Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 31 Skúli og Jón Páll hrepptu silfur á EM i kraftlyftingum íslendingar gerðu sér heldur betur góða ferð á Evrópumeist- aramótið i kraftlyftingum sem haldið var í Ztirich í Sviss um siðustu helgi. Skúli óskarsson og Jón Páll Sigmarsson hrepptu báðir silfurverðlaun í þyngdar- flokkum sinum. Og Sverrir Hjaltason varð fimmtti í sinum flokki. sannarlega glæsilegur ár- angur islensku lyftingamann- anna og það ekki i fyrsta skiptið á stórmótum erlendis. Skúli Óskarsson varð annar í 75 kg flokknum. Hann lyfti 295 kg í hnébeygju, 120 kg í bekkpressu og 30Qj kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti því Skúli 715 kg og nægði það til annars sætisins. Lars Backlund frá Svíþjóð varð sigurvegari, lyfti samanlagt 752,5 kg. Þriðji í þess- um flokki varð Bretinn Thomson, lyfti hann samanlagt 702,9 kg. Jón Páll Sigmarsson varð síðan annar í 125 kg flokki og setti hann í leiðinni nýtt Islandsmet í bekkpressu 192,5 kg. 285 kg fóru upp í hnébeygju og 310 kg í réttstöðulyftu, eða samtals 787,5 kg. Steen frá Noregi sigraði í þessum flokki, lyfti samtals 837,5 kg, 322,5 kg í hnébeygju, 220 kg í bekkpressu og 295 kg í réttstöðu- lyftu. Það er athyglisvert, að Jón Páll átti þarna betri árangur í tveimur greinum, en yfirburðir Steens í bekkpressunni færðu hon- um sigurinn. Loks skal greint frá Sverri Hjaltasyni. Hann varð fimmti í 82,5 kg flokki, lyfti 270 kg í hnébeygju, 172,5 kg í bekkpressu, sem er nýtt íslandsmet. Loks fóru upp 300 kg í réttstöðulyftu, eða samtals 742,5 kg, sem er einnig íslandsmet. í þessum flokki var það Ron Collis frá Bretlandi sem sigraði, en hann lyfti samanlagt 855 kg, þ.á m. 355 kg í réttstöðu- lyftu, en það er Evrópumet. Bill West varð annar í þessum flokki, lyfti samtals 770 kg. • Jón Páll Sigmarsson náði frábærum árangri i Sviss. Enn sigrar Valbjörn FYRSTA stórmótið í frjálsum iþróttum á sumrinu fór fram á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Það setti sinn svip á mótið að allt besta frjálsíþróttafólk landsins dvelur nú við æfingar erlendis og tók ekki þátt í mótinu. Valbjörn Þorláksson sem nú hefur keppt i frjálsum iþróttum um 30 ára skeið sigraði i fyrstu grein móts- ins, 110 m grindahlaupi, hljóp á 15,2 sek. Og lika i stangarstökki þar sem enginn ógnaði honum. Valbjörn stökk 4,15 metra. Guð- rún Ingólfsdóttir náði ágætis árangri i kringlukasti kvenna, kastaði 45,88 metra. Þá var keppnin f 800 m hlaupi skemmti- leg en þar voru 11 keppendur. Steindór Tryggvason KA sigraði á ágætum tíma 1,58,7 mínútum. Magnús Ilaraldsson FH setti per- sónulegt met, hljóp á 2,01,1. Akureyrarmótinu í hand- knattleik er nýlega lokið. Leikn- ar eru 2 umferðir í öllum flokk- um nema í meistaraflokki karla, þar sem aðeins fór fram 1 leikur. KA sigraði i meistaraflokki karla og i 6. flokki A, en Þór sig'raði i öllum öðrum flokkum. Úrslit einstakra leikja urðu sem hér segir: Karlaflokkar: 6.fl A Þór:KA 8-12 og 7-9 sigurvegari KA. 6.fl B Þór:KA 8—5 og 6—11, (aukaleikur fór ekki fram). 5.fl A Þór:KA 11—9 og 10—7 sigurvegari Þór. 5.fl B Eitt íslenskt telpnamet var sett á mótinu. Geirlaug Geirlaugs- dóttir hljóp 200 m á 25,7 sek. Hér á eftir fara svo úrslitin í mótinu: Úrslit á Vormóti IR: 110 m grindahlaup: sek Valbjörn Þorláksson KR 15,2 Aðalsteinn Bernharðsson KA 15,7 Stefán Þ. Stefánsson ÍR 16,1 200 m hlaup kvenna: Helga Halldórsd. KR 25,1 Oddný Árnad. HSK 25,6 Geirlaug Geirlaugsd. 