Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 1978 — Franskir og belgískir fallhlífahermenn sendir til Zaire til að flytja burtu 1.500 Evrópu- menn frá koparbænum Kolwezi. 1944 — Bandamenn brjótast í gegnum Hitler-línuna á Italíu. 1940 — Þjóðverjar taka Amiens og Arras í Frakklandi. 1927 — Charles A. Lindbergh kemur til Parísar eftir flug sitt yfir Atlantshaf. 1871 — Frankfurt-sáttmálinn staðfestur — Stjórnarherlið sækir inn í París. 1864 — Orrustunni um Spot- sylvania-dómhúsið lýkur. 1833 — Hollendingar semja vopnahlé við Belga. 1813 — Orrustan um Bautzen milli Napoleon Bonaparte og herja Rússa og Prússa. 1650 — Montrose tekinn af lífi. 1553 — Lafði Jane Grey neydd til að giftast Dudley Iávarði. 1502 — Joao de Nova finnur eyna Sankti Helenu. 1471 — Hinrik VI af Englandi myrtur í Tower. Afmæli — Albre'cht Diirer, þýzkur listmálari (1471—1528) — Filippus II Spánarkonungur (1527—1598) — Alexander Pope, enskt skáld (1688-1744) - Elizabeth Fry, enskur kvekari & umbótafrömuður (1780—1845) — Sir Claude Auchinleck, ensk- ur hermaður (1884—). Andlát — 1542 Hernando de Soto, landkönnuður — 1771 Cristopher Smart, skáld — 1786 Carl Scheele, efnafræðingur — 1895 Franz von Suppé, tónskáld. Innlent — 1847 Stofnun presta- skóla í Reykjavík ákveðin með konungsbréfi — 1888 d. Sveinn pr. Skúlason — 1916 d. Skúli Thoroddsen — 1938 d. Einar H. Kvaran — 1940 Handritasafn Landsbókasafns flutt í örugga geymslu — 1962 Njósnatilraun Tékka hér — 1902 f. Torfi Hjartarson. Orð dagsins — Vinna er eins konar taugaveiklun — Don Her- old, bandarískur rithöfundur (1889-1966). Gosmökkurinn yfir Richland, um 200 kílómetra frá St. Helens-eldfjallinu. Símamynd AP. (Sjá frétt á forsíðu) Miami: Dregur úr óeirðunum Miami, 20. maí. AP. YFIRVÖLD í Miami á Florida- skaga i Bandaríkjunum segja að verulega hafi dregið úr óeirðum í borginni í dag, en þó heyrast þar einstaka skothvell- ir og eldar loga víða í borginni. Talsmenn blökkumanna hafa hins vegar varað við því að óeirðir geti brotizt út á ný, hlusti ekki yfirvöldin á um- kvartanir þeirra. í þriggja daga óeirðum í Miami hafa 16 manns látizt, 370 hafa hlotið sár eða meiðsl og 787 hafa verið handteknir. Hófust óeirðirnar á laugardag þegar fjórir lögreglumenn voru sýkn- aðir af ákæru um að hafa valdið dauða blökkumannsins Arthurs McDuffie. Þegar óeirðirnar hóf- ust ákvað Bob Graham ríkis- stjóri í Florida að senda þjóð- varðliða lögreglunni í Miami til aðstoðar, og eru 3.600 varðliðar nú komnir þangað til að halda uppi lögum og reglu. Sérstök ríkisrannsóknarnefnd kemur saman fljótlega, senni- lega á morgun, miðvikudag, til að kanna hvort saka eigi lög- reglumennina fjóra um brot á mannréttindum McDuffies. Ræningjarnir ófundnir Komust undan með 410 milliónir Ósló. 20. mai — Frá fréttaritara Mbl., Jan Erik Laure. FJÖLMENNT lögreglulið leitar nú ræningjanna tveggja, sem á mánudag frömdu mesta rán i sögu Noregs og komust undan með 4*/z milljón norskra króna (nærri 410 millj. ísl. kr.). Hefur lögreglan fundið þrjá bila, þar á meðal lögreglubil, sem ræningjarnir notuðu á flóttanum, en i bilunum var ekkert, sem komið gæti lögreglunni á spor ræningjanna. Ránið var framið síðdegis á mánudag þegar verið var að flytja peninga frá Noregsbanka til pósthúss í Drammen með sér- stakri flutningabifreið. í bifreið- inni voru tveir vopnaðir og ein- kennisbúnir lögreglumenn og varðmaður frá bankanum. Þegar þeir gengu út úr bifreiðinni og opnuðu geymsluna að aftan, birt- ust tveir grímuklæddir menn, sem báðir voru vopnaðir. Skaut annar þeirra að gæzlumönnunum þrem- ur, og lenti skotið í vegg á bak við bankavörðinn. Var gæzlu- mönnunum skipað að leggjast niður og varpa frá sér vopnum og bíllyklum. Hirtu ræningjarnir svo peningana, og óku á brott í flutningabifreiðinni og annarri bifreið, sem þeir höfðu lagt þar rétt hjá. Báðar þessar bifreiðar fundust síðar yfirgefnar skammt frá Drammen, og í dag fannst þriðja bifreiðin, sem ræningjarnir hafa notað. Lögreglumennirnir báru skammbyssur