Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 113. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 173 f órust í eldsvoða Kingston, Jamalca, 20. mai. — AP. 173 FÓRUST í eldsvoða, sem kom upp í kvennaálmu fátækraheimil- is í Kingston á Jamaica í morg- un. Aðeins 30 konur komust lifs af. Taiið er að um ikveikju hafi verið að ræða, en hótanir höfðu norist um að eldur yrði borinn að húsinu. Michael Manley, forsætis- ráðherra Jamaica, sagði í dag, að fyrstu fregnir bentu til, að um íkveikju hefði verið að ræða. Margar kvennanna, sem fórust í eldsvoðanum voru aldraðar og fatlaðar og gátu því ekki forðað sér. Slökkvilið kom á staðinn aðeins nokkrum mínútum eftir að tilkynnt var um eldsvoðann en þá logaði byggingin, sem var úr timbri, stafna á milli. í fyrstu var talið, að bðrn hefðu verið í bygg- ingunni en það var síðar borið til baka. Eldsvoðinn í Kingston er hinn mannskæðasti í sögu Jam- aica. i *»* Muskie gramur út í d’Estaing Washington, 20. maí. AP. EDMUND Muskie, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi Valery Giscard d'Estaing, Frakklandsfor- seta, harðlega fyrir fund hans með Leonid Brezhnev, forseta Sovétríkjanna, í Varsjá. Muskie lét óánægju sína i ljós á sinum fyrsta blaðamannafundi i Washing- ton sem utanrikisráðherra. Ilann sagði, að samstaða rikja Atlantshafsbandalags- ins hefði verið veikt með fundinum i Varsjá. Muskie var d’Estaing gram- ur fyrir að hafa ekki látið bandamenn sína í Atlants- hafsbandalaginu vita um fundinn fyrr en sólarhring áður en hann hófst. Þegar Muskie var í Brussel og Vínar- borg á dögunum hafði hann enga vitneskju um fyrirhugað- an fund í Varsjá. Hann gagn- rýndi Frakka fyrir þessa leynd og vísaði um leið til gagnrýni Frakka á Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki látið banda- menn sína vita um tilraunina til að frelsa gíslana í Teheran — sagði að lítið samræmi væri í orðum og athöfnum Frakka. Simamynd AP. Fólk setur upp gasgrímur til að verjast öskufallinu. 98 saknað á gossvæðinu Gosmökkurinn kominn þvert yfir Bandaríkin Vancouver og New York, 20. maí. AP. AURSKRIÐUR og gosaska úr eldfjallinu St. Helens í Washing- tonríki á vesturströnd Bandaríkjanna hafa stiflað Toutle-ána norðan við eldfjallið, og þar hefur myndazt fimm kilómetra langt stöðuvatn. Stiflan í ánni er yfir 60 metra há og 1200 metra löng, og er óttazt að hún bresti fljótlega og veiti flóðbylgju vatns og aurs niður ána. Um 65 kilómetrum neðar við ána eru tveir bæir með um 50 þúsund ibúa, og verða íbúarnir fluttir á brott ef stiflan brestur. Vitað er að sex manns hafa beðið bana í eldgosinu, sem hófst 27. marz, en 98 manns til viðbót- ar er saknað. Erfitt er að leita í nágrenni eldfjallsins vegna öskufalls og aurs, og fjöldi leit- arbíla eru úrbræddir eftir að askan stíflaði lofthreinsara vél- anna. Gosmökkurinn frá St. Helens berst í háloftunum austur á bóginn frá vesturströndinni, og sögðu veðurfræðingar í dag að í kvöld yrði mökkurinn kominn yfir norðursveitir Virginíuríkis, 3.500 km frá gosstaðnum. Ösku- fa.ll hefur verið mikið í öllum norðvesturríkjunum, og hefur askan borizt alla leið austur yfir Mississippifljótið í 2.500 kíló- metra fjarlægð. Gosskýið sjálft, sem nú nálg- ast austurströnd Bandaríkjanna, berst hraðbyri í 7.600—12.500 metra hæð, en víða sést hann ekki frá jörðu vegna skýjafars. Hefur mökkurinn og gosaskan truflað mjög samgöngur bæði í lofti og á láði, og víða hafa flugferðir fallið niður. Sovétmenn beittu 600 skriðdrekum í Ghazni urðu að láta undan síga eftir mikið mannfall Nýju-Dehlí, 20. maí. AP. SOVÉSKAR og