Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 13 oft eru nauðsynleg fyrir nýja- þætti í heilbrigðisþjónustunni. Deild þessi hefur sérstaka stjórn, og er formaður hennar frú Helga Einarsdóttir. Rótgróin stofnun Nú hefur ný stjórn tekið við Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins. Hefur það haít í för með sér nýjungar eða breytingar í starfi? Rauði krossinn er rótgróin stofnun og skyndilegar breytingar á starfsemi eiga sér tæplega stað. Sú stjórn sem tók við Reykja- víkurdeildinni á síðasta aðalfundi, hefur haldið áfram því starfi og það er mikilsvert Rauða kross verkefni, sem Reykjavíkurdeildin hefur átt veigamikinn þátt í um árabil. Fjórir sjúkrabílar eru nú í notkun í Reykjavík, einn nýr bíll var tekinn í notkun á síðasta ári, og tveir nýir bætast við á þessu ári. Svo sem kunnugt er, annast slökkviliðsmenn sjúkraflutning- ana sjálfa, en það er vandasamt, erfitt og viðkvæmt starf. Þeir hafa leyst það af hendi með sérstakri kostgæfni og prýði gegn lágri þóknun þannig að líta má á starfið sem sjálfboðið að hluta. A síðast- liðnu ári voru farnar rúmlega 12 þúsund sjúkraflutningaferðir, þar af var tíundi hluti vegna slysa, þeirri stefnu, sem mótuð hafði verið af fyrrverandi stjórn undir forustu Ragnheiðar Guðmunds- dóttur læknis, en hún hafði verið í stjórn deildarinnar í 20 ár og formaður hennar í 8 ár. Af hugmyndum, sem hún kom fram með um skipulag og störf deildar- innar, má nefna stofnun kvenna- deildar, sem áður er getið, og aðstoðar við öryrkja og aldraða með heimsendingu tilbúins matar. Tvennskonar form hefur verið reynt á þessari þjónustu og er hún nú með þeim hætti að öldruðum og öryrkjum, sem erfitt eiga um öflun matar og matreiðslu, er gefinn kostur á að fá sendan heim tilbúinn mat. Hann er hraðfrystur og unnt að geyma í ísskáp, en þarfnast aðeins hitunar og er þá fulltilbúinn til neyslu. Maturinn er sendur heim einu sinni í viku og getur fólk valið um 20 mismun- andi rétti. Öll heimsending matar er unnin af sjálfboðaliðum úr kvennadeild, þannig að viðtakend- ur greiða aðeins heildsöluverð matarins en engan afgreiðslu- eða sendingarkostnað. Hér hefur Rauði krossinn byrjað á þjónustu við samfélagshópa, sem þarfnast meiri aðstoðar en hin opinberu þjónustukerfi geta veitt eins og nú stendur. Þegar gildi og gæði þess- arar þjónustu hefur verið full- reynd getur komið til mála að opinberir aðilar taki þar við, verði svo ekki, er það hlutverk Rauða krossins að halda áfram þeirri þjónustu, sem hjálparvana þegnar þurfa á að halda og unnt er að veita. Hverja fleiri þætti i starfsemi deildarinnar er ástæða að kynna almenningi? í því sambandi vil ég sérstak- lega nefna kennslu í hjálp í viðlögum sem er gamalgróið Rauða kross verkefni. Nýr þáttur var tekinn upp á þessu sviði á síðastliðnu ári. Gerð var tilraun til þess að veita grundvallar- fræðslu fyrir nemendur, sem voru að ljúka 9. bekk í grunnskóla. Var þar lögð áhersla á að kveikja áhuga fyrir samhjálp og slysa- vörnum á breiðum grundvelli meðal hinna ungu nemenda. Þá má nefna sjúkraflutninga, en einkum umferðarslysa. Fyrstu verkefni Alþjóða Rauða krossins, og raunar stærstu verkefni hans enn, eru tengd styrjöldum. Okkar styrjaldir eru slysin, þar bera umferðarslysin hæst enda jafnast mannfall, örorka og meiðsl, miðað við fólksfjölda, á við það sem gerist meðal stórþjóða, þegar þær standa í minniháttar styrjöldum. Breytingar framundan? Hvað er framundan? Þjóðfélagið er stöðugt að breyt- ast og ef til vill hraðari breytingar í vændum en nokkru sinni fyrr. Það er sennilega tímabært og nauðsynlegt að mannúðar- og hjálparstofnanir eins og Rauði krossinn breyti einnig nokkuð starfsháttum sínum enda þótt grundvallarsjónarmið hljóti að vera áfram hin sömu, öðruvísi mundi stofnunin tæplega njóta hins óskoraða trausts og virð- ingar, sem hún hefur haft um heim allan í heila öld. Breyttir þjóðfélagshættir skapa nýja hópa fólks, sem eru hjálpar þurfi, án þess að eiga kost á slíkri hjálp frá samfélaginu. Þessir sam- félagshópar eru fyrst og fremst öryrkjar, þroskaheftir, aldraðir og unglingar. Líta má á suma ein- staklinga þessara hópa sem fanga þjóðfélagsins, þar sem múrarnir eru ekki úr stáli og steini heldur úr félagslegri og fjárhagslegri einangrun. Rannsóknir hérlendis og erlendis hafa sýnt að sumt þetta fólk líður af næringarskorti og einnig skorti á öðrum lífs- nauðsynjum andlegum og líkam- legum. Þá munu þroskaheftir og sjúk gamalmenni sæta mestum ókjörum og mannúðarleysi í okkar þjóðfélagi. Vandamál þessi eru fjölþætt, en varnarráðstafanir, endurbætur og úrlausnir eru fé- lags- og stjórnmálalegs eðlis. Svipað má segja um önnur hratt vaxandi vandamál í nútíma þjóð- félagi t.d. ofbeldi, afbrot margs- konar, notkun fíkniefna o.fl. Þetta eru mikilvæg verkefni þar sem Rauði krossinn þarf að beita áhrifum sínum, þjóðfélagi og ein- staklingum til heilla. Ferðatöskur Þiónustuferö Volvo 1980 Þeir félagarnir Kristján Tryggvason og Jón Sig- hvatsson eru lagöir af staö í þjónustuferö. Feröin felst í skipulögöum heimsóknum til umboösmanna og þjónustu- verkstæöa Volvo um allt land. Þeir Kristján og Jón veröa akandi á splúnkunýjum Volvo 345, beinskiptum. Er mein- ingin aö þeir sýni nýja bílinn á viökomustööum feröarinnar. Á morgun miövikudaginn 21/5 veröa þeir félagar hjá Bílaverk- stæöi ísafjaröar á ísafiröi. Þar veröur bíllinn til sýnis frá kl. 11 — 12 og 13—15. Á morgun, fimmtu- dag 22/5 verða þeir félagar hjá Vélsmiöju Bolungarvíkur á Bol- ungarvík. Þar veröur bíllinn til sýnis frá kl. 11 —12 og 13—15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.