Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 21 Verðbætur á laun 1. júní nk.: Ekki hæg t að af taka bráðabirgðalög - segir forsætisráðherra SIGHVATUR Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, beindi þeirri fyrir- spurn til forsætisráðherra utan dagskrár á Alþingi í gær, hvort rikisstjórnin hefði í hyggju og undirbúningi að: 1) fresta með bráðabirgðalögum verðbótum á laun 1. júní nk. (eftir að þing hefur verið sent heim), 2) hækka niðurgreiðslur til að lækka verð- bætur á laun (sem ekki væru fjármunir til innan fjárlaga- rammans) — eða 3) breyta laga- ákvæðum um launabætur til sam- ræmis við verðlag. Vitnaði Sig- hvatur til ummæla tveggja fram- sóknarráðherra, Ingvars Gísla- sonar og Steingríms Hermanns- sonar, í útvarpsumræðum, sem ekki hafi verið hægt að skilja á annan veg en þann, að það væri ingar, sem hann hefði efnislega borið fram í eldhúsumræðunum en þá ekki fengið svör við. Hann hefði spurt um hvort ríkisstjórnin hefði í hyggju að grípa inn í lögbundin ákvæði um verðbætur á laun — og eins lögbundin ákvæði um verðbætur á vexti. Ef ríkis- stjórnin hefur gert upp hug sinn í þessum málum á hún að leita eftir afstöðu þingsins til tillagna sinna. Nú er skammt eftir þings en ríkisstjórnin hefur hvorki viðrað breytingar á lögum um verðbætur á laun né breytingar á efnahags- lögum frá 1979, sem m.a. fjalla um verðtryggingu fjárskuldbindinga fyrir árslok 1980. Ríkisstjórn hef- ur þinglega skyldu til að kunngera Alþingi, að gefnu tilefni, hvort hún ætlar að fara að gildandi landslögum hér um (verðbætur á árslok 1980. Engin lög hefðu því verið brotin þó verðbótum vaxta hefði verið frestað 1. marz. Seðla- bankinn hefði nú þessi mál til umfjöllunar og myndi gera tillög- ur þar um „næstu daga“. Þá verður „málið tekið upp í ríkis- stjórninni". Eftir gildandi vaxta- lögum verði farið, ef ekki komi til lagabreytinga, sem sé á valdi þingsins. Samráð við launþega Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, sagði rétt farið með orð sín en þau rangtúlkuð. Ekki væri til góða launafólki að verðbólgan héldi svo fram sem horfði. Hug- myndir sínar hefðu þó verið tengdar því að samráð væri haft við launþega, bændur og sjómenn. Fullyrðing um einhliða aðgerðir er rangtúlkun á orðum mínum. veg fyrir skerðingu á kaupgildi launa. Ráðherrann þegði nú, þó spurður væri. Slík skerðingarlög hafa hins vegar ekki meirihluta á Alþingi, staðhæfði HBl. Ég þykist viss um að Guðmundur J. fari ekki til Stykkishólms, ef afstöðu þings- ins yrði leitað. Hann myndi greiða atkvæði gegn slíkri skerðingu. Stjórnarskrárbrot Karvel Pálmason (A) sagði: Ef ríkisstjórn setur bráðabirgðalög, vitandi það að þau hafa ekki meirihlutafylgi á Alþingi, er slíkt ótvírætt stjórnarskrárbrot. Ráð- herrar svara ekki, eða út í hött, aðspurðir um hugsanlega skerð- ingu verðbóta á laun, sem nú eru lögtryggðar til samræmis við verðlag. Vilja nú ekki Guðrún Helgadóttir og Guðmundur J., sem mýkst mæla um láglaunafólk, lýsa því hér yfir svo allir megi skilja, að þau styðji ekki slík bráða- birgðalög, ef út verði gefin. Þá væri vitað fyrirfram að þau nytu ekki meirihlutafylgis og væru því stjórnarskrárbrot. Þessir 2 þing- menn eiga því leikinn, ef þeir hafa þor og vilja til. launaða fólksins er og ekki sá, að hann bjóði til skerðingar. Slíkt