Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980 7 Ólafur Ragnar Ólafur Jóhanneason Garóar Sigurósson r Sálarkreppa Ólafs Ragnars Sálarkreppa Ólafs Ragn- ars Grimssonar brauzt út með hávaðasömum hætti í eldhúsdagsumræðum f fyrrakvöld. Þingmaðurinn varði nánast öllum ræðu- tímanum sínum í að bölsót- ast yfir því, sem hann taldi vera stefnuleysi og ístöðu- leysi sjálfstæðismanna fyrr og nú. Þessi ræða hefur vakið marga til umhugsun- ar um stefnufestu Ólafs Ragnars Grímssonar sjálfs. Fyrir 10 árum var hann ungur og upprennandi framsóknarmaöur. Frami hans þar var hins vegar ekki nægilega skjótur og þá gerðist hann liðsmaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Ekki gekk betur á þeim vígstöövum og varð það til þess að hann hafnaði í Alþýðu- bandalagínu, sem löngum hefur tekið pólitíska flæk- inga upp á sína arma. Þar hefur honum verið hossað um sinn og verður svo meðan það kemur alþýðu- bandalagsmönnum að gagni. Nú er eðlilegt, að einhver spyrji, hvort sltkur flæking- ur milli þriggja flokka á nokkrum misserum sé ekki einhverjum erfiöleikum háður. Þetta eru jú þrír stjórnmálaflokkar með býsna mismunandi stjórn- málastefnu. Það þarf þvf töluverða aðlögunarhæfi- leika til að geta starfað f þeim öllum þremur með skömmu millibili. Þefta hefur ekki veitzt Ólafi Ragnari Grfmssyni erfitt. Til þess liggur sú einfalda ástæða, að hann hefur enga pólitíska sannfæringu eða fastmótaða pólitíska skoðun. Hann getur sveigt málftutning sinn að þðrfum þess flokks, sem veitir honum mestan frama hverju sinni. Vafalaust hef- ur menntun hans f stjórn- málafræðum hjálpað hon- um til þessa. En jafnframt verður mönnum væntan- lega Ijóst, að upphlaup Ólafs Ragnars f þinginu f fyrrakvöld vegna „stefnu- leysis“ og „fstöðuleysis" sjálfstæðismanna, var eins konar sálræn útrás manns, sem bersýnilega þjáist vegna þess, að hann hefur boðið stjórnmálakrafta sína fala þeim, sem mestan frama hafa boðið á móti. Það ðryggisleysi Ólafs Ragnars Grfmssonar hefur raunar komið mjðg skýrt fram f stðrfum hans f tveimur þessara þriggja flokka a.m.k. Hann hefur nefnilega alltaf leitað skjóls hjá einhverium „sterkum" mðnnum. I Framsóknar- ftokknum var það Eysteinn Jónsson, sem hált f hðnd honum meðan hann nennti. í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna átti það að vera Bjðrn Jónsson en hafði ekki áhuga þegar til kom. Og f Alþýðubandalag- inu hefur það verið Lúðvfk Jósepsson. Kannski er skýringin á þvf, að Ólafur Ragnar opinberar sálar- flækjur sfnar með þeim hætti, sem hann gerði f eldhúsdagsumræðunum f lyrrakvðld, sú að Lúðvfk er að hætta f pólitfkinni og þrátt fyrir ftrekaðar tilraun- ir hafa aðrir forlngjar Al- þýðubandalagsins ekki verið tilbúnir til að veita Ólafi Ragnari það skjól, sem hann bersýnilega þarf á að halda. Þetta vaxandi ðryggisleysi veldur því að sálarkreppan brýzt út með svo hávaðasömum hætti. Árás á utan- ríkisráöherra Ólafur Ragnar Grímsson ráðst einnig harkalega á Ólaf Jóhannesson, utan- ríkisráðherra. Langt er síðan ráðherra í ríkisstjórn hefur orðið fyrir jafn mögn- uðum árásum í umræðu á Alþingi frá „stuðnings- manni" stjórnar — og það meira að segja formanni þingflokks, sem aöild á að ríkisstjórn. „Háttvísin“ í árásinni kom svo fram í því að þingflokksformaðurinn var síðastur á mælenda- skrá þann veg að aam- flokksmenn utanríkisráð- herra gátu ekki komið vörnum við. Þykir slíkt ekki þingleg framkoma. Ástæða árásarinnar var skýrsla utanrfkisráðherra til Alþingis um utanríkis- mál, sem var hið vandað- asta plagg, en