sínar í lokuðum hulstrum sér við hlið, og hefur sú staðreynd verið gagnrýnd í dag. I gagnrýninni kemur fram að lög- reglumennirnir hefðu átt að hafa vopn sín tiltækari, en þeir fóru aðeins eftir þeim reglum, sem þeim eru settar. Ber norskum lögreglumönnum að bera vopn sín í hulstrum nema þeir fái sérstök fyrirmæli um annað eða að hætta sé yfirvofandi. Talið er að ránið hafi verið mjög vel skipulagt, og lögreglan segir ekki útilokað að fleiri hafi átt þar aðild en þeir tveir, sem gæzlu- mennirnir þrír komu auga á. Talsmenn Noregsbanka hafa skýrt frá því að peningaseðlarnir hafi flestir verið nýir, og fyrir liggi listar með númerum þeirra flestra. Hafa númeralistarnir ver- ið sendir öllum norskum bönkum, og einnig erlendum bönkum. Verð- ur því erfitt fyrir ræningjana að njóta ránsfengsins. Fátækraheimilið í Kingston á Jamaica brann til grunna og hvarvetna lágu skaðbrennd lík. (Sjá frétt á forsiðu). Símamynd AP. Carter skorar á demókrata að sameinast Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. i WaHhtngton 20. mai JIMMY Carter sagði á mánudag, þegar hann heimsótti höfuðkosn- ingaskrifstofur sínar i Washington i fyrsta sinn, að timi væri kominn til að „græða sárin“, sem hafa myndast innan Dcmókrataflokksins i kosningabaráttunni. Carter sagði, að umræður og skoðanaskipti ættu að eiga sér stað á landsþingi flokksins, og hann kviði ekki þinginu i ágúst. Carter nefndi keppinaut sinn um útnefningu flokksins, Edward Kennedy, ekki á nafn í ræðu sinni, en sagði: „Forseti þessa lands getur ekki slegið um sig með kosningaslagorðum, getur ekki staðið við orðin tóm, gefið fölsk loforð eða snúið út úr málefnum. Forseti getur ekki orðið við þrýst- ingi vissra þrýstihópa víðs vegar Afgönsk^árás á þorp í íran Teheran, 20. maí. AP. TVÆR afganskar eldflaugaþyrl- ur réðust á landamæraþorp í íran, að sögn írönsku fréttastof- unnar PARS. Einn írani beið bana í árás afgönsku eldflauga- þyrlnanna. Þorpið, sem þyrlurn- ar réðust á, er skammt frá Tayebad, en afganskir skærulið- ar hafa leitað skjóls þar fyrir árásum sovéskra og afganskra hermanna. íranskir landamæra- verðir skutu á þyrlurnar en að sögn PARS hæfðu þær ekki. Mohammad Touliati, héraðs- stjóri í Bakhazarhéraði, skammt frá Tayebad, sagði við PARS, að fregnir hefðu borist af 400 sovésk- um skriðdrekum við landamæri írans og Afganistans. Hann sagði, að írönsk stjórnvöld könnuðu nú fregnir um aukinn liðsafla Sovét- manna við landamærin. Sadegh Ghotbzadeh, utanríkisráðherra írans, sem nú situr fund múham- eðstrúarríkja í Islamabad, sagði að árásin á landamæraþorpið myndi herða andstöðu íranskra stjórnvalda við innrás Sovét- manna í Afganistan. I írönsku sendinefndinni í Islamabad eru fulltrúar fimm helstu frelsissam- taka Afganistans. um landið. Forseti verður ávallt að hugsa um velferð allrar þjóðar- innar." Carter sagði síðan: „Það er kominn tími til, að ólíkir hópar innan flokksins sameinist, taki sigrum vel, horfi bjartsýnir fram á við, séu sigurvissir, sameinaðir og ákveðnir í að flaska ekki. Ég ætla ekki að bíða ósigur í kosning- unum 1980.“ Bandarísku stjórnmálaflokk- arnir halda forkosningar í Michig- an og Oregon í dag. ERLENT Veður víða um heim Akureyri 14 léttskýjað Amsterdam 23 heiðskírt Aþena 25 skýjað Barcelona 19 léttskýjað Beriín 17 skýjaö BrUssel 24 heiðskírt Buenos Aires 20 skýjað Chicago 14 skýjað Dýflinni 16 skýjað Frankfurt 22 heiðskírt Genf 17 heiðskírt Helainkí 6 skýjað Jerúsalem 35 skýjað Jóhannesarborg 21 heióskírt Kaupmannahöfn 16 heiöskírt Las Palmas 23 léttskýjað Lissabon 25 heiðskírt London 14 rigning Los Angeles 27 skýjað Madríd 21 heiðskfrt Malaga 20 heiöskírt Mallorca 20 skýjað Miami 30 skýjað Moskva 16 skýjað New York 27 skýjað Ósló 19 skýjað París 23 skýjaö Reykjavík 7 úrkoma í gr. Rio de Janeíro 31 heidskírt Róm 18 heiðskírt Stokkhólmur 11 skýjað Tel Aviv 31 skýjað Tókýó 24 heiðskírt Vancouver 18 rigning Vínarborg 17 skýjaö Þetta gerðist 21. maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.