Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 Bréf til Gísla Jónssonar menntaskóla- kennara Þú ert hrekkjóttur, Gísli. í mesta sakleysi sendi ég þér til athugunar eitt af fréttabréfum Verkfræðingafél. íslands, með nokkrum undirstrikunum af minni hendi til ábendingar um hæpið málfar, eða það sem við báðir getum víst kallað „ambögur" eða „hortitti". Ég skrifaði þér ekki „ítarlegt" bréf, heldur lauslegar athuga- semdir, sem ég gekk út frá, að yrðu aðeins milli rnin og þin, en ekki til birtingar í þáttum þínum „íslenskt mál“. Ég tók ekki einu sinni afrit af „bréfinu", því að ég leit ekki á það sem slíkt. Get ég þvi ekki komið með beinar tilvitn- anir í það. Hitt er þó víst, að ég sagði í sambandi við málfar við- komandi greinar, að mér hefði komið í hug vísa, og lét fljóta með í athugasemdum mínum tvær hendingar hennar: hugsanir sínar í málvillum flækir. Hortittasmið- ur og rassbögur rækir, því að mér fundust vera nokkrar rassbögur í greininni. í lokin tók ég svo sérstaklega fram, að þér til fróð- leiks, hafir þú ekki heyrt vísuna, léti ég fyrstu og síðustu hendingu með, en tók sérstaklega fram, að ég teldi þær ekki höfða til nefndr- ar greinar. Ég minntist ekki heldur á, hvar ég væri upp alinn. En hlutirnir geta stundum verið glettilega skemmtilegir, og svo stundum ekki. Ég hef alltaf verið forvitinn og langað til að vita hitt og þetta. T.d. langaði mig eitt sinn til að vita, hvað væri innan í jörðinni (og langar enn) og utan á tunglinu. Þetta kostar oft að spyrja fólk, kannski kjánalega, en á svörunum er alltaf hægt að læra eitthvað. Mig hefur alltaf langað til að læra, en gengið misjafnlega í mínum lifsskóla. Eitt hef ég víst aldrei getað lært: þ.e. að vera varfærinn í orðum. Bréfið mitt góða sannar víst það. Það var líka á tímum tunglfaranna, að ég spurði eitt sinn ungan mann, sem var að læra jarðfræði, hver væri hitinn á tunglinu; annars vegar sólarmegin og hins vegar í skugg- anum. Hann vissi það ekki þá og fannst mér ekkert óeðlilegt við það. En annað lærði ég af spurn- ingunni. Ég skapaði mér ævarandi óvild foreldra drengsins, því að þau héldu, að ég væri að gera leik að því að reka hann á stampinn. Þetta var ekkert skemmtilegt, en það sýnir, eins og bréfið til þín á dögunum, að „aðgát skal höfð í nærveru sálar". Ég vona, að ég skapi mér ekki óvild neins með skrifum okkar. Bezta kveðja Haukur Eggertsson. Leiðrétting — barnsmeðlög í ÞÆTTINUM Mannlíf síðastlið- inn sunnudag var prentvillupúk- inn á ferð, en réttur texti er þessi: Upphæð meðlags samkvæmt ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins er í dag krónur 42.107 á mánuði með hverju barni. Það mun vera algengt að þetta sé einasta framlag t.d. feðra óskil- getinna barna með börnum sínum. Svo ef mið er tekið af þessu framlagi í verðbólguþjóðfélagi þá er næstum út í hött að ræða um jafna framfærslu foreldra óskil- getinna barna. Fundur um öldrunarmál á skrifstofu Reykjavíkurdeildarinnar að Oft er getið um starf Rauða krossins á erlendum vettvangi. Er nægileg áhersla lögð á að kynna starf þessarar stofnunar hér heima? Kynning á starfi Rauða krossins þarf að vera stöðug og ná til fjöldans. Meginástæður eru tvær, í fyrsta lagi vegna þess hve víðfeðmt starfið er, það nær til allra þjóða, þar sem hjálpar er þörf og hjálp er unnt að veita, í öðru lagi þarf þjónusta Rauða kross deilda að geta náö til sem flestra þegna þjóðfélagsins bæði til þess að veita hjálp óg fá aðstoð til þess að hjálpa öðrum. Alþjóða Rauða krossinn þekkja allir og hafa oft heyrt um það mikla starf, sem hann hefur innt af hendi í meira en heila öld. Alþjóða Rauði krossinn er settur REYKJAVÍKURDEILD RAUÐA KROSS ÍSLANDS: Félagatalan hefur þre- faldast á tveiinur árum Á síðasta aðalfundi Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands var Arinbjörn Kol- beinsson læknir kjörinn formaður deildarinn- ar og tók hann við af Ragnheiði Guðmunds- dóttur lækni, sem gegnt hafði formennsku í 8 ár. Morgunblaðið sneri sér til Arinbjarnar og átti við hann samtal um deildina og starfsemi hennar. saman úr einingum, sem eru Rauða kross félög hverrar þjóðar. Þau eru undirstaða og efniviður þessarar miklu alþjóðlegu hjálp- ar- og líknarsamstæðu. Þar kemur Rauði kross Islands inn í mynd- ina. Hann var stofnaður árið 1924. Starfsemi hans hefur stóraukist á síðustu áratugum