Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 1
88 SIÐUR STOFNAÐ 1913 257. tbl. 71. árg._________________________________SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins MorgunblaAiA/Fridþjófur „Leysum vandamál okkar með veittum styrk ykkar“ llehlf, 29. dinember. KV, Fjárhagsað- stoð til Argentínu Wuhington. 29. desember. AP. SAMfírARFSNEFND innan alþjóAa gjaldeyrissjóðsins hefur komið sér saman um meiri háttar fjárhagsaóstoó til handa Argentínu sem er meó ógur- legan skuldahala í eftirdragi. Erlendar skuldir Argentínu- manna nema 45 milljörðum dollara, en aðstoðin hljóðar upp á 500 millj- óna dollara „brú“ eins og það er kallað. Það eru bandarískir bankar sem reiða fram féð, en gjaldeyris- sjóðurinn mun sjá um afborganirn- ar. _______ ^ OPEC vill einangra keppinauta Onf. 29. desember. Al*. OLÍURÁÐHERKAK olíuframleiðslu- ríkjanna, sem kenna sig við OPEC, hafa setið á stöðugum fundum i Genf síðustu daga og rætt um yfirvofandi verðstríð og skiptingu framleiðslu- kvóta. Á fundum í dag var samþykkt að einangra lönd utan OI’EC með ýmsum leiðum, en það var eigi nánar frá því greint hvaða meðulum yrði beitt. Verðstríðið sem talið hefur verið yfirvofandi er vegna verðlækkana Norðmanna og Breta sem boðið hafa lægra verð fyrir Norðursjáv- aroliu en OPEC-menn fyrir eyði- merkurolfuna. Ráðstafanir þær sem OPEC ætlar að grípa til verður fyrst og fremst beitt gegn þessum þjóðum. Náttúruleg efni vinna á krabba New Vork. 29. deoember. AP. NÚ ER hafin framleiðsla á tveim- ur efnum sem eiga að vinna á a*xl- um í mannslíkömum, en efni þessi hafa eytt krabbameini i rannsókn- arstofumúsum. Er unnið að því að þróa efnin þannig að nota megi þau til krabbameinslækninga á fólki. Efni þessi heita lymphotoxin og „tumor necrosís factor". Rick Dernych, vísindamaður við rannsóknarstofurnar Genetech í San Francisco, ritaði nýlega um rannsóknirnar í tímaritið „Nat- ure“ og fór veglegum orðum um framgang rannsóknanna og batt miklar vonir við efnin. í sam- anburði við krabbameinslyfið interferon sagði Dernych að innan tíðar myndi interferon vera gersamlega úrelt og ónot- andi þar sem umrædd tvö efni muni skáka því. „Þessi efni ráð- ast beint á krabbameinsfrum- urnar og vinna á þeim og eru þau hin einu efní sem þannig vinna gegn krabbameini," sagði Dernych. Efni þessi eru náttúruleg og var áður ókunnugt um eigin- leika þeirra vegna þess að þau eru í svo litlu magni ( likaman- um. Þau myndast í blóðstreym- inu, en f svo litlu magni að fram til þessa hafa margir vfsinda- menn efast um tilvist þeirra. „MOKG vandamál steðja að Ind- verjum, en ég er sannfærður um að við leysum þau öll með þeim styrk sem þið hafið veitt okkur,“ sagði Kajiv Gandhi til stuðningsmanna, sem voru saman komnir fyrir utan heimili hans í morgun. Var þá Ijóst að Kongressflokkurinn hefði unnið stærri sigur en dæmi væru um frá því Indverjar hlutu sjálfstæði frá Bretum 1947. Um hádegisbilið var búið að úr- skurða sigurvegara í 427 kjör- dæmum af 507 og hafði Kongress- flokkurinn þá unnið 345 sæti, eða fjögur af hverjum fimm. Tölvu- spár bentu til þess að f fyrsta sinn f 37 ár hlyti einn flokkur yfir 50% atkvæða f kosningum. Sigur af þessu tagi vann flokkurinn hvorki undir forystu móður Rajiv, Indíru, eða afa hans, Jawaharlal Nehru, fvrsta forsætisráðherra landsins. Arið 1957 hlaut flokkurinn undir forystu Nehru 47,8% atkvæða og 371 þingsæti af 494. Leiðtogar tveggja helztu stjórn- arandstöðuflokkanna, A.B. Vajpa- yee fyrrum utanrfkisráðherra og Chandra Shekhar, náðu ekki endurkjöri, töpuðu báðir fyrir frambjóðanda Kongressflokksins. Tveir kommúnistaflokkar stórtöp- uðu, flokkur er styður málstað Kfnverja hlaut 12 sæti en hafði 36 og flokkur á Moskvulinunni hlaut 3 sæti en hafði 13. Janataflokkur Shekhar hafði hlotið 8 sæti en hafði 21 og klofningsflokkur A.B. Vajpayee 2 en hafði 16. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn eftir kosningar verður Telegu Desam- flokkur fyrrum kvikmyndastjörn- unnar Rama Rao, sem hafði hlotið 25 sæti. Bauð flokkurinn aðeins fram í Andra Pradesh. Indversk blöð spá þvi i dag að þegar Rajiv tilkynni ráðherralista sinn muni vanta þar mörg nöfn er hann hlaut f arf frá móður sinni. Stjórnin sver líklega embættiseiða á mánudag. Hins vegar eiga menn ekki von á þvf að Rajiv sveigi af þeirri stjórnarstefnu sem móðir hans markaði. Auk stórsigurs Kongressflokksins vann Rajiv mikinn persónulegan sigur á Men- aka Gandhi, mágkonu sinni, f Am- ethi f Uttar Pradesh, hlaut 314.878 atkvæði en Menaka 50.163.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.