Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 27 ESKIKJÖR KOSNING I KVOLD Ekki er nú komið að forsetakosningum ' ennþá, en í kvöld kjósum við vinssstdar- listann í Hollywood. Mike John og Þorgeir Ástvaldsson stjórna vali vinsældarlistans meö aðstoö dómnefndar. Og hér kemur síöasti listi, sem valinn var sl. miövlkudagskvöld. Kjósið yA| . * í kvöld Eskifirfti. 19. maí. SÍÐASTLIÐINN íöstudag var opnuð ný matvöruverzlun hér á Eskifirði og nefnist hún Eski- kjör. Eigendur verzlunarinnar eru Elís Guðnason og Erna Niel- sen, en þau hjónin hafa rekið aðra verzlun í 30 ár og verzlað með ýmsa vöru. Hin nýja verzlun er hin vistleg- asta og er ætlunin að hafa margt á boðstólum. Útbúin hefur verið kjötvinnsla í verzlunarhúsinu og annast Magnús Friðbergsson kjöt- iðnaðarmaður um hana. Til ný- lundu hér má telja að matvæli eru pökkuð í verzluninni í lofttæmdar umbúðir og er það mjög til bóta. Þau Elís og Erna reka áfram eldri verzlunina eins og verið hefur og er nýja verzlunin algjör viðbót við reksturinn. — Ævar Utivera sport feröalö Fyrirlestur um fiskveiðimál DR. Willy Carl van den Hoon- aard mun flytja fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar Há- skóla íslands um „Störf og stefnumið í sjávarútvegi íslendinga", fimmtudaginn 22. maí kl. 17.15 í stofu 201 í Lögbergi. Fyrirlesarinn er prófessor í félagsfræði við New Brunswick Háskóla í Kanada. Hann hefur stundað rannsóknir í íslenskum sjávarútvegi og fjallaði doktors- ritgerð hans við Háskólann í Manchester um íslenskt efni. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Sýningahöllinni Artúnshöföa 2Zmaf- Ziúni Dagana 22. maí - 2. júní 1980 veröur haldin vörusýning SUMARIÐ ’80 — ÚTI- VERA, SPORT, FERÐALÖG, í Sýninga- höllinni, Ártúnshöfda. Um 50 innlend fyrirtæki kynna vörur sínar, er samræmast heiti sýningarinnar. Á sýningunni munum viö sýna t.d.: Hraðbáta, sumarhús, hjólhýsi, fellihýsi, tjöld, garðhúsgögn og húsgögn ísumarbú- staðinn. Ýmiskonar viðleguútbúnaður sport- og feröafatnaöur, einnig margskon- ar sportvörur. Matvæla- og sælgætiskynn- ingar og margskonar fræðslustarfsemi. Og margt fleira. Opnunartími verður sem hér segir: Virka daga frá kl. 16-22. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-22. Skemmtiatriði, kynningar og-tískusýningar verða daglega kl. 17-21. Kvikmyndasýningar, ókeypis barnagæzla og kaffitería. VELBATURINN Jón Þórðarson frá Patreksfirði seldi 57,3 tonn af ísfiski í Grimsby fyrir um 27,9 milljónir króna, meðalverð 486 krónur. Mikil veð urblíða í Færeyjum BESTA veður hefur verið í Færeyjum undanfarna daga, það besta sem verið hefur þar í mörg ár, að sögn fréttaritara Mbl. í Færeyjum Jogvans Arge. Heiðríkja hefur verið og hitinn um 17 stig. í gær var hitinn svipaður og besta veður víðast hvar um eyjarnar en yfir Þórs- höfn lá þoka. Gestahappdrætti Vinningar daglega. Aöal- vinningur Camptourist-tjaldvagn frá Gísla Jónssyni að verðmæti 1.300.000.-. AUCLÝSINGASÍMINN ER: JWor0unbI«bit> e m . V <1.. mwmrJ m SSm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.