25,7, nýtt ísl. telpnam. Hástökk karla: m Stefán Friðleifsson UÍA 1,96 Karl West UBK 1,96 Hafsteinn Jóhanness. UBK 1,93 3000 m hlaup: mín Benedikt Björgvinss. UMSE 9,43,7 Guðmundur Ólafsson ÍR 10,05,5 Stefán Friðgeirsson ÍR 10,10,2 Þór:KA 12—7 og 9—4 sigurvegari Þór. 5.fl C Þór:KA 5—5 og 8—2 sigurvegari Þór. 4.fl A 11—4 og 10—7 sigurvegari Þór. 4.fl B Þór:KA 14—6 (seinni leikur fór ekki fram) sigurvegari Þór. 3.fl A Þór:KA 13-15, 14-13 og 14-13 sigurvegari Þór. Meistaraflokkur Þór:KA 21—24 sigurvegari KA. Kvennaflokkar: 2.fl Þór:KA 23—4 og 16—5 sigurvegari Þór. 3.fl A Þór:KA 13—1 og 10—1 sigurvegari Þór. 3.fl B Þór:KA 12-2 (seinni leikur ekki leikinn) sigurvegari Þór. — sor 800 m hlaup kvenna Thelma Björnsd. UMSK 2,19,0 Helga Halldórsd. KR 2,24,2 Guðrún Karlsdóttir UBK 2,24,4 300 m hlaup karla: sek Aðalsteinn Bernharðsson KA 35,1 Einar Guðmundsson FH 35,6 Ólafur Óskarsson Ármanni 36,5 Stangarstökk: m Valbjörn Þorláksson KR 4,15 Sigurður Kristjánsson IR 3,40 Kringlukast kvenna: m Guðrún Ingólfsd. Á 45,88 Elín Gunnarsd. HSK 33,04 Margrét Óskarsd. ÍR 32,34 800 m hlaup karla: mín Steindór Tryggvas. KA 1,58,7 Magnús Haraldsson FH 2,01,1 Guðmundur Sigurðss. UMSE2,02,2 - þr. Englendingar náðu jafntefli ENSKA landsliðið í knattspyrnu náði aðeins jafntefli 1 —1 á móti Norður-írum á Wembley leik- vanginum í gærkvöldi. Marga af fastamönnum enska liðsins vant- aði og olli liðið miklum vonbrigð- um í leiknum. Það var David Johnson sem skoraði fyrsta mark leiksins en Terry Cochrane jafn- aði fyrir írland mínútu síðar. Leikurinn þótti fremur þófk- enndur og langt frá því að vera vel leikinn. Úrslit leiksins ollu miklum vonbrigðum í Englandi. en þetta er annar landsleikurinn í röð þar sem liðinu tekst ekki að sigra. Síðastliðinn laugardag tapaði England 4—1, fyrir Wales. Þórsarar sterkir í Akureyrarmótinu í handknattleik • Skúli óskarsson hreppti silfurverðlaun á Evrópumót- inu. Apætur árangur naðist á vor- móti Breiðabliks FYRSTA frjálsíþróttamót sumarsins var haldið á föstudag- inn á íþróttavellinum við Fífu- hvammsveg, var það vormót Breiðabliks. Mótið var vel sótt og fór vel fram, en úrslit í einstök- um greinum urðu sem hér segir: 2. Hrönn Guðmundsd. UBK 62,4 3. Guðrún Karlsd. UBK 66,0 Kúluvarp pilta: metrar 1. Kristján Guðbjörnss.UBK 12,36 2. Sigurjón Valmundss. UBK 9,71 3. Arnþór Sigurðsson UBK 8,73 100 metra hlaup kvenna: S6k. 1. Helga Halldórsdóttir KR 12,6 2. Geirlaug Geirlaugsd. Árm. 12,8 3. Helga Armannsdóttir UBK 13,3 100 metra hlaup pilta: gg^ 1. Einar Gunnarsson 12,9 2. Gunnar Guðmundsson 15,7 400 metra hlaup kvenna: ^ 1. Helga Halldórsd. KR 60,0 Kúluvarp karla: metrar Pétur Pétursson UÍA 15,72 Spjótkast kvenna: metrar 1. íris Grönfelt UMSB 41,66 2. Bryndís Hólm ÍR 34,32 3. Thelma Björnsdóttir UBK 31,60 Spjótkast pilta: metrar 1. Sigurjón Valmundss.UBK 34,18 2. Kristján Guðbjörnss.UBK 24,16 3. Arnþór Sigurðsson UBK 18,93 2. deildin hefst í kvöld: * Armenningar mæta Selfossi KEPPNIN í 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu hefst i kvöld með leik Ármanns og Selfoss. Fer leikurinn fram á Laugardalsvell- inum og hefst hann klukkan 20.00 samkvæmt mótabók KSÍ. Gæti hér orðið um forvitnilega viðureign að ræða. Ármenningar komu upp úr 3. deild á síðasta keppnistímabili og sýndu nokkr- um sinnum góða takta á Reykja- víkurmótinu, vann liðið þá m.a. Víking 3—0. §elfoss var hins vegar um tíma á barmi þess að draga lið sitt út úr íslandsmótinu sökum mannfæðar og fleiri hluta. Málunum var þó bjargað og Sel- foss teflir fram liði. Má því segja, að bæði liðin séu óþekktar stærðir. Boro burstaöi Arsenal! SÍÐASTI möguleiki Arsenal á því að komast í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili rauk út í veður og vind í fyrrakvöld, er liðið mætti Middlesbrough á Ayr- some Park. Með því að sigra í leiknum hefði Arsenal skotist upp fyrir Ipswich í stigatöflunni, hreppt þriðja sætið í deildinni. En Arsenal átti aldrei minnstu möguleika á báðum stigunum. Leikmenn liðsins virtust von- sviknir, áhugalausir og þreyttir og leikmenn Boro gengu á lagið. skoruðu þrívegis í fyrri hálfleik og tvö í viðbót í siðari hálfleik. Mörk Boro skoruðu Craig John- stone, David Hodgeson. Graeme Hedley og Dave Armstrong, sem skoraði tvívegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.