkvæmt því, sem hann sagði. I staðinn fyrir að fara drepandi og eyðandi um Reykja- vík, var þessi herdeild send til austurvígstöðvanna, þar sem hún var, þangað til Þjóðverjar lögðu niður vopn í maí 1945. Það væri mikill fengur fyrir íslenska sagnfræði að fá upplýs- ingar um þennan árásarundirbún- ing Þjóðverja, einkanlega þar sem framvindan staðfestir, að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis í júlí 1941 að gera herverndarsamning við Bandarík- in var heillarík ákvörðun og forð- aði okkur frá því, að Reykjavík yrði orustuvöllur með þeim skelfi- legu afleiðingum sem af hefði hlotist fyrir okkur íbúana. Ásmundur J. Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.