Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 29 /s „ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI rískur her er á landinu, eru það Rússar sem varpa bombunni; svo hvaða máli skiptir það? Hvernig sem ísland stendur, fær það kjarnorkusprengju á sig (eða eitt- hvað annað sambærilegt). En ef ísland mundi segja sig úr NATO og senda herstöðina burt, væri það gott fordæmi fyrir allan heiminn um afvopnun og frið. Ef þessi maður telur það, að hafa herstöð á íslandi og hafa þar sprengju sem getur eytt hálfri þjóðinni, skref gegn helstefnu, finnst mér það skrýtin hugsjón. Og svo eru það nokkur orð um þessa umdeildu verðlaunakvik- mynd „Faðir og húsbóndi" sem var sýnd um daginn. Nokkrir sjón- varpsáhorfendur voru stór- hneykslaðir að sýning hennar var leyfð. Töldu þeir að ekki væri sæmandi að börnum og unglingum væri „leyft" að sjá þetta. Mér finnst skrýtið að börn og ungl- ingar megi sjá gerviheim fjölda- framleiddra ofbeldismynda frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum sem dynja yfir mann hvað eftir annað, og þar sem gæði virðast vera gleymd og grafin. Og þegar loksins kemur gæðamynd, bráð- falleg og sem sýnir blákaldan raunveruleikann, er það stór- hneyksli að börnum skuli vera leyft að sjá þetta. Þá vaknar sú spurning hvort þessir menn vilja ala börn sín upp í gerviheimi þess ofbeldis sem þriðja klassa myndir sem eru sýndar hér bjóða uppá, eða að sýna þeim raunveruleika lífsins, sem er hvorki gott né illt en einungis raunveruleiki? Og með því vil ég hrósa aðstand- endum sjónvarpsins fyrir gott val, þetta er spor í rétta átt. Kjartan P. Emilsson Lindargötu 9. • Það skyldi þó ekki vera sá sami? Mér datt í hug atvik, sem kom fyrir í vetur þegar ég las í Morgunblaðinu sunnud. 27. 4. grein frá konu, sem kvartaði undan vagnstjóra á leið 5. Ég beið á Hlemmi eftir einhverjum vagni sem færi inn Suðurlandsbraut. Ég þurfti að fara í verslunina Penn- ann. Fyrsti vagn, sem kom var leið 5. Ég fór upp í bílinn og lét miða og bað um skiptimiða sem ég fékk. Klukkan var 13.20. Ég fór úr við Hótel Esju og flýtti mér í verslun- ina því veðrið var mjög vont (rigning og rok). Ég fékk fljótt afgreiðslu og sný til baka til að ná næsta vagni sem færi niður Suð- urlandsbraut. Ég beið þó nokkra stund en svo kom leið 5, sami vagninn og ég hafði farið með upp eftir. Ég flýtti mér upp í vagninn og lét vagnstjórann fá skiptimið- ann og fer aftur eftir vagninum. Svo fer vagnstjórinn að kalla eitthvað, sem ég skipti mér ekkert af, en svo sé ég að enginn ansar honum en allir líta á mig, svo ég fer til hans og spyr hvort hann sé að kalla í mig? Já segir hann „Þessi miði er útrunninn fyrir 10 mínútum." „Það getur ekki verið," segi ég, „því ég kom með þessum vagni þegar hann fór inneftir", en hann vildi nú ekki viðurkenna það, að það gætu verið mistök hjá honum. Hann var ekki ókurteis, en hann vildi bara ekki trúa mér. Ég reifst ekki við hann en lét annan miða. En mér sárnaði, ég hef notað strætisvagna síðan þeir byrjuðu að ganga í Reykjavík og komist allra minna ferða og yfir- leitt eru þessir vagnstjórar elsku- legir menn. En vinur minn á leið 5, ef þú lest þessar línur, þá hafði ég rétt fyrir mér. Ein á áttræðisaldri. • Sjónvarpsáhorf- andi hringdi: Þriðjudaginn 6. maí sl. var sýndur áttundi þáttur mynda- flokksins Óvænt endalok, „Iler- bergi með morgunverði“, og verð ég að segja, að þessi þáttur var svo óhugnanlegur að slíkan óþverra ætti ekki að senda inn á heimili almennings. Hér var um lymsku- legt eiturmorð að ræða, þar sem geðsýki kemur einnig við sögu. Getur nú sjónvarpið ekki sýnt neitt skárra. Ég hef talað við fólk, sem segir, að óhugnaður myndarinnar hafi haldið fyrir því vöku nóttina eftir og þykir mér engin furða. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Cleve land í Bandaríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í viðureign stór- meistaranna Nunn, Englandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Rob- atsch, Austurríki 19. Bxe6! og svartur gafst upp. Eftir 19. ... Dxe6 mátar hvítur í einum og 19. ... fxe6 yrði svarað mð 2. Db8+ o.s.frv. Sjónvarpinu var ætlað að vera köllun sinni æ ofan í æ, eins og menningartæki og vörður siðgæð- þessi hryllingsmynd ber ljósan is, en því miður bregst það þeirri vott um. HÖGNI HREKKVÍSI ii þAO ££ AU-TAr t><?ÓL£&T TúrJI 1<B3S t(? 'i ■ ■ " 83? SlGeA V/öGA £ eoaaí & mi im „, vió m ao w mvi vúiti tö ALIX VLm TIL A0 TRSTA, K mmmovi óm /.ovt-\ >\ISmRÆ.Qltí6tó( VE<ohA ÍAMfc ASÍ ÁWR6)A‘öT [MMAMími ^mmLtóA ,\ YtlQW [ÓRiáúlS- mimí KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR VIÐ ARÞILJUR _ á gömlu lágu veröi IBJORNINN! Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavik Kantlímdar — smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. *"«> koto- Z*í!?9ny-’ e,kar oÍ 'í'"8káPa r» skápt Hvitar plast- hillur 1 30 cm, 5o f? °0 60 cm 4 öreidd. 244 cm 4 '«n0d Hurd/r á fata- skápa me4 eikar- »P»ni, til- búnar undir '»kkoob»,. Plast- lagöai hillur með te; mahoganj °fl furuv »rlíkj. 6o c 4 breidd , 244 cm lengd. r valio í akár Ofl hillur. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA SIMINN ER: 22480 VMÍT/ É6 ’l \lim tffMAW NtTWfilL, ® V0Ó5AWU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.