Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 32
Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 83033 |WorcwnbIal>i> MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1980 Áhrif kvótakerfisins: Skortur á mjólkurvörum á svæði Mjólk- ursamsöl- unnar í haust og vetur KOMI kvótakerfi í mjólkur- framleiðslunni til fram- kvæmda i ár og taki til alls almanaksársins, eins og nú er gert ráð fyrir, telja for- svarsmenn Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavik ljóst, að mjólk muni skorta í daglegar söluvörur á sölusvæði Mjólk- . ursamsölunnar á timabilinu frá nóvember í haust og fram i apríl. í viðtali við Guðlaug Björg- vinsson, forstjóra Mjólkursam- sölunnar, sem birt er í blaðinu í dag, kemur meðal annars fram að á síðasta ári voru á svæði Samsölunnar framleiddir 60 milljón lítrar af mjólk en heild- arneyslan á svæðinu á mjólk og mjólkurvörum nam um 75 millj- ónum lítra. Neyslan á svæðinu er því um 15 milljónum lítrum meiri en framleiðslan þar. Mjólkurframleiðslan á svæði Samsölunnar umfram 53,5 milljónir lítra verður sam- kvæmt kvótakerfinu verðlaus. Fram kemur hjá Guðlaugi að hætta sé á að bændur verði búnir með þann kvóta, sem þeir eiga að fá í ár þegar í haustbyrj- un og hætti þá eða dragi stór- lega úr mjólkurinnleggi sínu í mjólkursamlögin. Um flutninga á mjólk og mjólkurvörum, sem kann að skorta á Suð-Vestur- landi í vetur frá Norðurlandi, segir Guðlaugur, að leiddi til hækkunar á mjólkurverði og spurning væri hvort slíkir flutn- ingar væru tæknilega fram- kvæmanlegir til dæmis vegna snjóþyngsla og takmarkaðs geymsluþols mjólkurvara. Sjá: „Þolum ekki...“ bls. 22. » Hækkun á sandi, salt- • * fiski og gosi VERÐLAGSRÁÐ hefur heim- ilað 12% hækkun á saltfiski til neytenda, 7% hækkun á sandi og 8% hækkun á gosdrykkjum. Þessar hækkanir hafa enn ekki hlotið staðfestingu ríkis- stjórnarinnar. Fikt við vísitöluna eins Hugað að varpi í Tjarnarhólmanum í Reykjavík. Ljósm.: Kristinn ólafsson. hella olíu - segir Snorri Jónsson forseti ASI og að „fX. lýsi undrun minni á þessum hugmyndum og að þær skuii koma fram á sama tíma og menn standa í samningum. Allt fikt við vísitöl- una á þessu stigi væri eins og að hella olíu á eld,“ sagði Snorri Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands, þegar Morgunblaðið leit- aði í gær álits hans á hugmyndum framsóknarmanna um vísitölu- skerðingu 1. júní næstkomandi. Miklar umræður urðu utan dag- skrár á Alþingi í gær vegna þessara mála og í þeim lýsti Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambands íslands því yfir, að skerðing á almennum lægri launum kæmi ekki til greina að hans mati. Morgunblaðið spurði Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra að því í gær, hvort hann og Alþýðu- bandalagið væru því fylgjandi, að vísitöluhækkunin 1. júní næstkom- andi yrði skert með frestun eða á annan hátt. Svavar sagði: „Það er ljóst, að aðgerðir í kjaramálum verða ekki framkvæmdar án samn- inga við verkalýðshreyfinguna. Það er stefna ríkisstjórnarinnar." I umræðunum utan dagskrár á Alþingi sagði Svavar, að þingmenn ættu að geta sagt sér það sjálfir að þó menn vildu koma á bráðabirgða- lögum fyrir mánaðamót, þá væri of skammur tími til þess. Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins sagðist telja að með þess- um orðum útilokaði Svavar bráða- birgðalög og kvaðst Geir taka um- mæli félagsmálaráðherra þannig, að ráðherra tæki á sig þá ábyrgð, að á eld lögin yrðu ekki sett. Lét Svavar þvi ómótmælt. Kristján Thorlacius, formaður BSRB kvað ekki koma til mála að breyta reglum um vísitöluna, slíkt yrði að sínum dómi fullkomið hneyksli. Hann nefndi sérstaklega dæmi um þá kjaraskerðingu, sem orðið hefði frá því í febrúarmánuði 1979 (sjá bls. 22), en hún er nú rúm 17 prósentustig. Svavar Gestsson: Það er svig- rúm fyrir grunnkaups- hækkanir til