kemur heldur ekki til mála að mínu mati. Búi þessir menn hins vegar yfir einhverju því, sem þessu fólki verður til góða, má ræða það. (Er hér var komið var umræðu utan dagskrár frestað- vegna þingflokksfunda.) Skammur tími til að setja bráðabirgðalög Næstur tók til máls Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra. Hann gerði húsnæðismálafrum- varpið að umtalsefni og sagði að þar væri á ferðinni kjaramál sem skipti miklu máli fyrir launafólk í landinu. Þessu næst vék Svavar máli sínu að bráðabirgðalögum þeim sem stjórnarandstaðan telur að von sé á. Hann sagði að ef svo færi að þing stæði til 28. maí, þá væri mjög skammur tími fyrir ríkisstjórn, þó hún væri öll af vilja gerð, til að setja bráðabirgðalög. Þó menn vildu koma á bráða- birgðalögum fyrir mánaðamót þá væri of skammur tími til þess. Þetta væru hlutir sem þingmenn gætu sagt sér sjálfir. Svavar útilokar bráðabirgðalög Að máli Svavars loknu tók til máls Geir Hallgrimsson. Hann sagði ljóst, að Svavar teldi sig ekki þurfa að bæta neinu við svör forsætisráðherra. Geir sagðist fagna þeim orðum Svavars, að „brýnasta viðfangsefnið eins og sakir standa“ að lækka lögvernd- aðar launabætur til samræmis við verðlagsþróun á ferli ríkis- stjórnarinnar. Fái ég ekki skýrar yfirlýsingar um að hér sé rangt ályktað af orðum framsóknarráðherranna, mun Alþýðuflokkurinn endur- skoða þá afstöðu sína að greiða fyrir afgreiðslu þingmála og flýta þinglausnum. Ekki hægt að gefa nein fyrirheit þar um Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði orðrétt: „Ríkis- stjórnin hefur engar ákvarðanir tekið um ráðstafanir í sambandi við verðbætur 1. júní. Ríkisstjórn- in mun reyna að greiða fyrir gerð nýrra kjarasamninga eins og kost- ur er. Varðandi útgáfu bráða- birgðalaga er ríkisstjórnin bundin af ákvæði stjórnarskrárinnar um að brýna nauðsyn beri til, en fyrirheit um það fyrirfram að gefa ekki út bráðabirgðalög, hvernig sem á stendur, er ekki unnt að gefa.“ Verðbætur launa og vaxta Geir Hallgrímsson (S) þakkaði Sighvati fyrir að ítreka spurn- laun og vexti) eða breyta þar út af. Itrekaði Geir spurningar til for- sætisráðherra, formanns Fram- sóknarflokks og félagsmálaráð- herra um þessi efni. Það væri lítilsvirðing við Alþingi og þing- menn ef þingi lyki án þess að þingmenn vissu hvert stefndi í jafn afgerandi málum. Ekki samin á einni nóttu Sighvatur Björgvinsson (A) sagði svar forsætisráðherra um- búðir utan um ekki neitt. Honum væru slík svör lagin. Yfirleitt hefðu þó umbúðirnar verið lag- legri en nú. Spurningin er ein- faldlega: er ríkisstjórninni kappsmál að senda Alþingi heim til að geta gefið út skerðingarlög á verðbætur launa fyrir mánaða- mót? Slík lög verða ekki samin á einni nóttu. Ef að þessu er stefnt er undirbúningur þegar í fullum gangi. Fáist ekki skýr svör mun Alþýðuflokkurinn endurskoða af- stöðu sína þess efnis að greiða fyrir málum þessa síðustu starfs- daga. Engin lög brotin Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði Ólafslög kveða á um fulla verðtryggingu sparifjár fyrir Enga yfirlýsingu hægt að gefa Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði „niðurtalningarleið" hugsaða í samvinnu við launþega. Hann hefði áhyggjur af því sem fram- undan væri. Skammur tími væri til stefnu. Engin drög til breytinga á lögum hefðu