Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1984 Maugham og bemagríndin Fáir höfundar hafa náð jafn mikilli leikni í sögusmíð og Somerset Maugham. Menn geta deilt um hann sem rithöfund að öðru leyti en því að það standa honum fáir jafn- fætis í þeirri tækni að byggja upp og segja „hreina" sögu. Með hreinni sögu er átt við að ekkert sé í sögunni nema það sem þar á heima, engir útúrdúrar, engin hliðarspor: frá byrjun miðar allt að hápunkti og síðan í boga niður í endinn. Einmitt af þessum sökum er Maugham í uppáhaldi hjá mörgum rithöfundum: þeir vita hvað það kostar að halda strikið. Graham Greene kaliaði hann „sannan rithöfund"; Evelyn Waugh kvað hann „eina núlifandi studio- meistarann sem gagn væri að að fara í læri til“; Garcia Márgues telur Maugham í fámennum hópi uppáhaldshöf- unda sinna og Orwell skrifaði: „Ég virði hann mikið fyrir það vald sem hann hefur á því að segja sögu afdráttarlaust og án skrúðmælgi." í bókum sínum Uppgjörið (The Summing Up) og Minnis- kompa rithöfundar (A Writer’s Notebook) fjallar Maugh- am um ýmis tæknileg atriði í sögugerð og einnig í formála að bók sinni um Ashenden leyniþjónustumann. Maugham leggur mikið uppúr því að skáldsagnahöfund- urinn smíði sér beinagrind: Lýsing á hugarástandi, segir hann, umhverfi eða andrúmslofti, getur haldið athygli les- andans fanginni upp á tylft blaðsíðna, eða svo, en varla upp á fimmtíu síður, þá fer sagan að þarfnast beinagrindar til að haldast uppi. Hann segir að beinagrind sögu sé hin leynda áætlun höfundarins, við hana miðist alíir atburðir og allar lýs- ingar sögunnar, frá hinni leyndu áætlun megi hvergi víkja. Fylgifiskar hinnar leyndu áætlunar eru byrjun, miðja og endir — og framhjá þeim fylgifiskum er ekki hægt að komast. Endir sögunnar er alger, segir Maugham: Lesand- inn er búinn að fá alla söguna, það er ekkert meira að segja. Sagan hefst á tilteknum kringumstæðum og eitt leiðir siðan rökrétt af öðru og þannig að iesandanum finnst allt gerast með eðlilegum hætti og þegar endapunkturinn er settur, þá er lesandinn sáttur við hann, sögunni er fullkomlega lokið. f rauninni má segja að í þessari sögugerð hafi höfundur- inn endapunktinn í huga, þegar hann stingur niður penna til að skrifa byrjunina — og hann ætlar sér að skapa stykki sem stendur eitt sér og einangrað og fullkomið í sjálfu sér, engin forsaga á bak við byrjunina og engin viðbótarsaga falin í endinum. Þessi kenning Maughams er auðvitað aðeins ein af mörg- um kenningum um skáldsagnagerð og hvorki alrétt né alröng. Og sjálfum var Maugham ekki bláköld alvara í þessari kenningasmíð: það er víða sem hann kemst í mót- sögn við þessar útskýringar sínar á hinni hreinu sögu og leyndu áætlun, t.d. í hinni ágætu bók, Tíu skáldsögur og höfundar þeirra (Ten Novels and their Authors). En f sagnagerð sinni reyndi Maugham sem best hann gat að fylgja þessum ráðleggingum, því að þær hæfðu honum. Hann var stórskemmtilegur mannþekkjari, Maugham; sagnagerð hans snerist um manninn og yfirleitt ranghverf- una á honum. Maugham þekkti líka ranghverfuna á sjálf- um sér og aftók það með öllu að skrifuð væri um sig ævisaga í lifanda lífi. í erfðaskrá sinni krafðist hann þess að hvert blaðsnifsi sem fyndist í sínum húsum að sér dauðum, færi beina leið í eldinn — en það varð auðvitað til þess að hver tætla var vandlega geymd og frá því karlinn dó, háaldraður og elliær á sveitasetri sínu í Suður-Frakklandi, hafa bækur um hann runnið út eins og heitar lummur. Síðast 700 síðna bók eftir Ameríkumanninn Ted Morgan. Allt eru þetta hinar merkilegustu bækur og geyma miki- ar upplýsingar um Maugham, sannar og lognar, en það er ekki þetta bókaflóð sem þykir gefa réttustu myndina af manninum Somerset Maugham, heldur málverkið fræga sem Graham Sutherland gerði. Þegar Churchill sá þessa mynd varð honum að orði: „Hjálpi mér allir heilagir, þetta er lifandi eftirmynd Willie!" Þess er getið að Maugham hafi verið herfilega illa við þetta málverk. Jakob F. Ásgeirsson Willie ijóslifandi kominn. Suður-Kalifornía: Á kafí í snjó ÓVEÐUR gekk yfir Suður-Kali- forníu á þriðjudag og miðvikudag og fylgdi því mikið fannfergi á sumum stöðum. Þessi mynd var tekin um 120 km fyrir norðan Los Angeles í svonefndum Antilópudal. Eins og sjá má eru bílarnir á kafi í snjó. Það er mjög sjaldgæft, að það snjói eins mikið og í þetta sinn í Suður-Kaliforníu. Hagnaður flug- félaga IATA 800 millj. dollarar Cienf, 28. desember. AP. BÚIST er við að áætlunarflugfélög, sem aðild eiga að IATA, skili sín á milli 800 milljónum dollara á þessu ári, samkvæmt upplýsingum samtak- anna. Flugfélög innan IATA voru rekin með hagnaði 1984 og er það í fyrsta sinn síðan 1978 að samtökin í heild skila ágóða. Endaniegar tölur um af- komu flugféiaganna 1984 liggja enn ekki fyrir en búist er við að hagnað- urinn verði ekki undir 800 milljónum dollara. Knut Hammarskjöld forstjóri IATA sagði að búast mætti við hagnaði flugfélaganna 1985 og 1986. URVALIÐ ALDREI FJOLBREYTTARA ÁNANAUSTUM GRANDAGARÐI SÍMAR 28855 — 13605.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.