Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1980 15 Með þýzkum vinnufélögum í Gelsenkirchen í Ruhr árið 1957, Ásmundur tók myndina, en Þjóðverjinn, sem sagði honum frá fyrirhugaðri árás vikingasveita SS eða Waffen-SS, er lengst til vinstri á myndinni. Loftmynd, sem tekin er at Þjooverjum í 5,600 metra hæð í októberbyrjun 1942. Svæðið umhverfis Reykjavíkurflugvöll er sér- staklega merkt á myndinni. Höfðu gert eftirlíkingar af húsum og aðstæðum við höfnina Skömmu eftir hernám Breta fóru þeir upp á Sandskeið og eyðilögðu flugvöllinn þar með sprengjum svo Þjóðverjar gætu ekki notað flugvöllinn, en þaðan ætluðu þýzku víkingasveitirnar einmitt að fara til baka eftir árásina á Reykjavík. Mynd þessi er tekin á Sandskeiði skömmu eftir stríð. LjAsm. Ó1.K.M. nSportflugplatz“ 15—20 km fyrir austan Reykjavík, sem Þjóðverjinn ræddi um, getur varla átt við annað en flugvöllinn á Sandskeiði. Þann völl þekktu Þjóðverjar af eigin raun frá veru sinni þar á árunum rétt fyrir strið. Á myndinni sjást 3 af þýzku svifflugunum, sem Þjóðverjar notuðu hér til að kenna íslendingum svifflug. Allar eru vélarnar á myndinni nákvæmlega merktar og fer ekki á milli mála hverjar eru islenzkar og hverjar þýzkar. Víkingasveitir SS skipulögðu árás á Reykja- vik og hugðust skemma f lug- völlinn og hafn- araðstöðuna Hvað hefði orðið um allt fólkið? Þar með lýkur tilvitnuninni í bréf Ásmundar, en í samtali við Morgunblaðið í gær, sagðist hann hafa sagt ýmsum frá þessu, en svo virtist, sem menn hefðu ekki lagt trúnað á þessa frásögn. Ásmundur sagðist ekki vita til þess, að þetta einstaka .mál hefði frekar verið kannað og það hefði því fallið í gleymsku hjá honum sjálfum þaí til grein Þórs Whitehead birtist í Morgunblaðinu. — Ég er alinn upp í nágrenni við höfnina, eða á Vesturgötu 22, og ég leiði oft hugann að því hvað hefði orðið um mig og fjölskyldu mína, foreldra, systkini og allt fólkið sem bjó þarna ef J)essi árás hefði verið gerð, sagði Ásmundur, en hann er fæddur árið 1928 og var því 12 ára árið 1941. í raun hef ég litlu við þessa frásögn um fyrirhugaða árás að bæta, en hins vegar hefur þessi vitneskja gert mig enn staðfastari í þeirri trú minni, að það er okkur nauðsyn að hafa hér á landi einhverjar varnir. — 011 þessi árás var skipulögð á mjög vísindalegan hátt og á þeim stað, sem þeir notuðu til æfinga í Noregi, höfðu þeir gert nákvæmt líkan af umhverfi hafnarinnar og í því æfðu þeir sig. Þarna voru þeir búnir að byggja upp eftirlíkingar af húsum og aðstæðum við höfn- ina, en flokkur þessa Þjóðverja átti að taka höfnina og það svæði þekkti hann trúlega svo vel að hann hefði mátt leiða blindandi um göturnar og hann hefði þekkt sig. — Ég spurði hann sérstaklega hvort þeir hefðu ætlað sér að ílengjast hér á landi og svaraði hann því neitandi. Verkefnið hefði verið að koma hingað til að vinna ákveðin skemmdarverk og síðan að halda af landi brott á flugvél- um frá flugvelli 15—20 kílómetra austan Reykjavíkur, hann kallaði það Sportflugplatz og ég tók það alltaf sem flugvöllinn á Sand- skeiði, en hann þekkti engin stað- arnöfn hér. Stríðsfangi í Rúss- landi, stríðsglæpa- maður í Þýzkalandi — Ég fór til Þýzkalands á sínum tíma meira og minna af ævintýra- þrá og þá lágu leiðir okkar saman ,en Þjóðverjinn var bílstjóri hjá fyrirtækinu, sem ég vann hjá, eins og fram kemur í bréfi mínu. — I staðinn fyrir að fara til íslands var Þjóðverjinn, sem ég man ekki lengur hvað heitir, en er trúlega kominn um sjötugt ef hann lifir enn, sendur til Rúss- lands. Þar var hann frá síðari hluta árs 1941 til stríðsloka. Þá var hann tekinn til fanga sem stríðsglæpamaður og var í fang- elsi þar til skömmu eftir dauða Stalíns, en þá voru margir stríðsfangar látnir lausir. — Er hann kom heim til Þýzkalands beið lögreglan hans og hann var síðan dæmdur sem stríðsglæpamður. Hann var bitur vegna þessa og þegar ég kynntist honum hafði hann ekki enn öðlast borgaraleg réttindi, hann fékk t.d. ekki að kjósa. — Þessi maður var myndar- legur mjög og hefur sennilega svipað til hins sanna aría. Hann gekk ungur í Hitler Jugend eða Hitlers-æskuna og í stríðsbyrjun var hann fljótlega kallaður í SS-sveitirnar. Hann vildi ekki segja mér hvaða titil hann hafði, en hefur örugglega ekki verið háttsettur í stríðinu, en hins vegar man ég að hann sagði einhverju sinni við mig: „í stríði verður maður að gera miklu meira en maður myndi annars gera.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.