þar er tekin ákveðin afstaða MEÐ aðild íslands að Atlantshafs- bandalagi og varnarsamn- ingi við Bandaríkin. Sú hef- ur verið stjórnarstefna á islandi í öryggismálum lengi. Alþýðubandalagið hefur troðið sér inn í hverja aðildarstjórn aö Nató og varnarsamningnum eftir aðra — svo gagnrýni þing- mannsins var bæði hol- og hjáróma. Jan Mayen- þátturinn Þá réðst Ólafur Ragnar með stóryrðum á Sjálf- stæðisflokkínn vegna meintra brigöa í Jan Mayen-málum. Ástæðan var samþykki þingmanna flokksins við „heimild til rfkisstjórnar", sem Alþýðu- bandalagið er burðarásinn í, til að staðfesta sam- komulag við Norömenn um það mál. Nú hefur Alþýðu- bandalagið neitunarvald f þessari ríkisstjórn svo norska samkomulagið er alfarið í þess hendi ef þeir meina eitthvað meö gagn- rýni sinnil Öll stóru orðin um Sjálfstæöisflokkinn, sem gusu úr gaphúsinu, geta því fallið ofan í það aftur — og það áöur en margir dagar líða. Jan Mayen-árás Ólafs Ragnars á Sjálfstæðis- flokkinn var í raun enn ein árásin á utanríkisráðherra, sem leiddi umræöur í Ólsó, og hafði forystu um sam- komulagið. Árás hans á „Geirsarminn" vegna stuðnings við samkomu- lagið var og í raun árás á Gunnar, Friðjón og Pálma, sem allir samþykktu samn- inginnl Og árásin var máske ekki sízt högg i andlit Garðari Sigurðssyni, formanni sjávarútvegs- nefndar Alþingis, þing- manni Alþýðubandalags, sem skar sig frá þing- mönnum Alþýðubandalags og greiddi EKKI atkvæði gegn samkomulaginu. Garðar gagnrýndi þvert á móti meðferð þessa máls í þingflokki sínum, hvar Ól- afur Ragnar ber alla ábyrgð. Alþýðubandalagið tekur stórt upp í sig, bæði í Jan Mayen-málum og varð- andi aðild að Atlantshafs- bandalaginu. En það sam- þykkir hvorttveggja í raun með sitjandanum, — setu ráðherra sínum í ríkisstjórn og þeirri stjórnarfarslegu ábyrgð sem henni fylgir. Það tekur því ekki mark á eigin gagnrýni. Hvern veg getur þaö þá ætlast til að aðrir geri það? Af hverju VE M.a. þessvegna verður ASEA fyrir vaiinu. Þetta er stærsti rafmótor á íslandi. ASEA — 9250 kW (12.580 hestöfl). ASEA mótorar eru sterkir og endingargóðir. ASEA mótorar þola erfiðar aðstæður. ASEA mótorar eru 15—20% létt ari en mótorar úr steyptu járni ASEA mótorar hafa rúmgóð tengibox. ASEA mótorar ganga hljóðlega ASEA mótorar eru einangraðir skv. ströngustu kröfum. ASEA mótorar hafa hitaþoi ströngustu kröfum. ASEA mótorar uppfylla ströng ustu þéttleikakröfur. Nítíuogfimm ára reynsla ASEA tryggir góða endingu. Eigum ávallt fyrirliggjandi í birgðageymslum okkar ASEA mótora 0.18 kW — 15kW. ASEA gírmótora frá 0.18 kW 1.5 kW. Aðrar stærðir afgreiddar með stuttum fyrirvara frá bírgða- geymslum ASEA. Veitum viðskiptavlnum okkar tækniþjónustu. ,IT& HF. 51 Sundaborg Sími 84000 - 104 Raykjavfk Danskennaranám Getum tekið nema í danskennaranám. Um er að ræöa 4. vetra nám frá 1. september til 31. maí ár hvert. Tökum yngst 17 ára (fædd 1963). Upplýsingar í síma 29551 frá kl. 13—18 í onnssifðLi LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — Málning og málningarvörur Afsláttur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. 50 þús. veitum við 10% veitum við 15% afslátt. afslátt. Þetta er málningarafsláttur í LRaveri fyrir alla þá, sam eru a* byggja, breyta eða bæta. Líttu víö í Litaveri, þvf það Hefur ávalft Fótlagaskór Leður fótlagaskórnir meö riffluöu sólun- um og leöur bindisólar sem allir oekkja. Póstsendum samdæpurs Verö: 24/27 kr. 9.730.- 28/30 kr. 10.470.- 31/33 kr. 11.360.- 34/39 kr. 12.880-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.