afganskar hersveitir hafa orðið að láta undan siga eftir harða bardaga við skæruliða i fjöllum Ghaznihéraðs, að því er heimildir frá Afganistan herma. Bardagarnir i Ghazni eru sagðir hinir hörðustu frá því Sovétmenn réðust inn Sovétmenn drógu hersveitir sínar frá Jaghatu og að sögn undirbúa þeir nú sókn á Jaghori, vestar í Ghaznihéraði. Skæruliðar hafa náð á sitt vald ýmsum mikilvægum héraðsborgum í norðurhluta landsins. Allir sér- fræðingar A-Evrópulanda í norð- urhluta Afganistans hafa verið fluttir til Kabúl. Þá herma fréttir, að 4370 ung- menni séu nú í fangelsum í Kabúl eftir mótmælaaðgerðir undanfar- ið. Lögreglusveitir hafa farið hús úr húsi í höfuðborginni í leit að andstæðingum stjórnarinnar. Að sögn hafa um 200 manns verið handteknir á sólarhring eftir að mótmælaaðgerðirnar fjöruðu út. Afgönsk stjórnvöld hafa skýrt frá því, að sérstakir byltingardóm- stólar muni dæma í málum 96 unglinga, sem voru handteknir í mótmælaaðgerðunum. Afganskir skæruliðar, sem nú sitja ráðstefnu múhameðs- trúarríkja í Islamabad í Afganist- i landið. Bardagarnir voru hvað harðastir við Jaghatu, um 170 kilómetra suð-austur af Kabúl. Sovétmenn beittu þar um 600 skriðdrekum auk stórskotaliðs í viðureign við skæruliða í héraðinu. Sovétmenn misstu 260 menn fallna en ekki var getið um mannfall i liði stjórnarhersins. an, hafa farið fram á það við múhameðstrúarríki að þau slíti stjórnmálasambandi og efna- hagslegum tengslum við Sovétrík- in á meðan sovéskir hermenn eru í Afganistan. Einn af leiðtogum skæruliða, Abdul Rab Rasoul, hafnaði alfarið tilboði Kabúl- stjórnarinnar um brottför sov- éskra hersveita en Karmalstjórn- in kom með tilboð þar að lútandi fyrir stuttu. Skæruliðar lögðu fram tillögur í sex liðum um stuðning við frelsis- öfl í Afganistan. Þeir lögðu til, að múhameðstrúarríki neituðu að viðurkenna stjórn Karmals í Kab- úl. Þess í stað yrði íslamska bandalagið til frelsunar Afganist- an viðurkennt sem hinn eini rétti fulltrúi afgönsku þjóðarinnar. Bandalagið sendi fulltrúa sína til helstu höfuðborga heimsins, og að múhameðstrúarríki viðurkenni þá sem fulltrúa afgönsku þjóðarinn- ar. Rasoul sagði, að frelsisöfl í Afganistan væru ekki enn tilbúin til að setja á laggirnar útlaga- stjórn vegna ýmissa hnökra þar að lútandi, en hann skýrði það ekki nánar. Afganistanmálið er helsta umræðuefnið á fundi múhameðs- trúarríkja í Islamabad en einnig er búist við að samþykkt verði tillaga um lausn gíslamálsins milli Bandarikjanna og írans. Quebecbúar sögðu „nei" Montreai. 20. maí. AP. KANADÍSKA ríkisútvarpið, CBC, skýrði frá því i nótt, að Qucbeck- búar hefðu hafnað aðskilnaðar- stefnu Rene Levesque. forsætisráð- herra fylkisins. Quebeckbúar sögðu „nei“. Þegar Mbl. fór í prentun lágu tölur ekki fyrir. Mjög mikil kjör- sókn var í þjóðaratkva-ðagreiðsl- unni. Þegar kjörstöðum var iokað klukkan sjö að staðartíma, voru enn langar biðraðir kjósenda sem hugð- ust neyta atkvæðisréttar síns. Liðlega 4.3 milljónir manna voru á kjörskrá, þar af 3.5 milljónir frönskumælandi íbúa. Atkvæða- seðlar voru merktir „já“ og „nei“. „Já“ þýddi, að stjórn fylkisins undir forustu Rene Levesque færi fram á samningaviðræður við ríkisstjórn Kanada um sjálfstæði Quebec og efnahagsbandalag við Kanada. „Nei“ hins vegar þýddi að staða fylkisins í Kanada yrði óbreytt. Kosningunum í Quebeck hefur verið lýst sem hinum mikilvægustu í sögu Kanada. Pierre Trudeau, forsætisráðherra, beitti sér gegn aðskilnaðarstefnu Levesque. m Simamynd AP. Kjósendur greiða atkvæði í Montreal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.