og einkum þó á þeim áratug, sem líkur við enda yfirstandandi árs. Deildir Rauða kross Islands eru 39 víðs vegar um landið, elst er Akureyrardeildin. Reykjavíkurdeildin var stofnuð árið 1950, félagatala hennar er nú um 11 þúsund og hefur þrefaldast á síðustu tveim árum. Þetta sýnir skilning og áhuga almennings á mikilvægi Rauða kross starfs, félagatala í deildinni þarf þó að tvöfaldast á næstu árum þannig að Rauði krossinn öðlist tengsl við nær öll heimili í höfuðborginni, og þess vegna er þörf á áframhald- andi kynningu Rauða kross starfs- ins. Hvernig heíur kynningu verið háttað? Aður fyrr var ein vika á útmán- uðum ár hvert notuð til þess að kynna starf og skipulag Rauða krossins í samvinnu við fjölmiðla og einnig á fundum. Hin síðari ár hefur þessi vikukynning fallið niður, en aðeins einn kynningar- dagur staðið eftir, það er öskudag- urinn, sem er enn merkjasölu- og kynningardagur Rauða krossins um allt land svo sem kunnugt er. Rauði kross íslands kemur fram fyrir Rauða krossinn í landinu sem heild og annast samskipti við alþjóða Rauða krossinn, stundum í samvinnu við aðrar hjálparstofn- anir og opinbera aðila. Rauði krossinn samtrygging mannkynsins gegn hörmungum Hvert er meginstarf Rauða kross deilda? Deildirnar annast hjálparstarf og fræðslu hver á sínu svæði og þurfa að vera viðbúnar að taka þátt í heildarstarfi með Rauða krossi íslands, hvort heldur er til þess að veita innlenda aðstoð eða erlenda hjálp, þar sem hjálpar er þörf og hún möguleg að mati alþjóða Rauða krossins. Aðstoð er þá oft veitt í samvinnu við opin- bera aðila, slíkar aðstæður skap- ast við náttúruhamfarir, hópslys, uppskerubrest, hernaðaraðgerðir o.fl. Þá þarfnast margir skyndi- legrar hjálpar, sem viðkomandi þjóðfélag er ekki fært um að láta í té án utanaðkomandi aðstoðar. Þannig er Rauði krossinn einskon- ar samtrygging mannkynsins gegn hörmungum, að því leyti sem slíkt verður bætt með mannúðar- starfi sjálfboðaliða og verðmæta aðstoð þeirra, sem betur mega sín. Islendingar hafa verið fremur veitendur en þiggjendur á þessu sviði og á síðustu árum hefur aðstoð Rauða kross íslands verið meiri og fjölþættari en áður, það hafa ekki aðeins verið lagðir fram fjármunir heldur einnig mannafli með tæknilega og fræðilega þekk- ingu, en slík hjálp er oft meira virði en svo að mælt verði á fjárhagslegan mælikvarða. Þá er Rauði krossinn í tengslum við Almannavarnir og getíð í biðstöðu fyrir skyndihjálp því náttúruhamfarir og stór áföll gera sjaldnast boð á undan sér. Mörg frjáls félagasamtök styðja að samhjálp, mannúðar- og vernd- arstarfi í þjóðfélaginu, og er það veigamikill stuðningur við hina opinberu samhjálp og stundum vaxtarbroddur framfara á sviði heilbrigðis- og félagsmála. A þess- um sviðum hefur Rauði krossinn unnið farsælt og þarft brautryðj- endastarf. í því sambandi má nefna afskipti af menntun heil- brigðisstétta, útgáfu fræðslurits um heilbrigðismál „Heilbrigt líf“, sem gefið var út um árabil. Á síðari árum hafa frjáls félaga- samtök á heilbrigðissviðinu tekið að gefa út sérrit um heilbrigðis- mál, hvert á sínu sviði, þannig að vissir samfélagshópar geta nú fengið rit um þau efni, sem þeir hafa mestan áhuga á. Af hálfu opinberra aðila hefur hins vegar lítið verið sinnt fræðslu á þessu sviði. Er fleira en fræðslustörf þar sem Rauði krossinn hefur haft forgöngu á sviði heilbrigðis- og félagsmála? I því sambandi má nefna að Rauði krossinn hefur stofnað og starfrækt sjúkrahótel bæði í Reykjavík og á Akureyri, slíkt er nýmæli í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu og raunar var fyrst opnuð leið fyrir þessari þjónustu með heilbrigðislöggjöfinni frá 1974. Þá hefur Rauði krossinn nokkuð snú- ið sér að aðstoð við öryrkja og aldraða og einnig má minnast á hið mikla sjálfboðaliðsstarf kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins undanfarinn ára- tug en það annast um 300 konur að staðaldri, vikulega, jafnvel dag- lega, sjálfboðaliðsstarf að líknar- og félagsmálum. Starf þetta er einkum fólgið í sjúkravinahjálp, aðstoð við blinda, bókaþjónustu við sjúklinga á ölíum sjúkrahús- um í Reykjavík, aðstoð við ýmsa félagslega fyrirgreiðslu við sjúkl- inga, auk þess sem konurnar safna fé til kaupa á dýrum tækjum, sem Sjúkrabilar Reykjavíkurdeildar R.K.Í. ■L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.