Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 23
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 23 Minning — Anna Sigríður Ólafsdóttir Fædd 23. febr. 1900. Dáin 13. maí 1980. Á árunum 1887—1920 bjuggu í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði hjónin Sigríður Bjarnadóttir og Ólafur Finnbogason, en foreldrar hans höfðu búið á þeirri jörð og hann verið fyrirvinna hjá móður sinni eftir að faðir hans dó. Þau Sigríður og Ólafur hýstu jörðina vel, svo að af bar á þeim tíma. Þau eignuðust 11 börn og var Anna Sigríður það sjöunda í þeim hópi. Tvö fyrstu börnin dóu á fyrsta ári, en hin komust til fullorðins ára. Af þeim lifa fjögur og búa þau öll í Reykjavík: María Ragn- hildur, f. 16. febrúar 1896, Elín- borg Pálína, f. 14. júní 1906, Ólöf Sigurrós, f. 21. febrúar 1910, og Jón Emil hæstaréttarlögmaður, f. 27. febrúar 1893. Auk þess var í fjölskyldunni hálfbróðir og upp- eldisbróðir (bróðursonur Ólafs), og eru þeir báðir dánir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Brimnesgerði, og vann þeim af dugnaði og mynd- arskap. Árið 1920 hættu þau búskap og fluttu í kauptúnið í Fáskrúðsfirði og síðan til Reykja- víkur árið 1933. Anna fór til Reykjavíkur 1921 og vann þar um árabil, en 1925— 1926 dvaldi hún um eins og hálfs árs skeið í Kaupmannahöfn, með- al annars við saumaskap, en Jón bróðir hennar átti þá heima þar og stundaði lögfræðistörf. Skömmu eftir heimkomu frá Dan- mörku setti hún á stofn straustofu í Reykjavík, en varð að hætta við það vegna heilsuleysis. Fór hún austur til foreldra sinna og var hjá þeim þar til þau fluttu suður. I Reykjavík bjó Anna lengst af með foreldrum sínum. Faðir henn- ar dó 23. maí 1935, en móðir 27. janúar 1942. Um þetta bil verða tímamót í lífi Önnu. Hún kynnist Steini Minning: Júlíusi Árnasyni húsasmíðameist- ara. Hann var giftur Guðríði Guðmundsdóttur frá bæ í Súg- andafirði, en missti hana frá nýfæddri dóttur og 10 ára syni, 5. júlí 1941. Þau Anna og Júlíus gengu í hjónaband 24. desember 1943. Bjuggu þau fyrstu árin á Karla- götu og Miklubraut, en fluttu haustið 1952 í nýbyggt hús sitt í Njörvasundi 32. Hefur Anna búið þar síðan með manni sínum, þar til að hann andaðist 9. maí 1976, tengdamóðir, en hún dó 26. febrúar 1960, og stjúpdóttur. Steinn Júlíus var ágætur iðnað- armaður, duglegur, vandvirkur og sanngjarn. Hann var góður heim- ilisfaðir og áttu þau Anna saman rúmlega 32 ár í farsælu hjóna- bandi. Þau eignuðust ekki börn saman, en Anna gekk í móðurstað börnum Júlíusar, þeim Árna, sem er fæddur 6. október 1931, deildar- stjóri hjá Eimskipafélagi íslands, og Guðríði Ingibjörgu, fædd 19. júní 1941, skrifstofustúlka hjá Smjörlíki hf. Anna Sigríður var framúrskar- andi myndarleg og dugleg í hverju starfi, traust og vinur vina sinna, ekki síður þeirra er minna máttu sín. Heimili hennar og Júlíusar var myndarlegt og gestrisni mikil. Fáar húsmæður hef ég þekkt, sem tóku Önnu fram um fljótar og góðar veitingar, þegar gesti bar að garði. Anna var stjúpbörnum sínum sem besta móðir. Árni flutti að heiman 1958, er hann kvæntist Gyðu Ragnarsdóttur frá Eskifirði, og eiga þau tvö myndarleg börn: Ragnheiði og Atla Stein. Reyndist Anna þeim góð amma og voru þau mjög hænd að henni. Guðríður er ógift, og hafa þær, Anna og hún, búið saman í Njörvasundi. Stjúpbörn Önnu, þau Árni og Guðríður, reyndust henni ákaflega vel þegar heilsan dvínaði og end- urguldu á þann veg umönnun fyrri ára. Hið sama er að segja um Gyðu, konu Árna, sem oft lagði mikið á sig til þess að hjálpa Önnu og var henni á allan hátt eins og góðri tengdadóttur sæmdi. Anna var trúuð kona, en flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hún bar vel veikindi sín. Síðustu daga ævinnar dvaldi hún á Heilsuhæli Náttúrulækningafélags Islands í Hveragerði. Hafði hún aðeins dvalið þar í fáa daga, þegar dauðann bar skyndilega að garði. Með henni voru þar Elínborg systir hennar og maður hennar, Sveinbjörn Jónsson. Studdu þau hana á besta máta síðustu dagana. Það höfðu þau svo oft gert áður, sem og önnur systkini hennar, eftir því sem ástæður þeirra leyfðu. Systkinin frá Brimnesgerði héldu ávallt vel hópinn, hvort sem lífið var ljúft eða örðugt, svo og makar þeirra. Tíminn tifar áfram, árum fjölgar. í dag horfum við eftir Önnu Sigríði. Eftir eru fjög- ur systkini og tveir makar þeirra, stjúpbörnin og margir fleiri vinir og vandamenn, sem þakka henni vináttu margra ára og biðja henni blessunar Guðs. Guðm. Jónsson. frá Hvanneyri. Það er margs að minnast þegar Gunnlaugur er allur. Efst í huga mér er hans einstaka góðmennska í allra garð, ekki síst barna og barnabarna. Börn okkar voru hjá afa sínum og ömmu á sumrum meðan þau voru yngri og eiga þau öll ánægjulegar endurminningar frá dvölinni í Ólafsfirði. Gunn- laugur