lægstlaunaðra „JÁ. Ég tel svigrúm vera til grunnkaupshækkana til þeirra, sem allra lægstu launin hafa, en engan veginn þannig að þær myndu ganga upp eftir Iaunastig- anum,“ sagði Svavar Gestsson fé- lagsmálaráðhcrra, er Mbl. spurði hann um þetta í gær. Svavar vildi ekki skýra frá þvi, hvar hann setti mörkin á þessum grunnkaups- hækkunum, en sagði: „Aðalatriðið er það, að kjör láglaunafólks verða ekki bætt nema með því að flytja fjármuni til þess frá öðrum og við sjáum þess viða stað, að þcir fjármunir eru til; til dæmis i verzlunarhöllum, sem risa. En til þessa þarf pólitiska ákvörðun.“ Mbl. spurði Svavar, hvort vilji til þeirrar ákvörðunar væri fyrir hendi hjá ríkisstjórninni allri. Hann svar- aði: „I stjórnarsáttmálanum er lögð áherzla á það að bæta hag þeirra, sem lakast eru settir. Til að standa við þetta þarf styrk til pólitískrar ákvarðanatöku. Ég dreg það ekki í efa, að sá styrkur er til hjá ríkis- stjórninni, að minnsta kosti á meðan ég reyni ekki annað." Innanhússsjónvarp í f jölbýlishúsum: Saksóknari krefst þess að hald verði lagt á tækin Yill ítarlega rannsókn á „ætluðu útvarps- og f jarskiptabroti“ RÍKISSAKSÓKNARI, Þórður Björnsson, hefur krafizt þess að itarleg rannsókn fari fram á sjónvarpssendingum í þremur fjölbýlishúsum á höfuðborgar- svæðinu. Ennfremur hefur sak- sóknari krafizt þess að hald verði lagt á tækjabúnað þann, sem notaður er til staríseminnar, þar sem hún brjóti í bága við gild- andi útvarps- og f jarskiptalög. Að því er Hallvarður Einvarðs- son rannsóknarlögreglustjóri ríkisins tjáði Mbl. í gærkvöldi krafðist ríkissaksóknari þess með bréfi 5. maí sl. að RLR framkvæmi ítarlega rannsókn á ætluðu út- varps- og fjarskiptabroti fyrir- svarsmanna þriggja húsfélaga i tveimur fjölbýlishúsum í Reykja- vík og einu í Kópavogi svo og þeirra íbúa húsanna, sem kynnu að hafa með höndum dreifingu sjónvarpsefnis um húsin. Sagði Hallvarður að yfirheyrslur hefðu byrjað í gær og í undirbúningi væri að krefjast úrskurðar saka- dóms um að lagt yrði hald á tækjabúnað þann, sem notaður er til sjónvarpssendinganna. Hallvarður sagði að upphaf málsins væri það, að útvarpið hefði með bréfi 11. janúar í vetur óskað eftir því við Rannsóknar- lögreglu ríkisins að rannsakað yrði hve mikið kvæði að sjón- varpssendingum í fjölbýlishúsum í ATHYGLI er vakin á því, að síðasta tölublað Morg- unblaðsins fyrir hvíta- sunnu kemur út laugar- daginn 24. maí. Næsta tölublað eftir hvítasunnu kemur út miðvikudaginn 28. maí. Reykjavík, en grunur lék á að innanhússjónvarp væri til staðar í mjög mörgum fjölbýlishúsum. RLR bar málið undir rikissak- sóknara, sem óskaði eftir að þetta yrði kannað, m.a. með því að spyrjast fyrir um það hjá þeim aðilum, sem selja myndefni. Voru niðurstöðurnar sendar saksókn- ara, sem nú hefur krafizt ennþá víðtækari rannsóknar á málinu og þess að hald verði lagt á tækja- búnað, svo sem myndsegulbönd, kapla, snúrur og þess háttar. Ríkissaksóknari hefur m.a. krafizt þess að kærðir og vitni verði yfirheyrð um þessa ætluðu ólöglegu starfsemi, hvenær hún hafi byrjað, hverjir voru for- göngumenn, hvaða tækjabúnaður hafi verið keyptur, hve mikið hann kostaði, hve lengi starfsemin hafi farið fram, hve lengi sendingar standi yfir dag hvern, hvaða myndefni sé sýnt, hvernig þess sé aflað og hvort íbúar greiði eitt- hvert gjald. Ennfremur hve marg- ir notfæri sér myndefnið. Að sögn Hallvarðar beinist rannsóknin að því að upplýsa hvort viðkomandi hafi gerst brot- iegir við tiltekin ákvæði útvarps- laganna nr. 19/1971 og fjarskipta- laganna nr. 30/1941. Útför Jóhanns Hafstein á föstudaginn ÚTFÖR Jóhanns Hafstein, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi föstudag, 23. maí, kl. 13.30 frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Útvarpað verður frá athöfn- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.