verið rædd í ríkisstjórninni. Engin lög yrðu sett nema innan þess ramma er stjórnarskráin setur. Hins vegar væri ekki hægt að gefa út yfirlýs- ingar um, að lög ínnan þess ramma yrðu ekki sett — en ef til kæmi í lofuðum samráðum. Svörin gætu verið auðveld Ilalldór Blöndal (S) sagði sýnt að ráðherrar vildu ekki taka af skarið í svörum, þ.e. lýsa því yfir skýrt og skorinort, að ríkisstjórn- in hygði ekki á bráðabirgðalög varðandi skerðingu verðbóta á laun, strax á hæla þingmanna eftir þinglausnir. Ekkert ætti þó að vera einfaldara en gefa þing- mönnum yfirlýsingu um, að verð- bætur á laun yrðu ekki skertar, ef það er ekki ætlan ráðherra. HBl minnti á svardaga Svavars Gestssonar þess efnis, að erindi hans í ríkisstjórn væri að koma í Misst út úr sér slæm ummæli Guðmundur J. Guðmundsson (Abl) sagði mikið ganga á. I stjórnarviðræðum í janúar hefðu alþýðuflokksmenn lagt höfuð- áherzlu á skerðingu vísitölunnar. Nú væri komið annað hljóð í strokkinn. Ráðherrar Framsókn- arflokksins hafa misst út úr sér slæm ummæli, í ætt við staðhæf- ingar Alþýðuflokks í janúar síðastliðnum, en þó hengt þau aftan í heit um samráð við launafólk, bænda og sjómanna. Það hefur verið sagt að engin slík lög verði gefin út nema með samþykki launþega. Ennfremur að ekkert slíkt hafi verið rætt í ríkisstjórn. Kaupmáttur lægst þingmenn gætu dregið þá ályktun, að bráðabirgðalög yrðu ekki sett vegna tímaskorts. Geir sagðist telja að með þessum orðum útilok- aði Svavar bráðabirgðalög. Hann sagðist taka svar félagsmálaráð- herra þannig að hann tæki á sig þá ábyrgð að lögin yrðu ekki sett. Þessu næst sagði Geir að það væri Ijóst að bráðabirgðalög yrðu ekki sett, nema brýna nauðsyn bæri til, samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar. Hann sagði að nú ætti ríkisstjórninni að vera ljóst hvort nauðsyn væri á slíku. Éf ríkisstjórnin teldi slíka ráð- stöfun nauðsynlega, þá ætti að fara leið þingræðisins og leggja frumvarp um það mál fyrir Al- þingi. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Um 30 fm verzlunar eöa skrifstofuhúsnæöi til leigu á Öldugötu. Uppl. í síma 33493. Gróöurmold til sölu Heimkeyrð í lóölr. Uppl. í síma 44582 og 40199. Til sölu 47 ferm steinhús viö sjávar- síöuna á Hofsósi, Skagafiröi. Uppl. ettir kl. 19.30 í síma 95-6359. Lestrar- og föndurnámskeiö byrjar 27. maí fyrir börn, sem þekkja stafina, ef næg þátttaka fæst. Sími 21902. Veröbréf Fyrirgreiösluskrifstofan Vestur- götu 17, sími 16223. Betanía Reykjavík Félagar kristniboösfélags kvenna og kristniboösfélags karla í Reykjavík eru minnt á sameiginlega fundinn í kvöld kl. 20.30. ÚTIVISTARFERÐIR Miðvikud. 21.5 kl. 20. Úlfarsfell, létt kvöldganga, verö 2.500 kr. Hvítasunnuferðir: 1. Snælellsnes, gist á Lýsuhóli, sundlaug. 2. Húsafell, smáhúsagisting, sundlaug. 3. Þórsmörk, tjaldgisting. Utanlandsferöir: Noregur, Grænland, irland. Útivist. GEOVERNOARFÉLAG ISLANDS Ferö í Þórsmörk um Hvítasunn- una 24.-26. maí. Lagt af staö laugardag kl. 9. Uppl. á skrifstof- unni Laufásvegi 41, síml 24950. Frá Sálarrann- sóknarfélagi íslands Bresku mlölarnir Corai Polge og Robin Stevens sýna ósjálfráöa teiknun og skyggnilýsingu í Fé- lagsheimili Seltjarnarness miö- vikudaginn 21. ma» kl. 20.30. Aögöngumiöar viö innganginn. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.