bjó lengst af í Ólafsfirði og stundaði þar margvísleg störf, lengst af sem málari og einnig var hann um tíma framkvæmdastjóri Byggingarfélags verkamanna og sá m.a. um byggingu fyrstu verka- mannabústaðanna í Ölafsfirði. Á yngri árum starfaði hann einnig erlendis, í Kaupmannahöfn og í Þýzkalandi, þar sem hann vann á vegum síldarnefndar ríkisins um árabil. Hann var fjöllesinn og fróður og hafði mikið yndi af skáldskap, enda hagmæltur vel, enda þótt hann flíkaði því lítið utan vina- og kunningjahóps. Mér er einkar ljúft að minnast ferðar er farin var árið 1967 með þýzka skemmtiferðaskipinu Volkfreund- schaft, en í þeirri ferð hélt Gunn- laugur upp á sjötugsafmæli sitt. í lok ferðarinnar hélt skipstjórinn veizlu mikla fyrir hina 550 far- þega. Eftir slík hátíðahöld var ekki nema sjálfsagt að þakka fyrir sig. Það vakti ekki litla undrun þegar Gunnlaugur stóð upp og þakkaði skipstjóra og áhöfn fyrir hönd farþeganna. Blaðalaust hélt hann glimrandi ræðu á þýzku og lét sig ekki muna um það að enda á því að kasta fram stöku í lokin, auðvitað á þýzku. — Ekki man ég vísuna, en hún mun hafa hljóðað upp á það, að þrátt fyrir hin glæstu geim, fýsti hann samt að halda heim í hafragrautinn og soðninguna. Já, það er margs að minnast á langri leið, en hugstæðust er mér minningin um einstæða ljúf- mennsku þessa góða manns. Guð blessi minningu tengdaföð- ur míns. Gunnlaugur Jóns- son frá Ólafsfirði Fæddur 27. ágúst 1897. Dáinn 15. maí 1980. Tengdafaðir minn, Gunnlaugur Jónsson frá Skeggjabrekku í Ól- afsfirði, lézt á uppstigningardag, þ. 15. maí sl., í fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, eftir skamma sjúkdómslegu. — Með þessum fáu línum langar mig að minnast hans og þakka samfylgdina þann aldar- fjórðung sem liðinn er frá því ég fyrst kom á heimili tengdafor- eldra minna í Ólafsfirði. Gunnlaugur var elstur barna hjónanna Sigurbjargar Marteins- dóttur og Jóns Gunnlaugssonar bónda og organista, er lengst af bjuggu í Skeggjabrekku í Olafs- firði. Yngri systkini hans voru Þengill er lézt sl. haust, þá búsettur á Akureyri, Oddný, bú- sett á Akureyri, Tryggvi, búsettur í Ólafsfirði, og Rósa húsfreyja á Hrísum í Svarfaðardal. Yngstur var Bergvin er fórst í sjóslysi á unga aldri. Gunnlaugur var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Hulda Guðmundsdóttir frá Akur- eyri. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Björn, búsettur í Hveragerði, kvæntur Ragnhildi Magnúsdóttur, Sigurlína, búsett í Hveragerði, gift Axel Magnússyni, og Sigurður búsettur í Kópavogi, kvæntur Arnþrúði Jóhannesdótt- ur. Seinni kona Gunnlaugs var Dalla Jónsdóttir frá Skuld á Blönduósi og eiga þau tvo syni, Jón Bergvin, eiginmann minn, og Gunnlaug, kvæntan Birnu Þor- leifsdóttur Thorlacius. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Faöir okkar SIGURÐUR SIGUROSSON, Flókagötu 7, fró Sámsstöðum í Fljótshlíö, lést mánudaginn 19. maí. Fyrir hönd systkina, Ágústa Sigurðardóttir. ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Setbergi, andaöist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja, mánudaginn 19. maí. Aöstandendur. t AUÐBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR frá Geitafelli, Vatnsnesi, andaöist aö heimili sínu Aöalgötu 12, Sauöárkróki, 18. maí. Jarðarförin auglýst síöar. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Torfi Sveinsson. t FRÚ ELÍSABET ELÍN ARNÓRSDÓTTIR BARTELS, ekkja Martin Bartels andaöist í Kaupmannahöfn 19. maí sl. Fyrir hönd dóttur hennar, ættfólks og vina, JÓN THORARENSEN. t Utför eiginmanns míns, JÓHANNS HAFSTEIN, fyrrum forsætisráðherra, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 23. maí og hefst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á að láta Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra njóta þess. Ragnheiöur Hafstein. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall bróöur míns PÁLS PÁLSSONAR. Sigríöur Pálsdóttir og fjölskylda Bolungarvík. t Innilegar þakkir til allra þeirra nær og fjær er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa HAMUNDAR JÓNASSONAR, Lynghaga 14. Guörún Hinriksdóttir, Hrafnhildur Hámundardóttir, Erlingur Þ. Jóhannsson, Kolbrún Hámundardóttir, Jón Guönason Gunnar Örn Hámundarson, og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faðir og tengdafaöir, GÍSLI GUÐMUNDSSON, skipstjóri, Bárugötu 29, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. maí, kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag fslands. Gyóa Gísladóttir Keyser, Guömundur Gíslason, Gunnar Gíslason, Geir Gíslason, Jóhann Gíslason, Sigríöur Jóhannsdóttir, Erna Adolphsdóttir, Björg Hermannsdóttir, Guörún Þorleifsdóttir, Guörún Kristjánsdóttir. Regina Birkis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.